Jisúss hvað þetta er búið að vera yndislegur dagur!
Ég tók daginn snemma og tók íbúðina alla í gegn. Ekkert smá ferskt á Njallanum núna. Svo kom hún mútta í heimsókn og við ákváðum að fara á Súfistann og fá okkur að snæða (elska matinn þarna, gæti lifað á honum svei mér þá!) Þaðan ákváðum við að fara á sýninguna í Nýlistarsafninu. Þetta er víst svaka speki sem maður þarf að stúdera alveg til að skilja, en samt sem áður alveg rosalega flott og "ketzí". Þegar við röltum á laugaveginum sáum við að það var svaka opnun hjá Ljósmyndaskóla Sissu, við þangað. Þar var troðið og varla hægt að sjá myndirnar. En mikið er ég alltaf heit fyrir ljósmyndun, ætla að láta þennan draum rætast á næstu misserum. Svo röltum við til hennar Ásu æskuvinkonu mömmu sem sat í garðinum og lét sólina sleikja sig. Alltaf gaman að hitta e-n sem maður hefur ekki hitt í allt of langan tíma. Þar sátum við þangað til ég fór í vinnunna sem ég er núna.
Þetta er síðasta sýningin mín í Borgarleikhúsinu. Er smá hrærð yfir því. Búin að vera rifja upp yndislega tíma sem ég hef átt hér. Á þessum 2 árum hef ég kynnst fullt af skemmtilegu fólki og eytt með þeim flestum helgum vetrarins. Ég á eftir að sakna lífsins í leikhúsinu, það er svo mikið líf og fjör. Ekkert athugavert við það að mæta manneskju sem er að syngja hástöfum, góla upphitinaræfingu eða liggjandi í jógastellingu á miðju gólfi. Svo má ég ekki gleyma að minnast á sviðsmennina mína sem hafa snert hláturtaugarnar mínar oftar en margur annar, og slúðra með sminkunum það er alltaf kósí. Vá ég gæti talið upp endalausa hluti sem ég á eftir að sakna. Leikhús er búið að vera stór hluti af mínu lífi síðan ég var 16 ára og hef ég unað mér vel. *snöktsnökt*
Good bye leikhús good bye my love...ðós vör ðe deijs!
...týpiskt að ég verði svo mætt hérna næsta haust með synjun frá skólanum í Hollandi í höndinni. Maður veit aldrei sko!
fimmtudagur, maí 29, 2003
þriðjudagur, maí 27, 2003
Það er ennþá einn lítill kettlingur (af 4) sem vantar eiganda. Hann er alveg ofboðslega duglegur og finnst jafn gaman að kúra og leika sér. Ef þú lesandi góður vilt fá frekari upplýsingar eða veist um e-n sem er kisuvinur og vantar eitt lítið kríli heim til sín viltu þá endilega hafa samband við mig: diljaa@hotmail.com.
Voðaleg bloggleti er þetta í mér....
...helgin var æðisleg verð ég að segja! Stúdentsveislur sem minntu mig á góða útskriftardaginn minn fyrir 3 árum og auðvitað uppáhaldið mitt; puttamatur, mmmm! Svo var það bara sund og tónleikar og...og...og....JÓRÚVISJÓN!!! hvað annað!!! Jæja Diljá ætlaði að halda lítið stelputeiti fyrir nánustu vinkonurnar og horfa á keppnina og svo rölta í bæjinn....en nei nei: Íbúðin mín hefur held ég sjaldan verið jafn stöppuð og ég er ennþá að heyra af fólki sem var á staðnum sem ég vissi ekkert um. Það kom meira að segja fólk sem ég né enginn af mínum þekkti, fannst bara svo fönky tónlist að það ákvað að koma og taka nokkur spor...alveg hress;) Annars þakka ég bara öllum fyrir komuna og ég lofa öðru svona geimi í sumar...
E-ð fleira að frétta...hmmm nei ekkert spes, auðvitað er maður með handtöku helgarinnar nokkuð mikið á heilanum enda afspyrnu hræðilegt mál alltsaman. Leiðinlegt að þetta litla land okkar geti ekki getið af sér unga athafnamenn sem eru nógu sniðugir til að geta látið hlutina gengið upp á eðlilegan hátt. En svona eru nú syndirnar 7 stór hluti af lífi okkar, því miður:(
...btw. langt síðan ég hef séð SEVEN.
Núna eftir smá er hún Anna Sigga megabeib að koma að ná í mig og ætlum við að eiga stelpukvöld saman; fyrst á Salatbar Eika að borða "megrandi"mat og svo ætlum við að sjá "há tú lús eij gæ in ten deijs". Ég held að ég hafi bara sjaldan verið jafn mikið í stuði fyrir svona kvöld;) Vantar bara ljósatíma eða heitapottatrúnó á undan til að fullkomna þetta...
...helgin var æðisleg verð ég að segja! Stúdentsveislur sem minntu mig á góða útskriftardaginn minn fyrir 3 árum og auðvitað uppáhaldið mitt; puttamatur, mmmm! Svo var það bara sund og tónleikar og...og...og....JÓRÚVISJÓN!!! hvað annað!!! Jæja Diljá ætlaði að halda lítið stelputeiti fyrir nánustu vinkonurnar og horfa á keppnina og svo rölta í bæjinn....en nei nei: Íbúðin mín hefur held ég sjaldan verið jafn stöppuð og ég er ennþá að heyra af fólki sem var á staðnum sem ég vissi ekkert um. Það kom meira að segja fólk sem ég né enginn af mínum þekkti, fannst bara svo fönky tónlist að það ákvað að koma og taka nokkur spor...alveg hress;) Annars þakka ég bara öllum fyrir komuna og ég lofa öðru svona geimi í sumar...
E-ð fleira að frétta...hmmm nei ekkert spes, auðvitað er maður með handtöku helgarinnar nokkuð mikið á heilanum enda afspyrnu hræðilegt mál alltsaman. Leiðinlegt að þetta litla land okkar geti ekki getið af sér unga athafnamenn sem eru nógu sniðugir til að geta látið hlutina gengið upp á eðlilegan hátt. En svona eru nú syndirnar 7 stór hluti af lífi okkar, því miður:(
...btw. langt síðan ég hef séð SEVEN.
Núna eftir smá er hún Anna Sigga megabeib að koma að ná í mig og ætlum við að eiga stelpukvöld saman; fyrst á Salatbar Eika að borða "megrandi"mat og svo ætlum við að sjá "há tú lús eij gæ in ten deijs". Ég held að ég hafi bara sjaldan verið jafn mikið í stuði fyrir svona kvöld;) Vantar bara ljósatíma eða heitapottatrúnó á undan til að fullkomna þetta...
miðvikudagur, maí 21, 2003
J-Ú-R-Ó-V-Í-S-J-Ó-N.... eða eurovision songcontenst festival...eða e-ð
...hvað munum við heyra þetta orð oft á næstu dögum plús skiptin sem við erum búin að heyra það síðustu daga??? jahh mér er spurn! en við íslendingar erum líka svo miklir stuðboltar að við erum búin að gera hátíð úr þessum viðburði sem samanstendur af evrópsku fólki sem kemur saman að syngja léleg lög...en þau meiga vera léleg...eiga að vera léleg, því þau eru Júróvisjónlög. Svo fá þau stig frá hinum löndunum og stigin segja voða lítið um gæði lagana. Spekingar segja að pólítík...nokkurskonar skiptidílastigamillilandapólítík sé orðin sjálfsagður hlutur!
Við dúllurnar drykkfelldu á Fróni erum búin að gera þetta að hátíð, já ég myndi segja heilagri hátíð, því það þykjir ekkert sjálfsagðara en að sjá skilti í gluggum á sjoppum, ljósastofum og fleiri búllum, sem á stendur LOKAÐ VEGNA JÚRÓVISJÓN! Júróvisjón er nokkurskonar jól okkar íslendinga á vorin...er það ekki?
EN ég ku djamma! Ég er spennt, ég er líka íslendingur sem allt í einu í lok maí finnst þessi lög æði og læt þau kippa mér í gírinn!
Open your heart tell me your pain...its all part of who you are! íhaaa
...hvað munum við heyra þetta orð oft á næstu dögum plús skiptin sem við erum búin að heyra það síðustu daga??? jahh mér er spurn! en við íslendingar erum líka svo miklir stuðboltar að við erum búin að gera hátíð úr þessum viðburði sem samanstendur af evrópsku fólki sem kemur saman að syngja léleg lög...en þau meiga vera léleg...eiga að vera léleg, því þau eru Júróvisjónlög. Svo fá þau stig frá hinum löndunum og stigin segja voða lítið um gæði lagana. Spekingar segja að pólítík...nokkurskonar skiptidílastigamillilandapólítík sé orðin sjálfsagður hlutur!
