Stundum geta litlar breytingar haft svo stór áhrif. Td. hefur stelpa eða strákur út í bæ eða sveit setið við tölvuna sína um daginn og ákveðið að "klukka" e-a vini sína (sem blogga) og biðja þá um að skrifa 5 staðreyndir um sjálfa sig, tilgangslausa eða tilgangsmikla.
Þetta litla klukk stelpunnar eða stráksins hefur haft þær afleiðingar að hundruðir bloggara hafa síðast liðnu daga gefið sér tíma í að líta inná við og ákveða hvaða 5 staðreyndir þeir vilja skrifa á bloggið sitt. Allir þessir bloggarar hafa gefið sér tíma í að ákveða hvort þeir eiga vera fyndnir, persónulegir, frumlegir, sjokkerandi, alveg "venjulegir" etc etc.
Svo hafa þeir líka gefið sér tíma í að ákveða hvaða bloggaravini þeir eigi svo að "klukka".
Merkilegt.
ps. ég hef verið klukkuð 3var. Þýðir það 15 staðreyndir? Halló....hvar ertu þú þarna stelpa eða strákur? Þú þarna frumkvöðull "bloggklukksins"??
1 ummæli:
buy ativan ativan withdrawal flu like - long will 1mg lorazepam last
Skrifa ummæli