mánudagur, júlí 30, 2007

Sumarið

Jæja þá er ekta íslenskt sumar byrjað:) Og mér finnst þessi rigning bara notaleg.

Ég fæ yfir 50 email á dag dag hvern, þessa dagana hljóma þau meira og minna öll eins;
"OUT OF OFFICE REPLY"

Já það er sumar á Íslandi og víða núna. Á næsta ári ætla ég sko svo sannarlega að fá að setja þessi blessuðu merkisskilaboð í tölvupóstinn minn.
Það verður þá í fyrsta skipti sem ég geri það í mínu lífi. Vei!

Á morgun er það svo París. Ég ætla ekki að sofa yfir mig í þetta skiptið.

Oui oui!

miðvikudagur, júlí 25, 2007

Get ekki beðið...

...eftir The Simpsons the movie. Búin að horfa á Simpsons síðan 1990. Þá voru þeir sýndir á laugardagsköldum á eftir fréttum og á undan Americas Funniest Home Videos, en þar á eftir kom Twin Peaks. Ég elskaði þessa dagskrá. Ég meina; we all love Bob Saget ikke sant? heh
En já nú er komin mynd með þessum elskum. Í tilefni af því gat ég sett sjálfa mig í Simpsonsbúning. Setti mig að sjálfsögðu í rauðar gallabuxur. Það er svo sessý.

Jæja Hemmi minn, þetta blogg er ágætt og ég er í stuði með Guði og félugum hans. Ég bið ykkur vel að lifa og þeir sem vilja hitta mig, þá verð ég á Moe´s ok?

þriðjudagur, júlí 17, 2007

Dagar, nætur, vikur, mánuðir, ár...

...hamingjustundir, gleði, sorg og tár!
Áfram, áfram fetar lífið sinn veg. Er ekki tilveran hreint stórkostleg?
Fann hérna eina heimasíðu með dásamlegum íslenskum dægurlögum. Held þau séu öll eftir Jóhann G.
Já hérna sit ég í vinnunni með headphone-in hans Sveinbjörns (sem ég er að spá í að stela, því þau eru nákvæmlega eins og þau sem ég keypti á www.headcandy.com en týmdi ekki að borga útúr tollinum, svo ég fékk þau aldrei) En á meðan ég hlusta á Röggu G, Bjögga H, Pálma G og Óðmenn, hlusta kollegar mínir á ærslafullar og metnaðarfullar Airwaves-umsóknir. En skrifstofan er á floti, umsóknir aldrei verið fleiri. Nú þegar hafa þessir verið staðfestir.
Meira á leiðinni.

Þetta verður glæsilegt festival í ár. Hvet alla til að mæta, Iceland Airwaves er tónlistarhátíð á heimsmælikvarða. Hvar er svo þessi heimsmælikvarði?
Kannski í Laugar SPA?
En það er nýja fíknin mín (eyrnapinnar eru samt ennþá agalegt vandamál). Síðan ég fékk kortið í Laugar SPA hef ég ekki getað sleppt úr degi, elska að púla í gymminu og hendast svo í baðstofuna. Í slopp og trítla í piparmyntu- eða appelsínugufu. Fyrir ykkur sem kunnið frönsku segi ég nú bara: C´est la vie!! Hvar hef ég verið?

Best að fara að koma sér af stað kannski...

fimmtudagur, júlí 12, 2007

-->eighties babies<--


Við Sigga höldum reglulega eðal video kvöld heima á Njálsgötu. Það er nánast orðin ritual hjá okkur. Tökum út sófann, nóg af púðum og teppin. Borðin sitthvoru megin við með poppi og gosi. Svo fáum við okkur lakkrís frostpinna.
Við tókum uppá því um daginn að leigja bara eitthvað sem framleitt var á níunda áratugnum, eða in the 80´s. Nú höfum við horft á:
Ferris Bueller Day Off:
Ein af mínum uppáhalds uppáhalds allra tíma. Pabbi tók mig á hana í 5 bíó á föstudegi í Stjörnubíó þegar ég var 7 ára. Alla tíð síðan verið "kvótuð" og elskuð. Mynd sem eldist rúmlega vel, og meira en það. Langar að bjóða aðstoðarkonu skólastjórans í kaffi.
Nýtt Líf og Dala Líf:
Þessar myndir eru allt í lagi, mér finnst aðrar íslenskar myndir eldast betur. En það eru nokkrir punktar sem eru klassískir og fyndnir. Þór og Daníel eru samt vel gerðir karakterar, og þessar týpur finnast víða.
Cant buy me love:
Patrick Dempsey (McDreamy) er lúði sem verður vinsælasti gæinn í skólanum. Heyrt þennan áður? Ég sá þessa mynd greinilega mjög oft á sínum tíma, því ég kunni hana næstum því utan af. Þessi mynd inniheldur allt sem amerísk-unglingamyndar -formúla leggur fram. (nema kannski einn svertingja).

