Sumarið er komið, ég er allavega komin í sumarskap. Það er eins og hvern árstíð, hver mánuður og hver vikudagur eigi sér sína tilfinningu. Ég er komin með sumartilfinninguna. Ótrúlega fersk e-ð, og til í hvað sem er! Hlutir sem mig langar að gera í sumar eru:
-fara á Roskildefestival
-gera það gott í nýju vinnunni minni
-detta í það á fimmtudegi (hehh sigga six??;)
-liggja á Austurvelli í góðra vinahópi, kaupa bjór í lausu og halda svo spontant BBQ á Njallanum
-fara í útilegu og sumarbústað...(ég missti af síðustu ferð:(
-sjá Íslandið mitt, hið fagra frón sem ég hef voða lítið séð af, mjööög sorgleg
-skella mér með 2 tíma fyrirvara til útlanda, skiptir ekki máli hvert
-fá freknur
-kaupa mér gallabuxur og vera foxy í þeim
-hmmm...kannski eitt æsispennandi fling með prinsi á hvítum hesti :o
-vakna snemma 3 í viku og mæta í líkamsrækt/jóga
hmm hvað meira? ég man ekkert núna, en það er svo margt sem mig langar að gera og ég vona að ég geri.... :D
Engin ummæli:
Skrifa ummæli