þriðjudagur, desember 25, 2007

Have your self a merry little christmas...

Gleðileg jól!

Það er greinilegt að óskirnar rætast. Ég get ímyndað mér að margir hafa óskað sér hvítra jóla, þá sérstaklega með hægum fallegum snjókornum falla til jarðar á jólanótt. Og akkúrat núna ligg ég uppí rúmi á jóladagsmorgun, í nýjum náttbuxum, hreinum rúmfötum og fylgist með krökkum búa til snjókarl hérna fyrir utan. Ég er búin að dreyma um þetta öll jól sl. 4 árin. Vera heima hjá mér um jólin. Ójá ó já ó þvílík fullkomnun sem þetta augnablik nú er.

Var að horfa á Miracle on 34th street og trúi svo sannarlega á jólasveininn núna. Ég fékk allavega óskajólagjöfina mína í ár. Og það með þvílíkum fagnaðarlátum!
Gærkvöldið var vel heppnað í alla staði; ljúffengur matur, gleðileg fjölskylda, huggulegar gjafir og fyrrnefndur jólasnjór.

Já ég ætla að halda áfram að halda gleðileg lítil jól. Óska ykkur alls hins besta næstu daga.
Sjáumst svo feit og pattaraleg á milli jóla og nýárs!

þriðjudagur, desember 18, 2007

Ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að blogga um þessa dagana. Ég og Kamilla tölum reyndar alveg oft um það hvað lífið er gott og hvað okkur finnst gaman að vera til. Við erum á þessu "góða tímabili" sem maður lítur oft til baka á með bros á vör. Þekkið þið það ekki?
Kamilla segir skemmtilega hluti á sínu bloggi.
Hún kallar okkur síamstvíbura, og ég held að það sé réttnefni á okkur tvær. Síamsbaunir.

En ég veit ekki hvað ég get sagt ykkur. Ég hef verið að reyna að setja fleiri linka hérna á hliðarlínuna. En það virkar ekki. Fullt af bloggum sem ég kíki reglulega á.

Svo get ég sagt ykkur það að íbúðin mín heitir núna jólaland. Það eru komin upp jólatré, tvennskonar. Annað er ekta normannsþinur, hitt artifísialt keramík. Ég var svo heppin að ljótasta jólaskrautið hjá Kollu og fjölsk var það fallegasta jólaskraut sem ég hef séð, svo ég fékk það með mér heim:) Ja, ekki allir með sama smekk!


Já þetta var nú skemmtileg bloggfærsla.

þriðjudagur, desember 11, 2007

Myndir myndir myndir






...segja meira en 3000 orð. Svo ég held áfram að pósta myndum.
Hérna er skemmtilegt party sett!

Annars er ekki við öðru að búast en að vera í jólaskapi , þó úti séu snjór og krap-og mikið partý stand (eða meira stormur og rigning). Ekki gleyma því að ég bý í 99 ára gömlu húsi.
Fór á jólatónleika Bó á lau, gæsahúðin spratt reglulega upp. Í gær var það svo litlu jól HÁS saumaklúbbsins, Maj-Britt Borgarnesfrú bauð heim. Ekkert smá notalegt það, graflax, hangikjöt, hátíðarsíld og konfekt. Mmmm...
Jólaglögg Exton í kvöld, Jólaglögg Hr.Örlygs í næstu viku. Farfuglabróðir minn er á leiðinni heim í frí, ásamt öðrum fuglum. Jólahlaðborð á Sigga Hall í næstu viku líka.

Jóla hvað?

miðvikudagur, desember 05, 2007

Góðir tímar







Fleiri myndir hérna

Jólin á Njálsgötu


Í fjögur ár hef ég saknað þess að halda jólin heima hjá mér, á Njálsgötunni. Öll þau jól sem ég bjó erlendis dreymdi mig um að vera með jólalegheit heima. Kaupa tré og hafa nóg af seríum, stinga negul í mandarínur, gera aðventukrans og spila jólalögin 24-7.
Þessi söknuður hefur orðið þess valdandi að ég er nú með gífurlegar kröfur á þessa blessuðu aðventu. Nú vil ég ekkert nema perfeksjón og sú stund sem ég skreyti þarf að vera heilög.
Ekkert smá mikið vesen!

Til dæmis í gær þá ætlaði ég að hengja upp e-ð svona jólaljósaseríustjörnunet í einn stofugluggann. Fyrst setti ég í vél (fannst það e-ð svona heimilislegt) setti svo jólalag á, og svo upp á stól, hengja, krækja á nagla. Stökk svo niður til að sjá, og þá var þetta allt skakkt og kramið, né þakkti allan gluggann.
Fór þá bara í fýlu.

Hér með er ákveðið jólalegt kvöld hjá Dill og Mill á fimmtudagkvöldið. Upp með skreytingar, saman með kransinn, og kannski bara skella sér á jólatréið?
Fyrir þá sem ekki vita er Kamilla ekki í saumaklúbb, svo þetta verður hennar saumaklúbbskvöld. Saumaklúbburinn Dill og Mill, á sér líka drykkinn Dill og Mill (mildur morgunsafi EÐA suðrænn safi í gulan Egils kristal, subway klakar og rör)