mánudagur, nóvember 27, 2006

Þú og ég og jól

Núna er ég löglega afsökuð af því að vera í jólaskapi. Heima á Íslandi hefur jólasnjórinn komið...og reyndar eiginlega farið. Svo er ég komin til Árósa og þar hanga stjörnubjört jólaljós yfir endilöngu strikinu þar í borg. Ó sú fegurð sem lýsir upp sál mína í skammdeginu. Upp upp mín sál! Já og megi Guðs englar vera með mér á næstkomandi fimmtudag kl.13-14.30. En þá stíg ég á svið fyrir framan græna borðið. Fyrir aftan það sitja þrír dómarar, og munu þeir fyrst hlíða á 25mín. kynningu mína um verkefnið mitt. Eftir það hafa þeir 45mín. til að spyrja mig spjörunum úr...hakka mig í sig semsagt!
Mikið mun verða yndislegt að hafa loksins lokið þessu blessaða verkefni mínu. Já og daginn eftir koma svo peningafúlgurnar frá LÍN, en eins og við vitum öll að þá er það svo mikið að maður veit ekki aura sinna tal á slíkum tímamótum sem mánaðarmót eru nú.
Hef ég hugsað mér að verlsa inn fallegar jólagjafir handa þeim sem ég elska mest (eða bara gefa mér líka gjöf...) Og svo tekur við Royalsmákökubakstur, jólakortaföndur, Royaljólamatarboð með öllu tilheyrandi. Ó Guð hvað börnin mín verða heppin með jólamömmuna sína...í framtíðinni. Ég segi nú bara eins og hann Eiki minn Hauks; ég vilað alla daga væru jól!!

Ég bið ykkur vel að lifa. Lifið lengi en ekki í fatahengi, og í lukku en ekki í krukku.

mánudagur, nóvember 20, 2006

Stick around for Joy

Listablogg eftir helgina, í krónikkal order:

-Við stelpurnar fórum á Apótekið að fagna nýjum aldri Maj-Brittar, borðuðum sushi og drukkum hvítt, freyði og mohitos.
-Dansaði og söng með öllum lögunum á Sykurmolatónleikunum. Dáðist að meðlimum Sykurmolanna fyrir að skemmta sér svona vel á sviðinu.
-Fór í "hliðarsviðs"-partý með plebba VIP fólki Íslands. Drukkum frítt og fórum í lyftu á klósettið. Svo fannst mér lagaval plötusnúðarins svolítið áhugavert, en hann spilaði "best of pop ´93" eða e-ð álíka.
-Brjálæðiskast í kaffibarsröð, versta sort af niðurlægingu.
-Rússneskt kókaín, sápukúla með Tinnu, sms sendingar og fleiri uppákomur í takt við galeiðuna þetta kvöldið.
-Vegamótaborgari, egils appelsín, appelsínuhlunkur, turkish pepper brjóstsykur og löng baðferð einkenndi laugardaginn minn.
-Óvænt boð á Sufjan Stevens kallaði á kjól, eyeliner og hársprey í flýti.
-Tónleikarnir í Fríkirkjunni voru ótrúlegir. Ég sveif um. Allt öðruvísi en tónleikarnir kvöldið áður.
-Jólaboð hjá Maríu Rut og Sunnu Dís. Skandinavískur grjónagrautur með smjöri og kanil. Snafs og evrópskar pylsur og reyktur ostur. Celine á fóninum. Blaut frönsk í desert ásamt ís og jarðaberjum og flauels rauðvíni. Fór ég rétt með þetta Sunna?
-Boðflenntist í brúðkaup og mætti kl.2 eftir miðnætti. Ótrúlega fyndið að mæta edrú í veislu sem hefur boðið hörku djömmurum uppá frítt áfengi í marga klukkutíma. Þarna var fólk að strippa, slást, dansa, dansa og drekka og syngja, trúnó.
-Ég fór bara á barinn og slóst í hópinn, leið ekki á löngu þar til að ég átti trúnaðarsamtal við ókunnuga konu á klósettinu.
-Gekk síðan útí nóttina, í mikla snjónum, á opnum hælaskóm. Það er lífsreynsla, tja jafnvel hetjudáð ungrar konu?
-Á sunnudagskvöldið hélt síðan vinahópurinn útí Nóatún og verslaði inn eins og fjölskylda fyrir jólin 1984. Bayonneskinka, brúnar karteflur, ora grænar, ora gular, rauðkál, 2 gerðir af brúnni sósu og hrásalat. Og svo ómuðu jólalögin.
-Eddan var ok, margt sem kom ótrúlega mikið á óvart. Já nei bíddu...eða ekki. NOT (eins og Borat lærði í jú ess end of eii)

Ég verð viku á landinu í viðbót. Vikan fer í almennt stúss og hugguleg heit. Er til í kaffistefnumót, hafið samabnd!

Bæjó

föstudagur, nóvember 17, 2006

oh happy day!

Hér sjáið þið Karin Barreth. Konu sem ég held mikið uppá. Hún er hjarta KaosPilot skólans. Meyra&væmna Diljá grætur við tilhugsunina við að kveðja hana á sviði MuskikHuset þann 15.júní 2007. EN hvað um það! Hérna heldur Karin á prósesskýrslunni minni. Myndin var tekin þegar skólasystir mín skilaði henni inn fyrr í morgun. Er þetta tilefni til að fagna í kvöld?


Hér sjáið ið drottninguna MajBritt Briem. Konu sem ég held líka mjög mikið uppá. Við höfum hlegið og grátið saman, en ég þarf ekkert að hafa áhyggjur af neinu vælukveðjástandi með henni Maj! Henni skal ég fylgja í gegnum lífið. Hlægja enn meira og gráta enn meira, saman í gegnum súrt og sætt. Vinkonurnar Diljá og MajBritt eiga sitt einstaka samband og búnar að eiga lengi. EN hvað um það! Hún MajBritt á afmæli í dag!! 32 ára þessi elska. Er þetta tilefni til að fagna í kvöld?

Jæja og hérna er boðskort í 20 ára afmælisveislu ammlis sykurmolana! Þetta er hljómsveit sem ég ólst mikið upp við að hlusta á. Mamma var svona á sínum "prime time" (og er það enn) þegar þau voru að ná humar eða frægð á sínum tíma. Ég man að mér þótti lagið Ammli rosa flott. Helst á íslensku.
Síðast liðin ár hef ég verið að uppgvöta þau uppá nýtt. Og núna ligg ég hérna í rapture, eyes wide open, með svona barnaspennuhnút í maganum. Í kvöld eru tónleikar, í kvöld er ammli!!
Er þetta tilefni til að fagna í kvöld??



Ég gæti faðmað umboðsmann Borat af gleði og spennu! ótrúlega skemmtilegur dagur í dag, dagurinn sem ég skilaði skýrslunni, óska Maj til hamingju með daginn og ætla á Sykurmolatónleika!
Allir saman nú: "Today is a birthday
They're smoking cigars
He's got a chain of flowers
And sows a bird in her knickers
Ohhh... "

Hamingjan já! Ekki svo vandfundið fyrirbæri verð ég að segja...

þriðjudagur, nóvember 14, 2006

Þetta á vel við fröken fix í ritgerðarsmíðum

HRÚTUR 21. mars - 19. apríl
Hrúturinn veldur óþarfa streitu hjá sjálfum sér með því að hugsa um að hlutirnir eigi að vera öðruvísi en þeir eru. Auðvitað er það rétt og þeir eiga eftir að breytast um leið og þú einbeitir þér að því sem er í lagi í viðkomandi aðstæðum.

Þetta á meira að segja það vel við að þetta er sama hugmyndafræðin og stúlkan kvótar í í ritgerðinni sinni. Eða skýrslunni. Hver er munurinn á skilgreiningu? Ég búa erlendis og kunna ekki lengur íslenska.

48 tímar í skil. Mikið verð ég hamingjusöm stúlka þá.

Deus does not exsit...but if he does...he lives in a sky above me.

HJÁLP! er á Þjóðarbókhlöðunni og er svo hrædd um að fólkið hérna haldi að garnagaulið í mér sé prump.

Bæjó

laugardagur, nóvember 11, 2006

Innblástursbjór?