Við dúllurnar drykkfelldu á Fróni erum búin að gera þetta að hátíð, já ég myndi segja heilagri hátíð, því það þykjir ekkert sjálfsagðara en að sjá skilti í gluggum á sjoppum, ljósastofum og fleiri búllum, sem á stendur LOKAÐ VEGNA JÚRÓVISJÓN! Júróvisjón er nokkurskonar jól okkar íslendinga á vorin...er það ekki?
EN ég ku djamma! Ég er spennt, ég er líka íslendingur sem allt í einu í lok maí finnst þessi lög æði og læt þau kippa mér í gírinn!
Open your heart tell me your pain...its all part of who you are! íhaaa
laugardagur, maí 17, 2003
Fór á Nbabi í Austurbæjarbíó í gær. Það voru allir að dansa með hendur á lofti og taka við Guðsdýrðinni inní hjarta sitt, svo sögðu þau "halelúja", "takk", "ó já" og fleira. Það var mikið sungið og svo talaði hann Nababi inná milli og Gunnar í Krossinum þýddi jafnóðum. Kraftaverkadæmið var skrýtið. Ég sá eina konu læknast í öxlinni. En svo var eitt fyndið; hann sagði " það er hérna e-r mér að hægri hönd með sýkingu, með sýkingu í görninni, já Guð er að lækna þig núna"
Hmmm kannski var þetta bara svona meira jú hed 2 B ðer atriði. En ég er ánægð með að hafa farið, þetta var athyglisvert, líka athyglisvert að sjá "fórnarposana" við útganginn sem Gunnar var búinn að koma snyrtilega fyrir....hmmm:)
Hmmm kannski var þetta bara svona meira jú hed 2 B ðer atriði. En ég er ánægð með að hafa farið, þetta var athyglisvert, líka athyglisvert að sjá "fórnarposana" við útganginn sem Gunnar var búinn að koma snyrtilega fyrir....hmmm:)
Ég vaknaði núna áðan klukkan 11 sjarp og tók alveg andköf og hélt að ég væri búin að sofa svona rosalega yfir mig (á að mæta um 9 sko) Svo gekk ég hér um gólf með hjartslátt og málamiðlanir í hausnum....þá fattaði ég að það er laugardagur og þá fór ég að leika við kettlingana mína og svo fór ég á netið. Í dag ætla ég á Austurvöll og svo í grillpartý til Höllu stórubrjóstadóttur, hún er svo mikill sportisti að hún er búin að rigga upp eitt stykki ratleik fyrir okkur perlurnar. Svo er það bara galeðeiðan sem mun taka á móti okkur með opnum örmum....alltaf sama alltaf sama,...djamm djamm;)
þriðjudagur, maí 13, 2003
Sumarið er komið, ég er allavega komin í sumarskap. Það er eins og hvern árstíð, hver mánuður og hver vikudagur eigi sér sína tilfinningu. Ég er komin með sumartilfinninguna. Ótrúlega fersk e-ð, og til í hvað sem er! Hlutir sem mig langar að gera í sumar eru:
-fara á Roskildefestival
-gera það gott í nýju vinnunni minni
-detta í það á fimmtudegi (hehh sigga six??;)
-liggja á Austurvelli í góðra vinahópi, kaupa bjór í lausu og halda svo spontant BBQ á Njallanum
-fara í útilegu og sumarbústað...(ég missti af síðustu ferð:(
-sjá Íslandið mitt, hið fagra frón sem ég hef voða lítið séð af, mjööög sorgleg
-skella mér með 2 tíma fyrirvara til útlanda, skiptir ekki máli hvert
-fá freknur
-kaupa mér gallabuxur og vera foxy í þeim
-hmmm...kannski eitt æsispennandi fling með prinsi á hvítum hesti :o
-vakna snemma 3 í viku og mæta í líkamsrækt/jóga
hmm hvað meira? ég man ekkert núna, en það er svo margt sem mig langar að gera og ég vona að ég geri.... :D
-fara á Roskildefestival
-gera það gott í nýju vinnunni minni
-detta í það á fimmtudegi (hehh sigga six??;)
-liggja á Austurvelli í góðra vinahópi, kaupa bjór í lausu og halda svo spontant BBQ á Njallanum
