laugardagur, október 26, 2002

hey, það er ekkert að frétta af mér. Er bara ennþá með hor og slím.
Það var frumsýning í Borgó í gær, gekk vel. Eftir sýninguna var "thangsgiving dinner" fram í anddyri sem var geðveikt góður en maður verður svo þreyttur af kalkún. Sötraði smá hvítvín og bjór en það var eins og ég yrði bara strax þunn, alveg hevví þunn, hafiði lent í þessu? Ekkert smá óþægilegt! En annars ver svo rólegt að ég var nú ekkert að missa af miklu þannig að ég dreif mig heim. (heyrðu samt áðan að fjörið hafi byrjað seinna ooohh)

Vakanði í morgun klukkan 9 og fékk mér morgunmat og morgunblað í rúmið, ekkert smá kósí. Svo horfði ég á Friends til 3 og fór þá í kaffihlaðborð til Kollu og Heiðu í Lessuhlíð:) Ég er svo ánægð með hana Heiðu, hún er yndisleg. Enda áttum við þrjár gott spjall, um leikhús, leikara og glataða gæja sem ég hef höslað hahahahahha!
Núna er ég komin í vinnuna, nánar tiltekið Borgarleikhús, sem er mitt annað heimili um helgar. Er að bíða eftir því að fara innná svið.....
C-yaleitöraligeitör

Engin ummæli: