fimmtudagur, desember 29, 2005

miðvikudagur, desember 28, 2005

Mér var litið á lítinn lista sem ég skrifaði hérna á þessa síðu í janúar sl. Þetta var listi með nokkrum markmiðum sem ég setti mér. Ekkert af þessum markmiðum voru slegin. Samt hef ég nú gert ýmislegt sem hafa gert mig að meiri og betri manneskju. Til dæmis hef ég lært próaktífa markmiðssetningu. Þetta kemur:)
Nýtt ár að hefjast og ég veit að það á eftir að verða mjög eftirminnilegt. Bara veit það. Kannski ég hætti að haga mér eins og unglingur og verð fullorðin.

Ég fæ alltaf smá post depression eftir hátíðarnar. Svona skellur. Ég held að það sé afþví að ég er mikið aðventubarn. Finnst aðventan yndisleg. Svo kemur hápunkturinn. Jólin. Svo bara búmm bara búið! En það eru einungis nokkrir dagar eftir af fríinu mínu og ég ætla mér að njóta þess að vera í faðmi fallega fólksins, fallegu íslandsbarnanna.

Mæli með:
-little trip to heaven
-að sofa út...nei vakna og sofna aftur eftir að hafa lesið blöðin uppí rúmi
-de-tox eftir kjötið, eftir konfektið, sósurnar og eftir maltið
-nýjum náttfötum, nýjum inniskóm, nýjum sokkum, nýjum kodda, jólabókum
-spilakvöldum
-san fransisco tilhlökkunar fiðrildum
-bjartsýni, væmni, kærleika, kraftaverkum

Mæli ekki með:
-rótinni í hárinu á mér
-jólaveðrinu í ár
-óþekkt og ölæði daginn fyrir þorláksmessu
-hvað tíminn líður hratt

bæjó

föstudagur, desember 16, 2005

Mig langar svo í jólatré til að hafa á Aragötunni dagana fyrir jól og um jólin. Mér er alveg sama hvort það er ekta eða gervi, en ég er með allskonar skrauthugmyndir. Svo langar mig að ofskreyta íbúðina líka. Veit ekki afhverju, kannski bara fyndið. Fyndið að hafa íbúðina eins og búðarglugga í kringlunni. Og jólalög tuttuguogfjórasjö. Eftir rafmagnsleysið hef ég þó lært að meta ljós uppá nýtt. Maður veit nefnilega ekki hvað maður hefur, fyrr en misst hefur (?? er það svona þetta máltak...er máltak orð) (æ ég bý sko erlendis...) Já aftur að jólaíbúðinni á Aragötunni, þá væri líka gaman að vera alltaf með heitt glögg á hellunni.

Hápunktar þessarar viku er:
-morgunsundstund með eldriborgurum í Vesturbæjarlaug. Mér var boðið með í leikfimina. Næst fer ég. Kl.11 á fim. morgnum. Hver er með?
-ég keypti pakka til að setja undir pakkatréið í Kriglunni. Skapaði vellíðan.
-heimsóknin á Heilsugæsluna á Seltjarnarnes. svona "hefðiráttaðveraþarna" en ég held að þetta væri alveg nokkuð fyndinn sjónvarpsskets hjá stelpunum eða fóstbræðrum (verð að fara að sjá þá þætti aftur!! á e-r?)
-matarboð hjá hollenskufjölskyldunni minni. Ó hvað það var ljúf stund. Þau er sko íslensk samt;) en við eigum hollenska sögu.
-sjónvarpsdagskráin á skjáeinum í gær (fim) mér fannst æði þegar Sirrý (frænka mín) spurði Jenný frúBachelor hvort hún vildi koma í sleik! og 2faldur Silvía var eðal.
-5 tíma morgunkaffihúsaferð á Prikinu í morgun með frábæru fólki. Veivei
-útgáfutónleikar DaníelsÁgústs


Hvað voru hápunktar þínir?

þriðjudagur, desember 13, 2005

Örfréttir af Dilja Amundadottur

-á Kastrup stóð ég í 5 biðröðum samtals. Í einni þeirra voru hjón sem pældu rosalega mikið í mér á meðan ég valdi mér lag í iPodinum mínum. Voða önug á svip. Ég hugsaði með mér; "pottþétt hollendingar". Við hliðið sá eg passann þeirra og hugsaði með mér "ó hvað ég er orðin góð í að láta þessa þjóð fara í taugnarnar á mér"

-um borð í loftlausri icelandair þotu gerði ég eitt sem ég geri alltaf en enginn veit. Set barnarásina á í hlustikerfinu. Þar spila þeir Rokklingana nefnilega. Mér finnst svo gaman að hlusta á sjálfa mig nefnilega.

-það er rosalega dimmt á íslandi núna. Er dimmara í ár en í fyrra? Nei það er bara rafmagnslaust á Aragötunni.

-í gær söng ég í singStar með fjölskyldunni minni, mest voru þetta þó ég og óskar...og svo aðallega bara ég. En svo forum við í Yatsy.

-núna, akkúrat núna, er ég að fara með Tinnu í morgunsund í morgundimmunni. Svo ætlum við að fá okkur br-unch. Fullkomin byrjun á vonandi góðum degi.

-ég nýt þess að vera í jólafríi.

Jólin jólin allstaðar. Búum til betri heim, sameinumst hjálpum þeim. Menn, konur og börn. Minnum á frið á jörð. Þau eru systkyn mín.

Jólastelpa. Ég. Jább!

miðvikudagur, desember 07, 2005

Svalaðu forvitni þinni...

Settu nafnið þitt í kommentakerfið og..

1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.

2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.

3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.

4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér.

5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á.

6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig.

7. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt!


Check me out!

sunnudagur, desember 04, 2005

til ykkar sem....

kitluðuð mig þá er "afrekið" að finna hérna

www.perlurnar8.blogspot.com

tjék it

Jackað i Köben

Var að koma heim úr stelpuferð til Köben, þið vitið svona jólaferð.
Ég gleymdi myndavélinni minni heima á Íslandi (eða svona veit ekki alveg hvar hún er, anyone?) þannig að ég fann aðrar myndir þegar ég googlaði "girlfriends+christmastrip"...þannig að þetta er svona eiginlega það sama.

En þessi ferð var mjög góð. Við vorum alltaf að "jacka", svona eins og sannir heimsborgarar. Svo sugum við frozen cocktails í gríð og erg. Einn staðurinn var samt með vatnsblandaða. Við föttuðum það eftir 6 stykki margaritur. Já ég get ekki neitað því að við versluðum... Enda tilheyrir það nú þessum stelpujólaferðum er það ekki? En það kom mér smá á óvart að við skildum bara gleyma að kaupa jólagjafirnar (eeehhumm). En maður verður bara að vera góður við sig svona á þessum síðustu og verstu er það ekki? Hittum þau SAM og Karítas á Samsbar, tókum þar örfá lög líka. Eins og sannir íslendingar í köben. Já já. Nú við gengum í ljósadýrðinni í Tívolí lí lí. Drukkum jólaglögg og sungum sálma í anda aðventunnar. Borðuðum góðan mat.

Já svo hittum við "aðeins" yngri gutta. Og tjúttuðum með þeim. Þeir eru leikskólakennarar og miklir herramenn.
Veðrið var alveg ágætt bara, stundum köld gola hinsvegar. En bara ákjósanlegt. Maður hefur nú séð það verra jú jú.
Hennes og Mauritz biðja að heilsa heim líka. Biðja samt líka að skila óskum til þeirra kaupóðu; "að drífa sig út þegar það LOKAR og ekki biðja um tax free eftir lokun." Já já. Það er bara svona.

gleðilegan annan í aðventu kæru lesendur
guð veri með ykkur

sunnudagur, nóvember 27, 2005

sigurRos



...
mér líður smá núna eins og ég sé svona fimm ára barn klukkan 4 á aðfangadag, öll svona spennt og trekkt, samt að reyna að vera róleg, því tíminn líður ekkert hraðar ef maður er trekktur, og svo er maður svo hræddur að verða fyrir vonbrigðum. eftir 2 tíma mun hljómsveitin, sem mér finnst vera sú bezta í þessum heimi hér, stíga á sviðið í laugardalshöllinni og spila. SigurRós er að mínu mati sú besta og það hefur mér fundist síðan árið 1999.

Af öllum mínum diskum hef ég oftast hlustað á Ágætis Byrjun, hún er líka sú plata sem ég myndi velja ef ég ætti bara að hlusta á eina plötu til æviloka. Hún hefur fylgt mér í allar mínar flugferðir og gert þær bærilegri, hún hefur fylgt mér í gegnum eina skiptið sem ég hef orðið ástfangin og svo fylgdi hún mér líka í gengum hjartaverkinn sem fylgdi eftir að það endaði, hún hefur svæft mig, hún hefur gefið mér orku, með henni dagdreymi ég. Vá hún er einfaldlega lang best. Fyrir mig.
( ) og Takk eru líka magnaðar.

Ef ég mætti ráða, þá myndi ég vilja vera í hengirúmi hangandi úr loftinu i í höllinni, horfa yfir fjöldann og á sviðið. En það er ekki hægt. En ég veit samt að þetta verður æðislegt.

miðvikudagur, nóvember 23, 2005

Let the children lose it, let the children use it, let all the childrin boogie

Síðasta helgi var góð. Ég borðaði sushi. Ég fór í sund. Ég talaði við listamann. Ég sýndi útlendingum reykjavík, ó hvílík borg. Ég reyndi að breyta la ugar dalsh oll í stjörnuvænt umhverfi. Ég sá flottan rokkdúett spila hráa tónlist. Ég var oft þreytt. Ég djammaði á hvíldardegi Drottins. Ég djammaði í NaktaApanum. Ég var á setri við sjó. Ég reifst við mann sem er 30 árum eldri en ég. Ég eyddi 170.000 krónum af debit reikningi mínum. Ég talaði um Sigga, Hafdísi og Rikku dóttur þeirra. Ég borðaði ógeðslega mikið. Ég reykti ekkert rosalega mikið. Ég dagdreymdi. Ég framkvæmdi. Ég frestaði. Ég.... Æ ég bara ég bara....veit ekkert hvað ég á að skrifa hérna á þetta blessaða blogg.

I still don't know what I was waiting for
And my time was running wild

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Fullt tungl

Það er fullt tungl þessa dagana og er stemmning mín í takt við þá staðreynd. Ég er skrýtin þessa dagana og geng um í e-i leiðslu. Geri hluti sem ég hef ekki gert áður. En það er alltaf gaman að krossa við atriðin á listanum "things to do before I get married". Á þeim lista gæti til dæmis verið "halda karókí í heita pottinum í Vesturbæjarlauginni". Pottahópurinn með Skerjafjarðaskáldinu innanborðs heldur pottakarókí í kvöld. Enginn annar en elsku Ragnar sem lenti frá SuðurAfríku í gær ætlar að ganga í pottahópinn í kvöld. Sund í rökkrinu. Það er svo ljúft. Hreinsar líkama og sál, sem er æði því ég er alltaf í detox á virkum dögum.

Á sunnudaginn nk ætla systkynin í White Stripes að gera allt vitlaust í höllinni. Ég ætla að sjá til þess að láta þau fá það sem þau vilja og láta þeim líða vel á meðan dvölinni stendur. Þetta skilar sér svo allt á sviðinu. Eða svo segir sagan. Á einum rider sem ég fékk stóð "your effort to get this brand (rauðvín sem kostaði 80.000kr) will make your concert guests more happy, if you know what I mean..." Já ábyrgðin, ó ábyrgðin.

Bæjó

sunnudagur, nóvember 06, 2005

Litlu hlutirnir

Þrátt fyrir kulda, vind, hálku, slabb, skammdegi og allt þetta sem einkennir íslenskan vetur þá finnst mér stundum svo ótrúlega rómantískt að vera í reykjavík. Og þá á ég ekki við svona kertirauðvíndate rómó. Heldur bara þessi töfrandi augnablik sem ég upplifi dag hvern. Tildæmis um daginn var ég að byrja daginn fyrir sólarupprás og þurfti að skafa af bílnum. Setti bílinn í gang og hlustaði á fréttirnar á rás 2 og skafaði af rúðunum í birtingunni. Mér fannst þetta magnað.
Svo finnst mér líka æðislegt að fara í sund þegar það dimmar seinnipartinn. Þar hittir maður þverðskurð af íslensku fólki. Fjölskyldufólk, unglinga, gamla sjóara, skvísur, gamlar konur, mongólíta... Svo mætti lengi telja. Í pottinum skapast oft ótrúlega hressandi umræður. Nú síðast talaði potturinn um verkfræðina á bak við brjóstahaldarastærðir. Jáhá.
Mér finnst líka svo gaman bara að keyra um og horfa á borgina, því nánast í hverju horni á ég minningar. Mér finnst gott að þekkja til og vita hvert ég á að fara næst. Gaman að geta gert allt á sínu eigin tungumáli, að sækja þjónustu er leikur hér miðað við í landi sem maður kann ekki tungumálið sem er talað þar. Svo finnst mér gaman að horfa á íslenskt sjónvarpsefni, þótt það sé langt undir gæðastaðli okkar sem erum alin upp af hollywood á tækniöldinni.