Í hús eru komnar myndirnar:
Say Anything,
Never Ending Story
Rain Man
The Labyrinth
og hinir íslensku sjónvarpsþættir Fastir Liðir eins og Venjulega.

þriðjudagur, júlí 10, 2007

Frankfurt

Hér sit ég á svæðisskrifsofu Icelandair í Frankfurt. Var að klára fund. Svo fullorðins sko.
Frekar sifjuð, vaknaði kl. 5.26 í morgun, en það var akkúrat einni mínutu eftir umsaminn tíma fyrir pikköpp ferðafélaga míns.
Hvað gerir kona þá?
Setur hárið í strekt tagl og hárspray yfir. Kastar ísköldu vatni framan í sig, á meðan hún tannburstar sig. 7 sprautu Love spell sturta. Rífur sokkabuxurnar vel og vandlega. Enginn tími til að redda því. Leggings yfir. Sem betur fer er þröngi hneppti svarti bizness kjólinn hreinn og þurr. Þægilegir skór við. Flugfreyjuleg kápa yfir, gerir ósturtaða svefnburku faglegri. Tölvan, snúran, snyrtibuddan, síminn og lyklar ofan í töskuna. Ferðafélaginn hringir inn og rekur á eftir mér; "ég er á leiðinni niður" Bara tvennt eftir; pissa og passinn!!! "Plís passi vertu á þeim stað sem ég held að þú sért á" Skúffan opnuð og dadadaddd, þarna liggur þessi elska:) Svo var það bara pissið og svo út í bíl.

Þetta tók mig 5 og hálfa mínutu. Ég er ekki að grína. Klapp fyrir mér. Er það ekki?

Ps. Málaði mig hjá Álverinu.

Kveðja
fröken
bratwurst, erlendis.

þriðjudagur, júlí 03, 2007

Blogg um brúðkaup(sleysi)

Ég óska eftir brúðkaupi til að mæta í í sumar. Anyone, anyone...anyone? (verðlaun fyrir þann sem veit úr hvaða mynd þetta er!)


Í brúpkaupum finnst mér einstaklega skemmtilegt. Þar eru allir svo huggulegir til fara, brosandi og hlægjandi, frír matur, frítt vín, skemmtiatriði. Allir þarna saman komnir því að tveir einstaklingar eru svo skotnir í hvor öðrum að þau ákveða að staðfesta það fyrir Guði OooOG halda dúndurpartý í leiðinni. Í fyrra sumar fór ég í 3 brúpkaup (og eina jarðaför). Núna er bara ekkert á döfinni. Ekki einu sinni stórafmæli (sem er alveg álíka skemmtilegt fyrirbæri)

Sem betur fer hefur sólin verið með Íslendingum í liði sl vikur, því það er svo gaman í garðinum fyrir aftan Sirkús, og svo er grillmatur bragðgóður. Og sjampó, mmm sjampó. Já og allt bara betra þegar sólin er aðalatriðið og skýin auka.

Annars ætla ég fullt til útlanda núna í júlí. Alveg 4-5 sinnum. Geri aðrir betur!

sunnudagur, júlí 01, 2007

Mamma kom úr fjallagönguferð í gær. Hún fór með 25 öðrum konum að klífa tinda. Allt var svo skipulagt. Öll kvöldin voru vel heppnuð, hálfgerðar kvöldvökur. Allir dagarnir svo eftirminnilegir og frábærir.
Ég hitti mömmu í brunch í dag og hún sagði mér ferðasöguna. Eftir að hafa hlýtt á ferðasöguna sagði ég; "mamma margafaldaðu þessa ferð uppí 3 ár, og þá veistu mér líður"

Ég er búin að ganga í gegnum mjög erfitt tímabil sl. 2 vikur. Mér líður eins og ég hafi verið að koma úr 3ja ára ástarsambandi. Team 11 var elskhugi minn í 3 ár. Við áttum okkar hápunkta og okkar lágpunkta, okkar hlátursköst, okkar grát, okkar lög, okkar lærdóm, okkar orku, okkar losta, okkar fullnægingar, okkar móment, okkar ævintýri, okkar tíma. Okkar tíma. En hann er liðinn. Hann var svo góður á sinn hátt. Hann er samt búinn, og ég á e-ð svo erfitt með að sætta mig með það.
Ég er svo meðvituð um það að ég sé talandi eins og sjértrúarflokksbundin kona. En svo er ei. Ég var bara í svona soldið hressandi námi, INtensÍVT. Já það tók stundum á. En stundum leið mér eins og ég fullorðinssumarbúðum. Og stundum í virðulegum frumkvöðla viðskiptaskóla.
Skiptir ekki máli.

En núna þegar þetta er ritað hef ég skálað í sjampó. Við elskum öll sjampó. Það er gaman að fagna og þess vegna vil ég að þið öll lyftið glasi, og segið: SKÁL. JÁ SKÁL!