laugardagur, maí 03, 2003
Ég er hætt að hlusta á væmin lög að ráði hans eiríks vinar míns og virkar það mjög vel. Vildi svo skemmtilega til þegar ég kom heim í gærkvöld, öll köld eftir kaldan útiverudag og frekar dán e-ð (já ég er auðvita í lovesorrow munið þið) já allavega þegar ég kom heim í gær lá geisladiskur við hurðina. Þá var hann Jökull vinur minn búin að brenna diskinn með Les Negres Verrrtes, en þeir komu hingað til lands 1990 og héldu tónleika. Síðan þá er ég búin að fíla þá og búin að leita að þessum disk. Þetta er mjög kátt og gleðilegt franskt rokk með munnhörpu og gleðihljóðum allskonar. :Það besta er að ef þeir eru að syngja um ást þá skil ég það ekki einu sinni.....íhaaaaa!!! Takk Jökull, þú hittir naglann beint í mark og settir nýtt gat á gleðipokann sem hafði smá lokast smá.....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli