mánudagur, júlí 01, 2002

heyriði helgin var svona líka skemmtileg....
afmælið á tapas var mjög skemmtilegt (um leið og fólk var komið smá í glas þeas). Ég set mest allan tímann að kjafta við Arnheiði og Júlla. Við vorum svo miklir nördar að við gátum ekki hætt að tala um tölvur og blogg. Ég er ekki að grínast við reyndum að hætta nokkrum sinnum en það gekk ekki. Það var ekki fyrr en að ég og Arnheiður vorum svo ofurölvi eftir skotin hennar Tinnu minnar á KB að við gátum hætt þessu nördakjaftæði.

En ég var nú mætt í tölvuheimsókn til þeirra svona innan við klukkutíma eftir að ég vaknaði á laugardeginum. Arnhildur var ekki ánægð! Allavega en laugardagurinn var toppþynnka. Það rann nú ekki af mér fyrrr en 17.00 býst ég við. Húmorinn var í hámarki þennan sólríka dag sem endaði í dotti í Nauthólsvík.

Um kvöldið fór ég svo að rokka á barnum á Sirkus, þangað til að rafmagnið fót af um 6. Ekki skemmtilegt kvöld...það var svona sad drykkja í gangi. Allir ofurölvi og grátandi..allur sá pakki!

Engin ummæli: