miðvikudagur, janúar 31, 2007

mitt ástkæra ylhýra

Ég er ekki íþróttar áhugamanneskja. Langt því frá! Ekkert pólítísk heldur ef útí það er farið. Enda er ekki mikið sem skilur þetta að, svona þegar maður lítur á félags- og flokksskiptingu. En spennufíkill og félagsvera er ég! Og lét því ekki handboltaleik Íslands og Danmerkur fram hjá mér fara í gærkvöldi. Aldrei hef ég séð (reyndar ekki séð þá marga) svona spennandi leik! Og ég á seint eftir að getað skilgreint hljóðin sem komu uppúr okkur Ástríði á síðustu mínutunum. Hugsið um kindajarm og barnsgrátur, þá eruð þið nálægt þessu.
Það er líka fyndið að vera í mótherjalandinu að horfa. Þegar þulirnir hérna segja: "Typiskt Sigfus, typiskt Sigfus...", segja þulirnir heima: "Oh hann lét sig detta, hann lét sig detta!"

Í dag er skírari skipting á þessum tveim löndum. Dönsku börnin í bekknum mínum "híja á mig" og fagna sigrinum, beint framan í mitt snoppufríða andlit. Frá Íslendingum heyrist: "ég ætla ekki að tala við Dani í dag","ég ætla ekki að kaupa danskar vörur í dag,"sparkið í Dani sem á ykkar vegi verða"
Vá hvað við erum svekkt! Svo svekkt að við missum allan þroska og skyn fyrir raunveruleika. Fólk leyfir sér að segja svona lagað. Greinilega "leyfð" viðbrögð við tapi í íþróttum.
Jú, því eins og ég segi, er þetta mjög sérstakt samfélag, svona flokks og félagsskipting á milli hópa með "kenndir"....félagskenndir. "Höldum með"-kenndir.

Gaman að þessu!

fimmtudagur, janúar 25, 2007

Fyrir Tíðar Spenna

Núna er ég spennt fyrir komandi tíð. Jú í þeim skilningi að ég er dama og einu sinni í mánuði verð ég svona spennt. Fyrir tíðunum greinilega. Ekki alveg sammála. En jú í ákveðið uppnám fer ég og hugarfar mitt breytist...sem breytir þá minni mannlegu hegðun. Tárvot hafa augun mín verið sl sólarhringinn. Og hefur ýmislegt sett tárin af stað. Svo langar mig líka stanslaust í frostpinna með miklu ávaxtabragði, jú eða bara íslkalda (helst smá frostbitna) ávexti.
Alveg magnað að vera svona. Já bara svona mannlegur er það ekki?

Svo er ég líka spennt fyrir nýrri tíð í mínu lífi. Flytja heim á Njálsgötuna, í íbúðina mína. Rútínuna. Verkefnavinnuna. Edrúmennskuna. Heilsuræktina. Já tímamót verða þetta svo sannarlega.

Þegar ég opnaði þennan blogger glugga ætlaði ég að skrifa um e-ð allt allt annað. Sem ég man ekkert hvað er núna. Eitt sem mig langar hins vegar til að bæta við færsluna er að ég hef horft mikið á þættina Heroes sl daga. Og ég get svarið það að þeir eru byrjaðir að fokka smá í hausnum á mér. Er e-r að upplifa svipað? Eða er ég bara svona grunn...

Bæjó þið þarna úti sem gerið ekkert annað en að kommenta hérna... Vei. Punktur.

miðvikudagur, janúar 24, 2007

Ég vil hvetja alla til að....

...skrá sig á stuðningsmannalistann hjá Höllu Gunnarsdóttur stórvinkonu minnar! Ástæðurnar fyrir því þarf ég vart útlista hér. Þær eru ótal margar og allar jafn góðar.
Þessi kraftmikla unga kona framkvæmir í stað þess að tala/hugsa um það sem betur þarf að fara. Hennar hugarfar er svo mikilvægt á tímum sem hlutirnir breytast hratt og geta breyst hratt. Leyfum þeim að breytast til þess betra, sýnum þessu frábæra framtaki og framboði athygli! Let´s change the fucking game!

Allir saman nú:
"Halla í formanninn na na na nahh!"

mánudagur, janúar 22, 2007

mmmmm

Í morgun átti ég tvöfallt velíðunarfryggðaraugnablik. Nei þetta var ekki afleiðing sexy time með e-um skandinavískum ljósvíking. Heldur vaknaði ég og var viss um að ég hafi sofið yfir mig, leit á klukkuna og sá að hún var rétt að slá sex. Svo ég gat lokað augunum aftur og sofnað aftur. Að sofna aftur er alsæla.
Svo hringdi klukkan kl. 7.30 og ég hófst handa við að snúza eins og afreksmaður. Þegar klukkan var orðin rúmlega átta mundi ég að fyrirlesturinn ætti ekki að hefjast fyrr en klukkan 10 (í stað 9 eins og oftast)....og til að toppa allt; bara fyrir þá sem hafa áhuga á að starfa sem verkefnisstjórar hjá Statoil, sem er norkst olíu fyrirtæki. Svo ég gat lokað augunum enn aftur og sofnað á ný. Rapture it is. ó já ó já...

Helgin var frábær. Ég var félagslynd að vanda. Skemmtilegast þótti mér þó hlátursköst okkar Kamillu. Myndir koma síðar. Fórum nokkur í Sannleikann og Kontor, með áherslu á Kontor. Já maður vex víst aldrei uppúr því að leika sér aðeins með skólasystkynumm sínum. ó nei...

miðvikudagur, janúar 17, 2007

To all of you....

Þetta blogg er tileinkað öllum þeim bloggurum sem eru alltaf að blogga um svona þjóðmál og dægurmál. Öllum þeim sem hafa svona skooooðanir á hlutunum, og hugsa með gagnrýnni hugsun. -Já svona gáfuðu fólki, því eins og við vitum öll er heimskt að vera sáttur og sammála! Öllum þessum frægu sem blogga, því frægt fólk er einfaldlega betra. Öllum þessum reiðu bloggurum, sem þola ekki neitt og finnst allt alveg óskaplega hallærislegt. Öllum þeim sem hafa gerst svo merkilegir að búa til nýja íslensku og segja "hellað" og "pípólið". Og öllum feitubollunum sem hafa fundið hinn eina sanna vilja til að vigta sig og matinn og segja frá því í netheimum. Ó já Ó já!

Þetta var fyrir ykkur elskurnar mínar!

Ég held svo bara áfram að gera mitt.
Langar að benda ykkur á hana Esther bekkjarsystir mína.
Ótrúlega sérstaka rödd og falleg lög. I like (er ég ekki örugglega sú eina með þennan djók á heilanum?)
Svo langar mig að benda á Hlédísi í Indlandi og Sigrúnu Ósk vinkonu hennar. Svona ef ykkur langar til að hlægja þeas!

Hér er ég um mig frá mér til mín -og mitt líf

Skólavikan byrjar vel þessa vikuna.
Í gær var haldin gospel workshop í skólanum. Þetta var gert til að hrissta alla bekkina saman svona í upphafi árs og bara til að gera janúarmánudag ógleymanlegan. Sungum söngva um dýrð Drottins allan hans mátt. Haleljúja!
Frábær dagur!

í dag vorum við í maraþon undirbúningi og kynningu fyrir lokaverkefnið okkar. Margar góðar hugmyndir komu fram í dagsljósið og fengu þær svo feedback frá Uffe fráfarandi skólastjóra KaosPilot skólans. En hann sagði okkur einmitt söguna af því þegar hann gekk í svefni á Hiltonhótelinu í Berlín rétt fyrir áramót. Allsber. Í gegnum morgunverðarsalinn. Ó svo gott að hlægja að vandræðilegum augnablikum...annara.

Hér erum við bekkurinn í dag. Einbeitt að vanda.

Næstu dagar eru þéttskipaðir af dagskrá sem lofar góðu. Á morgun er það sund og spa eftir skóla með bekkjarsystrum mínum og dinner hjá RolfArne. Meðlimir Royalklúbbsins ætla svo að njóta nærveru hvors annars á fimmtudagskvöldið. Á föstudaginn er ekta KaosPilot partý. Þemað er Ævintýri og ætlum við Ragnar (sem kemur frá Kolding) að fara sem Hans&Gréta. Megum ekki gleyma brauðmolunum, á maður ekki að dreifa þeim?

Annars er ég með e-a bloggstíflu. Ætlaði að vera búinn að birta lista yfir hápunkta 2006, lista yfir svefnstaði 2006 (mjög áríðandi) og lista yfir markmið, nýársheit og áskoranir fyrir 2007 (en það er orðinn ansi þokkafullur listi).

miðvikudagur, janúar 10, 2007

Fer í taugarnar á mér

-að snyrtitaskan mín (inniheldur allt) hvarf á föstudaginn. Ég ætla ekki að gera sjálfri mér það að reikna saman kostnað missisisisnns.
-að mér sló niður og er aftur/ennþá veik. Ég kenni flugvélalofti um. Og kannski sjálfri mér fyrir að vera illa klædd á galeiðunni.
-að plebbaleg fréttastofa á TV2 í Danmörku noti Hoppipolla lag Sigurrós í nýársauglýsingunni sinni.
-að enginn leggur inn komment á þetta blogg, né myspace síðu minni.
-að ég keypti flugmiða hjá Iceland Express í hádeginu í gær. Um kvöldmatarleitið fékk ég póst um að nú væri afmælistilboð, sem hefði getað sparað mér uþb 6000 kr.
-að allir séu að skipta yfir á blog.is, pottþétt í von um frægð og frama í bloggheimum.
-að skatturinn hafi étið alla pjéningana mína. Og ég sé að leita að vinnu, já hint hint.
-þegar fólk elur á samviskubiti. Hverjum finnst það góð stjórnunaraðferð? Ekki mér.

Ég er farin að fá mér frostna ávexti og pipar brjóstsykur. Besta sem ég veit.

þriðjudagur, janúar 09, 2007

Team 11

Jæja þá verum við komin saman aftur. Team 11 eða tím eleven. Svo óskaplega notalegt. Skólinn byrjaður aftur í síðasta sinn, 4 vikur framundan. Þetta verður góður mánuður. Strax í kvöld byrjaði skemmtunin. Nei eða reyndar kl.9 í morgun, þá var dansað sungið, kysst, faðmað og daðrað. Allt á einum klukkutíma. Heil önn pökkuð inní einn klukkutíma. Gerist ekki betra. Svo í kvöld var farið á Pub´en og spilað teningaspil og drukkið bjór og fisherman á 25kr danskar.
Get ekki hætt að dásama þetta fólk. Skil ekki alveg hvernig ég mun fara að án þeirra. Þvílík mannvonska að gera okkur svona háð hvor öðru og svo bara búið. Bless.
Ég endaði síðan kvöldið á rómantízku hamborgaraáti með Måns mínum. Í verstu birtu sem ég hef séð og upplifað. Hann náði uppúr mér öllu klabbinu, öllu bullinu og slúðrinu. Svona á milli þess sem ég tók tvöfalda dömubita af borgaranum. Gera aðrir betur!

Annars segi ég bara, gleðilegt ár (eða var ég búin að því?) og verði þinn máttur og vilji. Já að eilífu. Amen. Menn. Hérna að neðan eru linkar hjá mjög huggulegum skandinövum sem heimsóttu ísland um daginn
athugið hérna og hérna.

Sjálf er ég bara nokkuð hress. Áramótin voru æði, og helgin þar á undan og helgin þar á eftir.
Held að ég hafi verið ótrúlega kynþokkafull þegar ég slefaði í peysuna hans Ragnar um borð í Icelandair, hAfdís fokker 711 á sunnudagsmorgunn sl. Ikke sant? Svo gott að kúra sér í koti hálsa.

Bið ykkur öll um að vel að lifa. Verið þæg, verið góð.

Diljá

miðvikudagur, janúar 03, 2007

Stjörnuspeki

...finnst mér svolítið skemmtilegt áhugamál. Ég les mína alltaf daglega, og það á nokkrum miðlum. Svo hef ég lesið mér heilmikið um stjörnumerkin sjálf. Sum meira en önnur.
Þetta er stjörnuspá Hrútsins dagsins í dag og hef ég lúmskt gaman af henni:
HrúturHrútur: Það sem maður laðast að og það sem er manni gott er ekki endilega alltaf það sama. En það finnst jafnvægi þarna á milli. Hvatvísin gerir lífið enn meira heillandi en endranær í kvöld.
Suma daga er stjörnuspáin beittari en aðra daga. Mín stjörnuspá fyrir árið 2007 má svo sannarlega rætast.

Já og gleðilegt ár kæru lesendur. Ég er að hugsa um að gera árslistauppgjör fyrir nýliðið ár. 2006 var eftirminnilegt ár. Ég get skipt því niður í nokkra og mjög ólíka kafla. Ársuppgjörið er í mótun, ef ég verð andvaka í nótt (vegna öfugsnúins sólarhrings eftir síðustu helgi ársins) skelli ég inn einni slíkri færslu.
Ef ekki; vil ég nota þennan miðil til að hvetja alla til að skella sér á nýopnaðan stað á Laugaveginum (fyrir ofan Spúútnikk). Hann heitir Boston og er einn fallegasti staður sem ég hef séð. Þvílíkur stíll og þvílík stemmning. Þarna munu öllum sem fallegt umhverfi kunna vel að meta, líða vel og fíla sig. Gó gó gó...