Í mörg ár hóf ég nýtt líf á mánudögum. Í nýja lífinu vaknaði maður á réttum tíma, borðaði rétta fæðu, hreyfði sig rétt, svaf rétt, drakk rétt (þeas ekki áfengi bara vatn og te) og svo fleira og framveigis rétt. Nýja lífið mitt byrjaði semsagt alla mánudaga og tók svo stökk breytingum einhversstaðar á miðvikudögum og fimmtudögum. Þá fór ég í annan gír á ný og gerði ekkert rétt. Já já, þetta var svona mikill og skemmtilegur hringur, vítahringur kannski.
Síðan í byrjun febrúar hef ég reyndar verið í nýja lífinu samfellt. Sem er ósköp ljúft. Ég brosi þó stundum útí annað af sjálfri mér. Td. í morgun (laugardagsmorgun) var ég búin að setja í vél, moppa gólfið og var að útbúa hollan og nærandi morgunverð þegar bjöllur hallgrímskirkju slóu inn 9 slög. Þeir sem mig þekkja vita að þetta er brosleg staðreynd.
Talandi um morgunverð að þá vil ég deila með ykkur upphaldsmínu þessa dagana:
2 dl Léttsúrmjólk
hnefafyllir af frosnum mangóbitum
vænn bútur af engifer
...mixað saman (í mínu tilfelli) með töfrasprota. Þetta er er gott betra best!
Í morgun brosti osturinn á brauðinu svo getnaðarlega til mín að ég festi hann á mynd. Skar síðan pac-man munstur í gúrkusneiðarnar.
Eru það ekki litlu hlutirnir í lífinu sem skipta megin máli?
Eftir morgunmat á að fara aftur uppí rúm, með blöðin og hlusta á Ninu Simone (verndara Njallans)....alveg eins og ég er að gera núna. ...mmmm.
8 ummæli:
Ég er einmitt í þeim gírnum núna,, byrja á nýju á mánudaginn... Ég fór í annað flugið mitt í gær og í þetta skipti með grænmetisætu. Þegar ég fékk mér fyrsta súkkulaðið þá fékk hún sér kirsuberjatómata, þegar ég fékk mér súkkul. nr 2 þá fékk skvísan sér möndlur og þegar ég réðst að lokum á súkkulaði nr 3 þá fékk hún sér hrískökur.. Á þeim tímapunkti var mér nóg boðið,, komin með samviksubit og fékk mér epli.. Sem ég borðaði helminginn af og henti svo... Langar núna auðvitað að gera eins og gerast lífræn grænmetisæta,,hugurinn er alveg til staðar. Það bara vantar staðfestuna.
Þú stendur þig ótrúlega vel skvís í þínum kúr, ég myndi ekki endast svona.
Ps. kem til þín bókabunkanum bráðum með uppskriftunum. Mjög spennandi margar.
iss maður þarf ekki að banna súkkulaði ef maður er grænmetisæta, er það nokkuð?
þú little petit tinni minn þarft ekki að vera með krónískt samviskubit yfir nautnum lífsins...
koddu bara fljótt til mín með bækur og blöð og kúrumst saman yfir þessu...
Já manni gæti svo sem þótt þetta broslegt með laugardagsmorguninn þinn, hefði allt eins getað séð okkur vera að skreiðast inn á Njallanum um níuleytið eftir allnighter hér í denn ;-) En nú eru breyttir tímar, reyndar mætti ég nú fara að taka þig til fyrirmyndar í fæðuvali, hef ekki alveg náð að koma mér inn á beinu brautina þar..... En best að fara að taka þig til fyrirmyndar í öðru og henda í eina vél ;-)
já og núna ætla ég að taka úr minni vél og fara svo í kaffiboð til ömmu kærastans míns!
úú viðerumsvofullorðins! veivei
ooohhhh... um níuleytið í morgun hefði ég alveg þegið að skríða undir sæng, eftir sturtuna og morgunmatinn en nibbs, jobbið beið mín!!!
þannig mín fór syngjandi glöð með a&j í eyrunum "youre my sister..." út úr holunni út í góða veðrið sem var alls ekki eins gott þegar vinnunni lauk en a&j í eyrunum og "eldest" út í strætóskýlu hlýjuðu nú alveg ótrúlega mikið...
hvunar er mér annars boðið í kaffi, er nú búin að labba ansi oft framhjá njallanum, gjótandi augum upp í ris en ekki þorað að raska ró hinna nýfluttu;)... so gott að eiga sona "prívatmómentin" þegar mar er nýfluttur HEIM...
knúsíknús sætan mín...
p.s. gasalega ertu sæt þegar þú vaknar, er þetta töfrasprotatilhlökkun eða töfrasprotadraumur;)!!!
antony yljar og lætur mann fljúga. mmm
vert þú velkomin hvenær sem er mín kær. Gaman að hitta þig í gær líka
þetta er töfrasprotadraumur...;)
Harkan í þér kona...gæti þetta ekki
hey Una mín, gaman að fá skilaboð frá þér elskan.
Vona að ég hitti ykkur sem fyrst!
Skrifa ummæli