sunnudagur, nóvember 27, 2005

sigurRos



...
mér líður smá núna eins og ég sé svona fimm ára barn klukkan 4 á aðfangadag, öll svona spennt og trekkt, samt að reyna að vera róleg, því tíminn líður ekkert hraðar ef maður er trekktur, og svo er maður svo hræddur að verða fyrir vonbrigðum. eftir 2 tíma mun hljómsveitin, sem mér finnst vera sú bezta í þessum heimi hér, stíga á sviðið í laugardalshöllinni og spila. SigurRós er að mínu mati sú besta og það hefur mér fundist síðan árið 1999.

Af öllum mínum diskum hef ég oftast hlustað á Ágætis Byrjun, hún er líka sú plata sem ég myndi velja ef ég ætti bara að hlusta á eina plötu til æviloka. Hún hefur fylgt mér í allar mínar flugferðir og gert þær bærilegri, hún hefur fylgt mér í gegnum eina skiptið sem ég hef orðið ástfangin og svo fylgdi hún mér líka í gengum hjartaverkinn sem fylgdi eftir að það endaði, hún hefur svæft mig, hún hefur gefið mér orku, með henni dagdreymi ég. Vá hún er einfaldlega lang best. Fyrir mig.
( ) og Takk eru líka magnaðar.

Ef ég mætti ráða, þá myndi ég vilja vera í hengirúmi hangandi úr loftinu i í höllinni, horfa yfir fjöldann og á sviðið. En það er ekki hægt. En ég veit samt að þetta verður æðislegt.

miðvikudagur, nóvember 23, 2005

Let the children lose it, let the children use it, let all the childrin boogie

Síðasta helgi var góð. Ég borðaði sushi. Ég fór í sund. Ég talaði við listamann. Ég sýndi útlendingum reykjavík, ó hvílík borg. Ég reyndi að breyta la ugar dalsh oll í stjörnuvænt umhverfi. Ég sá flottan rokkdúett spila hráa tónlist. Ég var oft þreytt. Ég djammaði á hvíldardegi Drottins. Ég djammaði í NaktaApanum. Ég var á setri við sjó. Ég reifst við mann sem er 30 árum eldri en ég. Ég eyddi 170.000 krónum af debit reikningi mínum. Ég talaði um Sigga, Hafdísi og Rikku dóttur þeirra. Ég borðaði ógeðslega mikið. Ég reykti ekkert rosalega mikið. Ég dagdreymdi. Ég framkvæmdi. Ég frestaði. Ég.... Æ ég bara ég bara....veit ekkert hvað ég á að skrifa hérna á þetta blessaða blogg.

I still don't know what I was waiting for
And my time was running wild

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Fullt tungl

Það er fullt tungl þessa dagana og er stemmning mín í takt við þá staðreynd. Ég er skrýtin þessa dagana og geng um í e-i leiðslu. Geri hluti sem ég hef ekki gert áður. En það er alltaf gaman að krossa við atriðin á listanum "things to do before I get married". Á þeim lista gæti til dæmis verið "halda karókí í heita pottinum í Vesturbæjarlauginni". Pottahópurinn með Skerjafjarðaskáldinu innanborðs heldur pottakarókí í kvöld. Enginn annar en elsku Ragnar sem lenti frá SuðurAfríku í gær ætlar að ganga í pottahópinn í kvöld. Sund í rökkrinu. Það er svo ljúft. Hreinsar líkama og sál, sem er æði því ég er alltaf í detox á virkum dögum.

Á sunnudaginn nk ætla systkynin í White Stripes að gera allt vitlaust í höllinni. Ég ætla að sjá til þess að láta þau fá það sem þau vilja og láta þeim líða vel á meðan dvölinni stendur. Þetta skilar sér svo allt á sviðinu. Eða svo segir sagan. Á einum rider sem ég fékk stóð "your effort to get this brand (rauðvín sem kostaði 80.000kr) will make your concert guests more happy, if you know what I mean..." Já ábyrgðin, ó ábyrgðin.

Bæjó

sunnudagur, nóvember 06, 2005

Litlu hlutirnir

Þrátt fyrir kulda, vind, hálku, slabb, skammdegi og allt þetta sem einkennir íslenskan vetur þá finnst mér stundum svo ótrúlega rómantískt að vera í reykjavík. Og þá á ég ekki við svona kertirauðvíndate rómó. Heldur bara þessi töfrandi augnablik sem ég upplifi dag hvern. Tildæmis um daginn var ég að byrja daginn fyrir sólarupprás og þurfti að skafa af bílnum. Setti bílinn í gang og hlustaði á fréttirnar á rás 2 og skafaði af rúðunum í birtingunni. Mér fannst þetta magnað.
Svo finnst mér líka æðislegt að fara í sund þegar það dimmar seinnipartinn. Þar hittir maður þverðskurð af íslensku fólki. Fjölskyldufólk, unglinga, gamla sjóara, skvísur, gamlar konur, mongólíta... Svo mætti lengi telja. Í pottinum skapast oft ótrúlega hressandi umræður. Nú síðast talaði potturinn um verkfræðina á bak við brjóstahaldarastærðir. Jáhá.
Mér finnst líka svo gaman bara að keyra um og horfa á borgina, því nánast í hverju horni á ég minningar. Mér finnst gott að þekkja til og vita hvert ég á að fara næst. Gaman að geta gert allt á sínu eigin tungumáli, að sækja þjónustu er leikur hér miðað við í landi sem maður kann ekki tungumálið sem er talað þar. Svo finnst mér gaman að horfa á íslenskt sjónvarpsefni, þótt það sé langt undir gæðastaðli okkar sem erum alin upp af hollywood á tækniöldinni.

En ég held að ég myndi ekki meta neitt að ofantöldu ef ég væri ekki búsett erlendis. Þá væri þetta bara grár veruleikinn held ég.

ég ætla að sjá heiminn fyrst og svo kem ég heim í gráa veruleikann með glimmerinu í framtíðinni minni.

föstudagur, nóvember 04, 2005

já ok, alveg rétt...

þetta er þannig dagur, einmitt svona dagur sem ég er skotin í öllum. þeir eru stundum þannig þessir dagar. minn er í dag. dagurinn í dag sem miðasala white stripes fór í ga-hang. mig langar í hummus og tyrkjabrauð. og mig langar að hoppa hátt og hærra þegar white stripes taka 7nationArmy. en halló afhverju er ég svona skotin í öllum? get ég spurt stjörnufræðing? veit hann það? liggur þetta í stjörnunum? satúrnus í húsi merkúrus.

faðir vor drottinn blessi mig...

...ég er opinberlega í bullinu.


rotið mig. takk.