sunnudagur, september 11, 2005

Teenage Mutant Ninja...

Bara til að hafa það á hreinu að:
Donatello-fjólublátt
Leonardo-blátt
Rafaelo-rautt
MicheaelAngelo-appelsínugult
ok en nú þarf ég að fá að vita hver var með hvaða vopn? Ok?

Nú en hjér á Vesturgötunni búum við Kamilla Ingibergs, frá Kebblæk, saman og erum í þessu jú farsælasta hjónabandi sem sögur fara af. Upp kemur söknuður ef svo mikið önnur okkar fer á klósettið. Eftir skóla förum við og verslum inní dýrindismáltiðir, eldum, vöskum upp og leikum okkur svo smá. Playful er fallegt gildi í lífinu. Þó svo að Kamilla mín velji balance þá vel ég risktaking gildi. Mætti samt alveg taka fleiri áhættur kannski?
Í okkar hjónabandi fáum við að velja okkur lög sem minna okkur á hvor aðra. Það bætist nú kannski í safnið á hverjum degi en það er bara gott.

En já, helgin byrjaði ágætlega. Kannski aðeins of mikið af hinu góða, hinu góða sem við köllum bjór. Úff. Stundum sér maður bara ekki alveg mörkin. 1 dagur 2 dagar... Gaman að þessu! En þá flýr maður bara á brotti vettfangs og ælu og fer í fjölskylduferð til Álaborgar. Haustgrill Íslendingafélagsins var haldið í gær. Mætti þar sem 5 hjól Önnu Siggu og fjölskyldu. Fyrsti maður sem ég hitti í Álaborg var æskuskotið Biffi, ásamt konu sinni og barni. Ómetanlegt ríuníon:)

Nú byrjar ný vika. Hún verður góð. Ég bara veit það! Einfalt.

Bæjó

ps. héðan í frá ætla ég að velja mér karl útfrá rödd. Helst á röddin að vera líka Samuel L. Jackson. Svo ætla ég að vera ossa ossa óþekk og þá mun hann skamma mig... Einfalt?

16 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þúrt er að verða skrýtnari og skrýtnari með hverri viku í þessum skóla. keep it up. skrýtið fólk er langflottast, því skrýtnara því meira áhugavert. og rauðhærðar konur líka..

Nafnlaus sagði...

rauðhærðar eru flottastar það er að segja,,, ekki skrýtnastar..

benony sagði...

Takk Tinna mín :p

Nafnlaus sagði...

Biffi. Hann er sniðugur. Hélt einmitt fyrirlestur fyrir hann í Njarðvík í fyrra.
Njarðvík, Álaborg, seim seim

Dilja sagði...

skrýtnari og skrýtnari??? þú getur bara sjálf verið skrýtin tinna!!! sumt kallast bara einkadjók...eða lókalhúmor sjáðu til....

og halla jámm biffi er cool. Og hann er víst ekki kallaður það lengur...heldur Gummi:)

Nafnlaus sagði...

hóhó

ég held aaaað :

Donatello hann var með langa prikið
Leonardo var með sverðið
Rafaelo var með asnalegu hnífana
og michaelangelo var með þarna prikin sem eru fest saman með keðju

Þetta man ég úr Teenage mutant ninja turtles tölvuleikjunum á nintendo! vei

Hörður

maria sagði...

mí miss jú!!!

Nafnlaus sagði...

finnst þér ekki hrós að vera kölluð skrýtin?? þá ertu nú eitthvað að misskilja mig...

Nafnlaus sagði...

hélt þú þekktir mig betur en þetta dill..

Nafnlaus sagði...

Ég giftist einu sinni Biffa á hjónaballi á Laugarvatni...
Hvað var hann annars að gera í Álaborg?

Vertu nákvæmari í bloggunum fattie mín svo ég deyji nú ekki úr forvitni og söknuði áður en krabbameinið drepur mig!!!

Lovjú
Matta

Dilja sagði...

bara allt ad verda vitlaust herna, obbobb!!!

þið eruð ágæt og jú best að vera skrýtin maður. betra en að vera stökk in a box!!! það er mín versta martröð...

Nafnlaus sagði...

mín versta martröð er pappírsskurður framan á typpið
þinn bróðir,
örrdi

Dilja sagði...

þess vegna er svo gott að þú borgir besta vini þínum 5000kell til að stækka typpið þitt á málverki minn kæri bróðir!!

Dilja sagði...

ps. öddi ef þú værir ekki til myndi ég ekki þekkja turtels svona vel!!! mundu það elsku labbakúturinn minn...
turtels og batman voru þitt líf fyrir um það bil 14 árum síðan. Þá bjuggum við í canada og teiknuðum batman logo og vöknuðum kl.6 til að horfa á aragnafóbía...

those were the days my broh

sakna þín og sendu mér mail með fréttum af slint og hinu töff fólkinu

Nafnlaus sagði...

isss, það er bara fínt að vera stuck in a box eftir þrítugt :)

Í alvörunni, það er eeekkert að hræðast!!!
;)

gangi þér vel í DK

Sóley

Nafnlaus sagði...

hey sis meikaru að vera ekki eitthvað yadayada um mig og turtles á netinu, plís!

örrdi