mánudagur, október 28, 2002

jæja þá er ég komin aftur í "sumarvinnuna" mína upp í Rúv, bara fínt fínt held ég bara:)....nema hvað tölvan hér er hæg og finnst svaka gaman að frjósa Í tilefni snjókomunar sem hóf göngu sína í dag fékk ég mér geðveikt flotta húfu í Spúútnik áðan...svona rasta-man-húfu. vhííí
Svo var ég að að skrá mig í svaka átaks-heilsu-námskeið fyrir konur í Hreyfingu. Þetta er í 8 vikur, svona "í kjólinn fyrir jólin". Núna er Diljáin að fara að vakna klukkan 6.00 þrisvar í viku að mæta í púl og klukkan 7.00 tvisvar til að mæta í jóga. Þannig að jóga verður svona "mæ trít". Ég læt ykkur lesendur góðir fylgjast með tilvonandi árangri...eins gott að hann verði e-r!

Ég er að spá í að fara að koma mér héðan úr Efstaleiti....í bili, þarf svo að mæta aftur um 6 í Kastljósið. Ætla fara heim að þrífa núna eða e-ð...

Engin ummæli: