mánudagur, október 07, 2002

mánudagur....
ég svaf svo vel í nótt, það er svo gott þegar maður vaknar eftir góðan svefn. Núna er ég líka í vinnu sem ég ræð mér mikið sjálf, þetta er líka uppáhaldsvinnan mín. Bara skipuleggja og stússast....gaman að því!
Helgin var næs, var e-ð að airwave-ast á laugardaginn með töffurunum sem standa að hátíðinni....guð minn góður þeir eru svo miklir töffarar....en sannir töffarar. Mér finnst sannir töffarar vera með hjarta og sleppa hroka. Geta haldið coolinu og sleppt því að vera leiðinlegir...eru bara TÖFF...123 töff eins og jói vinur minn mundi segja hehhhh!!!

Á laugardagskvöldið fór ég svo með honum Halla (bestasti strákur í öklum heimmminum!!!) á árshátið RÚV, við komum frekar seint þannig að allir voru orðnir vel í því...að sjálfsögðu fórum við bara beint á barinn og reyndum að komast á sama stig og hinir...það gekk vel!
Mikið dansað og svo bara í bæjinn á rölt, hitti fullt af skemmtilegu fólki og dansaði meira (halli alltaf til í dans sko:)

Þynnkudagurinn var fínn, ég fór í vinnunna og var bara hress....held ég! Svo eftir sýninguna fór ég á KFC...ég held að maturinnþar hafi aldrei verið jafn góður...vá hvað þetta passar við þynnkumunnkirtlana...nammmi!!!
Um kvöldið var þynnkan horfin og ég ákvað að fara á leikritið ...and Björk of course með sviðsmannaviðhöldunum mínum. Það er frábært!

Núna er ég á hraðferð, þarf að ná í skottuna mína hana Oddlaugu á leikskólann, mér finnst það sko geðveikt sport, fer í mömmó í smá stund:)

Engin ummæli: