miðvikudagur, mars 07, 2007

Myndir par exelans

Ég tók mig til og splæsti Flickr account Pro á mig og mína myndavélastefnu. En nú ætla ég að taka myndir í tíma og ótíma og setja þær á Flickrsíðuna mína, sem er endalaus stór héðan í frá.
Þið megið henda töggum í mig eða sparka í rassinn minn ef ég set ekki amk eina nýja mynd inná dag.

Á morgun ætla ég að mynda einn dag í mínu lífi og set svo inn annað kvöld.
Eruð þið tilbúin dúllurnar mínar?

HÉRNA eru svo nýjar (og gamlar) myndir. Allt komið í skipulag...og ekkert lát verður á því.

Nýjustu fréttir af Njálsgötu-liðinu (mér) eru þær að ég fékk nýtt sjónvarp áðan. Mamma gaf mér 21" sjónvarp með innbyggðum DVD spilara. Svo grand hún Mamma. Svo fékk ég Digital Ísland (mínus stöðvar). Afi ætlar að kaupa ristavél í fríhöfninni á Kanarí. Svo hér er allt að fyllast af tækjum. Töfrasprotanum líður mjög vel hér líka.

Jæja ég ætla að horfa á Íþróttarkvöld á RÚV.
Eða ekki.

Bæjó

7 ummæli:

Heba sagði...

ég er ánægð með myndavélastefnuna þína !! alltaf svo gaman að sjá nýjar myndir.. ég ætla einmitt að fara að safna fyrir nýrri vél.

Dilja sagði...

...eða tekur þetta á LÉTTgreiðslum elskan!

Sigríður sagði...

Djöfull er ég ánægð með allt tækjaflóðið hjá þér. Ég sé það að ég þarf ekkert að fá mér fleiri stöðvar en RÚV, ég kem bara á Njallann ;)

Dilja sagði...

já og þú átt líka inni vídjókúr mín kæra:)

Kamilla sagði...

Ó svo gaman að skoða myndirnar þínar! Took on a trip down memory lane:*

Ælofjúsómötsj!

Til hamingju með að vera flutt aftur inn í íbúðina þína. Hlakka svo til að koma í heimsókn í sumar. Vííí!

Æmissjúsómötsj!

Það er svo gaman að vera fótbrotin. Vei. Punktur.

Dilja sagði...

þú ættir að taka mig til fyrirmyndar Kamilla! setja inn myndir frá vancouver. Ha?
sakna þín líka alltaf og endalaust

Dilja sagði...

hmm já aðeeeeins of fljót á mér, sá að þú ert búin að setja inn heilan helling!
dugleg og fótbrotin. Alltaf jafn sæt og fín dúkkan mín!