Við Sigga vorum með ritstýflu í gær. Ákváðum að leysa það með smá innblástursbjór. Hefur reynst vel, ekki í gær, skrifuðum meira á messenger og töluðum á skype. Ætluðum á Holtið en enduðum í heimsendri flatböku frá Dominos. Enduðum svo sjálfar sem lúðaseglar á Ölstofunni.


Hér sjáið þið svo okkur in the day after the night before stellingum. EÐa láréttar. Sund á eftir er staðall.
Vissuð þið að hraðskákmótið á Bolungarvík féll niður? Skandall!

miðvikudagur, nóvember 08, 2006

Einu sinni var

stelpa sem sat í miðri Skólavörðunni. Í ferkönntuðu húsi, á annari hæð með risa stóran glugga. Við skrifborð, á því var epplatölvan hennar og nokkrar spennandi bækur.
Fyrir utan féllu snjókorn til jarðar, sem breyttust í bleytu. Stelpan sem sat við skrifborðið sitt
átti að skrifa ritgerð, eða skýrslu, fyrir námið sitt. Reyndar fyrir sjálfa sig, til að mennta sig í náminu sínu. Ekkert þykir stúlkunni leiðinlegra en að fara eftir fyrirfram ákveðnum römmum.
"Afhverju á ritgerðin að vera svona en ekki eins og ég vil að hún sé?" hugsaði stelpan með sér. Hana langaði bara að koma því til skila hvað hún lærði og hvernig hún lærði það sem hún lærði. Það er hægt að læra á svo margan hátt sjáið þið til.
Svo hún fór bara að taka af sér myndir sér til yndisauka og innblásturs. Uppáhaldslagið hennar með Sykurmolunum er Walkabout en uppáhaldslagið hennar sem er vinsælt er Young Folks.
Best að setja þau á og byrja að skrifa. Ok. Bæjó

mánudagur, nóvember 06, 2006

Skammdegið ó skammdegið

Síðast liðin ár hefur skammdegið sigrað stúlkuna í nóvember. Í ár ætla ég að sigra það og er nokkuð sigurviss bara. Það tekur samt alveg á að brosa framan í þreytuna, letina og vonleysið, en algjörlega þess virði.
Maður þarf bara að taka ákvörðun og standa með henni.
Ákveða að fara í ræktina, og gera það. Ákveða að vinna vel fyrir verkefnið sitt og gera það. Ákveða að verðlauna sig og gera það. Ákveða að eyða tíma með ömmu sinni og gera það. Ákveða að safna pening og gera það. Ákveða að fara á Sykurmolatónleika og missa sig í gleðinni og gera það. Knúsa kærastann sinn eins mögulega og hægt er. OG margt margt fleira

Nike sagði það: Just do it!

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Oh!

...ég missti af útgáfutónleikum Regínu Óskar í kvöld, missti af Í Djúpum Dal koma út. EN í staðinn gerði ég eitthvað sem lætur mig líða eins og ég standi uppá fjallstoppi, en ekki í djúpum dal. Kynþokkafulla og ósigrandi teymið Dill&Mill fékk íslensku KaosPilot-fjölskylduna í mat í kvöld. Þau fengu indverskan pottrétt (svo gott í kuldanum og skammdeginu) og rauðvín, í staðinn fengum við að ta-hala um verkefnið okkar og fá ráð, gagnrýni og nýjar hliðar. Mjög gagnlegt. Mjög huggulegt. Mjög frábært fólk!

Diamond D er líka byrjuð í líkamsrækt(aftur). íþróttateymið Dill og Six (SiggaSig) láta sjá sig eldsnemma á morgnana í Hreyfingu. Fórum í frábæran tíma í morgun, ásamt hinum kellunum frá hverfinu. Ég virðist missa taktinn með árunum og var stundum alveg ein í minni sóló rútínu...skellihlægjandi, ein. Svo ef ég einbeiti mér vel og vandlega þá sé ég kílóin fjúka. Sigga er búin að fara á 2 BootCamp námskeið, hún er meira með þetta á hreinu. En duglegar erum við! Keyrandi í kuldanum og nóttinni og fara svo að skoppa og dilla okkur með hinu sveitta fólkinu.

Gaman að þessu, lífinu. Væri samt til í að tíminn væri aðeins lengur að líða.

Gleðileg jól