miðvikudagur, mars 31, 2004

Hvað er búið að gerast í dag? hmmm látum okkur sjá....

þegar ég var að máta fleygnasta bolinn minn (til að fara í sólbað og fá lit á bringuna) mætti sendill frá símafyrirtæki Hollands, KPN, með hið lang þráða ADSL módem. Ég hoppaði af ánægju niður tröppurnar. Sendillinn var svona lítill tyrki og honum fannst barmurinn svo sætur að hann starði á hann á meðan ég tók við þessu. Heyrðu svo bara bauð hann mér á deit!!!! hahahahahha. Ég fíla ekki einu sinni deit með strákum sem ég hef áhuga á...hvað þá sendlatyrkjum sem stara á brjóstin á mér. Svo sagði hann bara: "jæja ég hef allavega eiginhandaráritun þína til að horfa á í kvöld!"
...eruð þið ekki að grínast?

en auðvitað virkaði ekki helv#$%& módemið (story of my life) og núna er Janneke að koma í dinner (sem er btw kókosengifersúpa sem ég bjó til frá grunni... til ham Diljá, þú ert loksins kokkur) og hún ætlar að reyna að redda þessu með módemið. Kross fíngerz....

já hérna er sko sumarið sko komið. allir sitja í görðunum eða fyrir framan húsið sitt. Gatan sem ég bý við heitir hinu langa nafni Amsterdamsestraatweg og er hún einnig sú lengsta í borginni. Ég uppgvötaði áðan þegar ég hjólaði hana heim að hún er greinilega drottning stúdentahúsana (svona eins og ég bý í: einbýlishús með fullt af leigendum=kommúna. Allsstaðar sat ungt fólk fyrir framan húsin sín, með bjór og sólgleraugu.

Ég hugsa að það verði margt í bænum í kvöld. Hver veit nema að við Jannemann endum þar??

þriðjudagur, mars 30, 2004

...var að koma heim, tipsy! það er er æði! búin að sitja í allan dag í sólinni, kannski brann ég bara smá! en við rochella gátum ekki ákveðið okkut á videoleigunni og tókum 5 spólur...
sátum á 2 terrössum og svo á pizzastað stúdentana þar sem pizzur eru á 300kr og bjórinn á 80kr...
núna er það bara video og svo kannski hringja til singapúr í nótt:) og líka til anne mann sem er 25 ára í dag! til ham með am stelpa!!!!
Sólin skín og himininn er blár, ég er farin á terössu að njóta vorsins.

síðar...

sunnudagur, mars 28, 2004

ég er bloggóð í dag...

...en dagurinn fór ekki eins og ég planaði. Þegar ég ætlaði að fara í hjólatúrinn þá byrjaði MTV movie awards og þar sem að ég er algjör sukker fyrir þessu sjónvarpsefni sleit ég mig ekki frá því og fékk mér rauðvín og ólífur.
En svo tók ég mig til og setti fætur undir rúmið mitt og breytti herberginu mínu og ryksaug.
Núna er ég á leið í bíós aftur, "thirteeen" heitir myndin sem ég og 2 húsfélugur mínar ætlum á. En fyrst vil ég sýna hvað ég dró í spá spilum áðan. Ég dreg ekki svona oft en þetta var einmitt sem ég vildi heyra núna:)

6 sverð

Hér birtist björt framtíð þín þar sem þú skilur eftir erfiðleika og tekst á við nýja og betri tíma.
Endir verður á leiðindum, áhyggjum og vanlíðan. Hafðu hugfast að öll þín vandamál verða ekki leyst á einum degi heldur munu aðstæður lagast með tímanum. Þegar þú veist hver þú ert í raun og veru, eflir þú hæfileika þinn til að láta alla drauma rætast vegna þess að möguleikar þínir eru óendanlegir.
Oft á tíðum er um ferðalag eða flutningar að ræða þegar sverðin sex koma fram.

Mér líst svo vel á síðustu setninguna nefnilega.... og bara allt auðvitað. Búið að vera smá erfitt að vera til þessa fyrstu mánuði ársins 2004.

En eins og Bubbi sagði: Sumarið er tíminn!!!
Eitthvað eirðarleysi í mér núna. Veit ekkert hvað á ég að gera af mér í dag. Við hérna í Hollandi (og víðar) töpuðum einni klukkustund í nótt og því er klukkan núna meira en mér finnst. (djúúúp)
En í dag langar mig svo að gera e-ð en ég veit ekki hvað. Langar mjög mikið í 6 flags sem er rússibanagarður. En það þarf kannski að leggja aðeins fyrr af stað í það. Svo var ég að spá í að vera kúltúral og fara á söfn og göngutúr. Eða bara út að hjóla og dagdreyma. Kannski bara taka letina á þetta og vera þunn með stelpunum og leggjast í vidjó. Neiii. Eða bara kveikja á kertum og lesa góða bók?
Hvað finnst ykkur?

