þriðjudagur, nóvember 18, 2008

Litla fjölskyldan saman á ný

Það voru endurfundir á Njallanum í gærkvöldi. En hún Daníela Ragnarsdóttir kom heim til sín eftir að hafa verið Katrínsdóttir síðan í ágúst 2003. Og hún er það enn, ætlar bara að vera hjá ömmu sinni (mér) í 6 vikur eða svo.
Í dag er hún 6 og hálfs árs, og ef maður margfaldar með 7 þá er hún á fimmtudsaldri, she´s a lady-she does what ladies do.

Ég er alveg á því að hún muni eftir mér og íbúðinni sem hún ólst upp í. Við erum strax búnar að ræða málin soldið og hún hefur ekkert breyst. Hlýðir sömu skipunum. Og er pæja. Hún hefur alltaf verið rosaleg pæja hún Daníela. Á sínum glimmerárum (eða 2002-2003) var hún vinsælasta læðan í görðunum hérna í kring. Fressin biðu eftir henni í röðum þegar við komum út á morgnana. Mér varð stundum á hvað hún daðraði stíft. Hvaðan ætli hún hafi erft það?....

En já, eins og þið sjáið er allt að gerast.
Annars eru skemmtilegir dagar framundan; leikhús, tónleikar, matarboð, afmæli, sumarbústaður, spilahittingur og fl og fl.

fimmtudagur, nóvember 13, 2008

Spinning


Við Rósa María vorum ekki lengi að verða uppáhalds nemendur kennarans í spinning tímanum í morgun. Við tókum svo ærlega þátt í söngvastuðunu að hann kallaði "Flott þetta stelpur!!" og svo var hann alltaf að gefa okkur fimmu yfir salinn og þumalinn upp.
Ég stefni óðum á að vera fremst. Þar sem uppáhaldsnemendum sæmir jú að vera, ekki satt?

Kveðja
Diljá afreksíþróttakona (þó ekki með íþróttameiðsl, ennþá)

miðvikudagur, nóvember 12, 2008

Kæra Halla

Ég er nú yfirleitt stolt af öllum vinum mínum.
Þessi hérna fær mig þó oft til að fá tár í augun af stolti.

mánudagur, nóvember 10, 2008

Munnræpa í bloggi...

Nú er búið að skreyta hverfið mitt í jólaljósum. Mikið óskaplega finnst mér það notalegt, sérstaklega svona þegar dagarnir styttast óðum. Á þessum tíma árs þarf ég að hafa mikið fyrir því að halda í gleðina. Og það er svo sem allt í lagi, svo lengi sem ég hef fyrir því.
Og það eru einmitt þessir litlu hlutir sem gleðja mig, eins og jólaljósin. Svo eru hlutir, sem ég hélt eitt sinn að væru ekki minn tebolli, einmitt að gleðja mig mikið núna þessa dagana. Mér finnst til dæmis miklu betra að vera í 9-5 vinnu en ég bjóst við.

Ég er líka að vinna á svo frábærum vinnustað. Þar eru það einmitt litlu hlutirnir sem gera kraftaverkin. Td. að mæta snemma á morgnana, ný skriðin úr sturtunni, og fá heitan hafragraut með hnetum og rúsínum.
Svo var ég að fá eitt verkefni í dag, sem felst einmitt í því að finna upp á þessum litlu skemmtilegum hlutum, sem kosta ekkert, sem gleðja starfsfólkið og þal hvetja til vinnu og að ná settum markmiðum. Og það til 10.mars 2009! Ekki leiðinlegt project fyrir KaosPilot:)

Já svo er ég komin með alls kyns hugmyndir af jólagjöfum í anda kreppujólanna. Ég vona að ég finni tíma og tól til að framkvæma þessar æðislegu hugmyndir mínar.
Ég er líka komin með 2 jólakjóla, en þeir eru þess háttar að þeir eru "í kjólinn fyrir jólin" - eða markmiðs-kjólar. Hanga á innanverðri skáps-hurðinni og bjóða mér góðan daginn á hverjum morgni. Svo fer ég í combat og spinning og hugsa um þá. Og mig, hvað ég verð sæt í þeim um jólin.

Uppáhaldsauglýsingin mín þessa dagana er þessi með litlu stelpunni með kórónu og í kjól að syngja af lífs og sálarkröftum með e-u lagi. Svona getur snjalla fólkið gert mikið fyrir lítið.

Jæja bæjó!

þriðjudagur, nóvember 04, 2008

Pínku pons um tónlist

Mér finnst þessi síða soldið skemmtileg Topp 5 á föstudegi.
Búin að lesa hana í rúmlega ár og þau finna oft upp á góðum þemum, og segja ástæður og sögur bak við val sitt á hverjum topp 5 lista. Veit ekkert hvaða krakkar þetta eru samt.

Og svo langar mig líka að deila einni tilhlökkun með ykkur, en það eru tónleikar með uppáhalds hljómsveit minni þann 23.nóvember. Sigurrós þeas. Eins og rjómi í æðum mínum...

Þið munuð stighna, þið munið brenna...

E-ð grunar mig að ég eigi seint eftir að gleyma augnablikinu þegar ég var látin syngja hástöfum með Hírósíma og þjóðhátíðarhittaranum Lífið er Yndislegt kl.7 á þriðjudagsmorgni, sveitt og móð í spinning tíma.
En Bubbi hefur rétt fyrir sér; "þið munuð brenna"....

föstudagur, október 31, 2008

Heimatilbúnir málshættir

Þegar við vinkonurnar vorum á menntaskólaárunum bjuggum við til málshátt (sem ég vona að foreldrar mínir lesi ekki hér) en hann hljóðaði svo:
"Að fara graður út á djammið er eins og að fara svangur út að versla"
Obboðsslega djúpt e-ð;)

En ég bjó til nýjan bara áðan:
"Að byrja aftur að blogga eftir pásu, er eins og að byrja aftur í ræktinni eftir jólin"

Gaman að þessu.
Annars sit ég hérna á Te og Kaffi í Saltfélaginu og er að undirbúa mig fyrir að halda námskeið í Verkefnastjórnun í vinnunni. Eða í CCP. Já nú vinn ég þar fyrir þá sem ekki vita.
Mér líður smá eins og ég sé að undirbúa mig fyrir munnlegt próf. En minni mig þó á að eina sem skiptir máli er ba ba ba bara að vera í stuði.

Bæjó

miðvikudagur, júlí 23, 2008

Með Nova áskrift við tölum endalaust


Ég er komin með Nova númer og það er mjög gaman. Því það er svo gaman að fá ókeypis. Núna er ég alltaf að hringja í fólk sem er líka í Nova og við tölum meira og minna um það að við séum að tala frítt við hvort annað. Þvílíkur munur.
Íslensk símafyrirtæki eiga ekki heiður skilið fyrir framkomu við viðskiptavini sína. Þvílíkir prettir alltaf hreint. Nú er að sjá hvað Nova ætlar að halda þessu fría dóti sínu lengi. En þangað til er ég alla vega á stærasta skemmtistað í heimi að tala og sms-a frítt við fallega fólkið.
Ef þú lesandi góður ert í Nova, viltu láta mig vita strax svo ég geti hringt í þig.
Mitt númer er 7724230. Vodafonenúmerið er þó áfram í gildi 6624230. Heima er 5524230.

Ég veit ekkert unaðslegra, betra, rómantískara, þægilegra, og tilitsmeira en að vakna við þessi háþrýstistanslausuhávaðahljóð sem berast frá Hallgrímskirkju alveg frá 7.30 á morgnana, alla morgna vikunnar.
Þetta er svo gott fyrir geðheilsuna svona í morgunsárið.

föstudagur, júlí 04, 2008

Time is Now

Hrútur: Sofðu, borðaðu og vertu glaður. Ekki hafa samviskubit yfir neinu, því þetta er hluti af velgengnisformúlunni þinni. Haltu svo streðinu áfram.

Stjörnuspáin mín í dag:)
Og mér líst mjög vel á hana. Því einmitt í dag og næstu daga ætla ég að taka mér sumarfrí, sumarfrí sem aldrei fyrr. Helgin framundan er ekki bara full af sól heldur líka líka stöppuð af góðum dagsskrárliðum og fallegu fólki. Breakfastclub, lunchdate á Jómfrúnni, dinner á grettisgötu, afmæli, jet-ski á Hafravatni, wedding grill, afmæli á Fishmarket ofl ofl.


Rúsínan í pylsuendanum er svo sagaclass lúxus ferð til New York á sunnudagskvöldið. Þar ætla ég að vera í viku og njóta lífsins hjá Nönnu frænku og fjölskyldu. Sofa út, vera við sundlaugarbakkann, leika við Dante og Indiu (ef ég get, miklar líkur á því að ég borði þau líka), labba um og skoða leyndarmál New York borgar með límonaði til að kæla mig niður, á sandölum, í kjól og með flott sólgleraugu.

Seinni hluti júlí er jafnplanaður og sá fyrri. Það getur verið að ég fari í Henson - galla hring í kringum Ísland með Sumargleði Kimi Records, svo hef ég störf 21.júlí hjá CCP. Já ný vinna, og nýr bransi. Allt nýtt! Og lífið er gott. Ó svo gott. Því alltaf kemur sólin á eftir vonda veðrinu.
Þannig er lífið.

Here comes the sun, í útgáfu Ninu Simone

Little darling,
it's been a long cold lonely winter
Little darling,
it feels like years since it's been here
Here comes the sun,
here comes the sun
and I say
it's all right

Little darling,
the smiles returning to the faces
Little darling,
it seems like years since it's been here
Here comes the sun,
here comes the sun
and I say
it's all right

Little darling,
I feel that ice is slowly melting
Little darling,
it seems like years since it's been clear
Here comes the sun,
here comes the sun,
and I say
it's all right

It's all right

mánudagur, júní 23, 2008


Þessa dagana er að vinna við stærsta tónlistarviðburð sumarsins.
Björk og SigurRós (ásamt Ólöfu Arnalds) verða á sviði við þvottalaugarnar frægu, í Laugardal laugardaginn 28.06.
Eftir að hafa komið að fjölmörgum tónleikum í Reykjavík (og nokkrum utan Íslands) þá finnst mér þetta alveg óendanlega spennandi verkefni. Ekki bara af því að þetta eru fyrstu útitónleikarnir mínir, en þeim fylgja ótal nýjar áskoranir. En þetta eru líka tónleikar sem eru unnir með hugsjón einni að vopni. Hér nýti ég því bæði áralanga reynslu mína í tónleikahaldi og nám mitt saman í fyrsta sinn. Ekki leiðinlegt skal ég segja ykkur.

Síðast liðið föstudagskvöld fór ég í göngu ásamt frábærum hóp af fólki inn í Reykjadal. Við gengum um holt og hæðir inn í dalinn sjálfan, skoðuðum nýja hveri sem við teljum hafa orðið til í skjálftanum um daginn, og innst í dalnum böðuðum við okkur í hveralæknum á meðan við fundum fyrir töfrum sólstöðurinnar um miðja nóttina. Að sjálfsögðu létum við Jónsmessuhefðina frægu ekki eiga sig;)

Restin af helginni fór svo í sólarsetu í mínum eigin garði sem og garði Maríu og Vífils. Afrakstur helgarinnar er því ömurlegt sólarfar á bringunni (bein lína fyrir ofan brjóstin) og staðfesting á því að María og Vífill eru höfðingjarNIR heim að sækja. Kampavín og rækjuréttur bara sísvona. Það þarf ekki mikið til að vinna mig yfir! Ég er flutt inn til þeirra.

Ps. Og já þú þarna leynigestur, eða frík! ég skal hitta þig í kaffi. Forvitni rekur mann alla leið.

mánudagur, júní 02, 2008

Leyniaðdáandi?

Fyrir akkúrat ári síðan var hérna leynigestur að kommenta í gríð og erg á bloggið mitt.
Ég komst aldrei að því hver þetta var.

Viltu gefa þig fram núna? Veistu ekki að þú ert að díla við forvitnustu manneskju Íslands?
Ég skal lofa að hafa húmor fyrir þessu.

föstudagur, maí 30, 2008

Síðan ég nennti að blogga síðast hef ég:

-eytt dásamlegri helgi með bræðrum mínum og Unu mágkonu í Malmö
-farið 3var í fallturninn í Tívolí-inu í Kaupmannahöfn, ásamt öllum öðrum tækjum líka
-hlegið svo mikið að það kom næstum því blauttíbussurnar í klessubílunum, klassík!
-snætt delicatess-pick nick á torfulögðum ruslahaug sem spilar rómantíska tónlist
-horft á Júróvisjón og undrast á sameiginlegum vondum stíl Evrópu, en elskað dansatriðið í vinningslaginu
-farið í upptökuver með hljómsveitinni Ámundsbörn, en orðið að hætta við tökur vegna "skapandi ágreinings"
-borðað sushi, séð Indiana Jones, grillað í parkinu og séð heila seríu af XoXo Gossip Girl
-hundsað óvenjulega mörg drunk dialing símtöl um miðjar nætur
-séð einn áhrifamesta mann tónlistar flytja tónlist í umb 2 tíma, Bob Dylan
-heyrt Sölva kærasta minn segja nafnið mitt, eða Díjá, í fyrsta skipti. Bræðir hjartað.
-gengið á Esjuna
-gengið í gegnum allan tilfinningaskalann
-keyrt á 120 km hraða á Jet-ski á Hafravatni, fengið adrenalín kikk og náttúrulega vímu
-setið í hliðarvagni á rússnesku mótórhjóli og rúntað um á seltjarnarnesi og gróttu í miðnætursólinni
-farið með bílinn minn í Löður, og verið að dást að litadýrðinni í öllum sápunum og svömpunum þar. Soldið 80´s style hjá Löðri.
-séð tónleikana Ferð án fyrirheits
-staðið inni á Hressó þegar suðurlandsskjálftinn 08 reið yfir, var með riðu í nokkurn tíma eftir á
-borðað á Gló og mæli með því. Einnig borðað á Thorvaldsen og mæli ekki með því.
-fundist cesar salatið á B5 það besta í bænum.
-reynt að komast til New York, án árangurs
-fengið yndislega leyndó frétt
-unnið á tónleikum John Fogerty, ekki vitað neitt um manninn áður, þekkt síðan öll lögin, kóngur slagaranna
-fagnað innilega þegar súper size vann AMNT
-planað ferð á SATC; kjólar, kokteilar og kynþokkafullar kynsystur mínar. Gaman saman:)
-haft góða tilfinningu fyrir sumrinu, mallakútur fullur af fiðrildum

Sjáum hvað setur, bæjó!

mánudagur, maí 19, 2008

Átök

Nú er ég í átaksstuði. Alveg hreint tryllt í að taka allskonar átök. Til að byrja með ætla ég að finna myndavélina mína og taka fleiri myndir. Myndatökuátak. Svo ætla ég líka að klára myndavegginn sem er hjá borðstofuborðinu mínu. Það gæti flokkast undir heimilisátökin mín. En ég hef einmitt tekið svefniherbergið og baðherbergið í gegn á sl. dögum. Verð að taka það fram að ég hefði aldrei, aldrei getað gert það án Siggu minnar, huggulegur verkstjór þar. Heimilisátakið er stórt og mikið, enda bý ég í 100 ára gömlu húsi (byggt 1908!). Babysteps, babysteps.
Já og svo er það nú alltaf sama heilsu og útlits átakið. Næsta skref þar er það að ég var að skrá mig í RopeYoga með Báru einkaþjálfara. Og svo þegar pjéningar byrja að streyma inn (og kraftaverkin gerast enn) þá ætla ég að fá mér e-n massaðan einkaþjálfara í Laugum og taka þetta með trompi. Get ekki beðið. Það er nefnilega svo heitt að vera með einkaþjálfara skilst mér.
Svo er það Esjan á þriðjudagskvöldum. Fjallgönguátak er mjög gott átak. Og ekki spillir íslensk birta vorsins fyrir. Hana elska ég.

sunnudagur, maí 18, 2008

Eitthvað lítið um blogg þessa dagana.
En ég vil þó að það komi fram að mér finnst íþróttafréttir í sjónvarpi og útvarpi versta af öllu sem kemur fram í fjölmiðlum. Afhverju tala íþróttafréttamenn svona?

þriðjudagur, maí 06, 2008

Stjörnuspeki

Um daginn var stjörnuspáin mín (og allra Hrúta) einhvernveginn svohljóðandi:
"Gættu hvers þú óskar þér, Guðirnir hlusta og þú veist aldrei hvaða draumar rætast"

Ég er ekki frá því að þessi spá sé að rætast. Ótrúlegt hvað allt gerist stundum á sama tíma.
Í dag var svona dagur sem ég fékk svima af valkvíða.

Gaman að því.

miðvikudagur, apríl 30, 2008

Þessi ógurlega kreppa!

Það er bara allt að fara til fjandans á Íslandi! Verðbólga, gengisfall, hóp-uppsagnir og fleira og fleira. Þetta er alveg að fara með okkur jöfrana miklu og bestu...
...Eða hvað?

Jú vissulega er ekkert góðæri í gangi í dag. Æi höfum við ekki bara líka gott af því? Það finnst mér allavega. Mér þykir það bara fínt að sjá hvað mig virkilega vantar í minn hversdagsveruleika til að fullnægja degi hverjumi. Er það ekki bara soldið rómantískt að gera meira úr minna, finna synergíuna í litlu hlutunum. Hafa aðeins meira fyrir hinu og þessu og finna sigurtilfinningu eflast.

Mér líður alltaf soldið vel þegar það skapast "þjóðarástand". Þegar við finnum samkennd og stöndum saman. Hvort sem það er snjóflóð, rafmagnsleysi&þoka eða jú fátækt&kreppa.
Svona er raunveruleikinn. Raunveruleikann finnum við ekki í svörtum jeppum, Philip Starck vöskum, iPhone eða Prada sólgleraugum. Er það nokkuð?

Auðvitað er ég hrædd við verðbólguna, en ég get lítið gert. Í staðinn hef ég ákveðið að mæta henni í blíðu en ekki í væli og stríðu. Hver er memm?

þriðjudagur, apríl 22, 2008

Afhinuogþessutilgangslausueðaekkisvotilgangslausu

Jæja þá er ég búin að skila skattaframtalinu fyrir árið í ár. Það verður spennandi að sjá hvað ég fæ ógeðslega mikið af vaxtabótum. En sl ár er einmitt það fyrsta ár sem ég hef ekki verið að djöflast sem verktaki í tíma og ótíma. Það er fatal fyrir vaxtabæturnar. Ég er hins vegar strax búin að eyða vaxtabótunum í hugangum.

Núna á eftir ætla ég í tíma sem heitir "Leikfimi" upp í world class. Í lýsingunni um tímann segir:
Mjúk og hressandi leikfimi með góðum teygjum og ljúfri tónlist. Góður leikfimitími þar sem þú ferð brosandi út. Hentra öllum aldurshópum. Hlökkum til að sjá þig!
...Eitthvað grunar mig að ég verði yngst í þessum tíma. En án efa ekki í besta forminu. Ó nei ó sei.
Þessar kellur sko!

Síðasta helgi var mjög skemmtileg. Ég drakk ekki dropa af áfengi, og úr varð því mjög innihaldsrík helgi, þar sem mikið verður úr dögunum vegna ferskleika. Helgin innihélt:
-mig í karókí, söng 8 lög.
-mig að borða sushi á Sushi Train. Bæði föstudagskvöld og sunnudagskvöld. Nammi.
-mig á tískusýningu þar sem ég sá ekki neitt
-mig í konupartýi "Konur eru konum bestar"-gott framtak hjá Þórdísi!
-mig á útskriftarsýingu LHÍ. Mjög mjög gamn.
-mig í kick-boxi, að springa og nánast drukkna í vatni.
-mig og HK í spa-i í tæpa 2 tíma.
-mig sem boðflennu í LHÍ partý-i.
-mig í konunglegu spelt-vöffluboði í Hafnarfirðinum, hlægjandi meira eða minna í 2 tíma.
-mig á rokkóperunni JesuS Christ Súperstar.
-mig á organic Icelandic fish and chips. Mmm
-mig á rómantísku trúnó með Helgu Kristínu á Næstu Grösum.
-mig í heimsókn hjá afa og ömmu
-mig með vaxandi harðsperrur
-mig í hressandi morgun-kaffi og ristuðu brauði á Te og Kaffi og tímarita lestri
-mig á opnun og tónleikum listakonunar Unnar Andreu í gallerí Lost Horse
-mig í tvöföldum expressó á Boston - og finna áhrifin koma í titringi.
-mig og Helgu Kristínu á rúntinum niður Laugaveginn.
-mig að sakna Kamillu og eiga gott símtal með henni.
-mig, Hallie, Fífu og Hlédísi hlæja svo mikið að það kom næssstum því blautt í bussurnar.

tekið skal fram að þessi atburðarrás er ekki í réttri röð

Lífið er gott eða la vita e bella eins og þeir segja erlendis. Wonderful wonderful life.



miðvikudagur, apríl 16, 2008

Ég heiti Diljá og ég er með influensu



Hér á Njallanum hefur ríkt gífurleg stemmning síðast liðnu þrjá daga, en hér hef ég legið með flensu í allri sinni dýrð. Nú er ég á degi þrjú og neita því ekki að dapurleikinn er að detta inn í auknum mæli. Mér líður smá eins og ég sé í fangelsi.
Í dag hefur þó ríkt ákv framkvæmdargleði sem fylgir því að vera eirðarlaus, í fangelsi.
En ég hef verið að skipuleggja lífið eftir flensu, post influensa eins og þeir segja á fagmálinu.

Afrek dagsins (framkvæmd í rúmi, við borstofuborð og í sófa)
-pantað ferð til New York á Vildarpunkta-tilboði. Álagið hjá Icelandair er hinsvegar svo mikið að ég er ennþá á hold, og bíð því spennt eftir því að sjá hvort ég fái að nýta mér tilboðið góða, eða 16.900kr fram og til baka til eplis.
-látið mömmu panta ferð fyrir okkur mæðgur til San Francisco í Thanksgiving ferð, á sama tilboði. Sjáum hvað setur.
-pantað bláu og grænu(held ég) tunnurnar. Hér á Njálsgötu skal flokkað og borin virðing fyrir umhverfi voru héðan í frá.
-pantað á Sá Ljóta í Þjóðleikhúsinu.
-skipulagt ferð á útskriftarsýningu LHÍ
-reynt að redda mér korti á Græna Ljósið, Bíódaga. Lesið um allar myndirnar. Valið.
-dánlódað bíómyndum
-volað yfir Pretty Woman.
-lesið blogg, skoðað Facebook. MIKIÐ. Las meira að segja "BeSt Of" hjá Bobby Breiðholt.
-látið mig dreyma um að borða hluti sem ég á ekki til hérna heima fyrir.

Oh ég vona að ég verði laus úr þessu á morgun. Þá ætla ég að sprikla úti eins og nýfætt folald.

laugardagur, apríl 12, 2008

Þið munið...

þegar ég fór til Brussel. Það var reyndar tvisvar. Á ferðum mínum um alnetið fann ég litla klippu um tónleikana sem haldnir voru í nafni Iceland Airwaves þann 8.mars. Undirrituð var fengin í spjall við tökumenn og viðtalsdúdda. Þess má geta að þetta var vel eftir miðnætti eftir tónleikana og áfengið var í boði húsins. Fegurðin er eftir því.

Hérna er þetta. Destiny-fjölskyldan er óskaplega stolt af því að hafa tekið þátt í þessu glæsilega verkefni. Húsfyllir og nákvæmlega rétta stemmningin. Ó já Ó já.

Múm, Kira Kira, Skakkamanage & Parachutes í AB í Brussel 8.mars

Annað sem ég vil koma á framfæri, eða þá lýsa eftir.
Nú er að hefjast eitt það svakalegasta gym átak hjá mér. Og mig vantar ykkar tip um þau lög sem eru góð á gym-playlistann. Það verða að vera lög sem fá hjartað til að pumpa, svitadropana til að leka í augun, lög sem fá mann til að hlaupa fram af brettinu og sprengjur koma í rassinn af áreynslu.
Ég er bara komin með 3 lög á listann
Declare Independence m. Björk
Smells Like Teens spirit m. Nirvana
Atlas m. Battles

Viljið þið sem vit hafið senda mér tillögur í komment. Takk.

fimmtudagur, apríl 03, 2008

Karamu, fiesta, forever

Hérna kemur dagskrá afmælis míns í myndum...




þriðjudagur, apríl 01, 2008

Dominos

Getur e-r farið að loka gæjann inni sem semur og talar inná Dominos útvarpsauglýsingarnar. Ég er nokkuð viss um að um sé að ræða sama manninn hérna.
Ég læt ekki margar auglýsingar og slíkt áreiti fara í taugarnar á mér. En kommon! Þetta er óþolandi!

Annars mæli ég með að kíkja á þessa pod-cast síðu hérna.
Þetta er síða með allskonur klippum af íslensku tónlistarfólki í allri sinni dýrð. Allt frá Iceland Airwaves, Aldrei fór ég suður og svo bara heima í stofu og stúdíó-um hjá hressum krökkum.
Mjög skemmtilegt!

Annars er bara allt gott að frétta, ég á afmæli nk helgi. Eða kl.1.15 eftir miðnætti á aðfaranótt sunnudags. Og sný þá tuttuguogníu ára. Þeim sem er boðið að fagna með mér fá tölvupóst í dag sendan. Og ekki væla um að ég sé sein í snúningum að bjóða. Þetta á ekki að vera neitt stórt, bara stuð. Þeir mæta sem geta.

Bæjó!

fimmtudagur, mars 27, 2008

Would you rather be an autopilot or a Kaos Pilot?

Umsóknir fyrir Team 15 í KaosPilot í Árósum eru komnar á netið/youtube.

Hérna er hægt að sjá eitthvað af þeim

Þetta eru 1,5 mín löng video. Kíkið á þetta. Ég fæ alveg fiðring í magann við að horfa á þetta. Langar bara aðra rússibanaferð í gegnum KP-heim.

Hérna er ég einmitt fyrir og eftir KaosPilot. Obboðslega hugguleg ikke sant?


ICELAND AIRWAVES BEST Í HEIMI


Daily Mirror, eitt stærsta dagblað Bretlandseyja, nefnir Iceland Airwaves sem eina af bestu tónlistarhátíðum heims í úttekt sem birt var í blaðinu um síðustu helgi. Þar er Iceland Airwaves í góðum hópi virðulegra viðbrurða á borð við Fuji Rocks í Japan, Benecassim á Spáni og The Big Day Out í Ástralíu sem Björk lék á í janúar.

Belgíska festivalið Pukkelpop toppar listan yfir bestu hátíðir heims, Iceland Airwaves tekur #6 sætið - þarf að láta í minni pokan fyrir nokkrum eldri og stærri viðburðum, en ef við miðum við stærð (svo ekki sé talað um íslensku höfðatöluna) er þessi nyrsta tónlistarhátíð heims á toppnum.

Að öllu gríni slepptu þá eru aðstandendur Iceland Airwaves ánægðir með að vera í góðum hópi bestu tónlistarhátíða heim.

Iceland Airwaves 2008 fer fram í miðborg Reykjavíkur daganna 15.-19. október. Tilkynnt verður um fyrstu listamenn hátíðarinnar í ár á næstu vikum samhliða því sem miðasala hefst á alþjóðavettvangi.

Framkvæmd Iceland Airwaves er í höndum Hr. Örlygs í samvinnu við Icelandair og Reykjavíkurborg.

miðvikudagur, mars 19, 2008

Eftirminnilegast í Texas

Ég skellti mér ásamt elskulegum kollegum mínum til Austin, Texas í sl viku. Þetta var obboðslega gaman! Ég stikla á stóru og tilnefni eftirminnilegustu hlutina, eftir katagóríum:

Eftirminnilegastu tónleikarnir:
-Luke Temple í mjög fallegri kirkju.
-FM Belfast & Rrreykjavík!! á Maggy Mae´s Rooftop
-Bon Iver á Maggy Mae´s Rooftop
Tjékkið að á þessu

Eftirminnilegustu manneskjurnar:
-Lola Lushious, Kevin maðurinn hennar og Ruth kærasta þeirra. Say no more.
-Soon to be Halle Berry. Halle er að fara að giftast Mr.Berry. Þau eru að hugleiða nöfnin: Blue, Straw and Cran fyrir börnin sín í framtíðinni.
-Allir sætu húðflúruðu strákarnir, obbósí!

Eftirminnilegasti maturinn:
-Tjipps og kesó
-Stay Awake koffíntöflurnar. Ómissandi á SXSW
-Lunch í Whole Foods. Valkvíði valkvíðanna. Allt girnilegt þar á bæ!

Eftirminnilegasta partýið:
-Red-Bull partýið, en þarf varð maður að vera með Red-Bull gervitattoo á sér til að komast inn.
Tveir lögregluþjónar lýstu vasaljósi á okkur til að ganga úr skugga að við værum tattoo-veraðar. Inni var 2ja hæða glerhús, rútu lounge, risa stórt svið og allt flæðandi í Red-Bull (heh með smá vodka út í kannski)
-Partýið á Children´s museum. Lestar keyrðu um í loftinu, fólk að kela inn í litlum húsum, risaeðlur, völundarhús og litríkir veggir. Mjög gaman, en samt e-ð soldið rangt við að djamma í þessu umhverfi.
-Levi´s partýið á Fort. Innan dyra var Levi´s völundarhús, dimmt og gallabuxna- og Ray Ban herbergi. Úti var live músik og þægilegir pallar í skugga til að fá sér bjór og hlusta á rokkið.

Já þetta var rosa hressandi vika. En núna er ég kapút.
Mikið ferðalag, margar flugvélar, lítill svefn, mikið af fólki, í ameríku er allt mikið!

Mjög góðir dagar framundan. Alltaf nóg um að vera í la vie de Diljá. Elsgedda.

föstudagur, mars 07, 2008

Postcards from Brussels

Hæ hæ, er í Brussel. Hótelið sem ég er á er ekkert spes miðað við það sem ég hef verið að venjast sl skipti sem ég hef verið á hóteli. En mér finnst samt mjög fyndið að þegar ég er niðrí lobby-i þá er alltaf síminn til mín. Ótrúleg tilviljun að fólk sé akkúrat að hringja í lobby-ið til að tjékka á mér (hver gerir það?) og þá er ég akkúrat að labba í gegn. Mjög fyndið.

Ég og Egill tjékkuðum okkur inn í gær, hendum dótinu inná herbergi og rukum út á vöfflustand og fengum okkur eina vöfflufullnægingu í beinni. Nammi.

Núna var ég að vakna, nokkrir timburmenn en þeir fara að fara, og er að horfa á franskan sjónvarpsmarkað.

Bæjó

mánudagur, mars 03, 2008

Í kringum heiminn á 30 dögum. Næstum því.

Ég var að fatta að það er akkúrat eitt ár síðan ég flutti aftur heim á Njálsgötuna. Mikið óskaplega er tíminn fljótur að líða. Alltaf jafn ljúft að koma heim til sín.

Nú fer að líða að næstu ferð til erlendis. Ferð númer 2 til Brussel er handan við hornið. Stoppa svo á Íslandi í sólarhring áður en ég fer til Texas. Ferðataskan hefur ekki farið uppá háaloft síðan sl mánuðinn, tekur því ekki. Var að tala við Kamillu en hún að sjálfsögðu búin að kortleggja fataval mitt fyrir SXSW dagana. Ekki erfitt að pakka þegar e-r sem er hinum megin á hnettinum er búin að leggja línurnar um hvað skal með í ferðina. Svo náum við einum sjopping degi áður en prógrammið byrjar líka. Perfekt! Mér skilst að maður sé ekki maður með mönnum í Austin nema með tatoo sé. Best að redda sér einu svæsnu gervitattoo!

Ég ætla að taka fullt af myndum, hef ekki tekið myndir í nokkra mánuði. Þetterekkihægt!

fimmtudagur, febrúar 28, 2008

Auglýsingar

Jæja Hemmi minn!
Ég verð bara að segja það að ég er voðalega ánægð að hafa skráð mig í þennan kúrs sem ég er í uppí HR. Já ég verð bara að segja það. Mjög gaman að fá dýpri sýn inn í heim sem maður hefur brennandi áhuga á.
Sjálf er ég ekki alin upp á mjög pólitísku heimili, herre gud hvað þá íþrótta. En ég var dregin á allar menningarlega viðburði og sýningar, sjaldnast með tilliti til aldurs míns, og svo var mikið spáð í hönnun og auglýsingum. Þetta drakk ég áreynslulaust í mig í allri sinni dýrð.
Aftur að kúrsinum; en vegna hans er ég að spá í auglýsingum og markaðsetningu á annan hátt en ella. Og hef óskaplega gaman að. Er að spá í birtinga tíðni, hvernig markaðssetningin er samsett og fleira rugli.
Díses ég man ekkert afhverju ég byrjaði að skrifa um skólann og auglýsingar. Svo það er ekkert point með þessu.

Allavega; ég var að horfa á auglýsingarnar (á milli frétta og Kastljós-priiiime tiiiime) og þá kom LífÍs auglýsingin. Hún er um mann sem listar upp "hluti sem hann vill gera áður en hann verður fertugur". Ég er með svona lista. Nema bara ekki á blaði. Og alltaf þegar ég sé þessa auglýsingu hugsa ég "ok starta þessum lista og skrifa jafn óðum á hann....og svo auðvitað framkvæma"

Svona listi er örugglega skemmtilegasti "to-do" listinn af öllum. Ég mæli með þessu. Stórir og smáir draumar, allir eiga þeir heima á þessum lista. Munið bara að minningar eru það eina sem við tökum með okkur inní framtíðina...og eeeeeilífðina. Úúú!
Stundum á ég voðalega bágt með að greina á milli drauma og markmiða. Er e-r með svarið?
Hérna er eitt mjög sniðugt 43 things

Ps. Kíkið í DV um helgina. Hver veit nema ykkar einlæg sé að deila e-um leyndarmálum um sjálfa sig.

sunnudagur, febrúar 24, 2008

Örfréttir um líf mitt

Var að koma heim frá Osló, mjög skemmtilegt þarna á By:Larm. Fín svona tónleikahátíðarborg. Ég held að ég sé búin að vera ofmeta Reykjavík síðast liðin ár. En það er bara sætt álykta ég.
---
Kvót af Msn:
Halla : Hefur þú komið áður til Austfjarða?
Diljá: Nei, en ég hef komið þrisvar sinnum til Las Vegas.
Kvót endar.
Ég hef ákveðið að henda mér oftar í ferðir út á land. Ísland. Næst verður það Ísafjörður á Aldrei fór ég suður. Ég held að það eigi eftir að vera gleðileg ferð.
----
Klukkan er 20.50 á sunnudagskvöldi og ég er að horfa á Stöð 2, á þátt sem á að vera í læstri dagskrá. Ég skil þetta ekki alveg og bara þegar ég skrifa þetta er ég hrædd um að að jinxa Stöð 2 burt.
----
Á morgun er ég að fara til tannlæknis, og það í fyrsta skipti í nokkur ár. Ég er ekki tannlæknahrædd, en ég er mjög tannlækna-kostnaðar-hrædd. Og sagði konunni á símanum að ég væri með skemmdir og fleira sem þarf að gera við, en ég væri einfaldlega á budgeti.
Sjáum hvernig þau klóra sig út úr því. Já eða ég þá.
---
Það er ekki mjög hagstætt að fara oft til útlanda. Þó um vinnuferðir sé að ræða. Svo er það líka fitandi.
---
Meira var það ekki í kvöld.

þriðjudagur, febrúar 19, 2008

Bílastæðaperversjón, Brussel og By:Larm

Ég er bílastæðapervert og mér er tjáð að ég erfi það líklegast frá henni móður minni, sem er einnig einn slíkur og kenndi mér þetta orð: Bílastæðapervert.
Ég fæ mikið út úr því að sjá ákv. stæði laus, því ég á mér að sjálfsögðu uppáhaldsstæði á þeim stöðum sem ég þekki mig vel til á. Í kringum heimili mitt eru það nokkur, í Laugum eru það stæðin næst stöðinni...já og yfirleitt eru það kannski stæði sem eru næst áfangastað mínum, og eru ókeypis OG auðvelt að leggja í.
Það er því ákv climax að sjá stæði laus eða losna þegar ég ber að garði. Ó já.

Tónleikarnir í Brussel sl. föstudagskvöld voru velheppnaðir í alla staði. Menningarmiðstöðun Bozar er flottasta tónleikahús sem ég hef séð og haldið tónleika í líka. Ég vildi óska að ég gæti tekið það með mér til Íslands. Við erum ótrúlega stolt af því að vera að taka í þessu metnaðarfullar verkefni sem Iceland on the Edge er. Það var flott frétt um þetta í RÚV fréttum í gær einmitt.

Ég hlakka alltaf meira og meira til að fara á By:Larm festivalið í Osló næstu helgi. Allt er reddí; góður hópur, gott hótel, ný borg (ég hef aldrei komið til Noregs), spennandi festival, margt að sjá og svo auðvitað nokkrir KP-lingar sem ég á date með. Ekki amalegt!

föstudagur, febrúar 15, 2008

Ó Brussel

Ég sit hérna á hótelherbergi á Hótel Jolly, sem er ótrúlega huggulegt fjagrastjörnuhótel með marmaralobbí og gylltum ljósakrónum.
Var að vakna og tókst -eins og alltaf- að missa af morgunmatnum.
Í gær kom neyzlu-Íslendingurinn upp í mér (og öllum í hópnum) fórum í búðir að versla föt á 55 mín. Og svo fengum við okkur vöfflu með súkkulaði. Og guð-minn-góður ég missti næstum því jafnvægið þetta var svo gott. Ég verð að taka annan vöfflusnúning á eftir. Prófa fleiri tegundir.

Torgið hérna í bænum er rosalega fallegt, og sérstaklega í þokunni sem lá yfir öllu í gærkvöldi. Eyddum mestum part kvöldsins á stórum bar með pirruðum þjón með víkingasvuntu. Við hliðina á borðinu okkar var uppstoppaður hestur, og ljósakrónan var gerð úr hesta innyflum. Svo var þarna arineldur, og það má ennþá reykja inná börum hérna. Sem er nice. Og samt ekki, ég vil fara að hætta þessu.

Hérna er fréttin um veru mína hérna í Brussel

Farin að kaupa mér vöfflu. Í morgunmat.

miðvikudagur, febrúar 13, 2008

Mirdina, Nina for friends

Ég mæli eindregið með Facebook núna.
Ég fann vinkonu mína þar eftir að hafa leitað að henni í 10 ár.

Mirdina, eða Nína eins og ég kallaði hana, flúði ásamt fjölskyldu sinni til Hollands 1992, þegar stríðið sem högg Júgóslavíu í búta stóð sem hæst. Og þar kynntumst við, 13 ára, fyrsta skóladaginn minn. Við Nína gengum í gegnum ótrúlega merkilega tíma saman í Eindhoven. Tvær pirraðar gelgjur, sem flissuðu samt svo mikið stundum að þeim var hent út úr tíma.
Þau voru múslimar (þó ekki strang trúaðir) og ég fékk að taka þátt í hefðum þeirra eins og td. Ramadan, lærði um Mekka, talaði ágæta bosnísku og fékk að glugga í Kóraninn, það merka rit.

Það var oft erfitt að horfa upp á fjölskylduna hennar áhyggjufulla, stundum bárust engar fréttir af vinum og ættingjum í Bosníu svo vikum og mánuðum skipti. Mér leið alltaf hálf illa þegar ég fór heim í jóla og sumarfrí. Hún var alltaf jafn spennt fyrir mína hönd. Ég gat ekki ímyndað mér hvernig henni leið. Ég hefði verið í molum ef það væri allt í rúst hérna í Reykjavík, amma og afi týnd upp í sveit, vinir mínir týndir út um allan heiminn...
En þessar aðstæður gerðu okkur samt sem áður mjög nánar, tvær mjög ólíkar táningsstelpur í nýju landi. Með algjerlega ólíkar ástæður fyrir veru okkar þarna.

En svo skildu leiðir, ég flutti heim 1996 og hún fór til Sarajevo 1997.
Fyrir 10 árum byrjaði ég að leita að henni, og það var hægara sagt en gert. Um daginn prófaði ég að slá upp nafninu hennar í leitarreit Facebook. Og viti menn, hún hafði stofnað aðgang daginn áður!
Við erum báðar hálfklökkar yfir þessu og skrifumst daglega á. Og svo langar mig mikið til að fara til Sarajevo þegar fram líða stundir.

Á Valentínusardaginn 2008...

...ætla ég að borða belgískar vöfflur í miðbæ Brussel með Agli Tómassyni kollega mínum.
Það á alltaf reyna að finna rómantíkina.

Annars er það í fréttum að ég vil frekar hafa flottan snjó en klaka. Tröppurnar upp að heimili mínu eru ein stór dauðagildra, eða court case waiting to happen, eins og María lögfræðingur segir. Hún talar sko erlensku.

Á morgun er svo 11 ára anniversary...

mánudagur, febrúar 11, 2008

...tveir, þrír, fjór;

Eins og allir taka eftir, hefur hér farið fram óskapleg grafísk vinna. Litir, font og uppröðun, þetta er allt nýtt og gert í samvinnu við færustu hönnuði landsins. Ó já.
Mig vantar nokkra linka sem ég var með, getið þið sent mér þá í commenta-kerfinu. Takk.

Annars varð mér hugsað til þess hvað bloggið mitt hét fyrstu árin, en ég hóf hér sjálfstæð störf í júní 2002. Það hét: KOMBAKK ROKKLINGSINS. Jáhá.
Ég er reyndar enn að bíða eftir almennilegu kombakki, þau hjá Iceland Airwaves hafa hafnað mér. Enn einu sinni.
Hvernig væri að fá Kastljósið eða e-ð af þessum magasín þáttum til að hafa fastan lið sem ber heitið: "Hvar eru þau nú?" -og/eða, geta þau eitthvað enn?

og/eða var í boði Ödda bróður míns. Svíþjóð. Savner dig bro, semi pro, faktiskt ja!

sunnudagur, febrúar 10, 2008

Breytingar

ég er aðeins að prófa að breyta síðunni, missti alla linkana fyrir vikið.
En núna get ég kannski bætt inn nýjum linkum, sú fúnksjón var víst alveg dottin út.

fimmtudagur, febrúar 07, 2008

Ljósaskipti

Á þessum tíma árs eru mörkin á milli dags og nætur svo mögnuð. Mér líður alltaf svo ótrúlega vel á meðan skiptin eiga sér stað. Það kemur einhver vellíðan í líkamann, svona rjómi í æðarnar.

Og ekkert veit ég betra en að liggja í heita pottinum í Vesturbæjarlaug á þessum tímum dagsins.
Verð að fara að drífa í því. Hver er memm?

Í kvöld ætla ég að sjá Brúðgumann.

miðvikudagur, febrúar 06, 2008

Íslensk er þjóðin sem arfinn þinn geymir

Ég er ekki frá því að til þess að upplifa hina einu sönnu íslensku menningu þá þurfir þú að fara út fyrir bæjarmörkin, já eehum þá allavega út úr 101 Reykjavík.
Erfitt er að skilgreina menningu einnar þjóðar, hvað þá sjálfsmynd.
En mér sjálfri dettur þó ýmislegt í hug þegar ég þarf að ramma inn það sem mér finnst "ekta íslenskt"

Síðast liðnu helgi átti ég svona rað-móment sem ég hefði getað stillt upp inní þessum ramma.

Á Borgarfirði Eystra býr mikið af góðu fólki, ég hefði td. viljað taka mynd þegar við sátum inní notalegu eldhúsi að borða upprúllaðar pönnsur og drekka kaffi úr pressukönnu með sál, heima hjá mömmu hans Ásgríms Inga. Ömmu Magni-fisent (oh ok varð að name - droppa aðeins ). Í þessu sama eldhúsi beið okkar steikt ýsa, soðnar karteflur, heimabakað rúgbrauð og soðið grænmeti í hádeginu á laugardaginn. Dásamleg...og íslensk móment.

Veturinn er þungur í ár, við fórum yfir fjöll og skörð í þungri færð, í 5 tegundum af bílum. Þetta er íslenskt!

Á Neskaupsstað/Norðfirði (ég lærði það 28 ára gömul að þetta er sami staðurinn semsagt)
beið okkar heill hópur af yndislegu fólki, tróg fullt af þorramat og söngvaseiður eins langt og röddin nær. Vefarinn mikli frá Kasmír þakkar kærlega fyrir sig. Ég væri til í að krækja höndum saman við næsta mann, vagga mér og syngja sjómannsyrpur allar helgar.

Þó ég segi sjálf frá þá myndi ég segja að ég og Halla mín værum þannig týpur sem eigum auðvelt með að vera í stjórn (hvað þá eigin lífs), eigum auðvelt með mannleg samskipti og höfum oft frumkvæði að hlutum sem við skipuleggjum svo sjálfar.
Síðast liðnu helgi létum við alla þessa eiginleika frá okkur (nema auðvitað samskipta hlutann haha) og þurftum núll mikið að sjá um okkur sjálfar. Það var séð fyrir nákvæmlega öllu. Og það er bara soldið notalegt að láta sjá um sig. Enn betra þegar maður hefur kost á því að kynnast mikið af góðu og skemmtilegu fólki í leiðinni.
Og tala um veðrið!

Núna hef ég komið á Austurland að vetri til. Ég ætla bókað að fara aftur í sumar og sjá þennan fallega stað á Íslandi, án vetrarklæða.

miðvikudagur, janúar 30, 2008

Að blóta Þorrann-er góð afþreying!

Jú Hall og Dill er nýr dúett. "Hall&Dill go East", gæti verið heitið á næstu helgi, eða heimildarmyndinnisem gerð er um næstu helgi?

Halla Gunnarsdóttir blaðamaður og Diljá Destiny KaosPilot (hvað sem það nú er;)) halda til Egilstaða um hádegisbil og með því á föstudaginn. Þjóta svo upp á Borgarfjörð Eystri (Magni, will you be there?) á generalprufu Þorrablótsins þar í bæ (sem verður kvöldið eftir).
Á laugardag tekur Neskaupsstaður svo við, en þar blóta heimamenn Þorrann það kvöldið. Hvíslað hefur verið að mér að þetta sé viðburður ársins og mikill undirbúningur á sér stað ár hvert.

Ég held að ég sé að fara að byrja með Þorra, svo mikið hlakka ég til.

Ferðasagan kemur í máli og myndum eftir helgi. Verið spennt.

Hugsa mjó...mmmm

Shit hvað ég er mjó... eiginlega bara horuð!

Áfram Diljá, áfram world class! Koma svo. Þú ert hrikaleg!!

þriðjudagur, janúar 29, 2008

Framundan er margt skemmtilegt í þessu lífi hér

Í febrúar og mars fer ég til Brussel að halda á tónleika á vegum Iceland Airwaves (eeeerlendiz)
Sjá hérna hér

Í febrúar förum við líka til Osló á By:Larm músíkkfestivalið og ráðstefnuna. Ég hlakka mikið til að koma til Osló, og kannski fæ ég að knúsa nokkra Team 11´rs í leiðinni.

Í mars heldur svo frækna Destiny-fjöslkyldan til Ameríku og alla leið til Austin Texas. Stærsta show case hátíðin í heimi er einmitt haldin þar og heitir South By South West.
Þangað förum við til að sjá hljómsveitir, sem jafnvel eiga eftir að lenda á sviði á Airwaves í haust, svo viljum við læra af stærri hátíðum, fá innblástur og síðast en ekki síst skemmta okkur.
Ekki er það verra að betri helmingurinn minn (Mill í dúettinum Dill og Mill) er vinnandi þar í borg og á eftir að fá okkur til að koma, sjá og sigra. Ekki satt Milla mín?

Þetta er nú meiri veturinn hjá okkur á ástkæra ylhýra. En mér finnst þetta notalegt, maður röltir aðeins niður minningarbrautina. Birtan, hljóðið, stemmningin. Munið þið ekki?
Soldið erfitt að vera í kjól og fjallgönguskóm, ekki mjög hot. Svo er Kexi litli á sumardekkjum. Skertir frelsið og kynþokkan. En annars er lífið dásamlegt. Hver vill vera frjáls og sexí...;)

fimmtudagur, janúar 24, 2008

Bestfriends...

Ég man á upphafsdögum gelgjunnar (11-13 ára) skipti það okkur vinkonurnar hver væri besta vinkonan þá og þegar. Ég man að ég valsaði á milli Arnhildar, Arnheiðar og Hörpu, þeas þær voru bestu vinkonur mínar. En þó bara ein og ein í einu. Og áttu sér stað hin undarlegustu augnblik sem ákvörðuðu það hver var "besta vinkonan" hverju sinni.
Mikið var um baktal, enda getur grimmd gelgju stúlkna alveg hin ótrúlegasta. Þegar e-r var besta vinkona manns átti maður að standa með henni og væntist líka þess sama af henni. En svo gerðist það nú stundum að ein dró sig að annari og skapaði meirihluta, og bara svona uppúr þurru var ein á móti þrem. Eða tvær á móti tveim og svo framvegis. Þetta var rosalegt basl og brjáluð vinna man ég.

Ótrúlegt þykir mér þó að sú nákvæmlega sama hegðun á sér stað í okkar eigin borgarstjórn þessa dagana. Það að fullorðið og menntað fólk sé að haga sér eins og unglingsstelpur finnst mér afar sorlegt.
Ég óska þess heitt að Dagur verði aftur á ný borgarstjóri. Hinn meiri hlutinn er of veikur.

Og fyrir ykkur sem horfðuð á sjónvarpsútsendinguna í hádeginu í dag; Er ekki rauðhærða barnið sem var í mynd nánast allan tímann í fundarhléi-klárlega maður dagsins?? Ekkert smá skuggalegur greyið.

mánudagur, janúar 21, 2008

Hotboy?

Er ég ein um það að finnast Villi vera með svona leikgerva-andlit? Og frekar lélegt leikgervi þá. Og með hártopp. Algjer rúsína! Væri til í að purra þessar kinnar.

Samkvæmt þessari grein hérna ætti samt Dagur B. meiri líkur á velgengni, hann er svo sætur hann Dagur. Mér finnst hann það mikið hotboy að ég sagði honum það þegar ég var kynnt fyrir honum...ásamt nokkrum öðrum mjög lélegum djókum. Vei.
Nú er Dagur bara hættur eftir 100 daga setu sem borgarstjórinn okkar. Þetta er nú meira ruglið. Og Björn Ingi kemst ekki einu sinni í fínu fötin sín sem flokkurinn borgaði. Hann er orðin svo feitur. Bingi minn, á systir þín ekki Herbal-life handa litla bró? Semi pró.

Annars vil ég hvetja alla að koma á Sirkús næstu helgi, loka helgin og nóg af góðri tónlist og fallegu smekkfólki. Rétt upp hend sem getur ekki beðið eftir krúttlega mollinu sem kemur á þennan reit?

Hmm ég sé enga hendi.

laugardagur, janúar 19, 2008

Ef ég vissi ekki betur þá væri ég ólétt. Ástæðurnar eru allavega þrjár.

1) ég er með búðing á heilanum. Og kallast það víst craving á móðurmálinu. Karmellu Royalbúðingur er mjög góður. Gæti borðað 2 skammta í einu. (Held að einn skammtur sé fyrir 4)

2) ég er sjúk í sápuóperuna Brothers & Sisters, og grenja örugglega meira en Sally Field sjálf. Einnig sakna ég Walker fjölskyldunnar þegar ég er ekki að horfa. Full af dramatík.

3) ég man ekki þriðju ástæðuna, en gleymska/heilaþoka er víst einkenni óléttu ekki satt?

4) jú nú man ég, ég er mjög þreytt. Gæti verið á svona smábarna systemi, eða sofa 12 tíma og leggja mig svo aftur eftir hádegið,

En já ég tek fram "ef ég vissi ekki betur"...

mánudagur, janúar 14, 2008

Pósturinn Páll

Í morgun fékk ég þriggja síðna bréf frá krúttinu Skattstjóranum í Reykjavík. Eftir að hafa lesið bréfið þrisvar sinnum yfir vel og vandlega er ég samt engu nær. Ég veit ekki hvort þetta voru jákvæðar fréttir fyrir mig eða neikvæðar fréttir.

Hvort segir það meira um mig eða val orðalags krúttsins?

Svo um daginn beið mín bréf frá Happadrætti Háskólans (með handskrifað á umslaginu). Ég hef tekið þátt í þessu happadrætti í þrjú ár og aldrei unnið neitt. Oh hvað ég var ánægð, loksins var hann kominn vinningurinn, og svo hár að þau sendu mér handskrifað bréf! Við opnun bréfsins kom þó í ljós að þetta var tilkynning um nýja og bætta heimasíðu HHÍ.

Hvurslags vúlgar mannvonska er þetta??!

Annars er hún Kamilla mín á landinu akkúrat núna, en þó í einungis sólarhring. Svo liggur leið hennar til New York og þaðan til Texas! En einmitt þar, í Texas, Austin Texas, munum við hittast aftur í mars. Nánar tiltekið á SXSW (south by south west tónlistar hátíðinni). Það þarf ekkert að pína mig í þetta. Ó nei nei.

Svo er ég að fara að byrja í skóla á ný. Skráði mig í eitt fag í HR. -Neysluhegðun og markaðssamskipti-var fyrir valinu. konsjúmerbíheifjör&marketíngkomjúníkeisjón!
Alveg hámóðins og ossalega sesssí! Fínt að halda sér við og læra meira og meira, meira í dag en í gær. Svo finnst mér mjög spennandi að læra á íslensku!

Bestu kveðjur frá skólastelpunni sem er alltaf í wooorldcless.
Þvílíkt toppeintak sem ég nú er...

mánudagur, janúar 07, 2008

With every heartbeat

Gleðilegt ár!
Ég er alltaf að byrja á e-u bloggi en hætti svo við, bæði vegna anna og svo er ég orðin svo feit að puttarnir mínir bera ekki fingrasetningu lengur, ýta á 4 takka í einu. Og það er svo þreytandi að þurfa alltaf að stroka út og byrja uppá nýtt. Hátíðarnar mínar voru fyrst og fremst skemmtilegar og huggulegar... en einkennast líka af óhófi miklu. Borða meira en ella, og svo skipti ég út blóðinu fyrir jólaglögg, rauðvín, kampavín og bjór. Ekki amalegt þar. Enda markviss stúlka með meiru.

Bráðum ætla ég að gera svona topp lista yfir uppáhalds augnablikin mín á árinu 2007. Nóg af góðum mómentum að taka, enda var þetta bara alveg frábært ár! Ég held að 2008 eigi ekki eftir að gefa neitt eftir. Hvorki meira né minna fjórar utanlandsferðir bókaðar í febrúar og mars. Og svona 36 ferðir bókaðar í woooorldclass á næstu 36 dögum. Ok? Ég skal, get og vil.

Hérna er ein mynd af Kamillu, Rósu Maríu og mér á nýárskvöld. Við elduðum hvítlaukshumar, drukkum risa kampavín og vorum í áramótakokteilkjólum - og fórum á nýársfagnaði miðbæjarins.