mánudagur, september 05, 2005

tónlistin ó tónlistin

Alveg magnað hvað tónlistin hefur mikil áhrif á mann. Í einu lagi eru kannski 1000 minningar og þeim fylgja 10.000 tilfinningar. Ég veit ekki hvernig tónlistarsmekk ég er með en hann er minn. Og hann er hluti af mér. Þau lög sem mér þykir vænt um eru hluti af því sem ég er með í farteskinu mínu, kom þaðan, erum hérna og förum þangað. Sum lög þýða meira en önnur. Skrýtið hvernig þetta tengist allt. Og lyktin, það má ekki gleyma henni.

Stundum er erfitt að hlusta á tónlist sem einu sinni veitti manni gleði. Því núna fær maður hana ekki lengur. En ég las áðan svo merkilega línu: "Ekki gráta af því að því er lokið, brostu af því að það gerðist."

Og ég ætla að gera það!


Vá hausinn á mér er stútfullur af hugsunum og hjartað af tilfinningum. Held ég ætti að snúa mér að dagbókinni minni frekar en að vera að reyna e-ð hérna á vefnum.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

farðu vel með þig sæta......stundum er ekkert gott að hugsa of mikið.....tala af reynslu ;) hihihih knús mús.....

Nafnlaus sagði...

ég þykist nú geta svipast aðeins undir þetta tilfinningatripp. þori nú ekki að segja hvað ég les út úr þessu hér! þori vart að giska á að einstaklingur af öðru kyni en þú tilheyrir sé í spilunum.

gangi þér vel sæta

Dilja sagði...

reyndar ekki í þetta skiptið partner... ekkert að gerast núna...nema love and hate relationship með honum Kaos Pilot. En eins og nafnið bendir til getur verið smá óreiða í kringum hann:)