fimmtudagur, mars 15, 2007

Svo gaman að segja frá því


...að ég er akkúrat núna klædd í eins átfitt (sama merki) og hún Mel B á þessari mynd. Mínus bumba og svartar krullur, að þá erum við Mel svona prettímöts ðe seim. Já fannst ég alveg knúúúIiin til að blogga um þessa ótrúlegu tilviljun. Ha.

....eða er kannski bara ekki mikið í fréttum af mér? Jú kannski að ég dreymdi í nótt að langamma mín hún Don Nanna og Jude Law væru orðin bestu vinir.
Blessuð undirmeðvitundin óskar sér á meðan ég ligg hreyfingarlaus uppí rúmi. Svo eitt er víst.

Það styttist óðum í afmælið mitt. Hef ekki verið stödd á Íslandi á þeim merkisdegi síðan 2003, eða þegar ég varð 24. Svo ég er að hugsa um að halda uppá 25, 26, 27 og 28 ára afmælið saman. Eru ekki allir í stuði fyrir það?
Megum heldur ekki gleyma því að það telst til kraftaverks að ég hafi komist í gegnum 27 ára aldurinn án þess að deyja. Ég var og er jú alltaf rokkstjarna síðan úr Rokklingunum.

Jæja, nú skal ég hefa þennan dag fyrir alvöru. Núna.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hlakka til að halda upp á öll þessi afmæli með þér. Ég fékk nett sjokk þegar þú skrifaðir 28 ára því að ég hélt að ég væri 26 en ekki 27 svo ég eldist um eitt ár á augnabliki. En það er gott að eldast svo ég er ok með að vera að verða 28 ára. En þá er bara stóra spurninginn Hvað vill Diljá í afmælisgjöf!!!!
Komdu með lista og þá mun kanski einhver ósk rætast.

maria sagði...

ég varð svo glöð að sjá að fleiri óléttar konur en ég þurfa að fá stærri rass á meðan þessu stendur - svona fyrir jafnvægið sko.

p.s. geturu reddað mér grey´s? plzzzz, we neeeeed some!!

Dilja sagði...

Já koddu í kvöld í Perló og þú mátt fá allt sem ég á elskan. Ef þú átt tóma DVD diska þá get ég líka skrifað meira. En ég á fullt á diskum nú þegar.

Og já óskalisti kemur fljótt svansí mín

Nafnlaus sagði...

dísús.. ertu að verða 28??!!!! ómægod... þú veist að þú byrjar að telja niður við 30 ára aldurinn ;) mér finnst Mel B voða sæt á þessari mynd svo ég get rétt ímyndað mér hvað þúrt gordjöss :)

Yggla sagði...

hahhaha... 28 ára... hahhaha þú ert bara beibí elskan!!! mín verður sko 31 árs nokkrum dögum eftir þitt unglingaammæli!!!

en smack&smús...

Dilja sagði...

já já 28 ára þokkaleg kona verð ég, með flottan rass og stór brjóst hana nú:D

en nú þarf ég að fara að skipuleggja ammli, ykkur er boðið!