síðan ég flutti inná Njallann hefur risa dýna sem ég kom ekki inní húsið staðið hér útí garði og hef trassað að taka og fara með á haugana. Að vísu hefur fólk boðist til að taka hana fyrir mig í leiðinni þegar það var með bíl eða einfaldlega viljað fá hana, að sjálfsögðu þáði ég það....en ekkert varð að því.
Í dag þegar ég lá heima í veikindunum kom til mín skeyti, svona símskeyti sem er borið í hús. Ég var ekkert smá spennt þegar að opna umslagið....það er nú ekki á hverjum degi sem maður fær skeyti ha?
En í því stóð:
"vinsamlega fjarlægið dýnu þá er skreytt hefur garðinn að Njálsgötu 16 s.l. mánuði. Ef ekki mun þessi skrautdýna verða fjarlægð á þinn kostnað.
Með vinsemd og virðingu, smá húmor og lítilli gleði
Guðfinnur"
Er hann ekki að grínast??? hahahahha Þetta er gaurinn sem á íbúðina í kjallaranum og er að reyna að selja hana, er búin að reyna það í 4 mánuði eða e-ð. Núna heldur minn því fram að íbúðin seljist ekki útaf dýnunni!
Svo er frúin á miðhæðinni búin að pirra sig á henni síðan ég flutti inn, en henni finnst nú svo gaman að pirra sig á mínu lífi að ég er í rauninni að gera henni greiða með að hafa garðskrautið:)
En ég er að hugsa um að fara með dýnuna frægu á morgun....nágrönnum mínum til mikillar gleði!
...með vinsemd og virðingu, smá húmor og lítilli gleði
ykkar Diljá....
"neigbours, everybody need good neighbours, with a little understanding......" eeeuuuhummm:)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli