Klukkan er núna 2 eiemm og ég er svo tjúnuð að ég get ekki sofnað...er löngu komin yfir þreytuna þeas. Þetta er búinn að vera frábær dagur. Hann byrjaði með því að ég gerði örugglega lengsta do-lista sem ég hef gert (og þeir hafa verið ma-hargir!) og núna var ég að renna yfir hann og ég mér tókst að gera allt sem á honum stóð...ekkert smá góð tilfinning:)
Airwaves byrjaði í kvöld og þetta gekk ekkert smá vel, allir staðir toðfylltust og það var eins og fólk væri bara í löglegu airwaves-löngu-helgar-fríi.....allir að detta í það og geðveikum fíling! Ég var aðallega í því að vera cool og töff að labba á milli og athuga hvort allt væri í góðu allstaðar! Mér leið stundum eins og ég væri í útlöndum. Vona að allt gangi svona vel á morgun, ég held m.a.s að það muni ganga betur því....maður lærir af mistökum nebbla! Það er sumt sem þarf að fínpússa....
Já og eitt í viðbót:
takk fyrir hjálpina í lok kvöldsins elsku jólasveinninn minn, litlu göngutúrinn okkar sagði mér allt sem ég vildi vita um okkur og nú er ég loksins róleg...
veit að enginn skilur þetta og hann mun aldrei lesa þetta sá sem ég er að segja þetta við en mig langaði bara að skrifa það sem ég var að hugsa. Má það ekki?:) ehhh
Ég fer brosandi að sofa og hlakka til að takast á við tvo airwaves daga í viðbót....ÚFF!!! hehhh!!!
...en ég finn það núna að þetta er svona tímabil sem ég á eftir að hugsa til baka "ohh það var svo gaman í kringum airwaves"...
alltaf að skipuleggja og stússast og redda og kaupa og díla og og og og....hahahahahha, enda er ég líka að fara í nám sem kennir manni að gera þetta...nákvæmlega þetta...ultimade vel!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli