miðvikudagur, janúar 30, 2008

Að blóta Þorrann-er góð afþreying!

Jú Hall og Dill er nýr dúett. "Hall&Dill go East", gæti verið heitið á næstu helgi, eða heimildarmyndinnisem gerð er um næstu helgi?

Halla Gunnarsdóttir blaðamaður og Diljá Destiny KaosPilot (hvað sem það nú er;)) halda til Egilstaða um hádegisbil og með því á föstudaginn. Þjóta svo upp á Borgarfjörð Eystri (Magni, will you be there?) á generalprufu Þorrablótsins þar í bæ (sem verður kvöldið eftir).
Á laugardag tekur Neskaupsstaður svo við, en þar blóta heimamenn Þorrann það kvöldið. Hvíslað hefur verið að mér að þetta sé viðburður ársins og mikill undirbúningur á sér stað ár hvert.

Ég held að ég sé að fara að byrja með Þorra, svo mikið hlakka ég til.

Ferðasagan kemur í máli og myndum eftir helgi. Verið spennt.

Hugsa mjó...mmmm

Shit hvað ég er mjó... eiginlega bara horuð!

Áfram Diljá, áfram world class! Koma svo. Þú ert hrikaleg!!

þriðjudagur, janúar 29, 2008

Framundan er margt skemmtilegt í þessu lífi hér

Í febrúar og mars fer ég til Brussel að halda á tónleika á vegum Iceland Airwaves (eeeerlendiz)
Sjá hérna hér

Í febrúar förum við líka til Osló á By:Larm músíkkfestivalið og ráðstefnuna. Ég hlakka mikið til að koma til Osló, og kannski fæ ég að knúsa nokkra Team 11´rs í leiðinni.

Í mars heldur svo frækna Destiny-fjöslkyldan til Ameríku og alla leið til Austin Texas. Stærsta show case hátíðin í heimi er einmitt haldin þar og heitir South By South West.
Þangað förum við til að sjá hljómsveitir, sem jafnvel eiga eftir að lenda á sviði á Airwaves í haust, svo viljum við læra af stærri hátíðum, fá innblástur og síðast en ekki síst skemmta okkur.
Ekki er það verra að betri helmingurinn minn (Mill í dúettinum Dill og Mill) er vinnandi þar í borg og á eftir að fá okkur til að koma, sjá og sigra. Ekki satt Milla mín?

Þetta er nú meiri veturinn hjá okkur á ástkæra ylhýra. En mér finnst þetta notalegt, maður röltir aðeins niður minningarbrautina. Birtan, hljóðið, stemmningin. Munið þið ekki?
Soldið erfitt að vera í kjól og fjallgönguskóm, ekki mjög hot. Svo er Kexi litli á sumardekkjum. Skertir frelsið og kynþokkan. En annars er lífið dásamlegt. Hver vill vera frjáls og sexí...;)

fimmtudagur, janúar 24, 2008

Bestfriends...

Ég man á upphafsdögum gelgjunnar (11-13 ára) skipti það okkur vinkonurnar hver væri besta vinkonan þá og þegar. Ég man að ég valsaði á milli Arnhildar, Arnheiðar og Hörpu, þeas þær voru bestu vinkonur mínar. En þó bara ein og ein í einu. Og áttu sér stað hin undarlegustu augnblik sem ákvörðuðu það hver var "besta vinkonan" hverju sinni.
Mikið var um baktal, enda getur grimmd gelgju stúlkna alveg hin ótrúlegasta. Þegar e-r var besta vinkona manns átti maður að standa með henni og væntist líka þess sama af henni. En svo gerðist það nú stundum að ein dró sig að annari og skapaði meirihluta, og bara svona uppúr þurru var ein á móti þrem. Eða tvær á móti tveim og svo framvegis. Þetta var rosalegt basl og brjáluð vinna man ég.

Ótrúlegt þykir mér þó að sú nákvæmlega sama hegðun á sér stað í okkar eigin borgarstjórn þessa dagana. Það að fullorðið og menntað fólk sé að haga sér eins og unglingsstelpur finnst mér afar sorlegt.
Ég óska þess heitt að Dagur verði aftur á ný borgarstjóri. Hinn meiri hlutinn er of veikur.

Og fyrir ykkur sem horfðuð á sjónvarpsútsendinguna í hádeginu í dag; Er ekki rauðhærða barnið sem var í mynd nánast allan tímann í fundarhléi-klárlega maður dagsins?? Ekkert smá skuggalegur greyið.

mánudagur, janúar 21, 2008

Hotboy?

Er ég ein um það að finnast Villi vera með svona leikgerva-andlit? Og frekar lélegt leikgervi þá. Og með hártopp. Algjer rúsína! Væri til í að purra þessar kinnar.