Það er sunnudagurinn 28.mars og klukkan er 14.20. Ég, eins og alltaf, veit nákvæmlega hvað ég var að gera fyrir ári og fæ smá sting í magann við að hugsa um það...

En svona þér að segja að þá held ég að ég sé búin að ákveða mig. Ég ætla út í hjólreiðartúr og svo heim að lesa Alkemistann með te og kerti. Er þetta ekki soldið svona sunnó? Það er eins og ég hafi fengið þessa uppskrift í svona bók fyrir konur sem þurfa að læra að slaka á eða e-ð hahahaha...
laugardagskvöld og kellingin er bara heima að horfa á skjáinn. þetta er búið að vera æðislegur dagur. fór í lunch með Jannemann, við fengum okkur sushi og hvítvín. vantaði bara slæðu um hárið og svört djakkí sólgleraugu, svo mikil voru dömulætin.
fórum svo á 4 bíó, sáum monster sem mér fannst nú svo ekkert spes eftir allt saman.

svo fór ég heim og átti frábært símtal við nönnuna mína í kalífrníunni, eftir það var það ædols í faðmi stelpnanna minna....og BOB! sem er nýju sambýlismaðurinn okkar. Hann e-s konar sambland af hamstri og naggrís. Og er með svona hárgreiðslu eins og hann sé með hárkollu, hahahah algjör dúlla. En við höldum að hann sé bara öfugur því hann reynir ekkert við okkur.

Fékk rosalega hugmynd áðan um að finna eitt stykki ódýrt fargjald heim um páskana og koma sörpræs. En svo sá ég að buddan mín var ekki alveg sammála þessari hugmynd þannig að ég bíð bara til 22.maí... Sem er nú alveg fáranlega stutt miðað við allt sem er að fara að gerast hérna næstu vikur. Plan næstu helgar þangað til í maí. Rosa gaman:)

en jæja, ég ætla að halda áfram að horfa á ryan philippe og hlusta á partýin hérna í görðunum í kring....mikið er ég saklaus stúlka!

laugardagur, mars 27, 2004

er búin að vera að hlusta á Pixies alla vikuna og er að upplifa þau uppá nýtt. djö eru þau góð!
ég ætla að læra öll lögin utan af áður en tónleikarnir verða. því mér finnst skemmtilegast á tónleikum þegar ég get sungið með allan tímann, svona eins og á coldplay.

ps. núna er laugardagur, ég er að fara með umsóknina frægu í póst. Ætla að drífa mig áður en ég fer að efast með það sem ég skrifaði og byrja uppá nýtt, neeeiiii diljá það er ekki hægt!
róleg í gær (enda þunn) og var að passa litla gleðigjafann minn. Idols í kvöld.

pps. þú þarna í maastricht sem lest síðuna mína! hver ertu? :) gefðu þig fram ég er forvitin stúlka!

....good bye my way to marijuanaaaahhahaaa

föstudagur, mars 26, 2004

Setti inn nyjar myndir sidan a djamminu i gaer

Fimmtudagsdjamm med Ashton Kutcher!!!



Endilega kikid...

fimmtudagur, mars 25, 2004

Það er einn svona súpermarkaður hérna rétt hja mér sem ég fer stundum í. Ég fer yfirleitt rétt fyrir 6 og er því mikið að gera á þeim tíma. Starfsfólkið sem vinnur þar hefur víst ekki fengið náðargáfu frá Guði sem við köllum í nútíma tali einfaldlega "aðkunnasig"

Það eru yfirleitt raðir lengst aftur í búð þar sem það eru alltaf bara 2 kassar af 8 opnir. En mér finnst það bara gaman, því bara það að fylgast með liðinu sem er að vinna þarna er heilt skemmtiatriði út af fyrir sig og væri gaman að búa til heimildarmynd eða sápuóperu um þau.
Kallkerfið er óspart notað og keppast þau við að segja í kerfið "opna þriðja kassa", en enginn gerir það!
Svo í röðinni í gær fylgdist ég með eftirfarandi senu í KALLKERFINU eiga sér stað:

Aníta: "Jermey (sem er verslunarstjórinn) geturu komið á kassa 2 takk"
Eftir smá:
Aníta: "Jeremy, þú þarft ekki að koma, ég er búin að leysa þetta"
Eftir smá:
Aníta: "Jermey það rifnaði nammipoki hérna hjá mér getur þú komið og reddað þessu"
Jermey: " Aníta ertu viss, ég nenni ekki að byrja að labba aftur af stað og þurfa svo að snúa við!!"
Aníta: "já þetta er svona lakkríspoki með fíl framan á, nennir þú að koma með einn til okkar!"
Jermey: "getur kúnninn ekki náð í þetta sjálfur?"
ANíta: "nei þetta er gömul kona í hjólastól og er nú þegar búin að svindla sér í röðina og allir eru orðnir þreyttir á að bíða! (innsk. ég hleypti henni inn hjá mér)
Jermey: "ok ég skal þá koma" (með tón pirraðs stráks á fermingaraldri sem þarf að koma að vaska upp fyrir mömmu sína)
....og ég endurtek þetta var allt í kallkerfinu. Á meðan kom samt alltaf inná milli skotið "opna þriðja kassa takk" hahahahhaha