-fara í útilegu og sumarbústað...(ég missti af síðustu ferð:(
-sjá Íslandið mitt, hið fagra frón sem ég hef voða lítið séð af, mjööög sorgleg
-skella mér með 2 tíma fyrirvara til útlanda, skiptir ekki máli hvert
-fá freknur
-kaupa mér gallabuxur og vera foxy í þeim
-hmmm...kannski eitt æsispennandi fling með prinsi á hvítum hesti :o
-vakna snemma 3 í viku og mæta í líkamsrækt/jóga
hmm hvað meira? ég man ekkert núna, en það er svo margt sem mig langar að gera og ég vona að ég geri.... :D
laugardagur, maí 10, 2003
Váhhh sól sól skín á mig, og vertu þar fram á nótt...lofaruhh elsku sól?? Ég var að koma á fætur, kettlingarnir vöktu mig. Afskaplega mikið að gera alltaf hreint hjá þeim;) Svo fór ég út í sjoppu á náttfötunum og ég og sjoppukonan í Drekanum töluðum um hvað fólk sem liti hneykslisaugum á fólk í náttfötum útí búð væri lélegt.
Plan dagsins er bara gleðiefni sko, ég er á svona degi núna sem ég gæti grenjað úr gleði. Ég man um daginn þegar ég var með grátbólginástarsorgaraugu, þá hlakkaði ég svo til þegar mér myndi líða svona. Núna líður mér svona:) En allavega, planið;
ég og Svanhvít ætlum að fara að kjósa saman, hún fer sko uppá Kjarvalsstaði og þar á túninu er tré sem Oddlaug heldur að karmellur vaxi á, þannig að það er smá plott í gangi skiljiði;)
Svo ætlum við Svanhvít að labba laugarann og gá hvort við getum kannski kauptað okkur e-ð sætt fyrir kvöldið. Svo ætlum við að fara á opnunina hjá Listaháskólanum. Við ætlum að skoða hvað listamenn og hönnuðir framtíðarinnar hafa verið að gera í vetur og svo kannski fá okkur opnunarveigar og verða típsí;) Svo er það BBQ hjá henni Maj-Britt minni. Við ætlum að stelpast e-ð og horfa á fyrstu tölur og drekka hvítvín. Ég held að það verði alveg frábært í kvöld. Alveg frábært.
Góða skemmtun ísland, vonum að stjórnin falli. Ég vona það allavega...
Plan dagsins er bara gleðiefni sko, ég er á svona degi núna sem ég gæti grenjað úr gleði. Ég man um daginn þegar ég var með grátbólginástarsorgaraugu, þá hlakkaði ég svo til þegar mér myndi líða svona. Núna líður mér svona:) En allavega, planið;
ég og Svanhvít ætlum að fara að kjósa saman, hún fer sko uppá Kjarvalsstaði og þar á túninu er tré sem Oddlaug heldur að karmellur vaxi á, þannig að það er smá plott í gangi skiljiði;)
Svo ætlum við Svanhvít að labba laugarann og gá hvort við getum kannski kauptað okkur e-ð sætt fyrir kvöldið. Svo ætlum við að fara á opnunina hjá Listaháskólanum. Við ætlum að skoða hvað listamenn og hönnuðir framtíðarinnar hafa verið að gera í vetur og svo kannski fá okkur opnunarveigar og verða típsí;) Svo er það BBQ hjá henni Maj-Britt minni. Við ætlum að stelpast e-ð og horfa á fyrstu tölur og drekka hvítvín. Ég held að það verði alveg frábært í kvöld. Alveg frábært.
Góða skemmtun ísland, vonum að stjórnin falli. Ég vona það allavega...
föstudagur, maí 09, 2003
Ég er að fara í sturtu núna en svo ætla ég á kosningaskrifstofurölt (vá langt orð) með henni Höllu vinkonu minni, hún er stúlka með STERKAR skoðanir á kosningarmálum og STÓR brjóst. Við ætlum að tjékka á liðinu sem er að reyna "breiðaútboðskapinn" og vonandi fá e-ð ókeypis, hmmm. Ég verð nú bara eins og hann "Magnús" við hliðina á henni Höllu..."jáááá, búúúúið......"
