miðvikudagur, júlí 23, 2008

Með Nova áskrift við tölum endalaust


Ég er komin með Nova númer og það er mjög gaman. Því það er svo gaman að fá ókeypis. Núna er ég alltaf að hringja í fólk sem er líka í Nova og við tölum meira og minna um það að við séum að tala frítt við hvort annað. Þvílíkur munur.
Íslensk símafyrirtæki eiga ekki heiður skilið fyrir framkomu við viðskiptavini sína. Þvílíkir prettir alltaf hreint. Nú er að sjá hvað Nova ætlar að halda þessu fría dóti sínu lengi. En þangað til er ég alla vega á stærasta skemmtistað í heimi að tala og sms-a frítt við fallega fólkið.
Ef þú lesandi góður ert í Nova, viltu láta mig vita strax svo ég geti hringt í þig.
Mitt númer er 7724230. Vodafonenúmerið er þó áfram í gildi 6624230. Heima er 5524230.

Ég veit ekkert unaðslegra, betra, rómantískara, þægilegra, og tilitsmeira en að vakna við þessi háþrýstistanslausuhávaðahljóð sem berast frá Hallgrímskirkju alveg frá 7.30 á morgnana, alla morgna vikunnar.
Þetta er svo gott fyrir geðheilsuna svona í morgunsárið.

föstudagur, júlí 04, 2008

Time is Now

Hrútur: Sofðu, borðaðu og vertu glaður. Ekki hafa samviskubit yfir neinu, því þetta er hluti af velgengnisformúlunni þinni. Haltu svo streðinu áfram.

Stjörnuspáin mín í dag:)
Og mér líst mjög vel á hana. Því einmitt í dag og næstu daga ætla ég að taka mér sumarfrí, sumarfrí sem aldrei fyrr. Helgin framundan er ekki bara full af sól heldur líka líka stöppuð af góðum dagsskrárliðum og fallegu fólki. Breakfastclub, lunchdate á Jómfrúnni, dinner á grettisgötu, afmæli, jet-ski á Hafravatni, wedding grill, afmæli á Fishmarket ofl ofl.


Rúsínan í pylsuendanum er svo sagaclass lúxus ferð til New York á sunnudagskvöldið. Þar ætla ég að vera í viku og njóta lífsins hjá Nönnu frænku og fjölskyldu. Sofa út, vera við sundlaugarbakkann, leika við Dante og Indiu (ef ég get, miklar líkur á því að ég borði þau líka), labba um og skoða leyndarmál New York borgar með límonaði til að kæla mig niður, á sandölum, í kjól og með flott sólgleraugu.

Seinni hluti júlí er jafnplanaður og sá fyrri. Það getur verið að ég fari í Henson - galla hring í kringum Ísland með Sumargleði Kimi Records, svo hef ég störf 21.júlí hjá CCP. Já ný vinna, og nýr bransi. Allt nýtt! Og lífið er gott. Ó svo gott. Því alltaf kemur sólin á eftir vonda veðrinu.
Þannig er lífið.

Here comes the sun, í útgáfu Ninu Simone

Little darling,
it's been a long cold lonely winter
Little darling,
it feels like years since it's been here
Here comes the sun,
here comes the sun
and I say
it's all right

Little darling,
the smiles returning to the faces
Little darling,
it seems like years since it's been here
Here comes the sun,
here comes the sun
and I say
it's all right

Little darling,
I feel that ice is slowly melting
Little darling,
it seems like years since it's been clear
Here comes the sun,
here comes the sun,
and I say
it's all right

It's all right