Jáhhh, ég er bara enn hissa á þessum miklu viðbrögðum sem "the sagan" fékk. Fékk meira að segja eitt hótunarbréf. Svo finnst mér líka merkilegt hvað fyndnisstatusinn var breytilegur eftir flokkum...Þessum bláu fannst þetta ekki eins fyndið og rauða boltafólkinu (sbr. Herborg vs. Júlli og Arnheiður) Ætli að við sem kjósum samfylkinguna séum einfaldlega með betri húmor??? hehhh, nei annars. Minn húmor væri ekki eins í dag ef ég hefði ekki alist upp með henni Herborgu frænku minni og skrifast á við hana er ég bjó í Hollandi. God hvað ég hef oft grenjað úr hlátri með henni og systur hennar Ásrúnu.... Ha? Herborg...;)
Annars er nú bara voða lítið að frétta. Ég er komin á kaf í nýja vinnu sem er mjög krefjandi. Líka alltaf krefjandi að byrja í nýrri vinnu almennt. Ég hef samt ákveðið að blanda ekki þessari vinnu inní þetta blogg mitt. En ég get sagt ykkur að ég er á réttri hillu í lífinu og staldra oft á dag við og fatta að ég er komin á þann stað (vinnulega séð) sem ég hef dreymt um sl. ár. Ég er að taka ákvarðanir sem ég hef lengi haft skoðun á og vinn með fólki sem á eftir að kenna mér mikið í sumar. Ég held samt að ef ég fer að blogga mikið um þetta á það jafnvel eftir að koma bara út sem mont....æ skiljið þið? Æ kannski er ég bara að rugla...
En kosningar nálgast, ég mun setja X við S-ið. Skrýtið, það er eins og ég sé með skilti fyrir ofan mig sem á stendur X-S. Ég tala ekki mikið um þetta við fólk, en alltaf er ég að lenda í því að fólk segji við mig að fyrra bragði: " þú ert að fara kjósa Samfylkinguna er það ekki?" Hvað er það sem ég ber með mér, ég er að spyrja?
Djöfull hlakka ég samt til á laugardaginn, BBQ hjá Maj-Britt og svo bara gleði fram á nótt, mmmm. Ég er með góða tilfinningu fyrir þessu;)
Báruátakið gengur ekki eins vel og ég vil. Þoli það ekki! En ég ætla að taka mig á núna og meira að segja búin að fá að vera í aukaviku hjá henni. Sagði að ég hefði "dottið í það" um páskana og svo verið í strákavorkenniskrísu og bara átt það skilið að kaupa mér ís.... Æ hún er æði hún Bára mín, híhí.
Jæja, ég ætla að fara að sofa. Fyndið hvað ég blogga alltaf mest þegar ég held að ég hafi akkúrat ekkert að segja...annars var þetta nú bara smá hnotskurn á lífi Diljár þessa vikuna. Lifið heil...
Ps. Sara danska, ég þarf að segja þér soldið, vona að ég hitti þig á msn sem fyrst. Er ekki með gsm nr. þitt lengur:/
Engin ummæli:
Skrifa ummæli