fimmtudagur, júlí 04, 2002

Á ég að segja ykkur hvað svona hitt og þetta uppáhalds mitt er:

--fara á súfistann, annað hvort ein eða með fólki sem þarf ekkert endilega að tala allan tímann, og taka fullt af bókum og tímaritum með sér og helst sitja í svona 3 tíma og gleyma sér. Best er að sitja við gluggaborð. Mæli með smáböku með grænmeti og hrísgrjonum. mmm

--eiga frí á mánudögum. Átti eiginlega alltaf frí á mán. í vetur...það er æði. Maður er bara e-ð einn með sjálfum sér, eða öðru heppnu mánudagsfrífólki. Getur annað hvort stússast að afgreitt do-lista vikunnar eða bara horft á video um morguninn og setið á súfistanum eftir hádegið.

--fara í" hver er ég" leikinn...ég er mjög góð í honum.

--tala um mannanöfn. Mér finnst æðislegt að hitta ófrískar konur..þær verða að ræða þessi mál! Veit ekki afhverju ég pæli svona mikið í nöfnum...hmmm? Kannski bara af því að ég á svo fallegt nafn sjálf:)

--skipuleggja

--borða shushi....á sticks og sushi með góðum hóp td. Drekka fullt af hvítvíni með...

--tala í símann...leeengi já og sms!

--fara spontant í helgarferð til útlanda, langar svo að fara í sumar e-ð út...e-ð sem er ákveðið á miðvikudeginum og farið á fimmtudagskvöldi.

--leggjast ógeðslega þreytt uppí rúm, hreint á rúminu og ágætis byrjun (sigurrós) í geisladiskaspilarnum mínum

--kyssa (e-n sem kyssir vel)

--hlæjjjjja:D

...man ekki eftir fleiru í augnablikinu...bæti seinna við "uppáhaldslistann" minn

Engin ummæli: