mánudagur, desember 06, 2004

..og nú varð hún væmin

Síðast liðnu daga hef ég aftur og aftur verið minnt á það hversu rétt það var að skipta um land og skóla. Fyrir ári síðan var ég í Hollandi og vissi að þetta var ekkert fyrir mig. Ég reyndi að líta á björtum augum á það sem ég hafði en innst inni vissi ég að ég var ekki á réttum stað. Það var svo margt sem ég óskaði mér, svo margt sem ég vildi að væri öðruvísi en það var á þessum tímapunkti.

Núna 365 dögum síðar hef ég fengið þessar óskir uppfylltar og ég þakka fyrir það á hverjum degi. Þessi magnaði skóli í bakgarðinum á Mejlgötunni í Árósum hefur bæði gefið mér svo margt og kennt mér svo mikið. Bæði um heiminn þarna úti og um sjálfa mig. Hann hefur gefið mér 34 nýja vini sem ég hef lært svo mikið af. Þeir taka mér eins og ég er og virða mig mig fyrir hvað ég get og geri.

Í dag tók ég niður grímu sem ég hef haft það svo gott bakvið (eða þannig) og er óhrædd að sýna hver ég virkilega er...án þess að hafa áhyggjur að e-r líti niður á mig eða taki mér öðruvísi en ég vil láta taka mér. Ég get verið ég sjálf og sýnt hvað í mér býr og verið stolt af því sem ég hef að gefa, vegna þess ég geri það vel. Svo er líka svo gaman að koma með vini sína í hópinn því öllum er tekið vel, og rúmlega það.

Síðan á fimmtudaginn höfum við öll sem eitt sýnt hvað í okkur býr og hvað við getum mikið. Það er magnað. Og þetta heldur bara áfram. Svo var ó svo gaman að fá Kötu hingað um helgina. Við skemmtum okkur svo vel bæði tvær einar þunnar í búðunum og svo fullar í hópi krakkanna í skólanum.

Ég vissi að þetta yrði frábært hérna í Árósum. En aldrei svona...svona MAGNAÐ!!!

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

æ mikid er gaman ad thú hafir thad gott hérna sæta min.. Thá fæ ég ad hafa thig hérna áfram;)

Gaman gaman..

Takk ædislega fyrir laugard. kvøldid, skemmti mér rosa vel..

Villtist meira ad segja í bænum thegar ég ættladi ad hitta Stulla á TRAIN, en ég labbadi bara i hringi i 1.5 kls og endadi med ad fara uppi einhvern stræto, hoppadi út einhverstadar og labbadi svo heim med stelpu sem ég thekkti ekki neitt.. hehe og ofaná thetta var stulli ad bida eftir mer fyrir utan train i allan thennan tima og siminn minn batt.laus... Hann ad farast úr áhyggjum og ég volandi ad reyna ad finna leidina hjem..

Djísú hóley Marý...

Heyri í thér sæta.

kv Matthildur

Nafnlaus sagði...

Æ ég sakna þín svo. Það er gott að vera komin heim, en ég hlakka líka til saumaklúbbs á Englinum þegar ég kem aftur "heim" til Árósa.
Þú ert gullmoli
Matta

Dilja sagði...

hehe Matthildur mín, hafði smá áhyggjur af þér þegar ég kvaddi þig. Fæ alveg í hjartað að heyra þetta músin mín... En gott að þú skilaðir þér nú heim, að lokum.

Matta smjatta, frábært að heyra smá í þér krútt! Já og svo er það bara árós aftur í feb. En annars læt ég heyra í mér þegar ég lendi á klakanum okkar ó svo góða!

Nafnlaus sagði...

Svo gott.. að heyra hvað þér líður vel í Árósum Dilla mín.. Það verður nú samt gaman að knúsa þig þegar þú kemur á klakann !
kv. Jóhanna

benony sagði...

æ, dúllan mín! Yndislegt, ég fæ bara heitt í hjartað að heyra að þú sért svona glöð :)
kveðja frá óðinsvéum