miðvikudagur, október 16, 2002

jæja gott fólk, hér er ég aftur eftir vikupásu.

Það er búið að vera brjálað að gera hjá mér s.l. viku, en það er bara gaman! Þetta er líka uppáhalds vinnan mín:
skipuleggja
stússast
ræð mér sjálf
...og ýmis kjör eins og ég fékk 66gr.N flíspeysu í gær sem er bara þægileg!

En allavegana: ALLIR AÐ DRÍFA SIG AÐ KAUPA MIÐA Á AIRWAVES! þetta verður geðveik tónlistarveisla....

Það er samt ekkert mikið í fréttum nema það ég skil ekki hvernig ég fer að því að týna svona miklu dóti á djamminu. Á mánuði er ég búin týna:
tösku, veski, lyklum, aftur veski, skóm (já skóm!!!!), hárbursta, og nýja púðrinu mínu!!!
Þetta er story of my life sko....síðan ég flutti inn á Njallann er ég búin að týna örugglega 10 lyklum...án gríns! En mín kenning er sú að þetta týnist frá mér....stundum hverfa hlutirnir bara að sjálfum sér!

Jæja verð að þjóta og grúppíast e-ð....skrifa meira í kvöld. Endilega skrifið í gestabókina...þaersooooogaman!!!!
Love you gæs

Engin ummæli: