Voðaleg bloggleti er þetta í mér....
...helgin var æðisleg verð ég að segja! Stúdentsveislur sem minntu mig á góða útskriftardaginn minn fyrir 3 árum og auðvitað uppáhaldið mitt; puttamatur, mmmm! Svo var það bara sund og tónleikar og...og...og....JÓRÚVISJÓN!!! hvað annað!!! Jæja Diljá ætlaði að halda lítið stelputeiti fyrir nánustu vinkonurnar og horfa á keppnina og svo rölta í bæjinn....en nei nei: Íbúðin mín hefur held ég sjaldan verið jafn stöppuð og ég er ennþá að heyra af fólki sem var á staðnum sem ég vissi ekkert um. Það kom meira að segja fólk sem ég né enginn af mínum þekkti, fannst bara svo fönky tónlist að það ákvað að koma og taka nokkur spor...alveg hress;) Annars þakka ég bara öllum fyrir komuna og ég lofa öðru svona geimi í sumar...
E-ð fleira að frétta...hmmm nei ekkert spes, auðvitað er maður með handtöku helgarinnar nokkuð mikið á heilanum enda afspyrnu hræðilegt mál alltsaman. Leiðinlegt að þetta litla land okkar geti ekki getið af sér unga athafnamenn sem eru nógu sniðugir til að geta látið hlutina gengið upp á eðlilegan hátt. En svona eru nú syndirnar 7 stór hluti af lífi okkar, því miður:(
...btw. langt síðan ég hef séð SEVEN.
Núna eftir smá er hún Anna Sigga megabeib að koma að ná í mig og ætlum við að eiga stelpukvöld saman; fyrst á Salatbar Eika að borða "megrandi"mat og svo ætlum við að sjá "há tú lús eij gæ in ten deijs". Ég held að ég hafi bara sjaldan verið jafn mikið í stuði fyrir svona kvöld;) Vantar bara ljósatíma eða heitapottatrúnó á undan til að fullkomna þetta...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli