miðvikudagur, júní 22, 2005

Gef oss i dag vor Antony and the Johnsons

því það er ó svo falleg tónlist sem þetta fólk býr til. Nú er ég tilbúin til að frelsast. Gefa mig alla. Almáttugur ég flýt, ég svíf. Ég er svo væmin og er svo hátt uppi. Annað eins hefur sjaldan siglt inní eyrun mín, niður í hjarta og svo allan líkama!
Svona gerist ekki oft. Gerðist síðast þegar ég var í Háskólabíó þegar SigurRós spilaði sína tónlist...

Þar hafið þið það. Ég verð þessi sem tekst á loft á NASA 11.júlí nk.


Þetta er Diljá Ámundadóttir sem ritar þessi orð, miðvikudaginn 22.júní.
Daginn sem hún púðraði á sér ökklana til þess að þeir myndu sýnast smá brúnir í kvöldsólinni.

mánudagur, júní 20, 2005

ísland smisland

Tíminn líður hratt á íslandi, alltaf nóg í boði og mikið að skemmtilegu fólki! Fyrstu dagar mínir hérna hafa mest megnis farið í fjölskyldupartý og svo hafa læðst "nokkur" djömm þarna inná milli. Ég hef ekki enn hitt alla, ég hlakka mikið til að hitta 2 splunkunýja gutta og kjassa þá aðeins. En ég er ekki ennþá búin að fara í sund.
Svo er maður að fara að grúppíast aðeins og því fylgja nú ákaflega smart fundir og plöggerí;) Annars er nú Ísland alltaf samt við sig. Fallegar sumarnætur og góð sumarlykt eru að skora stig hjá yours truly.

Bæjó

miðvikudagur, júní 08, 2005

eg hef her med lokid minu fyrsta ari i kaospilot skolanum
stolt kynnti eg og vardi verkefnid mitt i morgun. og thad eftir 1,5 tima svefn! utkoman var 8 og mjog gott feedback fra domurunum. enda er feedback minn skali a thad sem eg læri...ekki einkunn
nuna er thessu akvedna verkefni lokid her, en vid skulum sja hvort island fai kannski ad njota afrakstursins i sumar.
ja kemur i ljos

nuna:
batur til koben, miss kamilla, sol, solgleraugu og bjor i koben, svo....island:) elsku islandid mitt.

sunnudagur, júní 05, 2005

Sunday Bloody Sunday

Helgin ad verda buin eftir nokkrar klukkustundir. Get ekki sagt annad en ad thetta hafi verid hin finasta helgi bara.
Eldhusparty herna hja mer a fostudagskvoldid. Flugeldar a midnætti og dansad uppa stolum.God tonlist spilud ur 3 mismunandi bleikum iPodum og truno i hverju horni. Multifunctionalt eldhus. Sukkuladiverksmidjan er eins og skolaball KaosPilota allar helgar og var festad thar eftir eldhusid, festad eins og ad jordin væri ad farast daginn eftir.

En hun forst ekki sem betur fer. En ef hun hefdi verid hausinn a mer,hefdi hun hinsvegar daid i gær. Sem betur fer er eg umvafin bornum Guds, sem elda egg og bacon handa islenskum thunnildum og syna theim kinverskar biomyndir og thyda thær jafnodum i thokkabot.

Ja og svo get eg sagt ykkur thad ad eg er gift kona. Hann heitir Henrik og er sænskt kyntroll. Vid giftum okkur a fimmtudaginn en sambud okkar hofst lika thann daginn. Vid eigum i afskaplega væmnu og fallegu hjonabandi. Segjum "honey Im Home!" og hitum te fyrir hvort annad og setjum extra mikid lavender hunang..."lots of honey for you honey". Svo er madurinn minn svo duglegur ad thrifa og thvo lika. Æ eg gæti bara ekki verid hamingjusamari.

Vid ætlum samt ad vera i opnu sambandi i sumar.

...sjaumst eftir nokkra daga min kæra islenska thjod:)

fimmtudagur, júní 02, 2005

Gamansemi gudanna...

...vedurGudinn yfir Årosum nadi heldur betur ad gabba okkur sl vikur. Vid herna nidri trudum thvi ad sumarid væri komid og allir brosandi og pirandi augun i solinni, med bondafar solarmeginn og flagnad nef. Kannski nokkrar freknur.
En nuna.... Hann rignir og hann er svo grar. Svo er einfaldlega bara kalt. Ledurstigvel komin i stadin fyrir flippflapps og sid kapa i stadinn fyrir gallajakkann. Ef eg væri timavillt tha myndi eg segja ad her væri haust.

En eg er ekki timavillt. Eg er manneskja sem sligast afram a sidustu bensin dropunum ad klara fyrsta ars lokaverkefnid sitt. Thann 8 juni er 1.ari minu i KaosPilot skolanum formlega lokid. Mjog blandadar tilfinningar gagnvart thvi.
Fegin, meyr og lika sma hraedd.

Svo datt tolvan min i fyrradag og meiddi sig alveg oskaplega mikid. Nuna er hun bara i coma greyid og verdur i coma thangad til Eplafolkid a Islandi getur kannski gefid henni lifnadarpillu. Mjog dyr lifnadarpilla...uff
En af thvi ad væmni greinilega borgar sig ad tha er eg svo lukkuleg ad eiga svo fallegt folk i kringum mig, en adur en eg vissi af stodu mer 3 tolvur til boda til ad nota thangad til eg fer uppeftir. Svogodirvimmig!!

Jæja eg ætla ad fara og borda egg en thar sem eg hef valkvida a hau stigi vardandi litlar akvordunartokur get eg ekki akvedid mig hvernig eg ætla ad matreida eggid og er buin ad fresta thvi i klt nu thegar.

Bæjo