miðvikudagur, apríl 30, 2003

Úff, núna er massasparnaðaráætlun farin í gang. Ég er á hausnum! Svíþjóð setti mig á hausinn...og bara almenn eyðsla síðustu vikur. Fæ u.þ.b 3ungi minna útborgað þessi mánaðarmót en ella...þannig að allt er í klessu. Núna er bara að bjóða sér í mat til fjölskyldunnar, engar kaffihúsaferðir, ekkert djamm, engin föt, ekkert bíó. Ætla bara að vera chillaða Diljá, sem fær lánaðar videospólur hjá bræðrum sínum (þeir eiga litla videoleigu heima) og Kollu, fer á hestbak með Arnhildi og fer í göngutúra sem kosta ekki neitt. Ég ætla að standa við þetta...ætla! Vil frekar eiga einn blankan mánuð og rétta fjármálin við heldur en að vera í rugli í allt sumar. Er það ekki?

En annars...;
líður mér betur en sl. daga. Samt svo skrýtið allt saman. Eiginlega finnst mér stundum bara krúttlegt að vera í "ástarsorg". Þetta er e-ð sem allir ganga í gengum e-n tíma á ævinni. Svo á ég líka æðislega vini og foreldra. Skil stundum ekki afhverju þessi steinn er í maganum. Það er svo margt í lífinu sem er svo gaman.

Nema:... Vott ðe fokk: það er byrjað að snjóa 4 kræíng át lád!!!!! Allavega e-r slydda hérna fyrir utan. Hvað er það???

þriðjudagur, apríl 29, 2003

Ástarsorg....

-augun eru bólgin af grenji, þegar einn skammtur er búin myndast annar og allt fer af stað aftur
-allt...ALLT minnir mann á viðkomandi
-hvernig vita þau öll sem syngja væmnu ástarlögin um "brokenhearts" að manni líður svona? eru fleiri sem skilja?
-lyktar af koddanum bara til að finna lyktina sem fær mann til að grenja meira
-"maður finnur aldrei neinn sem hentar manni svona vel aftur"....nei nei
-vill spóla til baka aftur og aftur á "happymoments"...vera á góða staðnum að eilífu..mmmmm:)
-skil ekki skil ekki skil ekki skil ekki......hvenær skilur maður?
-sveiflur, eina stundina er þetta "písofkeik" takk fyrir, afgreitt mál...aðra: ó mæ gaaaad líf mitt er fokkings búið *grenj*

Er ég í ástarsorg???
nööjjjtzzz!

tæææææææjjjíímmm is on mæææææ sæd....jesss ittt is!!!

....hlakka til þegar þetta er búið;) mmm þá verður gaman

mánudagur, apríl 28, 2003

Hvað er ástasorg??? Langar endilega að heyra hvernig ÞÚ skilgreinir slíkt tímabil.....

laugardagur, apríl 26, 2003

Vá hvað ég gæti faðmað heiminn á svona laugardagsmorgni eins og þessum. Úti er sól og hlýtt (held ég allavega) og ég vaknaði við litlu kettlingana mína, sem eru btw að braggast vel. Ég er svo heppin að það verða eiginlega bara vinir mínir sem ætla að taka þá að sér. Eina sem fer í taugarnar á mér í dag að vinnukallarnir sem eru að rífa niður rúgbrauðsverksmiðjuna hérna á móti,byrjuðu með tröllabor kl. 8 í morgun....Má það spyr ég?? En ég er komin á fætur og ætla að fara í sturtu og svo bara út og vera þar þangað til ég fer að vinna....veit ekkert hvað ég geri samt, hmmmm? En bara e-ð, nenni ekki að hanga úti.

Í gærkvöldi grilluðum við Svansa, Kolla, Oddlaug og Ólavía (þær 2 síðast nefndu eru 4 ára súpergellur) og svo var horft á missiceland.is. Hef ekkert útá hana að setja. Nenni ekki að dæma, nenni að eyða orku í að dæma lengur...

Jæja ég er farinn útí daginn
Ciau bellas

föstudagur, apríl 25, 2003

Var að koma heim frá Maj Britt. Við voum með svona best of laga kvöld. Maj Britt spilaði diskasafnið og ég lá á gólfinu og Helga í sófanum. Mmmmm við vorum í vímu. Kolla getur þú tekið svona kvöld fyrir mig bráðlega?

fimmtudagur, apríl 24, 2003

Fór á kaffihús í gær. Datt í það. Gerði mikið vesen og mig að fífli. Endaði heima útí garði í fallegri vor-morgunn-birtu að hlusta á fuglasöng og fannst ég vera on the top on the world....elskavorið!!! Núna: núna er maginn á hvolfi, hausinn að springa, ég á bömmer og alveg að sofna. Þoli ekki hvað ég vakna alltaf snemma eftir fyllerí....

Ha??

þriðjudagur, apríl 22, 2003


What Flavour Are You? I taste like Peanut Butter.I taste like Peanut Butter.


I am one of the most blendable flavours; I go with sweet, I go with sour, I go with bland, I go with anything. I am practical and good company, but have something of a tendency to hang around when I'm not wanted, unaware that my presence is not welcome. What Flavour Are You?
Ég sá the pianist í gær hún er mjög sláandi og alltaf verð ég jafn reið þegar ég sé myndir eða les e-ð um þessa ógeðis niðurlægingu sem átti sér stað á tímum Hitlers. Það versta við þessa bíóferð var samt það að ég var ekkert í stuði til að vera alvarleg. Við Dóri vorum bara að deyja úr gelgju með fíflalæti og fliss við og við alla myndina. Shit hvað mér fannst ég stundum fyndin...jáhhh maður á sínar rispur sko....;)

Já svo sáum við Boxling for Columbine í síðustu viku, hún er ein að þessum myndum sem er svo skemmtileg og góð að ég vildi óska að ég ætti eftir að sjá hana, æ vitiði?

Svo er það Mexíkanska myndin í kvöld el torro eða e-ð. Hún á víst að vera mjög góð... Svo er það danska dogma myndin á fimmtudaginn. Sara danska segjir að hún sé rosa stykki (enda er hún sjálf þvílíkt stykki, hehhh)

Jáhh alltaf gaman í bíómarathoni...Sérstaklega þegar maður er svona menningalegur, er það ekki svo mikið móðins í dag annars??? Jiii ég bara verð að vera inn, ég bara verð að vera hipp og cool, ég bara verð að vera fine og dandy.....úff úff!

Á íslandi er þannig veður að þegar það kemur sól og logn þá fær maður samviskubit yfir því að vera að hanga inni...að blogga td. En eins og núna er svo margt sem ég þarf að gera hérna inni; taka til, þvo þvott, sækja um námstyrk hjá Búnaðarbankanaum. Úti hef ég ekkert að gera, en samt er ég með manískt samviskubit yfir því að vera ekki úti til að vera úti.Djöhh...
Fer samt út á eftir á að fara á fund um 3....best að labba á hann hvar sem hann er í borginni, hehh! Ok ég er ekki með samviskubit lengur...ég er nefnilega á leiðinni í göngutúr á eftir sko;)

Svo er eitt: ég er búin að sjá það núna formlega og búin að gefast upp samviskusamlega að ég GET EKKI sett á mig brúnkukrem. Eða jú ég get alveg sett það á, en ALLTAF já alltaf eru rákir og klessur í kringum únliðinn (hva...hvernig í andsk. á maður annars að skrifa þetta orð...?) Og það versta er að ég er bara búin að venjast þessu....

sunnudagur, apríl 20, 2003

Jæja ég verð bara að segja að hamingjan mín heldur áfram. Mér líður eins og ég sé á skýi og inní mér er púði sem skýtur gleðitilfinningu á 5 mínutna fresti. Síðustu dagar í lífi mínu hafa verið svo frábærir, eru þeir frábærir af því að mér líður svona vel eða líður mér svona vel af því að allt er svona frábært? Jaah það er spurning...

Allavega; þá er ég núna stödd í faðmi fjölskyldunnar og er búin að vera hér síðan í morgun. Ég á svo frábæra fjölskyldu, ég bara get ekki sagt það nógu oft. Pabbi minn og bræður eru svo ógeðslega fyndnir og svo er svo gott að losa um ólina sem er stundum utan um hjartað mitt við pabba. Hann er svo góður hlustandi og leiðbeinir mér svo vel. Einnig er fólkið mitt með svo góðan tónlistarsmekk, við hlustum mikið á flotta músikk og tökum smá hnykk á stofugólfinu;)

Samt er ég mest í svona sigurrós stemmningu, hún er meira svona fljótandi. Svona eins og ég er núna... Í nótt var ég að keyra uppí Kjós með vini mínum, sigurrós í botni, bara þögn, ekkert tjitt tjatt um ekkert og bara svört nóttin fyrir utan. Þetta er eitt af mínum uppáhalds mómentum sem ég mun geyma og ekki gleyma. Annars eru soldið mikið af slíkum mómentum búin að safnast í uppáhaldssafnið hjá mér sl. dagana. Ég er búin að vera leika leik. Æ ég ætla kannski ekkert að fara útí reglurnar hérna, en þeir skilja þetta sem skilja. Allavega þá gengur mér vel að spila þennan leik núna og ég vona bara að ég tapi ekki leiknum. Þetta er nefnilega svo skemmtulegur leikur. Þannig að: Elsku vinkonur mínar sem lesa þetta; ekki reyna að segja mér að hætta þessum leik, hann gerir hamingjusama á meðan mér vegnar vel og er það ekki málið? Á maður ekki að njóta augnabliksins? Er það ekki það eina sem við höfum?

....Og já ég geri mér fullkmlega grein fyrir dýpt og væmni hér á síðu rokkara með meiru. En þetta er ég NÚNA, þetta er Diljá augnabliksins...hehhh. Auk þess er í tísku að blogga svona...Lesið bara www.kollster.blogspot.com td. Þar er ein af þeim manneskjum sem ég elska mest að gera eins; reyna að útskýra hamingjuna, talar undir rós....Samt erum við pínku hræddar....en það er bara þegar við hugsum um fortíð eða framtíð, er það ekki Kolla?

Jæja, ég ætla að fara þvo á mér súkkulaðihúðaðaputtana.....hmmm Bára? Hver er það? Páskaegg? Já í maga mínum....hvað erum margar hitaeiningar í páskaeggjum?? Fokk itt;)

föstudagur, apríl 18, 2003

Jisssúss hvað það er gaman að vera til, ég er svo hamingjusöm þessa dagana. Fór meira að segja að gráta úr hamingju í gær. Ég Maj-Britt og Helga vorum að bruna á þjóðvegi 1 með Mint car í botni (það er sko eitt af mínum uppáhaldslögum)
...i really don´t think it gets any better than this....og við sungum hástöfum með og mér leið svo vel, hamingjan lak út í tárum (jáhh ég er enn poetic)

En allavega: Akranesferðin, 4 strákar 4 stelpur, var æði. Þegar hamingjusömustelpurnar mættu á svæðið var verið að grilla geðveikan mat og bjórar í ístunnu biðu okkar. Allir drukku stíft, því við þekktum þá ekki og þeir ekki okkur, bakkus var okkar eina von hehhhh!! Hann klikkar ekki, fyrr en varir létu allir eins og heima hjá sér og gestgjafinn var í súperstuði;)
Þegar kvölda tók sáust sumir kinn við kinn og aðrir í "sleik á almanna" undir fögrum gítartónum Mr.Lee. Sumir voru orðnir pínu sibbnir og fóru að lúlla klukkan 23 ( þeas ég;) eeehhhummmm.... Jáhhh enda vakanaði ég líka klukkan 7 (ég þarf bara mína 8 tíma) og vakti alla, við mismikinn fögnuð viðstaddra. En núna er ég komin heim og er að fara halda partý eftir hálftíma, best að fara að taka til og gera mig sæta

ps. akranes er ekki rokrassgat fyrir 5aura, það er meira að segja svo mikið logn þar að það myndast SÚG!!!! hahahahahhaha

miðvikudagur, apríl 16, 2003

Miðvikudagur=Föstudagur....djö eru páskarnir alltaf hressir!

Ég er svo hress og fresh, alltaf svo gaman að vera Diljá! Samt það er eitt sem ég er að furða mig mikið á núna; Ég var að rúlla hérna yfir nokkur blogg í bloggheimum og las þá að það eru alveg fullt af liði sem ég hélt að væri hipp og cool, sem fóru á Scooter tónleikana.....og voru að fíla þá í tætlur!...hvað er það??? mér er spurn! Skil ekki svona...

Annars eru páskarnir nokkuð þéttir hjá mér. Í kvöld ætla ég loksins að sjá Bowling 4 Columbine. Er að spá í að kaupa svona kort á 101 kvikmyndahátíð, það eru nefnilega soldið margar myndir sem mig langar til að sjá þar á bæ.
Ekkert djamm fyrir mig í kvöld annars btw.

En á morgun ætla ég að leggja borg undir fót (má maður ekki taka svona til orða líka??) og skreppa í "útálandferð". 4 stelpur og 4 strákar, einn sólarhringur, grill, brennívín, gítar, leikir...... Shit hvað það verður gaman...það vona ég allavega! Þekkji gaurana ekki neitt, hef einu sinni verið með einum þeirra í eftirpartýi fyrir 4 árum, that´s all! En gellurnar eru nú nákomnar mér; Maj-Britt, Sigrún og Helga Guðný. Þess má geta að það hafa verið send á milli 100-200 e-mail um þessa ferð...alltaf gaman að plana;)

Á föstudaginn langa er svo aðaldjammið! Rokk í Reykjavík, teiti á Njallanum held ég bara. Ekki alveg skipulagt...
Páskarnir verða svo bara í nostalgíu hjá fjölskyldunni, leita að páskaeggjum á náttfötum (ég ætla samt ekki að borða neitt páskaegg:) ég er alltaf í Báruátaki og það gengur ekkert smá vel!

mánudagur, apríl 14, 2003

Síðan á miðvikudaginn er ég búin að hafa það fínt. Voða mikið á fundum og stunda gymmið og fara í jóga og sund. Ég er bara að gubba´ég er svo mikil heimskona á uppleið. Að vísu er ég búin að vera MJÖG MIKIL KONA um helgina, þeas kona sem er pirruð útaf engu...já sumir dagar í mánuðinum eru einfaldlega svoleiðis. Ég var ein af þessum konum sem vældu, kvörtuðu, skipuðu, yfirheyrðu og kenndu öðrum um allt. Allavega samkvæmt honum Dóra vini mínum sem fékk ALLAN þennan pakka frá mér...."honum var nær að eyða nær allri helginni með mér" hahahahahahahha...Fyrirgefðu elsku Dóri minn:) Eins og hann lesi þetta e-ð samt! Listamaðurinn.

Ég gat ekki notið fallega veðursins á laugardaginn, nei ég var sko inni allan daginn að húka uppí Borgó frá 8-5(eitt af mínum vandmálum um helgina sko) Þess vegna gerði ég heldur ekkert á föstudagskvöldið, ÚTAF því að ég þurfti að vakna kl.7. Jú að vísu fór ég í heimsókn til Ragnars á Ölstofuna. Sat þar ein á barnum með hvítvín og hnetur. Jesúss ég kalla það sko að vera heimskona. En svo fór ég bara snemma heima að kúra yfir víthejós.

En laugardagskvöldið var svo aldeils skemmtilegt skal ég nú segja ykkur. Ég fór og hitti Örn og Magga á Ölstofunni, þar sem hann Ragnar er að vinna á staðnum fékk ég ekkert annað en júmbó cosmopoltan, alveg að gera sig!! Svo kom Sigrún sætasta sæta á HÁHÆLASKÓM! Við ákváðum að kíkja á Kaffibarinn, hef ekki komið þangað 4 eitgjes. Þegar við komum inn var e-ð íslenskt júróvisjón lag á fóninum, kíkti í Dj búrið og sá að þarna voru uppáhöldin mín GULLFOSS OG GEYSIR og það á Kaffibarnum. Þeir hafa ekki verið þar í marga mánuði, sprengdu víst kerfið svo oft og fóru í bann.
En þeir á KB klikkar ekki. Shit hvað ég dansaði mikið, man nú samt ekki eftir því að hafa hertekið e-t borðið, hélt mig bara á gólfinu í þetta skiptið. Sigrún var ýmist að finna stól til að sitja á því hún var í HÁHÆLUÐUM skóm, hringja í vini sína, fá sér ferkst loft eða skila drykkjum sem líkaminn var að hafna...eeeehummm. Sá ekki mikið af henni. En ég hitti marga, ég þekkji svo mikið af hip og cool liði og það lætur sko sjá sig á KB ;) hehhh!

Í þynnkunni reifst ég eins fram kom hér að ofan og hafði gaman af. Svo fór ég til Hörpu, en hún var að fara í afmæli þannig að hún skildi mig eftir og setti "Itchy palms" á fóninn á replay áður en hún fór. Ég lá í móki í 2 tíma uppí sófa hjá Hörpu...það gerir 120 mín, lagið er 2 mín.....já ég hlustaði 60 sinnum á Ichy Palms!!!! hvað er að gerast??? hahahahahah

Jæja, í dag er mánudagur, einn besti mánudagur í heimi, búin að vera alveg yndi. Fékk morgunheimsókn. Arnheiður og litla daman hennar hún Þórdís komu í morgun færandi hendi og svo láum uppí rúmi að leika við litlu kettlingana. Um hádegið var svo farið á Súfistann með Ragnari, Svanhvíti og Sigrúnu. mmmmm alltaf best að taka með sér FULLT af bókum og blöðum og sitja svo bara og gleyma sér....elskaþaðhh!!

Jæja ég ætla að drífa mig í gymmið....sorry hvað ég er alltaf langorð! Lífið er stutt og ég vil fanga það á skjáinn.... (váhh hvað ég poetic stundum)

Jiminn.... ég fékk svona gaur sem úhúðar mér í kommentakerfið í fyrsta skiptið síðan ég byrjaði að blogga. Ég veit ekki afhverju en ég fékk e-ð kikk útúr því. HHahhaha að e-r útí bæ gaf sér tíma til að segja mér að hoppa uppí wrezgetið á mér og fokka mér því ég sé kvenþjóðinni til skammar.

Mér finnst ég einmitt svona gella sem konur ættu að vera stoltar af. Í alvöru sko; ég er svo hress pía með allt á hreinu.
Samt þetta minnir smá á þegar ég var exjúllí ei ROKKLINGUR og þá var e-ð pakk í Austurbæjarskóla sem þoldi mig ekki (af því að ég var fræg sko;) og skrifaði Diljá rokklingapíka á veggi og ljósastaura rétt hjá skólanum. Ég kom vælandi heim og sagði mömmu frá þessu eina sem hún sagði var bara: " Þau eru bara öfundsjúk"
...eins og 11 ára barn skilji það e-ð!

miðvikudagur, apríl 09, 2003

Orkuveitan lokaði á heita vatnið hjá mér í morgun. Ég er ekki búin að borga reikningana síðan í júlí og suldin er e-ð um 90.000. úff!! En hey ekki hugsa núna að ég sé þessi kærulausa týpa og borgi ekki reikningana mína, ég er nefnilega mjög pottþétt og borga ALLT á réttum tíma og yfirleitt bara fyrir gjalddaga sko. En málið er að Orkuveitan tók alltí einu uppá því að senda mér reikninga uppá 10-15.000kr. á mánuði sl. sumar og ég held að langflestir geri sér grein fyrir þvi að ég er ekki að hita upp neina sundlaug hérna, einstæðingurinn ég!

Þannig að ég er í mótmælum við þessa stofnun og ætla mér EKKI að greiða þessa skuld, hvað sem það kostar!!!! Enda var ég líka bara að koma úr sundi...fersk og fín;) Og var að taka úr þvottavélinni sem þvoði allt á köldu;) hmmmm hvað ætli ég geti dugað lengi...hmmmm??
Hvað er þetta???? Bara búið að setja mig á Tilveruna.... "Bloggræpa á alvarlegu stigi" eeeeuuuhhummm.....
Já já gaman aðesssuuhhh! Góða skemmtun....

