miðvikudagur, október 09, 2002

Fór á spænsku myndina "Hable con ella" í gær með Maj-Britt og Bjarka. En og aftur fékk ég staðfestingu á því hvað evrópskar myndir eru miklu betri en Hollwoodbatteríið. Hún var mjög góð og það vakti líka athygli mína hvað allt er töff í myndunum hans...meira að segja spítalinn í myndinni er flottur. Allt svona appelsínugult og grænt. Ég verð að fara sjá "Allt um móður mína" aftur (þar sem Diljá sofnaði síðast yfir henni....ha geri ég það e-n tíma?)

Ég var að bæta við link á hana Herborgu frænku mína sem er í arketektúr í Danmörku....ég myndi segja að hún væri ein af þeim í mínu lífi með nákvæmlega sama húmor og ég! Enda höfum við ósjaldan vælt úr hlátri saman með Ásrúnu systir hennar. VIÐ ÆTTUM AÐ SKAMMAST OKKAR STELPUR!!! hahahhhhaahh

Engin ummæli: