sunnudagur, september 04, 2005

Svo braust sólin í gegn...

...og allt varð bjart á ný! Bara ofbirtu bjart eiginlega!

Guð skapaði nýjan dag og stillti á þemað "hrós" í mínu nánasta umhverfi. Allir höfðu gífurlega þörf til að hrósa mér fyrir allt og ekkert. Og við sem meðvirk erum vitum hvað það er alltaf ljúft. Hrós á maður að geyma. Og safna.
Allt það sem var bölvað í síðustu færslu gekk upp næsta dag. Námslánin koma inn á morgun, festuge er hætt, langir skóladagar borguðu sig og í staðinn gerðum við í Team11 frábæran föstudag fyrir hið nýja Team12. Ég var tipsy frá 11.00 um morguninn til 4 um nóttina og átti mörg gleði-climax augnablik. Ómetanlegt. Það er ó svo gaman að gleðja aðra!

Núna er sunnnudagur og það er hádegi. Samt sem áður erum við KahamillaVanilla búnar að taka alla íbúðina í gegn. Ó hvað það er frábær tilfinning. Í dag er það bara lærdómur, bækurnar bíða og verkefnið mitt á að vera komið lengra en þetta... En súperKaosPilotinn ég mun rúlla þessu upp.

Svanhvít er orðin jafngömul vinkonu sinni (mér) frá og með deginum í dag og við sem elskum hana óskum henni hjartanlega til hamingju með daginn. >kosssssshhhhhYfirHafið<

2 ummæli:

Dilja sagði...

hey puff mama! takk fyrir þetta, keep on bloggin n commentin.... yeah!

Nafnlaus sagði...

jei :)
ég er líka að rifna úr hamingju. Alveg að bilast úr óþrjótandi námsáhuga.
Sakna þín alveg ægilega mikið.
Halla litla