En núna ætla ég í sturtu, ok? Finnst þér eins og ég sé að hinta e-ð hérna?? hahahahhaha
En núna ætla ég í sturtu, ok? Finnst þér eins og ég sé að hinta e-ð hérna?? hahahahhaha
fimmtudagur, maí 08, 2003
Hjá er mér er stödd í heimsókn ein besta vinkona mín, sem er ekki frásögum færandi nema hvað að hún er aðeins tæplega 4ra ára gömul. Ég lít ekki á þessa litlu manneksju sem dóttur vinkonu minnar hennar Svanhvítar sem ég hitti við og við og segji henni hvað hún sé góð og falleg stúlka. Heldur er hefur hún fylgt móður sinni hvert fótmál síðan hún fæddist og þ.a.l. orðin "einafhópnum". Stundum finnst mér fyndið að ég eigi vinkonu sem er 20 árum yngri en ég, þar sem ég er nú einugis 24 en þetta er í alvörunni svoleiðis. Síðan hún kom í heiminn hefur hún kennt mér svo margt og sínt mér fram á það að manneskjur sem hún (litlar dömur) hafi sterkar skoðanir og viti hvað þær vilji. Uppáhalds okkar Oddlaugar er að mála okkur saman og fær hún þá bleikan varalit, augnskugga, kynnalit...og ef við erum í svaka pæjustuði fær hún líka maskara.
Í dag hefur hún td. kennt mér að:
-kisur halda líka afmæli og þá koma kisurnar í hverfinu með mýs í veisluna
-að prump sem maður prumpar þegar maður er að kúka heitir "kúkprump"...
-að hún geti ekki farið í bikíní fyrr en hún fái brjóst
-að fólk sem búi í tjaldi megi hoppa á þakinu sínu...við hin ekki.
-að ef maður er þreyttur labbar maður með bogna fætur
-að ástæðan fyrir því að við giftum okkur er að þá getum við dansað og verið fín
-að þegar hún gerir e-ð ALVEG óvart má ég ekki vera reið við sig og skamma
-að hnútur í hári heitir ekki hnútur...heldur "snúsnútagl", og hliðartagl heitir "Línalangsokk öðrum megin"
Jáhh það ættu allir að þekkja eitt stykki Oddlaugu Marín....guð hvað ég á eftir að sakna hennar þegar ég flyt til Hollands....en hún fann samt lausn á því....kemur bara og heimsækjir mig;)
Í dag hefur hún td. kennt mér að:
-kisur halda líka afmæli og þá koma kisurnar í hverfinu með mýs í veisluna
-að prump sem maður prumpar þegar maður er að kúka heitir "kúkprump"...
-að hún geti ekki farið í bikíní fyrr en hún fái brjóst
-að fólk sem búi í tjaldi megi hoppa á þakinu sínu...við hin ekki.
-að ef maður er þreyttur labbar maður með bogna fætur
-að ástæðan fyrir því að við giftum okkur er að þá getum við dansað og verið fín
-að þegar hún gerir e-ð ALVEG óvart má ég ekki vera reið við sig og skamma
-að hnútur í hári heitir ekki hnútur...heldur "snúsnútagl", og hliðartagl heitir "Línalangsokk öðrum megin"
Jáhh það ættu allir að þekkja eitt stykki Oddlaugu Marín....guð hvað ég á eftir að sakna hennar þegar ég flyt til Hollands....en hún fann samt lausn á því....kemur bara og heimsækjir mig;)
Jáhhh, ég er bara enn hissa á þessum miklu viðbrögðum sem "the sagan" fékk. Fékk meira að segja eitt hótunarbréf. Svo finnst mér líka merkilegt hvað fyndnisstatusinn var breytilegur eftir flokkum...Þessum bláu fannst þetta ekki eins fyndið og rauða boltafólkinu (sbr. Herborg vs. Júlli og Arnheiður) Ætli að við sem kjósum samfylkinguna séum einfaldlega með betri húmor??? hehhh, nei annars. Minn húmor væri ekki eins í dag ef ég hefði ekki alist upp með henni Herborgu frænku minni og skrifast á við hana er ég bjó í Hollandi. God hvað ég hef oft grenjað úr hlátri með henni og systur hennar Ásrúnu.... Ha? Herborg...;)
Annars er nú bara voða lítið að frétta. Ég er komin á kaf í nýja vinnu sem er mjög krefjandi. Líka alltaf krefjandi að byrja í nýrri vinnu almennt. Ég hef samt ákveðið að blanda ekki þessari vinnu inní þetta blogg mitt. En ég get sagt ykkur að ég er á réttri hillu í lífinu og staldra oft á dag við og fatta að ég er komin á þann stað (vinnulega séð) sem ég hef dreymt um sl. ár. Ég er að taka ákvarðanir sem ég hef lengi haft skoðun á og vinn með fólki sem á eftir að kenna mér mikið í sumar. Ég held samt að ef ég fer að blogga mikið um þetta á það jafnvel eftir að koma bara út sem mont....æ skiljið þið? Æ kannski er ég bara að rugla...