þriðjudagur, apríl 08, 2003

....ekki nógu gott að blogga svona mikið í einu, svona eins og hérna að neðan...þá heldur engin athyglinni....eða hvað??
Jæja þá er komin þriðjudagur og afmælishelgin mikla er yfirstaðin! Þetta var alveg fullkomin helgi!

Á föstudaginn fór ég beint eftir vinnu yfir á Brennsluna með gellunum úr Eymó. Eitt hvítvínsglas varð að þremur og það var frábær stemmning. Hláturinn og málrómurinn hækkaði með hverju glasinu og umræðuefnin alveg að gera sig, hehhh! Svo eftir Brennsluna fór ég tipsý á Nóa Albínóa með Dóra. Honum leist ekkert á mig í þessu ástandi á þessari hææææægu mynd. En hún er ekkert smá góð, mæli með henni og það í bíó!

Laugardagurinn var prógram frá A-Ö. Vaknaði snemma og fór í allsherjar stúss með Svönsu og Oddlaugu. Þræddum Holtagarða. Ótrúlegt hvað maður getur alltaf keypt mikið í IKEA, ég var komin með fulla körfu áður en ég vissi af. Svo hentumst við í að lita á mér hárið. Svo var haldið í Bláa Lónið; ég, Ragnar, Sigga og Oddlaug. Fjölskylduleikurinn alveg í botn. Það var yndislegt þarna í Bláa Lóninu, bara greinilegt að þangað fer fólk til að gera margt annað en að láta kísilinn gera vel við húðina sína, eeehuummm!

Komum heim á Njallann um það leiti sem ég átti von á fólki í kokteil. Allt sett á span, sem betur fer á ég svo yndielga vini sem hlupu hérna um og tóku til, bjuggu til kokteil og greiddu mér. Takk yndin mín! Kokteilpartýið lukkaðist vel, róleg og settleg stemmning, við erum svo fine og dandy, ég og vinir mínir sko! Svo héldum við niður á Tapas. Alltaf svo traust þarna á tapas, yndilegt starfsfólk. Nema kannski að ég var skráð sem "Sofia-----15 manna borð" en það var af því að ég tók svo oft fram "sófinn", ég vil fá sófann! ahhahahha

Við tók mikil hvítvínsdrykkja og uppúr miðnætti kom svo Fyllikallinn og hafði hann sinn heittelskaða gítar með sér. Vá hvað það varð mikið stuð. Allur staðurinn var orðin eitt partý....mitt partý;) Eftir Tapas tók svo nokkuð hefðbundið djamm við, 22, sirkús. Ég húkkaði e-n bíl og sannfærði gaurinn um að hann væri að harka og lét Dóra borga honum 2000 kall fyrir þessa stuttu ferð.....úpps. Vakti ekki mikla lukku eeehuummm! Síðast þegar ég húkkaði svona e-n þá taldi ég upp sjónvarpstdagskrá RÚV eins og ég væri búin að læra hana til prófs (mundi ekki eftir því að hafa svo mikið sem litið á hana), svo þegar við komum á áfangastað dró ég upp vísakortið þrátt fyrir að hafa haldið langa tölu um hvað hann væri nú almennilegur að skutla okkur stöllum! já ok, bakkus gerir mann víst svona....gamanaðesssuhhh

Sjálfur afmælisdagurinn fór svo bara í þynnku, taka á móti símtölum og smsum. Ég fékk mjög fallegar gjafir. Langar að nota tækifærið í að þakka öllum fyrir smsin og pakkana og símöl...spes þakkir til Söru í danskalandi;)
Um kvöldið varð ég svo að vinna, Kolla sæta kom með mér og gaf mér gill, nudd og fiktíhári allt kvöldið. Hvað er betra??? Englarinr vita hvað þeir eru að gera....ha? Kolla;)

Fleira var það ekki...