Svo kom að mér:
Aníta(við mig): " það er synjun!!"
Ég: "tekuru Vísa?"
Aníta: "ha? hvað? nei áttu ekki pening?"
Ég: "jú jú, ég ætla bara að fara í hraðbanka og ná í pening og kem svo strax, getur þú geymt þetta í smá"
Aníta er bara mjög pirruð:)
Svo á meðan ég labba út heyri ég hana segja í kallkerfið: "Jermey það var stelpa að verlsa hérna en átti ekki pening fyrir þessu, nennir þú að koma og ganga frá þessum vörum inní búð aftur...."

þriðjudagur, mars 23, 2004

Hérna í kommúnu minni er ég bý í er svona stílabók á klósettinu þar sem við stallsystur höldum út nokkurs konar bloggspjalli. Þess má geta að flest að því er ritað er, er gert á meðan ákveðin afurð, brún á lit, kemur út úm líffæri sem læknisfræðinemar læra að kalla "anus" (ekki rétt DrSara6y?). Þetta er ákaflega skemmtileg hefð og hafa nú skapast skemmtilegar umræður um ýmislegt sem við kemur hversdagsleikanum gráa jafnt sem litríka. Stundum er ég ekki frá því að sumir séu beinlínis að kíta þarna. En að sjálfsögðu tek ég ekki þátt í slíku, enda talin sú allra ljúfasta þó víða væri leitað:)

Já þetta er skrýtið land sem ég bý í. En á fimmtudag er aftur "week-break" hjá okkur skemmtilegustu hérna í kommúnunni. Guð má vita hvaða ævintýrum ég lendi þá í, ekki veit ég það. En mér heyrist á skvísunum að það eigi að taka all hressilega á því. Hvað sem það nú þýðir! Ekki veit ég það, enda talin sú allra saklausasta jú þó víða væri leitað:)

En nú mun ég halda áfram að taka viðtal við sjálfa mig undir ljúfum tónum Simone, Ninu Simone.

heinananwóhó

Núna er nótt í Hollandi. EN það er kominn morgun í Asíu hjá henni Höllu, og svo er seinnipartinn hjá henni Nönnu frænku minni í Califorínu. Alveg með ólíkindum skondin heimur sem við búum í.
Ég var að klára rosa stórt verkefni núna rétt í þessu. Tók að mér að setja upp dæmið fyrir grúppuna mína og er búin að raða og púsla og skipta um letur og breyta stærðum síðan kl. 8 í kvöld.
Er nokkuð sátt með árangurinn. Samt er mér smá kalt á puttunum því það er opið út (ég er bara með svalarhurð). Ég var með opið út því ég er búin að smóka allt í kaf hérna með hönnunarvinnunni minni.

Búin að vera með svona vellíðunartilfinningu í allt kvöld. Það er eins og endófín- (æ hvað heitir aftur efnið??) svampurinn sé bara í kreistinu. Líður svo vel....mmm!

90´s þemað mitt er í fúllý swing og við Janiz erum að plana að fara risa 90´s partý 2.apríl þar sem 2 unlimited, SNAP og fleiri eðal hljómsveitir verða spilaðar. ú jeeee

Jæja núna ætla ég að fara að sofa því dagurinn á morgunn er ansi pakketter (æfa mig í dönsku sko eeehhumm) Góða nótt mín kæru börn Guðs

ps. ég er komin með íbúð í Rvk í sumar. Ekki leillegt! Núna er bara að festa vinnumálin á næstu dögum!

laugardagur, mars 20, 2004

oh var ad fa sms fra islandi, i thvi stod medal annars: "erum a leidinni a austurvoll i solinni" "soknum thin, thu att ad vera herna!"
ja thetta er nefnilega svo skrytid ad thegar madur byr svona i Uklondum ad tha kemst madur ekki bara heim a Austurvoll thegar madur vill. Ae ae, en eg hefdi kannski saett mig vid thetta ef thad vaeri ekki rigning og rok herna a kanntinum hja mer.

i gaer var samt gaman; kikti inni reyk eftir tima i skolanum og thad var thessi rosalega TGF stemmning thar. Allir ad rifja upp uppahaldslogin sin from the 90's og sungu velvaldar linur. Adur en eg vissi af vorum vid tharna oll byrjud ad syngja og syngja hastofum best of 90's

"i know what i want and i want it now, I want you couse i'm mister vain!!!"

nuna er eg i eindhoven ad thykjast vera ad laera a fullu, en eg er bara ad blogga og skoda blogg, alveg onyt. Vakti a truno med brodur Janneke til 4 nott. Fyndid einu sinni var hann bara lillibro sem eg strauk um kollinn og kleip i kynnina a. Nuna bara ordin fengilegur og throskadur karlmadur sem eg trudi i nott fyrir ollu minum leyndarmalum.