En kosningar nálgast, ég mun setja X við S-ið. Skrýtið, það er eins og ég sé með skilti fyrir ofan mig sem á stendur X-S. Ég tala ekki mikið um þetta við fólk, en alltaf er ég að lenda í því að fólk segji við mig að fyrra bragði: " þú ert að fara kjósa Samfylkinguna er það ekki?" Hvað er það sem ég ber með mér, ég er að spyrja?
Djöfull hlakka ég samt til á laugardaginn, BBQ hjá Maj-Britt og svo bara gleði fram á nótt, mmmm. Ég er með góða tilfinningu fyrir þessu;)
Báruátakið gengur ekki eins vel og ég vil. Þoli það ekki! En ég ætla að taka mig á núna og meira að segja búin að fá að vera í aukaviku hjá henni. Sagði að ég hefði "dottið í það" um páskana og svo verið í strákavorkenniskrísu og bara átt það skilið að kaupa mér ís.... Æ hún er æði hún Bára mín, híhí.
Jæja, ég ætla að fara að sofa. Fyndið hvað ég blogga alltaf mest þegar ég held að ég hafi akkúrat ekkert að segja...annars var þetta nú bara smá hnotskurn á lífi Diljár þessa vikuna. Lifið heil...
Ps. Sara danska, ég þarf að segja þér soldið, vona að ég hitti þig á msn sem fyrst. Er ekki með gsm nr. þitt lengur:/
Annars er nú bara voða lítið að frétta. Ég er komin á kaf í nýja vinnu sem er mjög krefjandi. Líka alltaf krefjandi að byrja í nýrri vinnu almennt. Ég hef samt ákveðið að blanda ekki þessari vinnu inní þetta blogg mitt. En ég get sagt ykkur að ég er á réttri hillu í lífinu og staldra oft á dag við og fatta að ég er komin á þann stað (vinnulega séð) sem ég hef dreymt um sl. ár. Ég er að taka ákvarðanir sem ég hef lengi haft skoðun á og vinn með fólki sem á eftir að kenna mér mikið í sumar. Ég held samt að ef ég fer að blogga mikið um þetta á það jafnvel eftir að koma bara út sem mont....æ skiljið þið? Æ kannski er ég bara að rugla...
En kosningar nálgast, ég mun setja X við S-ið. Skrýtið, það er eins og ég sé með skilti fyrir ofan mig sem á stendur X-S. Ég tala ekki mikið um þetta við fólk, en alltaf er ég að lenda í því að fólk segji við mig að fyrra bragði: " þú ert að fara kjósa Samfylkinguna er það ekki?" Hvað er það sem ég ber með mér, ég er að spyrja?
Djöfull hlakka ég samt til á laugardaginn, BBQ hjá Maj-Britt og svo bara gleði fram á nótt, mmmm. Ég er með góða tilfinningu fyrir þessu;)
Báruátakið gengur ekki eins vel og ég vil. Þoli það ekki! En ég ætla að taka mig á núna og meira að segja búin að fá að vera í aukaviku hjá henni. Sagði að ég hefði "dottið í það" um páskana og svo verið í strákavorkenniskrísu og bara átt það skilið að kaupa mér ís.... Æ hún er æði hún Bára mín, híhí.
Jæja, ég ætla að fara að sofa. Fyndið hvað ég blogga alltaf mest þegar ég held að ég hafi akkúrat ekkert að segja...annars var þetta nú bara smá hnotskurn á lífi Diljár þessa vikuna. Lifið heil...
Ps. Sara danska, ég þarf að segja þér soldið, vona að ég hitti þig á msn sem fyrst. Er ekki með gsm nr. þitt lengur:/
sunnudagur, maí 04, 2003
Ég ákvað að þurrka út síðustu færslu. Ekki af því að ég skammast mín fyrir að hafa skrifað hana, mér fannst þessi saga fyndin og það er ekki mér að kenna að Sjálfstæðisflokkurinn hefur þessa umræddu konu í vinnu við að "breiða út boðskapinn"...heldur ætla ég að þurrka þetta út útaf því að ég vil ekki nein leiðindi.
Sjálfri finnst mér ekkert að því að fólk sé samkynhneigt....þetta var kannski viðkvæmara þar sem umræddur "hommi" er ekki víst ekki kominn útúr skápnum, eða þarf þess einfaldlega ekki því hann er ekki inní honum.....en það vissi ég ekki þegar ég skrifaði þetta.
Takk fyrir!
Sjálfri finnst mér ekkert að því að fólk sé samkynhneigt....þetta var kannski viðkvæmara þar sem umræddur "hommi" er ekki víst ekki kominn útúr skápnum, eða þarf þess einfaldlega ekki því hann er ekki inní honum.....en það vissi ég ekki þegar ég skrifaði þetta.
Takk fyrir!
laugardagur, maí 03, 2003
Ég er hætt að hlusta á væmin lög að ráði hans eiríks vinar míns og virkar það mjög vel. Vildi svo skemmtilega til þegar ég kom heim í gærkvöld, öll köld eftir kaldan útiverudag og frekar dán e-ð (já ég er auðvita í lovesorrow munið þið) já allavega þegar ég kom heim í gær lá geisladiskur við hurðina. Þá var hann Jökull vinur minn búin að brenna diskinn með Les Negres Verrrtes, en þeir komu hingað til lands 1990 og héldu tónleika. Síðan þá er ég búin að fíla þá og búin að leita að þessum disk. Þetta er mjög kátt og gleðilegt franskt rokk með munnhörpu og gleðihljóðum allskonar. :Það besta er að ef þeir eru að syngja um ást þá skil ég það ekki einu sinni.....íhaaaaa!!! Takk Jökull, þú hittir naglann beint í mark og settir nýtt gat á gleðipokann sem hafði smá lokast smá.....
föstudagur, maí 02, 2003
Ég var að vinna í Hskólabíói á miðvikudagskveld en þar komu fram gamlir Verslingar. Ég var svona að sjá um að allir væru á réttum stað á réttum tíma. Helga Möller var þarna að syngja (því miður ekki disco) og svo var ég að bíða með henni á hliðrvængnum þegar ég fann prumpulykt. Meikaði ekki að þetta væri að gerast þannig að ég lét eins og ég finndi hana ekki þá kom Frú Möller: "Afsakið en ég var að prumpa, veit að það er voða lykt hérna"
Ég: *uml´* og starði bara fram fyrir mig en eftir smá stund; " Veistu Helga ég er ekkert smá ánægð með þig að viðurkenna þetta"
Helga: "já ég veit, ég meina það gera þetta allir, bara leiðinlegt hvað það fylgjir þessu vond lykt"
Mér finnst hún ekkert smá frábær hún Helga Möller! ...Síðan þá höfum við vinkonurnar að vísu kallað "aðprumpa" "að möllerast", eða "ég er Möller núna" hehhhh. Æ ég fæ samviskubit að tengja greyið konuna við prump....hahahahhahha
Ég: *uml´* og starði bara fram fyrir mig en eftir smá stund; " Veistu Helga ég er ekkert smá ánægð með þig að viðurkenna þetta"
Helga: "já ég veit, ég meina það gera þetta allir, bara leiðinlegt hvað það fylgjir þessu vond lykt"
Mér finnst hún ekkert smá frábær hún Helga Möller! ...Síðan þá höfum við vinkonurnar að vísu kallað "aðprumpa" "að möllerast", eða "ég er Möller núna" hehhhh. Æ ég fæ samviskubit að tengja greyið konuna við prump....hahahahhahha