föstudagur, apríl 04, 2003

Í dag er síðasti dagurinn minn í Eymundsson, soldið skrýtið, soldið súrt en í senn er ég líka spennt og ánægð. Því ég er að fara að vinna í svo skemmtilegu verkefni sem hæfir Diljá stúss og skipulagsfíkli vel. Skemmtileg tilviljun að í dag er einmitt pæjudagur hjá okkur gellunum hérna í Eymó og svo eftir vinnu ætlum við yfir á Brennslu í drykk og nasl...og bara babla um allt nema vinnuna. Þetta er einskonar kveðjuhóf fyrir mig bara;)

Ég var komin á fætur klukkan 7 í morgun og hentist í hoppið og skoppið með kellunum. Þetta er yndislegt þarna hjá Báru, bara svona kellur í leggings og LA gear skóm frá ´91. Ég er svo stolt af þeim, þær eru svo með þetta á hreinu. Halda taktinum mun betur en ég. Það versta við svona átak er að því meira sem ég ´"má ekki" því meira fokkast allt upp þarna uppi. Núna er ég í svona matarlista frá Báru sem er bara oggu ponsu e-ð. Aldrei hefur mig langað jafn mikið í allt sem ekki er hollt. Eða bara allt sem er ekki á seðlinum. Ég meina það er soldið sjúkt að vakna og langa í nautasteik eða e-ð slíkt...HA? Ég er bara allan daginn að kreeeifa í e-ð gums....oooh alveg óþolandi. EN ÉG SKAL.... ég skal vera dugleg og verða megabeib sumarsins 2003.

Jæja þá er það ákveðið!

Afmælisplanið er komið. Ég á sko afmæli á sunnudaginn en ég ætla að halda uppá það á laugardaginn. Við ætlum að fara nokkur saman í Bláa Lónið um miðjan daginn. Vona bara að veðrið verði gott. Svo þegar við komum í bæjinn fara allir heim til sín og fara í sparigallann. Klukkan átta mæta svo allir sem boðnir hafa á Njallann í kokteil (vantar hugmynd af kokteil fyrir marga og ekki of dýrt btw) Svo marserar hersinginn niður á Tapasbarinn og þar verður hyggeligt late night dinner party.

Ég gerði þetta líka í fyrra, þeas halda á Tapas. Og svo hafa nánast allar vinkonur mínar gert það sama...en það er bara allt jafn pottþétt þarna og bregst ekki, þannig að afhverju ekki gera þetta bara aftur? Ég held að þetta verði yndislegur dagur.

Annars er ég mjög spes afmælisbarn. Ég er ekki þessi týpa sem vill pakka hægri vinstri, en mér finnst mjög gaman að vera AÐAL, fá alla athyglina og fá fullt af símtölum og smsum og meilum og svona vesen e-ð;) Þannig að hér með minni ég á afmælið mitt! Ekki gleyma að láta mig vita að ég sé AÐALgellan þann daginn, ok? hahahahhha

miðvikudagur, apríl 02, 2003

Hún Daníela mín gaut 4 kettlingum í gær. Já ég er bara orðin amma hahhahahha....
Þetta er rosaleg upplifun fyrir svona kisukellingu eins og mig. Hún stóð sig rosalega vel, nema já hún valdi kannski ekki heppilegasta staðinn til að gera þetta; við opið uppá háaloftið semsagt. Við vorum skíthrædd um að einn myndi bara plompa niður úff! En núna er litla fjölskyldan mín komin með bæli inní svefniherbergi og allt gengur vel. Hún treystir mér svo vel, ég má alveg knúsa þá og kjassa. Sem betur fer....

Annars er bara allt gott að frétta af mér. Er að horfa á Michael Jackson þáttinn, Taka 2. Arnhildur var að að fara, hún kom að lita á mér hárið. Ég fór svo í brennandi heita sturtu og setti svo á mig maska. Svo gaman að vera stelpa stundum.

Ég elska alla þessa litlu hluti sem hægt er að gera og láta manni líða vel. Keypti mér meira að segja litla bók um daginn sem er bara með svona hugmyndum að hlutum til að gera til að njóta lífsins betur. Ég held að þetta sé besta sjálfshjálparbókin á markaðinum.