þriðjudagur, júní 29, 2004

Guð minn góður það hefði verðið skemmtilegt ef hann BOB SAGET, hinn óendanlegi fyndi stjórnandi AMERICA´S FUNNIEST HOME VIDEÓS hefði verið með myndavélina á mér og mínum vinum um helgina. Við hefðum pottþétt fengið 10.000$ verðlaunin...og kannski bara hin 2 líka!

Við hefðum sent inn atriðið:
...þar sem við harpa ákváðum að hressa uppá eldhúspartý í innflutningsteiti þar sem við vorum staddar. Eftir að hafa staðið þar í mínutu eða svo kemur maður hlaupandi og gubbar rauðri bollu yfir allt. Jess þetta er orðið EKTA PARTÝ!!!
...þar sem konan í pinnahælunum sem voru hannaðir til að drepa steig ofan á Hörpu og fótbraut hana. Og þegar ég kom til að bjarga henni, steig hún á mig líka.
...þegar herramaður bjó um fótinn á Hörpu úr Reykjavík Grapevine pappírsslaufum.
...þegar ég lenti á séns á 22 útaf því að DJ-inn var svo leiðinlegur
...þegar stúlka sem ég þekki sem virðulega eiginkonu, breyttist í lespíu og swinger og nánast strippara á dansgólfinu á 22
...þegar mér og mínu fólki var ekki helypt inn í morgunmat á Hótel Sögu
...þegar ég lá á miðjunni á STÆRSTA HRINGTORGI ÍSLANDS og lenti á séns með strák sem ég var bálskotin í fyrir.....halló!!! 11 ÁRUM!!!!!!! sjitt hvað það er týpskst.

Já helgin var hressandi. Næsta helgi verður það Ísland mitt farsæla Frón þema! Þá er hún Janniz mín mætt og ég ætla að þykjast vera voða klár og sýna henni landið...og landann!

miðvikudagur, júní 23, 2004

Núna er ég búin að vera dökkhærð í bráðum og næstum því 2 ár, byrjaði ljósbrún og núna er það svar-brún-rauð-fjólublátt. Og þannig er það búið að vera í rúmt ár. Þetta er litur númer 4.5 frá Lorial, askapleeaah góður, haaah!
Á sínum tíma var þetta mikil breyting, fyrir sjálfa mig (aðallega) og líka fólk í kringum mig. Því ég hafði jú alltaf, sko aaahalltaf, verið eins; ljóshærð með sítt hár.

Þó tæp 2 ár séu nú liðin frá þessum viðburði "Diljá goes brown" þá er eins og ég sé endalaust ljóshærð í hugum marga. Ekki svo að skilja að fólki finnist brúna ljótt, einmitt ekki, þetta fer mér betur. En enn í dag er fólk sem hefur séð mig ma-harg oft (fjölskyldan, vinnufélagar ofl flokkar í umhverfi mínu) svona brúnhærða (4.5 frá Lorial) að taka andköf þegar það sér mig "já þú ert orðin svona rosa dökkhærð" "vá varstu að dekkja meira?" "fer þér rosa vel þessi litur, nýtt?"

Já hvað segið þið annars?
Allir forsetaframbjóðendur bara með úklendskar thjjéelllingar, hah!!!

mánudagur, júní 21, 2004

Sól í borginni...

í dag sat ég á austurvelli frá 13-18 og núna er ég brunnin og komin með nokkrar freknur í safnið. Mér finnst freknur æðislegar. Já þetta var rosalegt veður. Svo hitti ég 5 krakka sem eru í KaosPilot skólanum mínum í Aarhus. Eitt er alveg einkennandi fyrir skólafélaga mína, kvenmenn sem karlmenn. Það eru allir svo sætir, og svona flottar týpur. Ætli sé valið inn eftir því eitthvað?...... ok þá vitum við það;) eeehummm

En núna eru allir vinir mínir á kaffihúsi að sleikja síðustu geislana yfir einum köldum. En ég er að passa. Bíddu á hverju var ég þegar ég samþykkti það? Mér leiðist, það er bara fótbolti og garðyrkjuprógram í sjónvarpinu. hmmm
En þann 1.júlí kemur Janneke vinkona mín í heimsókn frá Hollandi. Ekki slæmt! Ætli ég fari loksins hringinn??? Allavega ætla ég að sjá landið mitt ísland.

Dúkkulísa mælir með:

-kílómarkaði Spúútnikk í Kolaportinu. Það virðist bara aldrei vera komið uppí kíló.
-að vera veislustjóri í skemmtilegustu veislu ársins....."að takist eins og stefnt var að."
-að djamma með vinkonu sinni sem maður hefur ekki djammað með síðan 2000
-sumrinu 2004, sérstaklega þegar maður er bara í fríi
-eggjabrauði með sírópi. Hljómar ekki vel, smakkast eins og himnaríki
-10 seríu Friends
-dönsku. maður er bara nokkuð góður, þetta er allt að koma!

Dúkkulísa mælir ekki með:

-að vera veikur
-að djamma með fyrrv. ástmönnum sínum til kl.8 á morgnana
-sól þegar maður er með hausverk
-5 ára barni í frekjukasti
-að tíminn líður svona hratt
-að djamma í nýjum skóm, né opnum skóm
-að djamma á opnum skóm á 22

fimmtudagur, júní 17, 2004

HÆ HÓ JIBBÍ JEI OG JIBBÍ Í JEIH! ÞAÐ ER KOMIN 17.JÚNÍ

laugardagur, júní 12, 2004

Ég veit ekkert sætara en að fylgjast með börnum leika sér og sérstaklega þegar þau eru búin að gleyma stað og stund. Hún Oddlaug vinkona mín er einmitt hérna fyrir framan mig í svona trans. Talar við sjálfa sig og talar fyrir dúkkurnar sínar. Voða kurteis og háfleyg. Mikið að gera hjá henni. Við og við speglar hún sig líka. Setur upp svipi og jafnvel dansar smá ef það er skemmtilegt lag sem ómar hérna hjá okkur. Vildi að þið sæuð það sem ég sé núna.

Hún Oddlaug er einmitt að verða 5 ára eftir 3 daga. Ég trúi því varla. Mér finnst svo stutt síðan ég fékk smsið um að móðir hennar væri búin að missa vatnið. Svo stutt síðan hún var splunkuný í fanginu mínu. Alveg eins og geimvera.
En já svona er ísland í dag.

ps. ég bætti við tenglum í gær

pps. ég er að halda partý í kvöld ásamt þokkagyðjunni Maríu á Aragötu. Vona að þetta verði GOTT djamm, damn gott djamm!

föstudagur, júní 11, 2004

Mikið er sólin skemmtilegur leikfélagi! Síðastliðnir tveir dagar eru búnir að vera meira en skemmtilegir, sérstaklega sá fyrri. En þá vöknuðum við Aragötugyðjur á hádegi og thrykktum í einn eða fimm kokteila.Auðvtiað! (við erum posh og í fríi) Fórum svo í pæjuleg sumarföt og fengum okkur Heineken á Austurvelli og hóuðum í grillveislu. Auðvitað!(við erum íslendingar í sumarfíling) Eftir það stauluðust gyðjurnar með 3m langa spýtu um neðri helming miðbæjarins. Auðvitað! (við erum á fylleríi, alltaf gaman að "flippa" smá, vera smá prakkari) Meiri dítels fáið þið kæru lesendur ei, ég bara hef það ekki í mér.... En eitt skal ég segja ykkur; Ég hef sjaldan verið jafn OFT nærri því að pissa í bussurnar af hlátri á einum degi. (já smá spes þessi setning hehehhe)

Jæja núna er komin föstudagur, eða flöskudagur eins og flippaða fólkið segir. Í kvöld ætla ég að leggjast í að byrja á 10.seríu Friendsþáttana (veit ekki hvort þið þekkið þá) en þetta eru ótrúlega hressandi þættir um 6 vini sem búa á Manhattan. Vel á minnst; Manhattan. Ég er ekki frá því að ég sé bara að skella mér til borg stóra eplisins í sumar. Meira seinna.

Að gefnu tilefni vil ég líka óska henni Svanhvíti vinkonu minni til hamingju með að hafa loks sigrað bóklega prófið í akstri.

Já svo gleymdi ég að auglýsa eftir djammi annað kvöld. Ok!! Hver bíður betur???

þriðjudagur, júní 08, 2004

Datt inní eitthver blogg hjá krökkum sem búa í Danmörkinni. Ég er svo spennt. Mig langar helst að flytja núna, í dag!
Ég held að næstu 3 ár verði meirháttar:)

En fyrst ætla ég að ganga Esjuna mína ó svo kæru....

mánudagur, júní 07, 2004

Ég ákvað vegna nokkura ástæðna að flytja heim til fjölskyldunnar minnar í nokkra daga. Ætlaði að vísu að gera það fyrir helgi en þar sem það var svo gaman hjá mér um helgina þá ákvað ég bara að koma í dag. Verandi hálfslöpp og smá lítil í mér sá ég fyrir mér eðalkvöld með fjölskyldunni. Borða hollan og góðan mat a la Þóra, taka trúnó með Pabba og leysa gátuna um lífið, hlusta á bræður mína segja fyndnar sögur og liggja dottandi í makindum uppí sófa yfir sjónvarpinu.

Já Nei, hér er ég. Foreldrarnir fóru á Stokkseyri, einn bróðir í Króatíu, einn í bíó og sá yngsti fékk að halda náttfatapartý út í garði í nýja tjaldinu sem ég gaf honum í afmælisgjöf! Þannig að hér er ég, ein södd eftir Dominos pizzur, búin að borða 8 chokótoff, það er fótbolti í sjónvarpinu og 5 stykki 10 ára strákar með festival út í garði og hlaupa inn og út á 3 mín fresti.

Er eitthver lykt af biturleika? Mega 5 stk. 10 ára drengir vera einir heima? Mig langar í kærasta btw.

Ok ble

sunnudagur, júní 06, 2004

mmmmmmmMóment....

mér líður svo vel í augnablikinu.
Ég sit heima hjá vinum mínum,
nýbúin að borða góðan mat,
það er flott músikk í gangi
Svanhvít sefur hérna mér við hlið
5 ára puttar hennar Oddlaugar leika við hár mitt, eru að gera það "gullfallegt" eins og hún segir sjálf
Ragnar er að vafra í tölvunni sinni
og André er að lesa DaVinci lykilinn
helgin er búin að vera svo skemmtileg
í dag gerði ég soldið sem ég hef ekki gert lengi
í gær hló ég svo mikið að ég fékk magakrampa
í gær fékk eg inngöngu í ferðafélagið Patrek

"bababbarææí"

föstudagur, júní 04, 2004

Kastljósið í kvöld.....

....jæja núna eru mennirnir í hvítu sloppunum á leiðinni Dabbi minn!

fimmtudagur, júní 03, 2004

í dag var í 8 klukkutíma á Kaffibrennslunni og í dag var ég 8 klukkutíma (samtals) á vegamótum, nei bíddu þeir voru bara 6 klukkutímarnir víst....
Vá hvað það er brjálað að gera hjá mér maður!

"hey Ragnar eigum við að fara á nýju sýninguna í Gallerý 101 á morgun?"
"bíddu ég ætla að gá hvort ég komist í öllu þessu brjálæði að gera ekki neitt!"

hvaða kaffihús ættum við að taka fyrir á morgun??

ég er að tala um að það er eitt stykki vinahópur (minn vinahópur) sem er alltaf í fríi á daginn, hangandi. bíddu er þetta ekki það sem maður dreymir um þegar það er leiðinlegt í vinnunni? já mér er spurn

en núna er ég að fara út á leigu með hommanum, fyrst ætum við að horfa á tvíhöfða á Poopteevee...

ps. getur e-r selt mér bíldruslu á 15.000 kall?

miðvikudagur, júní 02, 2004

..... er ég eitthvað geðveik, eða er eðlilegt að fríka út af forvitni þegar eitthver sendir manni mail og segir :" ég vil hitta þig á msn því það er svolítið sem mér finnst ég þurfa að segja þér"

halló þetta er að eyðileggja fyrir mér daginn hahahahahah

taktu þetta til þín þú þarna úti..... hah! ;)
ótrúlegt hvað eitt bros getur látið manni líða vel
ég var að ganga með fram tjörninni í gær og mætti lítilli stelpu sem brosti svo fallega til mín að ég fékk alveg vellíðunarsprautu
...og auðvitað brosti ég á móti, sko alveg skælbrosti!

ps. annars var ég að fá bréf um að ég megi ekki gefa blóð þar sem að ég er ekki með nóg af járni í blóði mínu.
ok, best að kippa því í liðinn.
....mæjónesan orðin gul

Afhverju eiga karlmenn það til að vilja vera hálfnaktir þegar þeir hlusta á þungarokk á tónleikum í kremju með öðrum sveittum einstaklingum? Hvað er það við þessa tónlist sem lætur þá huxa: "hey núna ætla ég að klæða mig úr bolnum og setja aðra hendi upp í loft og hafa vísifingur og litla fingur upp, hina klemmda niður. Svo ætla ég að kinka kollinum upp og niður í takt við tónlistina svona þangað til ég missi andann hérna í troðinginum!"

Sá svona 1000 svona týpur um helgina, en þeir komu að hlíða á músikk KORN. KORN sem eru mestu prímadonnur sem ég hef hitt. Kanar í hæsta gæðaflokki!

Annars langar mig að deila því með ykkur að ég er að skrifa þessar línur úr tölvunni minni, sem er nýkomin úr lagningu og er nú búin airportkorti. Ég hef ekki farið á netið í þessu skjannahvíta djásni mínu í einhverja mánuði. Skemmtilegt reunion.

Já já, best að láta það ekki vera meira hérna á blogspot í bili. Ykkur langar ekki að vita allan sannleikann....