laugardagur, ágúst 30, 2003

Núna eru akkúrat 12 tímar þangað til ég fer í loftið. Ég er róleg sem valíum tafla. Veit ekki afhverju en ég nýt þess bara. Er núna í mat hjá fjölskyldunni minni og svo er það knús og kossar í kvöld. Kveðjuprógramið gengur vel og mér finnst ég heppnasta stelpa í heimi þessa dagana. Allt...ALLT er búið að ganga upp hjá mér. Ég er að verða hrædd. Þetta er of gott til að vera satt.

Guð ég trúi samt ekki að ég sé bara að fara...

...bæ bæ frónið mitt:)

föstudagur, ágúst 29, 2003

Vooohhh, rokklingurinn bara ekkert að skrifa í heila viku. Enda búið að vera prógram frá blá morgni fram á rauðar nætur hjá mér. Allt gengur vel, ég brosi hringinn af spenning. En stundum fæ ég smá kökk í hálsinn, en höfum ekki hátt um það...;) Ég er í þessum skrifuðu orðum að klára að pakka niður. Allir svo duglegir að hjálpa mér, ég á svo góða að. Búin að borga skólagjöldin, flugmiðinn liggur hérna við hlið mér, partýið á föstudaginn var giiiðveigggt. Pakkaður Njalli að frábæru liði og allir að hella niður, en það var bara í anda kvöldsins, vínanda bollunar sem kláraðist. Ég ekki ennþá búin að skúra samt. Foo fighters voru í stuði. Elskuðu ísland og báðu um íslenskt brennivín í kassavís. Gaman að því. Nilfisk áttu rosalegasta sólarhringinn sinn til þessa.
Besta matarboð í heimi í gær á Kaupþing höllinni. Vinir mínir eru æði. Harpa takk fyrir allt! Sátum við stóra borðið allt kvöldið, fengum ljúffffengan mat og drukkum hvítvín og bjór. Fengum líka eina teskeið af foo fighters vískí. Rauði einhyrningurinn minn er besti félagsskapurinn þessa dagana, við ætlum að reyna slá met um hvað er hægt að vera memm í marga sólarhringa í röð. í kvöld er það stokkseyri að borða humar. En núna fyrst er það stúss og svo bara klára að pakka. Ég hugsa að ég skrifi næst þegar ég verð í Hollandi.

Eruð þið ekki spennt?

fimmtudagur, ágúst 21, 2003

Stundum verður maður svo glaður að maður fer að gráta. Í gærkvöldi varð ég einmitt SVONA glöð og fór að gráta. Mér finnst svona tilfinning svo yndisleg. Mamma hringdi í mig með fréttir sem gerðu svona hamingjusama. Eftir símtalið fann ég alveg að ég var svona 2-3 cm fyrir ofan jörðina. Fannst ég geta sigrað heiminn bara....

miðvikudagur, ágúst 20, 2003

Afskaplega dramatísk stund á Njallanum þessa dagana. Ég sný mér í hringi og hendi öllu ofan í kassa. Líf mitt er að fara ofan í kassa og er að reyna að vera ekki leið. Bara ponsu skrýtið að koma ekki hingað í íbúðina mína í 4 ár. Nema til að vera leigusalinn ógurlegi! En góðar fréttir:
ég er búin að fá leigendur og við erum að fara að vera fullorðinsleg og skrifa undir samninga og víxla. Ég ætla að vera búin að kynna mér þessi mál geðveikt vel svo ég virðist vera með þetta allt á tæru. Er það ekki alveg fine&dandy e-ð?

Ég ætla að reyna að vera búin að gera nánast allt í þessari viku. Því svo er ég að fara að vinna í grúppíuvinnunni minni í næstu. Foo Fighters eru að mæta á klakann og treysta á Dilælah og Harpítu til að vera með baksviðið á hreinu. Dave sendi mér sms í gær kvöldi og sagðist ekki geta beðið...
"Ég get ekki heldur beðið Dave minn"!!!
Annars verð ég að fara redda mér þessum diski eða diskum með þeim. Ég þekkji e-ð 2 lög með þeim og ég skal segja ykkur það að það er EKKI gaman að vera á tónleikum og geta ekki sungið með! Ömurlegt!

Jæja, núna er það stúss og svo pakk í dag. Kannski ætti maður að fara kaupa sér 1 stykki flugmiða út svona til að komast kannski í skólann 1. sept.....hmmm hvernig væri það??

laugardagur, ágúst 16, 2003

Í fyrra var eitt skemmtilegasta kvöld ársins á menningarnótt. Mér finnst þetta framtak Reykjavíkurborgar frábært. Þegar ég verð búin að læra í Hollandi ætla ég að vera framkvæmdarstjóri Menningarnóttar. Það er einmitt það sem ég er að læra, til dæmis sko. En núna er komin menningarnótt, eða menningarsólarhringurinn. Planið hjá mér er margþætt. Það er svo margt sem ég vil gera. Maður vill helst vera á nokkrum stöðum í einu allan tímann. En ég ætla að byrja á þvi að sjá Andy Warhol með múttunni og svo aðeins rölta á milli atriða. Svo þarf ég að sýna Njallann seinni partinn. Svo er það BBQ hjá Jökli og partý hjá fyllikallinum. Eftir það er það bara bakpoki með áfengi og 101 Reykjavík. Nóttin tekur svo við og ég held að leiðin liggji í Iðnó þar sem Geirfuglarnir spila fyrir dansi.

EKki má þó gleyma flugeldasýningunni....hmmm!

föstudagur, ágúst 15, 2003

Kata vinkona mín ákvað að byrja blogga aftur eftir árspásu, ég er búin að setja link á hana.
Jeijj! Ég er búin að vera veik, en samt er ég ennþá löt. Nenni ekki að gera allt sem er á Dolistanum mínum. Jú áðan sótti ég um námslán hjá LÍN. Það var ekkert smá skemmtilegt, eeehumm! Þá er ég allavega búin að gera eitt. Svo setti ég auglýsingu í Fréttablaðið. Þar kostuðu 7 orð 995kr. Gjöf en ekki sala. Ég ætla líka að setja augl. í DV. Þar kosta 160 stafir 500 kall. Vona að ég finni e-a yndislega leigendur fyrir íbúðina mína.

í gær fór ég í matarboð til Ingbjargar og fékk uppáhaldsmatinn minn. Kjúkling í hnetusósu! Svo fórum við á trúnó. Eftir það fór ég með Kötunum og Sunnunni og Sörunni á Ölstofuna og þar tóku þær skot og tóku sjálfsmyndir með digitalvél. Mig langar í digitalvél! Svo hélt ég náttfatapartý fyrir gellurnar. Við settum kerti inní svefniherbergið og Stevie Wonder í botn og dönsuðum og svo töluðum um hvað strákar eru skrýtnir. Þeir eru ekkert smá skrýtnir.... Í alvöru!!

Núna liggjum við Kata sem er með hamstur í maganum og langar í bjór, uppí rúminu mínu (en það er sko uppáhaldsrúm allra) og klukkan er 3 á föstudagsmiðdegi. Fórum út í bakarí áðan á náttfötunum, en það finnst okkur huggulegt. Kannski við drífum okkur bara bráðum á fætur og fáum okkur bjór. Það er svo útlandalegt. En fyrst ætlum við í sund...

Menningarnótt á morgun... Ég er svoooooo stressssúúúúð! úff! Það var svo alltof gaman í fyrra. Ég er svo hrædd um að þetta verði ekki eins gaman og þá.

miðvikudagur, ágúst 13, 2003

Ég er svo veikúr. Ég er svo döpur inní mér í dag. Eirðarlaus eitthvað. Verð alltaf andlega veik um leið og ég fæ flensu. En mig langar samt svo í ristað brauð. Eina sneið með smjöri og osti og svo eina sneið með smjöri og bananasneiðum. Svo eitt glas af brassadjús með, appelsínu. Mmmm, vill e-r vera svo góður að koma með þetta handa mér, sjúklingi dagsins:)

Svo er ég með 10 þætti af Sex and the city, best að fara að horfa á það. Það er hin besta skemmtun, þá verð ég kannski hress! Samt er alltaf leiðinlegt að vera að horfa á video í sól. Afhverju er aldrei þrumuveður þegar ég er veik. Þá myndi ég alveg fíla smá að þurfa bara að hanga inni í veikindunum....

Æ ég ætla að hætta þessu kjaaaftæði. Afsakið mig;)

þriðjudagur, ágúst 12, 2003

Hvað á maður að sjá á menningarnótt?

Mér finnst þetta ekki nógu gott...

...ég er hérna orðin sárlasin í miðjum brottflutningaundirbúning. Nefið og bara allt andlitið er stíflað af slími og og það er bólga í hálsinum mínum. Á ég að grenja? Eða á ég bara að ignora þetta og láta eins og ég sé ekkert lasin? Dísössshhh....dolistinn bíður og lengist með hverjum deginum. Ég sem ætlaði að gera þetta svo skipulega allt saman :(
Jömeinnnn eini hvað ég veit hvað mig langar mjö-hööög mikið í núna! DIGITALMYNDAVÉL! Langaði í svona áður en núna er ég með eina í láni og vá hvað þetta er gaman! Var í gærkvöldi í heimsókn hjá Svanhvíti og dró myndavélina upp við mikinn fögnuð viðstaddra vina minna. Við tókum allskonar myndir af okkur og grenjuðum úr hlátri. Ragnar fór í hlutverk perrapornóljósmyndrarans sem vildi "aðmaðursýndialltafaðeinsmeira" eeehhhuummm

En já þá vitiði þið það krakkar mínir. Mig langar í eina svona. Mjög mikið sko;)

Ps. Sara ég passa myndavélina svo vel að ég kúrði með hana í nótt, takk fyrir lánið skvís;)

mánudagur, ágúst 11, 2003

Nýliðin helgi var mín allra steiktasta til þessa. Ég get ekki einu sinni tjáð mig um hana hérna á blogspot.com. En ef ég hugsa um ákveðna atburði sem áttu sér stað fæ ég sting í magann, kippist aðeins við og loka augunum. En sem betur fer hef ég svo svartan húmor að ég get hlegið mikið af þessu og haft gaman af. Alveg ótrúlegt hvað maður er samt taktlaus stundum!

föstudagur, ágúst 08, 2003

Ég er svo ánægð með eitt.

Ég er svo ánægð með að hafa ekki fordóma gegn samkynhneigðum. Mér finnst alveg óskaplega skrýtið þegar fólk dæmir fólk fyrir það eitt að verða ástfangin af sama kyni. Og aðeins það. Ég gæti rökrætt slík mál út í rauðan dauðann. Auðvitað skil ég að fólk tengi gayhegðun við kynlíf. Það er kannski ekki fordómafólkinu að kenna. Hommar sem hafa rutt brautina hafa að sjálfsögðu verið að gera ansi oft út á kynhegðun sína. En núna eru nýjir tímar og það er útí hött að samkynhneigt fólk búi ekki við sömu réttindi og við hin sem verðum ástfangin af hinu kyninu.

Á laugardaginn, eða á morgun því nú er aðfaranótt föstudags, er hinn óendanlegi skemmtilegi dagur GAY PRIDE. Dagur sem mér finnst algjör snilld í alla staði. Gangan verður glæsilegri og glæsilegri með hverju árinu, og ekki spillir fyrir að besta vinkona mín er aðalstjarnan þarna (híhí allavega í mínum augum) Í hitteðfyrra löbbuðum við Svanhvít í göngunni hönd í hönd, þeas leiddumst. Frekar fyndið að sjá svipinn á fólkinu sem svona rétt kannast við mann, ahhahah!

fimmtudagur, ágúst 07, 2003

Djísösshh, var að sjá á vedur.is að það er 32 stiga hiti í Amsterdam núna. Og svo sá ég á mb.is að þessi hitabylgja verður líklegast fram í september. Ok 25 gráður er alveg tops hjá mér. Þetta verður sveitt byrjun á nýju lífi það get ég sagt ykkur.
íbúðarlánasjóður
fasteignamat ríkisins
skrifstofa pennans
sýslumaðurinn í rvk
stúdentaferðir
tollstjórinn
skattstofan

Já ég var ekkert smá dugleg í dag! Svo tekur annar eins dagur við á morgun....
En sem betur fer fíla ég að stússast. Og núna er ég búin með leiðinlegustu staðina.... jeiijj
Svo fékk ég bréf frá vinkonu minni í Holllandi og hún sagði mér að hún væri með herbergi fyrir mig í smá tíma. Það er mikill léttir að hafa e-ð á meðan maður leitar að hinu eina sanna húsnæði. Þetta er víst svaka kapphlaup. Hver er fyrstur að hringja og koma. Og svo er það bara sæta brosið og frakka framkoman....minnsta málið!!!