hann er raudhaerdur brodir vinkonu minnar......hmmmm e-d kannast eg vid thessa formulu!!
hahahahahahahahhah..... nei ekkert solleissh!

fimmtudagur, mars 18, 2004

Ef ég flyt til Danmerkur í sumar að þá er einmitt allra síðasti séns að koma að heimsækja mig hingað til Utrecht. Hmmm Mamma hint hint! Og bara allir. Þetta er rosalega sæt borg og ég lofa góðum dögum í nærveru minnar:) Nú er vorið að koma og terrassar og annað hugglegt gerir dagana ögn skemmtilegri.
Svo er líka stutt í Amsterdam og bara stutt í allt auðvitað.

En ég er búin að ákveða hvernig kvartarafmælinu mínu verður fagnað. 6.apríl lendir á þriðjudegi í ár og þess vegna er ég búin að bjóða mér í ammlismat til reserve-foreldra minna í Eindhoven. Svo helgina fyrir eða eftir ætla ég að halda veislu heima hjá Jannemann og bjóða öllum sem ég þekki hérna í Hollandi að koma drekka öl og dilla rassinum. Er mjög ánægð með þessa ákvörðun og hlakka til.

Um helgina ætla ég líka að vera í Eindhoven í faðmi "fjölskyldunnar" og klára umsóknina mína og læra fyrir skólann.
Jú heyrðu klukkan er 15.00 og stúlkan var bara að koma heim af tjúttinu núna rétt í þessu. Er enn að reyna átta mig á hvort ég sé ennþá íðððí eða bara svona heppin að sleppa við þynnku...hmmm!
Í gær var St.Patricksday og þá að sjálfsögðu fórum við á írskan pöbb og þar var rosa stuð. Ég var komin uppá svið með trúbadorinum að syngja og valdi lögin og svona hahahhaha...
Enduðum svo á svona campusi í eftirpartýi. Var að koma þaðan. Eða fór fyrst á McDonalds með Jann og svo fórum við að leita að hjólunum okkar. Þau voru horfin þegar við komum og við í þynnkubulli ákváðum að leita að þeim.....og okkur til mikillar furðu fundum við þau bæði! Það er góð tilfinning, halda að það sé búið að stela því og svo finnur maður það bara:)

Eitt en; lét sæta listamanninn sem var svo skotin í mér fá númerið mitt. Svo fyndið svona e-ð finnst mér. Á ég núna að vera voða spennt að bíða eftir smsi eða símtali???
Æ það væri samt alveg gaman svosem.

miðvikudagur, mars 17, 2004

Stjornustelpan min er lika byrjud ad blogga! Loiue louie! Veihhh veihh!!
Vinkonur minar er ekki bara ogedslega skemmtilegar heldur lika ogedslega
saet model!!!!

Finnst ykkur skrytid ad manni langi af og til heim???
Va thad er aedisleg stemming herna i skolanum!
Thad er svo gott vedur, allir a stutterma bolum og svo erum vid ad hlusta a reaggae (hvernig er thad skrifad?) og sma stress thvi ad vid eigum ad vera skila staersta verkefni annarinnar a manudaginn. En thad er svona skemmtilegt stress herna; allir ad hjalpast ad og aepandi "biddu hvernig var thetta aftur"?

Ja vorid er komid herna i Utrecht:)

...en eg aetla ad halda afram ad bua til markadsaetlun fyrir imyndada Menningarhusid okkar:) Mer finnst alltaf hugmyndir okkar svo godar ad mig langar strax ad fara ad framkvaema thaer i raunveruleikanum....

Bradum Dilja bradum, mennta sig fyrst:)

þriðjudagur, mars 16, 2004

Örfrétter af stúlkunni í Utrecht:

-á morgun ætlum við kommúnustúlkur að djamma. ekkert er skemmtilegra en að brjóta upp vikuna með eins og einu stykki djammi.

-í morgun drakk ég 2 kaffibolla (en eins og mínir nánustu vita geri ég það aldrei nema til að fá sopa hjá TinTin) og það var eins og ég væri á amfetamíni. Líkaminn var alveg á iði og ég bara í danssuði.

-ég var andvaka í nótt, til 4 minnir mig (sko þess vegna drakk ég kaffið til að halda mér vakandi í tíma)

-það er komin svo hollensk vorlykt í loftið, man eftir henni síðan ég bjó hérna síðast. mmm, já kl.7.48 nk laugardag byrjar vorið.

-er með smá heimþrá þessa dagana, langar svo að koma og taka smá rispu með vinkonum mínum. mikið afskaplega á ég ÓGEÐSLEGA skemmtilegar vinkonur og vini líka. án gríns. maður fattar svona þegar þær eru langt í burtu!

-var að spá: er ein og sama konan í BNA sem vinnur við það að leika röddina sem svarar 911 eða bara svona þjónustulínum í bandarískum kvikmyndum?

-horfði á In the Name of my Father í gær. Held að ég hafi grátið meira núna en í hin 2 skiptin sem ég sá hana.

-Kauptaði sumarmiðann minn heim til íslands í dag. Það er stemmning:) Kem eftir 68 daga:)

-núna er ég að drekka te og er með svona salmiaknammi uppí mér og það kemur rosalega bragð þegar þetta blandast saman.

-keypti Damien Rice diskinn í gær og jú líkar vel, var aldrei búin að heyra í honum.

-gifti strumpur er byrjaður að blogga aftur. hvar er flotta lúkkið sem þú ætlaðir að setja á minn blogger?


Vá stundum finnst manni eins og það sé ekkert að gerast í lífinu hjá manni, en í raun er fullt af eðal augnablikum.

mánudagur, mars 15, 2004

Þá er það orðið formlegt:
Ég er ein af þeim sem syng bara fullum hálsi á ferð minni á hjólinu um borgina. Ég er alltaf með músikk á eyrunum og stundum hef ég verið að byrjuð að syngja með áður en ég veit af. Fyrir nokkru tók ég bara meðvitaða ákvörðun að láta bara vaða þegar mér sýnist og lundin er létt. Já þetta er einn af þeim fjölmörgu kostum við að búa í landi ásamt öðrum 17 miljónum manns. EKki séns að maður eigi eftir að sjá áhorfendur og hlustendur sína aftur....því ekki býst ég við að konsertarnir séu neitt sérstaklega góðir...

....ekki einu sinni þótt að ég hafi verið í Rokklingunum;)

ps. fór í leikhús í gær og hliðina á mér sat ein skærasta stjarna Hollands. Það var soldið fyndið að sjá fólkið bregðast við þegar hann gekk í salinn, allir bara með störu. Jáhh Hollendingar eru ekki nærri því eins cool og við íslendingarnir hehehehhe
...við bíðum alla vega eftir því að vera orðin full!! :)

laugardagur, mars 13, 2004

Sit hérna heima á Kippan sófanum mínum sem er allur í blettum. Ég keypti samt rándýran blettahreinsara um daginn sem átti bara að virka eins og í auglýsingunum, en nei: Það kom ekki einu sinni litadoði. En já, ég kaupi þá bara svona klæði til að fela þetta.

-Ég var búin að sitja fyrir framan tölvuna í svona klukkutíma áðan í þeim tilgangi að gera verkefni fyrir umsóknina mína. En verkefnið var: Að taka viðtal við sjálfa mig í heimsþekktu tímariti árið 2009. Það er ekki eins auðvelt og skemmtilegt og það virðist vera í fyrstu. Afhverju í andskotanum á að vera viðtal við mig í heimsþekktu tímariti árið 2009. Já ég þarf að ákveða eitthvað sem ég hef gert sem gefur þessu ákveðna tímariti ástæðu til þess. Ég er búin að hugsa um þetta í 6 vikur. Og er svona komin á leiðarenda. En svo var að koma þessu á blað!

Eftir að hafa staðið í sturtu í hálftíma og brainstormað ákvað ég að fá mér bjór. Hann hleypir manni af stað. Svo setti ég Leonard Coen (eða Lebba Kó eins og vandaðri týpan kallar hann) í botn og bara byrjaði..

Og nú er ég komin með 2 blz af "hugmyndalista". En það lærði ég þegar ég gerði stúdentsritgerðina mína í Kvennó hérna um árið. Alltaf að gera "hugmyndalista" fyrst.
Ég er nokkuð sátt. Ég veit hvað ég vil vera að gera árið 2009 og afhverju. En svo á morgun er bara semja spurningar. Svo taka myndir af mér. Og svo gera lay out. En þar koma nú örugglega hönnuðurnir Hildur og Ámundi eitthvað við sögu. Gott að eiga svona góða foreldra:)

En núna ætla ég að fara að koma mér á Asíubraut. Þar er verða við Hugrún, Hjörtur og Ragnheiður María í góðum fíling í kvöld að horfa á hollenskt Idols og tala íslensku. Kannski við hlustum á Þursaflokkinn leika nokkur lög líka eftir að Idolskeppendur hafa lokið við sitt.

föstudagur, mars 12, 2004

Er talan 11 buin ad taka vid af 13 sem ohappatolu???
Stundum er nu soldid fyndid ad bua herna i Las Nederlands, kva vardar leyfi yfirvalda ad reykja og eiga hass, gras, skunk...hvada nefni sem thid viljid nota yfir thetta:)
Nu sit eg her i tolvuverinu og hlidina a mer situr einn litill vinur minn sem er svo steinadur ad sjaldan hef eg sed thad meira. Adan la hann a golfinu inni reyk og taladi ensku vid okkur. Og nuna situr hann herna ad tala vid sjalfan sig. Mikid verid ad paela og spa. hahahhahahahah.