Samkvæmt þessari grein hérna ætti samt Dagur B. meiri líkur á velgengni, hann er svo sætur hann Dagur. Mér finnst hann það mikið hotboy að ég sagði honum það þegar ég var kynnt fyrir honum...ásamt nokkrum öðrum mjög lélegum djókum. Vei.
Nú er Dagur bara hættur eftir 100 daga setu sem borgarstjórinn okkar. Þetta er nú meira ruglið. Og Björn Ingi kemst ekki einu sinni í fínu fötin sín sem flokkurinn borgaði. Hann er orðin svo feitur. Bingi minn, á systir þín ekki Herbal-life handa litla bró? Semi pró.

Annars vil ég hvetja alla að koma á Sirkús næstu helgi, loka helgin og nóg af góðri tónlist og fallegu smekkfólki. Rétt upp hend sem getur ekki beðið eftir krúttlega mollinu sem kemur á þennan reit?

Hmm ég sé enga hendi.

laugardagur, janúar 19, 2008

Ef ég vissi ekki betur þá væri ég ólétt. Ástæðurnar eru allavega þrjár.

1) ég er með búðing á heilanum. Og kallast það víst craving á móðurmálinu. Karmellu Royalbúðingur er mjög góður. Gæti borðað 2 skammta í einu. (Held að einn skammtur sé fyrir 4)

2) ég er sjúk í sápuóperuna Brothers & Sisters, og grenja örugglega meira en Sally Field sjálf. Einnig sakna ég Walker fjölskyldunnar þegar ég er ekki að horfa. Full af dramatík.

3) ég man ekki þriðju ástæðuna, en gleymska/heilaþoka er víst einkenni óléttu ekki satt?

4) jú nú man ég, ég er mjög þreytt. Gæti verið á svona smábarna systemi, eða sofa 12 tíma og leggja mig svo aftur eftir hádegið,

En já ég tek fram "ef ég vissi ekki betur"...

mánudagur, janúar 14, 2008

Pósturinn Páll

Í morgun fékk ég þriggja síðna bréf frá krúttinu Skattstjóranum í Reykjavík. Eftir að hafa lesið bréfið þrisvar sinnum yfir vel og vandlega er ég samt engu nær. Ég veit ekki hvort þetta voru jákvæðar fréttir fyrir mig eða neikvæðar fréttir.

Hvort segir það meira um mig eða val orðalags krúttsins?

Svo um daginn beið mín bréf frá Happadrætti Háskólans (með handskrifað á umslaginu). Ég hef tekið þátt í þessu happadrætti í þrjú ár og aldrei unnið neitt. Oh hvað ég var ánægð, loksins var hann kominn vinningurinn, og svo hár að þau sendu mér handskrifað bréf! Við opnun bréfsins kom þó í ljós að þetta var tilkynning um nýja og bætta heimasíðu HHÍ.

Hvurslags vúlgar mannvonska er þetta??!

Annars er hún Kamilla mín á landinu akkúrat núna, en þó í einungis sólarhring. Svo liggur leið hennar til New York og þaðan til Texas! En einmitt þar, í Texas, Austin Texas, munum við hittast aftur í mars. Nánar tiltekið á SXSW (south by south west tónlistar hátíðinni). Það þarf ekkert að pína mig í þetta. Ó nei nei.

Svo er ég að fara að byrja í skóla á ný. Skráði mig í eitt fag í HR. -Neysluhegðun og markaðssamskipti-var fyrir valinu. konsjúmerbíheifjör&marketíngkomjúníkeisjón!
Alveg hámóðins og ossalega sesssí! Fínt að halda sér við og læra meira og meira, meira í dag en í gær. Svo finnst mér mjög spennandi að læra á íslensku!

Bestu kveðjur frá skólastelpunni sem er alltaf í wooorldcless.
Þvílíkt toppeintak sem ég nú er...

mánudagur, janúar 07, 2008

With every heartbeat

Gleðilegt ár!
Ég er alltaf að byrja á e-u bloggi en hætti svo við, bæði vegna anna og svo er ég orðin svo feit að puttarnir mínir bera ekki fingrasetningu lengur, ýta á 4 takka í einu. Og það er svo þreytandi að þurfa alltaf að stroka út og byrja uppá nýtt. Hátíðarnar mínar voru fyrst og fremst skemmtilegar og huggulegar... en einkennast líka af óhófi miklu. Borða meira en ella, og svo skipti ég út blóðinu fyrir jólaglögg, rauðvín, kampavín og bjór. Ekki amalegt þar. Enda markviss stúlka með meiru.

Bráðum ætla ég að gera svona topp lista yfir uppáhalds augnablikin mín á árinu 2007. Nóg af góðum mómentum að taka, enda var þetta bara alveg frábært ár! Ég held að 2008 eigi ekki eftir að gefa neitt eftir. Hvorki meira né minna fjórar utanlandsferðir bókaðar í febrúar og mars. Og svona 36 ferðir bókaðar í woooorldclass á næstu 36 dögum. Ok? Ég skal, get og vil.

Hérna er ein mynd af Kamillu, Rósu Maríu og mér á nýárskvöld. Við elduðum hvítlaukshumar, drukkum risa kampavín og vorum í áramótakokteilkjólum - og fórum á nýársfagnaði miðbæjarins.