þriðjudagur, mars 13, 2007

Vítamínakona

Ég er orðin svona vítamínakona. Hef áhuga á vítamínum og finnst pínu gaman að taka vítamín. Og kaupa vítamín. Í versluninni Maður Lifandi er heill veggur af dollum og litlum kössum með vítamínum. Ég fæ e-ð kikk útúr því að skoða þetta og síðan velja eina til tvær vörur og kaupa mér. Svona svipuð tilfinning og þegar ég kaupi mér tímarit eða snyrtivörur. Fæ hreinilega e-ð útúr þessu. Ekki veit ég hvort þetta er lærð hegðun eða hreinilega kvenmannsnáttúran að tala hér. Sama er mér. Vá rímar.

Sit núna á Súfistanum að lesa og reyna að vera dugleg. Afhverju líður tíminn svona hratt? Hví er lífið ó svo bratt? Hey rímaði aftur. Hhahah djóúk. Held að ég breytist í svona skáld þegar ég sit í kringum bækur og menningarlegt fólk.

Hafið það gott og gefið tott. Það er í týzgcu!

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hey ég er líka svona vítamínkona og tek það í törnum. Hef ekkert tekið í marga mánuði og er byrjuð aftur. Heilsutvenna, hárkúr og járn. Hvaða kokteil ert þú með í höndunum?

Dilja sagði...

Sportþrennu, spirulinu, kalk, járn, e-ð fyrir blóð og þvaghreinsun og e-ð sem ég man ekki hvað heitir

já já

Nafnlaus sagði...

ég á í mesta basli með að muna að taka vítamín, er með eitt í gangi núna og er alltaf að gleyma því ;/

Dilja sagði...

"...sussum og sussum og róa, ekki gráta elskan mín, þó þig vanti vítamín"

Nafnlaus sagði...

ég er engin vítamín kona, það vantar samt ekki birgðirnar, sem ekkert gengur á, þannig að viljinn er fyrir hendi.

skil hins vegar skil ég vel ánægjuna sem fylgir tímarita-og snyrtivörukaupunum, enda hef ég verið pró í snyrtivöruverslun til fjölda ára ;)

annað: linkurinn á mig virkar ekki!! sem er bæ þe vei mjög fyndinn :)

Dilja sagði...

já heyrðu það var eitt auka skástrik, ég hef nú fjarlægt það og nú virðist allt ganga eins og í söööögu:)

kossar og knús til ykkar, og ég verð að fara að kíkja í heimsókn! sjá haðarstíginn ykkar, þó fyrr hefði mátt vera

Nafnlaus sagði...

eeeendilega að kíkja á okkur Ísak hérna á Haðó, erum næstum alltaf heima :)

Sigríður sagði...

Ég vil meina að þetta sé lærð hegðun en ekki kvenmannsnáttúran því þetta er ekki til í mér og ekkii vil ég vera kvenmannsnáttúrulaus..... ;-)