Ja thetta viridist engum hornaugum litid her a bae. Hann er bara voda kjut hann Chris minn thessa stundina. Svo fyndid thegar folk maetir i tima i thessu astandi tha tharf thad alltaf ad rokraeda allt svo vel. Lengir adeins prosessinn okkar. Ef eg yfirfaeri thetta a Island tha myndi folk nu mikid vera ad spa i straknum sem maetir ansi vel i thvi i skolann.

Jaeja Hemmi minn, thetta er Holland i dag!

fimmtudagur, mars 11, 2004

Jæja bara kominn fimmtudagur! Tíminn er svo fljótur að líða þessa dagana. Svona á þetta að vera segi ég. Því þá veit maður að það er gaman er það ekki?
Samt fer að líða að prófum á ný og umskóknin mín æpir á mig. Deadline er 2.apríl. Og fyrir þá sem ekki vita á ég svo 25 ára afmæli þann 6.apríl. Er það ekki stór afmæli? Ég veit ekkert hvað ég er að fara að gera. Kannski ég haldi bara uppá það með stæl í sumar á mínu ylhýra ástkæra. Hvernig líst ykkur á það?

Er núna að fara á 2nd hand markað hérna niðrí bæ og svo í smá Ikea leiðangur með Rochelle minni. Við erum eins og hjón með sameiginleg fjármál og skyldur. Stóð mig að því í gær að verða hneykslast á því að hún fór bara í bíó án þess að láta mig vita. Og það á mynd sem mig langar að sjá!! hahahhaha Shitt ég verð ömurleg eiginkona. Æ nei ég er nú oft með heitan mat tilbúinn fyrir hana þegar hún kemur heim úr vinnunni.
Ok ég verð greinilega þessi eiginkona sem fórnar sér fyrir manninn og svo nöldra ég og suða og tuða! ahhahahha!

Já góðar fréttir! Ég er mjög líklega komin með rosa skemmtilega vinnu í Rotterdam. Það er festival þar sem heitir Model Mozaiqe. Og þemað er nú hvorki meira en minna en nous ÍSLANDE:) Þangað koma íslenskar hljómsveitir og listamenn og ég verð örugglega nokkurskonar milliliður við þetta lið. Eða það vill ég:) Á samt eftir að heyra betur í gæanum...
Ég er rosa spennt!

Svo er stefnan bara heim í maí og taka Pixies og Korn í grúppíudjobbinu mínu. Nóg að gerast.

Framtíðin er björt. Framtíðin er appelsínugul!
(Þetta er sko slóganið hjá símafryrirtækinu sem tal stal öllum prómóhugmyndum sínum frá)

Ok hev ei næs deij..
Ekki slæmt!

What Makes You Sexy? by eva71
Name/NickName
Gender
Sexy Body Part IsYour Hair
Special Talents AreEverything (Multi-talented)
Created with quill18's MemeGen 3.0!

miðvikudagur, mars 10, 2004

Thad er alveg otrulegt hvad kennarar geta skipt miklu mali vardandi nam mitt a efninu. Var ad koma ur tima sem gamall pirradur kall var ad fara med okkur i gengum tonlistarsoguna. Eg veit ekki hvernig hann for ad thessu en hann komst yfir svo mikid efni a adeins 1,5 tima. Alir satu bara og thombudu efnid i sig og spurdu og spurdu. Svo syndi hann okkur lika stundum myndbrot og i lokin var stemmningin ordin svo mikil ad vid vorum byrjud ad syngja med The Beach Boys...en tha var timinn thvi midur buinn. Reyndar spurdu vid hvort hann nennti ad kenna okkur meira...En hann nennti thvi ekki. Vildi oska ad allir kennarar vaeru svona. Mer finnst eg vita allt um tonlist a arunum 50 og 60 nuna.

En nuna aetla eg ad fa mer lakkris i tilefni thess ad eg er buin ad svindla einu sinni i megrun i dag. Og svo fara ad lita a mer harid (enn einu sinni!!)

BAebaebaebabe
ahhahhahah! hvaða messed öpp barbie er ég?
E-r barbie sem er að klóra sér í klofinu sýnist mér!!!!


Gangsta Bitch!
You're Gangsta Bitch Barbie. You're tough and you
like it rough, and of course you like to pop a
cap in any wiggers ass.


If You Were A Barbie, Which Messed Up Version Would You Be?
brought to you by Quizilla

þriðjudagur, mars 09, 2004

Í gær sendi ég öllum sem mér finnst þekkja mig nægilega mikið til að svara spurningunni "Hvar sérðu mig(yours truly) eftir 5-10 ár? spurninguna í tölvupósti. Er að gera smá sjálfskönnun vegna umsóknar vinnu minnar nefnilega.

Svörin komu mér bæði á óvart og líka ekki á óvart. Rosalega gaman að sjá hvernig vinir mínir sjá mig...

--- "Og þú verdur svaka pr eda eitthvad svoleidis..."

