mánudagur, október 03, 2005

Lithaen?

Þar sem ég var klukkuð 3 eða 4 sinnum ætla ég að nota klukkformið hið ó svo vinsæla til að koma nokkrum staðreyndum frá mér um Litháen.

1. Veit ekki hvort þetta er skrifið LitHÁen eða LitÁHen
2. Reynar finnst mér ég ekki hafa verið í Litháen, heldur meira svona 5 stjörnu hótel landi.
3. Ég fór alltaf beint í risa stóra þykka akkúrat mjúka hótel sloppinn um leið og ég gekk inní herbergið mitt.
4. Ég stal sloppnum ekki þegar ég fór, ekki af því að ég er svo saklaus, heldur af því að ég man því miður voða lítið eftir því að hafa pakkað.
5. Ég hef aldrei spilað golf en ég eyddi föstudeginum í það að halda golf námskeið, í formi teambuilding.
6. Komst að því að maður getur nokkurn veginn fengið fólk til að gera hvað sem er. Bara ef maður kann réttu handtökin. Og nota sjarmann...
7. Mér og tveimur bekkjarbræðrum fannst það ó svo góð hugmynd að fara að færa húsgögn frá hótelganginum inná herbergi og þegar við vöknuðum var eitt stykki sófi, 2 stólar, 2 borð, planta og lampi fyrir framan okkur.
8. Allt bragðast betur þegar það er ókeypis. Það er líka gaman að hafa einkaþjóna.
9. Sá aldrei spA-ið, þetta var líka hörkuvinna þessi ferð. Mjög stíft prógram. Bæði með workshop og svo að vera í gala dinnerum
10. Átti date við Patrek sem kom með einkabílstjóra uppá hótel og tók við mig viðtal sem mun birtast í TímaritiMorgunblaðisins. Á myndinni sem fylgir er ég klædd í hótelbaðsloppinn.
11. Komst í miðbæ Vilnius snemma á sunnudagsmorgun. Fór beint í litháenskan súpermarkað og keypti happaþrennur og fanta. Sígarettupakkinn kostaði 80 krónur.
12. Móskító fjölskylda drakk blóð úr ökklanum mínum. Þar að leiðandi varð ég eins og kasólett 80 kona, eða kona með falda ökkla og svo vessaði líkamssafa úr bitunum.
13. Ég fékk svo sterk lyf við ofnæminu að ég varð dópuð. Mátti ekki drekka. Gerði það samt. Og sofnaði í miðju hláturskasti á barnum.
14. Við í Team 11 erum mjög sátt við framnistöðu okkar sem process leaders. Við lærðum heilmikið sem á eftir að nýtast okkur í stóra verkefninu seinna í haust.
15. Er núna með post depression. Sakna team11. En hlakka til að koma heim... Nú er það bara lúlla. Og svo lestin. Og svo flugvélin og svo Leifur og svo mamma og amma. Og svo Reykjavík.

SJáumst. Ég set inn myndir fljótt.

Bæjó

6 ummæli:

benony sagði...

Thú ert svo mikil ævintýrastelpa!
Góda ferd heim :)

Nafnlaus sagði...

ohhhh ég hlakka soooo til að fá Dilluna mína heim! Panta að fá þig í næturheimsókn! Strauja flannel-náttfötin:) Hlakka til að heyra frá öllum ævintýrunum!
Brynka skaga-bifrestingur

Maja pæja sagði...

Goda ferd heim saetust!

Nafnlaus sagði...

ertu að koam heim fillibyttan þín??
yesssssssssssssssssss!!!

-hlé

Nafnlaus sagði...

Patrekur þakkar ánægjuleg kynni í galahlaðborði!!!

Gott viðtalið sem hann tók við sjálfan sig. Um fullorðinsárin og hvernig þau færast yfir, bananadans, karlmenn, baðsloppa, rauðvín, the usual.

Var ferskastur og sætastur úti á velli eftir að hafa farið að sofa hálf þrjú og vaknað klukkan fimm.

sí jú beibí.

Dilja sagði...

ekki gleyma samtalinu um hinar ymsu leidir til ad stunda dodo og afleidingar thess...
ekki birta thad!!!