Þann 30.ágúst 2003 gekk ég út úr íbúðinni minni á Njálsgötunni. Ég man svo vel eftir þessu augnabliki. Ég stóð í forstofunni með töskurnar, horfði yfir dúlluna og grét í faðminum á Dóra. Daginn eftir flaug ég út til Hollands og síðan þá hef ég búið á 15 stöðum í fjórum löndum. 15 staðir þá mínus nokkur hótel, mótel og gististaðir hingað og þangað. Jahhérna!
Núna er ég komin aftur heim á Njálsgötuna. Búin að loka hringnum. Tæpur fjagra ára hringur semsagt. Mikið er ég fegin að hafa minnkað Hollandshluta hringsins og farið til Árósa, sem spinnaði SanFrancisco inní leiðina. Alveg hreint æðislegur tími ó já ó já.
Það hefur verið óskaplega gaman að taka uppúr kössunum og raða og skipuleggja síðast liðnu daga, fullnæging skipulagsfíkilsins (sem ég get stundum verið). Minningarnar detta inn og tónlist sem ég hlustaði á þegar ég bjó hérna síðast er á repeat. Svolítið fyndið.
Ég verð bara að fá að segja þetta; Vá hvað ég er hamingjusöm!! Já já já komin heim!!! Hér er glatt á hjalla og hér ég dvelja vil...
Svo vil ég benda á þessa útsendingu hér. Eva María tók sunnudagsviðtal við hana Höllu mína í gær. Tilfinningaveran og ofsastolta vinkonan Diljá felldi nokkur tár við áhorfið. Já já.
6 ummæli:
Innilega til hamingju með að vera flutt aftur inn á Njallann. Þú ert komin heim!! :) Ég horfði líka á viðtalið og fannst Halla standa sig vel.
Til hamingju með Njallann luv. Ég er líka haldin röðunaráráttu þessa dagana í mínu sloti. Vill helst bara vera heima og raða þangað til þetta er orðið eins og ég vil hafa það:)
Hlakka til að hitta þig á njallanum soon. Ertu komin með kisu?
Hæ'skan og velkomin á eigið heimili aftur. Æðislegt að vita aftur að þér í þínu fallega hreiðri.
Takk fyrir mig elskan. Alveg hreint yndislegt að koma á Njallann aftur. Margar góðar minningar sem streyma fram.
Vá...skil þíg svo vel þegar þú segir "loka hringnum"...er einmitt að fara að gera það í ágúst og ég verð að segja að það er svona kvíðaHNÚTUR í mallanum mínum...veit ekki hvort ég er tilbúin í þetta reality-check. En ef ég man rétt þá leið þér þannig líka...kem bara í þerapíu til þín á Njallann!
-Mizzí skúlepige i Singapore
Takk fyrir þetta kæru dömur. Ég er í skýunum og þið eruð velkomnar at anytime í heimsókn (já, sumar aftur og aftur og aftur;))
Skrifa ummæli