Vá yndislegur sunnudagur genginn í garð. Ég er orðin hress og fersk eins og nýfætt folald þegar það fær kraftinn í fæturinar til að hlaupa um og leika sér. Ég ætla að fara að þrífa núna og svo að gera las umsókn. Svo jafnvel að kíkja í íslensku fjöldkylduna mína á Asíubraut í kvöld. Dreymdi þau í nótt og maður verður víst að taka því sem hinti.
Gærdagurinn og kvöldið fór í coma. Ég og Rochelle lágum hérna og horfðum á Idols og Finding Nemo og borðuðum óhollan mat. Við vorum svo andlausar að við töluðum varla saman allt kvöldið. Núna er samvisubitið yfir þessu rúmliggi orðið svo mikið (já ég er íslendingur sem fær samviskubit við að vera veik) að ég er komin með saviskubit yfir því að vera að blogga þetta hehhehe
ps. kíkjið áþetta og þetta. Mjög gott fyrir sálartetrið á ungum konum sem líður illa eftir 5 mínutna lestur á cosmo og elle.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli