þriðjudagur, október 01, 2002
Var að finna geðveika síðu á veraldarvefnum www.mulletjunky.com. Þar er að finna allar gerðir af sítt-að-aftan gaurum frá ðe steits og umfjöllun um hugsanlegt líferni þeirra...svona eins og maður gerir oft með vinum á kaffihúsi. Þú veist, situr og horfir á fólkið í kringum sig og veltir fyrir sér hvernig lífi það lifir. En alla vega þið verðið að tjekka á þessari síðu!!!
Já ég gleymdi að segja ykkur að mér finnst HAFIÐ geðveik mynd og gef henni alveg * * * *!!! Á meðan myndin var í gangi þá hugsaði ég oft "vá hvað hún er GÓÐ!" og svo þoldi ég ekki að hún væri búin, það er svona ákveðinn skali sem ég fer eftir...
Og svo finnst mér þetta lag með þessari Heru "itsipons" eða e-ð mjög flott, líður svo vel þegar ég heyri það:)
En þið þarna fallega fólk! Ég er sko e-ð hálf atvinnulaus og leiðist smá...veit e-r um smá verkefni fyrir mig???
Engin ummæli:
Skrifa ummæli