miðvikudagur, september 28, 2005

100% hamingja?

Í dag er svona dagur þar sem allt er æðislegt! Ég gæti gengið allsber í funky-takt til að sýna gestum og gangandi hvað ég er hamingjusöm! (er það ekki annars staðlað statement hamingju?)
Í fyrsta lagi er ég í svo frábærum skóla. Í öðru lagi er ég að fara með þessum frábæra skóla til Vilnius,Litháen eftir 2 klukkustundir. Þar munum við búa á þessu hóteli, sem er ekki þiggja stjörnu, ekki fjagra stjörnu, heldur fokkings fimm stjörnu hótel!! Kíkið á myndirnar. Kíkið á spa listann.

En þetta verður ekki bara afslöppun og sukk. Heldur fékk Arkitema, 250 manna arkitektastofa í Kaupmannahöfn, okkur til að halda vinnustofu/ráðstefnu, og það í úúklöndum! Nú fáum við að láta að reyna á leiðtoga- og skipulagshæfileika okkar sem er búið að þjálfa uppí okkur sl. ár. Mjög spennandi allt saman og ég hef góða tilfinningu fyrir þessu.

Svo er ég endalaust að fá svo góðar fréttir af vinum mínum. Ein fékk mig til að grenja úr gleði áðan, önnur fékk hámarks gæsahúð í gang og einn fékk hjartað til að hoppa og setja tilhlökkunar fiðrildi í mallann.

Já lífið er yndislegt ég geri það sem ég vil. Flýg heim til Íslands í hádeginu á þriðjudaginn. Ótrúlega spennandi tímar framundand á Íslandi.

Meira seinna
Bæjó

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vei á þriðjudaginn,Vei á þriðjudaginn,Vei á þriðjudaginn,Vei á þriðjudaginn,Vei á þriðjudaginn,Vei á þriðjudaginn,Vei á þriðjudaginn,Vei á þriðjudaginn,Vei á þriðjudaginn,Vei á þriðjudaginn,
Matta

Nafnlaus sagði...

vááá gaman hjá tér sæta min

Mín farin ad sakna tín.

Er bú ad vera símalaus i 2 vikur :(

En verdum i bandi thegar tú kemur heim frá´ísl..

hvenar verdur thad annars?

Matthildur

Katrín sagði...

hlakka ótrúlega mikið til að sjá þig!!!ég hef nú engar spennandi fréttir en vonandi get ég bryddað upp á einhverju svo þú viljir kannski jafnvel tala við mig ... hehe ;-)

Nafnlaus sagði...

Hei kúsí!
Nennirðu að taka Friends sem voru hjá þér með á landið kalda...ekki svo margt sem hlýjar manni um hjartað þessa síðustu og verstu...nema náttlega að þú sért að koma besta mín. Hlakka svoooooooooooooona til. Matta