---"Vahá, á ég ad segja allt! Ég sé þig fyrir mér ad reka eigid fyrirtæki med hardri hendi. Ég sé fyrir mér að það veði í einhverskonar afþreyingar e_a skemmtii’ðnaði. þú ver’ur or’in rólegri og settlegri og líklegast með góðan mann þér viðhlið (þó ekki endilega í fyrirtækinu). Líklega verða eitt - tvö börn komin á koppinn á þessu tímabili.
þetta verður skipulagðasta fyrirtæki allra tíma með vel unnum rekstraráætlunum og allt í Excel. Ég ímynda mér að þú klárir bara B.A. prófið af því að þú verður komin með svo margar hugmyndir að verkefnum að þau munu kalla meira á þig en meiri menntun. Ég held að þú verðir ekki orðin rík á þessum tíma endilega en það verður allt á uppleið."

---"Tu verdur einhver tonleikahaldari jafnvel manager fyrir einhvern eða P.R GELLA for a big entertainment company eða einhvern frægan líka sko , t.d P.R gellan hennar Britney eða eikkvað svoleiðis. U are gonna take care of the famous people og treat them nice, segi ég : )"

---"hvar þú verður eftir 5 - 10 ár. oh my god diljá þú ert svo uppátækjasöm að það þykir mér mjög erfitt að segja til um. Eflaust að stýra einhverju flottu verkefni í útlöndum. hvar? veit ekki, holland -nei held ekki. parís? hmm.. veit ekki. Ég VEIT! þú verður í Berlín og verkefnið verður menningartengt að sjálfsögðu".

---"Þú verður örugglega framkvæmdarstjóri listahátíðar eða eitthvað svoleiðis. Eða eitthvað í sambandi við leikhúsin,,, hefur aldrei getað slitið þig frá þeim almennilega. Svo verður þu gift hollending eða janfvel dana og átt 1 strák og 1 stelpu og kött :)"

---"eftir tíu ár verdur thú ad skipuleggja listvidburdi útlendinga á íslandi og íslendinga í útlondum, the rekur svoleidis fyrirtaeki ... gaman ad thví. hringi eftir smá. "

---"þú verður örugglega mjög virtur stjórnandi í leikhús-, skemmti- og
fjölmiðlageiranum."

---"Ég sé þig fyrir mér í e-h æðslegu djobbi sem þú fékkst eftir að þú laukst náminu í kaospilot skólanum og jafnvel í Hollandi, DK or Londres..... Held samt ekki að þú verðir á íslandi, þú ert svo mikil heimskona, og markaðurinn hérna ekki nógu stór fyrir háfleygu draumana þína. Jafnvel a vinna með e-h famous..... Vona allavegana að þú verðir þar, hef svo mikla trú á því... Jú og þú verður koma með DROP DEAD GORGEUS gaur upp á hendina og ferð í kotleiboð og drekkur Cosmó... ALgjör pæja..."

---"þú verður mega gella, rekur eigið fyrirtæki
og búin að ættleiða svertingja strák....."

--- "að skipuleggja einhvern menningarviðburð á íslandi"

---"Gvöð ég veit það ekki, með fjölskyldu og að skipuleggja einhverja
menningaratburði. Sjálfstætt starfandi og kannski með einhverja í vinnu og
svona :-)"

---"Ég sé hana búna að hassla sér ENNÞÁ meiri völl innan pr-geirans....á fullu í e-h skemmtilegum og nýjum verkefnum. Ég held pottþétt að vinna sjálfstætt (og EKKI 8-4 vinnu). Ég sé hana í sambandi við e-h massa góðan sálufélaga, í e-h flottri íbúð "a la Diljá"......og já....gott ef ekki bara orðin mútter að fyrsta barninu sínu! Ég held að Diljá verði alltaf Diljá....bara meira "established" fjárhagslega og svona. Held þú þekkir þig það vel nú orðið að þú ferð ekki að stökkbreytast bara sísvona. Held líka að þú verðr alltaf soldið "singúl" týpa....alveg sama þó þú eigir eftir að eiga mann. Þú veist....viðhalda þínu "sjálfi" mjög sterkt....og það er af hinu góða!"

---"in some major commercial production"

---"Þú eftir 2 andlitslyftingar og 33 botox sprautur..... sko þú munt vera með glænýja mulinex hrærivel sem vekur mikla kátinu meðal 3 grislina (eitt enn á leiðnnni) því þú ert ofur mamma sem getur bakað á við bakarí með nýju moulinex súper dúper machine.... and U will be a crazy sexmachine as well, an getnaðarvarna þó.......
Annars mu þú verða fólki innan handar við eitthvað í áttina að markaðsetningu, skipuleggjandi hátíða (s.s sem husmæðra dagurinn) en í alvörunni talað þá sé ég þig fyrir mér sem PR.
Ást og knús elska þig ástin mín, þú ert sæt og góð, alveg eins og lítið lamb eða kettlingur sem allir vilja knúsa í klessa, merja, kremja bíta því kisulingur er svo sætur og góður , alveg eins og þú.


...greinilega er augljóst hvert ég stefni hahahahahha.

mánudagur, mars 08, 2004

Hallo, eg er loksins buin ad setja allar myndirnar minar i voda fint myndaalbum er linkurinn inna thad herna a haegri hond!!!

Endilega kikid....

sunnudagur, mars 07, 2004

Komin heim frá Antwerpen. Antwerpen þýðir að "henda höndum", jámm mjög djúpt. En þessi borg er roslega falleg. Við stöllur þrömmuðum um bæinn endilangan og skoðuðum kastala, kirkju, höfnina, dýragarðinn og svo auðvitað búðirnar, kaffihúsin og veitingastaðina. Svona borgarferðir eru alltaf jafn skemmtilegar. Svo gaman að sjá e-ð nýtt, sérstaklega þegar það ser svona fallegt. Eitt var samt áberandi og það var að borgin var full af gömlu fólki. Hvert sem við litum, hvert sem við fórum var gamalt fólk í svaka fíling. Meira að segja á mest hipp kaffihúsum sátu þau þar í hópum að fá sér bjór og meððþví... Svona ætla ég að vera þegar ég er gömul...yfirtaka borgir og sýna unga liðinu hver það er sem kann að skemmta sér, og það á ellilífeyrinum!

Ragnar er nú greinilega búin að gefa mér þá einstöku náð að vera KLAUFI. Þetta er búið að vera byggjast smá saman upp sl. mánuði en núna er ég bara formlega búin að komast í liðið. Mér tókst að ganga á glerhurð í Antwerpen og prýðir nú enni mitt falleg og blá kúla, svo er ég búin að ná að reka stóru tánna svona 5 sinnum í e-ð í dag og bæði hálfbrjóta hana og henda öllu um koll. Sófinn minn er allur útí rauðvínsslettum sem ég veit ekki hvernig komu. Þá tók ég ekki einu sinni eftir klaufslegum hreyfingum fyrr en seint og síðar meir.

Ragnar hvernig gengur þetta "pass it on" dæmi fyrir sig???? Ég nenni ekki að hafa þessa náðargáfu mikið lengur:)
Your future occupation by meteoric
Your name
Your future occupationManager
Yearly income$866,689
Hours per week you work8
EducationOver 6 years of college
Created with quill18's MemeGen 3.0!


Greinilegt að ég þarf ekki að vinna mikið fyrir aurunum í framtíðinni.....
En jú þetta ku passa ágætlega þetta starf:)

þriðjudagur, mars 02, 2004

Núliggurvelámér
oomérlíkah!
Núliggurvelámér
oomérlíkah!

Hef e-n veginn ekkert að segja núna. Það er bara gaman að vera til, nema það er ekki gaman að vera til í heimi LÍN. Því miður er ekkert annað í boði en að taka þátt í þessum skrípaleik þeirra. Týnandi gögnunum mínum og þess háttar, gerandi mistök og segja svo á litla letrinu að það sé ekki þeirra ábyrgð. Hvar á leiðinni gleymdu þeir að það eru VIÐ sem erum að biðja um LÁN. Ég borga þetta allt til baka! Þannig að mér finnst bara að þau eigi að gera það sem ég vil! hananú (...sagði hænan og lagðist á bakið ahhahahahahhahahhah *skellihlæ*, vá hvað þessi er góður. Er það ekki Urður? )

Allir á Lost in Translation eða Rost in Lransration að hætti japana. Og svo gaf hún Hugrún mín mér eina þá fallegustu gjöf sem hún gat gefið hinum persónuleikanum mínum...eða henni Bellu. En hún lét mig fá númer hjá einhverju símafyrirtæki sem gefur mér kost á að tala fyrir 240kr á tímann til úklanda. Eða tæpur 1000kell fyrir 4 tíma!!! Kraftaverk á jörðu!

Harpa Rut vann kommenta keppnina. Vei vei. Sú kann ljóðin um Dílælah að semja....

mánudagur, mars 01, 2004

Þetta var einn af þessum dögum sem varð svo mikið úr. Náði að gera allt í dag sem ég ætlaði mér og meira til; þreif, gerði umsókn, lærði heima, eldaði, fór í heimsókn, talaði við Hörpu í símann í 2 tíma og svo núna er ég að horfa á Óskarinn. Er í minni árlegu persónulegu keppni við sjálfa mig um hversu lengi ég get haldið mér vakandi.

Við Harpa vorum að rifja upp þegar við héldum okkar 2ja manna Óskarsveislu fyrir 7 árum. Elduðum midnightdinner (e-n ógeðispulsupastarétt) og nóttin fór aðallega í það að halda okkur vakandi. Ég var byrjuð að ganga um gólf og hrista mig alla til að fá blóðið til að renna. En svo rotuðumst við rétt fyrir síðasta atriðið.

Núna er klukkan orðin hálfþrjú og Billy Crystal er bara rétt að opna hátíðina. Ætli ég nái að sjá e-n taka við styttu, hmmm...?
Góða nótt:)