þriðjudagur, ágúst 05, 2003

Núna er helgin semsagt búin, en líkaminn minn er ennþá að líða fyrir allt sem ég gerði. Orkulaus og með þung augnalok hugsa ég um helgina með bros á vör. Hún var alveg frábær í alla staði og fjölbreytt í alla staði líka. Hún var líka nokkurn veginn eins og ég sagði hérna í síðasta posti mínum: Nema laugardagurinn var ekki eins. Þá var ég bara í Rvk. Ætlaði bara rétt að kíkja í bæjinn, en e-n veginn var ég ennþá í stuði, sveitt að dansa þegar ljósin kveiknuðu í loftinu á efri hæð 22ja. Já svona er þetta, en það geta nú verið skemmtilegustu djömmin þegar ég er e-n veginn á leiðinni heim allan tímann, en er alltaf að fresta um hálftíma. Þá nýt ég hvers hálftíma greinilega alveg útí ystu æðar....eða er það ystu æsar....guð ég man það ekki?

Ég komst samt að því klukkan 4 á aðfaranótt mánudags þegar ég var stödd í Herjólfsdalnum (ennþá í sjokki eftir kjánalegt bréf frá "sir"Árna Johnsen) að Þjóðhátíð væri ekki minn bolli af te-i...og fór heim að sofa. Þetta er einfaldlega ekki eins og þegar maður var 18. En veðrið var afskaplega gott og ég eignaðist kærasta í hálftíma. Akkúrat þegar mig langaði mest að eiga kærasta, þ.e. þegar kveikt er á blisunum og þegar flugledarnir springa eftir brekkusönginn. Þá hélt ,strákurinn sem var búin að vera reyna smá við mig, utan um mig og við gerðum "váaaa og ooooww" saman. Svo hljóp ég frá honum.....og veit ekki hvað hann heitir. Allt eftir áætlun ;)

Jæja, ekki hef ég neitt meira að segja frá í bili. Ef þið viljið fylgjast með því hvernig er að undirbúa flutning erlendis þá myndi ég lesa þessa óendanlega skemmtilega síðu mína næstu daga...eeehumm!
Diljá

föstudagur, ágúst 01, 2003

Helgin er hafin, hún byrjar vel hjá mér....en þetta er bara rétt að byrja. Var að koma úr hádegismat hjá ömmu og afa. Fékk svikin héra með brúnni sósu og bláber með rjóma í eftirrétt. Ætli það sé lekkert!!!

Núna fer maður í ekta stelpusumarbústaðrferð, þar sem kjullinn grillast, brrrrrrjóstin tryllast í nuddpottinum og hvítvínið rennur um æðar bronslitaðra líkama okkar. Strákar í algleymi...þurfum ekkert á slíkum að verum að halda!
Boobies og butts á Laugavatni í kvöld! Ekki missa af þessu hér á dilja.blogspot.com...!!!!

Á morgun er það JET SKI og BBQ við Hafravatn. Förum í útileiki, hlæjum dátt og syngjum söngva útí kjarri. Svo þegar kvöldar tekur fer ég kannski í 101 og verð artie og fer á Innipúkann í Iðnó. Fæ mér bjór og blikka stráka. Já það má með sanni segja að laugardagurinn verði ansi fjölbreyttur hjá mér:P

Sunnudagur: Þá tekur íslenska menningin við og ég hendist í flugvél og stefnan er tekin á ÞJÓÐHÁTÍÐ Í EYJUM. Þangað hef ég 3 sinnum farið áður og skemmt mér vel. Vona að þetta verði geðveikt. Kannski verð ég hösluð út á flottu húfuna mína, eins og síðast þegar ég fór á útíhátíð. Las það á síðunni hjá min venn johann að það er víst mjög móðins núna. Alltaf gaman að vera ástfangin í örfáar klukkurstundir og svo bara....."bye my love (hvað sem þú heitir nú aftur)" hehheh!

Jæja, verð að fara. Sveitin bíður ekki endalaust eftir þokkadís eins og mér! Hafið það gott elsku fólk sem les síðuna mína....