mánudagur, febrúar 26, 2007

Heimspekilegar vangaveltur rétt fyrir svefninn...

Eitt kvöld í síðustu viku fann ég Oddlaugu mína (7 (að verða 8!) ára gamla) uppí rúmi að rembast við að sofna. Ég settist aðeins hjá henni til að kjafta smá og hún kvaðst e-ð eiga erfitt með að festa svefn. Hún hafði nefnilega verið að gera svo rosalega uppgvötun.
"Diljá ég er alveg búin að fatta afhverju 4 + 4 eru 8"!!!
"Sko því við lærðum í dag að 5 + 3 væru 8, en ef fimman gefur þristinum einn af sínum, þá eru þeir báðir orðnir fjórir...og þess vegna er 4 +4 samasem 8!!"

Hver man ekki eftir svona stórkostlegum uppgövtunum?

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þessi á ekki eftir að eiga í vandræðum með plús og mínus, það er alveg á hreinu.
algjörlega lógísk hugsun hjá henni.

Svo endalaust gaman að þessum litlu snillingum.

Nafnlaus sagði...

já alveg brilljant sætt :)

Dilja sagði...

endalaust af gullmolum... sérstaklega svona rétt fyrir svefninn þegar allt er gert til að klára ekki daginn aaaalveg strax:)

síðan mín er að verða eins og barnaland.is :D

Ragnar sagði...

ójá, EKKI að sofna, finna hvaða afsökun sem ER, well I know that girl og hún er bestust í geimi

Jo sagði...

Hey Dilja. Thanks for the great post! I think I will start to comment a bit more on these from now on.