sunnudagur, september 18, 2005

ég læt mig líða áfram, í gegnum hausinn, hugsa hálfa leið, afturábak, sé sjálfan mig syngja fagnaðarerindið, sem við sömdum saman,við áttum okkur draum, áttum allt
við riðum heimsendi
við riðum leitandi
klifruðum skýjakljúfa, sem síðar sprungu upp,friðurinn úti ,ég lek jafnvægi
dett niður
alger þögn, ekkert svar


en það besta sem guð hefur skapað
er nýr dagur

Á MORGUN byrjar ný vika, eftir eina og hálfa viku fer ég til vilnius, litháen. Eftir tvær og hálfa er ég að hugsa um að koma heim til íslands.

Takk Sara fyrir frábæran sólarhring. gott að analyzera, gott að borða, gott að drekka rautt, gott að segja lélega brandara, gott að dansa, gott að p***pa, gott að glápa á ammmmrískan raunveruleika, ekki svo gott að kveðja og vita ekki hvenær við rössumst næst....

1 ummæli:

benony sagði...

Takk elsku Diljá fyrir að koma til mín í heimsókn. Það gaf mér rosa mikið. Það er alltaf eins þegar við hittumst og það breytist ekkert sama hve lengi við erum aðskildar.

Nú lendum við bara í fullt af ævintýrum og höfum nóg að analysera, og ef það er ekkert nýtt að analysera þá förum við bara annan hring og analyserum allt aftur frá byrjun.
Knus alla leiðina til þín elsku vinkona
kv Sara