fimmtudagur, september 15, 2005

KaosPilot vikan min

Þessi vika hefur verið mögnuð finnst mér.

Okkur hérna í KaosPilotinum hlaust sá heiður að fá til okkar (að ég held) bestu fyrirlesara í heimi til að segja okkur frá töfrum leiðtogaheimsins. Fyrst kom Miss Bliss Brown frá Chicago sem sagði okkur að einblína á það jákvæða í heiminum. Eftir 2 daga með henni fórum við svífandi heim og áttum heiminn.
Svo kom Ketan! Hann er svartur, stór maður frá Suður Afríku. Hann var svona eins og þjálfari sem kemur inní lélegt körfuboltalið í svörtu fátæku hverfi í NewYork...og gerir það að því besta.Get the picture? Öskraði á okkur og hakkaði okkur í sig. Einn bekkjarbróir minn pissaði næstum því á sig. Hann einblíndi sko ekki á það jákvæða. Eftir einn dag með honum kom ég heim og gubbaði. Hausinn á mér gat ekki meir.

En svo vorum við með Ketan aftur í morgun. Og jú jú, þetta kom svo allt heim og saman. Alveg eins og í Hollywood! Þessi niðurlæging hefur sinn tilgang. Okkur líður núna eins og state champion. Stundum er það þess virði að fara út fyrir þægindarþröskuldinn sinn.

Það er svo bara fínt þarna fyrir utan. Ég ætla að fara oftar þangað.

Bæjó

2 ummæli:

Dilja sagði...

já æ vill baby, takk fyrir þetta:)
sömuleiðis

Dilja sagði...

elsku mæsa baby!
ég var einmitt að uppgvöta þína síðu aftur í gær, vissi ekki að þú hefðir haldið áfram að blogga:) það má alveg vera oftar samt...

en já ég vissi með miss bliss og þig, og hún líka talaði heilmikið um þig hjá okkur. You keep making me proud mæsa:)

gangi þér vel að "opna" og ég hlakka til að sjá þig fljótt