Hjá er mér er stödd í heimsókn ein besta vinkona mín, sem er ekki frásögum færandi nema hvað að hún er aðeins tæplega 4ra ára gömul. Ég lít ekki á þessa litlu manneksju sem dóttur vinkonu minnar hennar Svanhvítar sem ég hitti við og við og segji henni hvað hún sé góð og falleg stúlka. Heldur er hefur hún fylgt móður sinni hvert fótmál síðan hún fæddist og þ.a.l. orðin "einafhópnum". Stundum finnst mér fyndið að ég eigi vinkonu sem er 20 árum yngri en ég, þar sem ég er nú einugis 24 en þetta er í alvörunni svoleiðis. Síðan hún kom í heiminn hefur hún kennt mér svo margt og sínt mér fram á það að manneskjur sem hún (litlar dömur) hafi sterkar skoðanir og viti hvað þær vilji. Uppáhalds okkar Oddlaugar er að mála okkur saman og fær hún þá bleikan varalit, augnskugga, kynnalit...og ef við erum í svaka pæjustuði fær hún líka maskara.
Í dag hefur hún td. kennt mér að:
-kisur halda líka afmæli og þá koma kisurnar í hverfinu með mýs í veisluna
-að prump sem maður prumpar þegar maður er að kúka heitir "kúkprump"...
-að hún geti ekki farið í bikíní fyrr en hún fái brjóst
-að fólk sem búi í tjaldi megi hoppa á þakinu sínu...við hin ekki.
-að ef maður er þreyttur labbar maður með bogna fætur
-að ástæðan fyrir því að við giftum okkur er að þá getum við dansað og verið fín
-að þegar hún gerir e-ð ALVEG óvart má ég ekki vera reið við sig og skamma
-að hnútur í hári heitir ekki hnútur...heldur "snúsnútagl", og hliðartagl heitir "Línalangsokk öðrum megin"
Jáhh það ættu allir að þekkja eitt stykki Oddlaugu Marín....guð hvað ég á eftir að sakna hennar þegar ég flyt til Hollands....en hún fann samt lausn á því....kemur bara og heimsækjir mig;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli