föstudagur, mars 09, 2007

Ég lofaði

fleiri myndum. Ég tók nokkrar myndir í gær og setti inn áðan. Þær má finna hérna.
Þetta var góður dagur, ég gleymdi samt að taka myndir af kvöldinu. En því eyddi ég, eins og öllum deginum eiginlega, með Frímanni, í kertaljósum, tei og ávaxtadesert. Og trúnó.

Núna er föstudagur, mér er svo óglatt og skíthrædd við að vera að fá þessa gubbupest sem er að ganga. Harðneita því. Eða kannski er ég með þessa óléttu sem virðist líka vera að ganga á háu stigi. Ég þekki 7 sem eiga von á haustbörnum! What am I missing out on? eeeh...Sex?

Á morgun ætla ég að sjá ÍsMerica, sem er óvissuferð og öðruvísi leikhúsuppsetning. Hlakka til. Langar líka að sjá söngleikinn Leg.
Annars er helgin samasem óplönuð og komi þeir sem vilja hitta mig endilega með uppástungur! Er til í hvað sem er.

En nú heldur skólalestur áfram. Grein um Dynamic Project Leadership e. Bjarne Stark (mentorinn minn)

Bæjó

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

DJÖFULL hvað ég fílaði þetta...Af mörgum ástæðum eiginlega...A.) Hreinskilnar myndir...vott jú sí iss vott jú gett kænd of þeing. B.) Ég fékk að sjá íslenskan veruleika...sem ég var ponsu búin að gleyma á meðal pálmatrjáa og köngulóa sem hoppa (já..þær fokking HOPPA)! C.) Varð þakklát fyrir að vera í Asíu ákkúrat núna...hehe..

Loljú og kíp ðós pittsjörs kommíng!

Dilja sagði...

já já, annars er veðrið búið að vera fallegra en þetta sl vikur. Mjög falleg birta þó kalt sé.
En sjálf... já er ég alltaf jafn eehum falleg;)