En ég held að ég myndi ekki meta neitt að ofantöldu ef ég væri ekki búsett erlendis. Þá væri þetta bara grár veruleikinn held ég.

ég ætla að sjá heiminn fyrst og svo kem ég heim í gráa veruleikann með glimmerinu í framtíðinni minni.

föstudagur, nóvember 04, 2005

já ok, alveg rétt...

þetta er þannig dagur, einmitt svona dagur sem ég er skotin í öllum. þeir eru stundum þannig þessir dagar. minn er í dag. dagurinn í dag sem miðasala white stripes fór í ga-hang. mig langar í hummus og tyrkjabrauð. og mig langar að hoppa hátt og hærra þegar white stripes taka 7nationArmy. en halló afhverju er ég svona skotin í öllum? get ég spurt stjörnufræðing? veit hann það? liggur þetta í stjörnunum? satúrnus í húsi merkúrus.

faðir vor drottinn blessi mig...

...ég er opinberlega í bullinu.


rotið mig. takk.

sunnudagur, október 30, 2005

Ég kemst...

í hátíðarskap þó úti séu snjór og krap. Eða ég kemst einmitt í jólaskap þegar það er snjóstormur og hálka úti. Eins og það var á föstudaginn þegar ég vaknaði. Mér og fólkinu mínu fannst ekkert tiltökumál að klæða sig þá upp í kjóla og betri föt og setja jólalög á fóninn og dilla sér smá.

Stundum held ég að ég átti mig ekki á muninum á milli raunveruleikans og þess heims sem ég og hún Harpa mín höfum skapað sl misseri. Þegar við förum í þann heim fer lífið bara á hold og söngur, dans og hlátur á hug okkar allan.
En nú er ég komin í raunveruleikann á ný og hnúturinn í maganum stækkar. Á morgun byrja ég "nýtt líf" í raunveruleikanum. De-tox matarræði, ræktin, skólinn, vinnan, íbúðin, fjármál.... Já það er erfitt að vera fullorðin.

En líka ó svo gaman að vera til!

miðvikudagur, október 26, 2005

Mig langar svo

í nudd, allsherjar nudd og slökun
að finna metnaðinn aftur gagnvart verkefninu mínu
vita ekki hvað það er að fresta hlutunum
að hætta því að hafa áhyggjur
í slátur og svið (fékk smá smakk um daginn og langar í meir) með mús og stöppu
uppí sveit og þegja og brosa
að búa í íbúðinni minni á Njálsgötu, hryllilega sæt
að vera betri gestgjafi
í líkamsrækt, sérstaklega tilfinninguna eftir að hafa verið dugleg
að hafa meiri þolinmæði
að vera fyndnari
að hætta að drekka bjór
í nýjar gallabuxur og vetrarskó


Þá veit ég það. Þá vitið þið það. En svona þegar ég lít yfir þetta þá er þetta nokkuð gerlegur listi.

laugardagur, október 22, 2005

sykurlaus opal, truno og barnapössun

hver er ábyrgur fyrir því að koma með nýtt útlit á opal pakkana sykurlausu? ég er búin að kvíða þessu í nokkur ár, búin að kvíða því að það sé eitthver þarna úti með nógu mikil völd og nógu lélegan smekk, sem komi svona slysi á markaðinn.
en ég keypti mér samt einn. og sykurlausa appelsín í plasti.
í gær fór ég á trúnó með píparanum mínum og svo fór ég líka á trúnó með tveimur konum hjá Orkuveitunni. Sigrún í þjónustuverinu og Unni í innheimtudeildinni. Öll þrjú trúnóin áttu sér stað fyrir klukkan 12 á hádegi. Mér liggur stundum e-ð svo margt á hjarta.
í fyrradag sá ég líka strák sem ég passaði þegar ég var 12 ára og hann var 2 ára. Ég fékk alveg í magann, fannst þetta svo spennandi. En svo þorði ég ekki að fara til hans og segja við hann "elskan, ég var að passa þig og þá varstu bara svooona lítill! og stilla höndinni við uþb hálfan meter.



annars er ég bara búin að vera að halda uppá frábæra hátíð er kennd er við loftbylgjur eða airwaves eins og á frummálinu.

bæjó

miðvikudagur, október 12, 2005

Þa er það hafið...

enn einu sinni. Airwaves það er að segja. Alltaf í október breytist ég í excel fíkil með þráhyggju fyrir skipulagi og röð og reglu. Verð líka vinnu fíkill. Gleymi stund og stað og verð unicorn. Höfuð mitt beinist aðeins að einu markmiði; Gera airwaves að betri og betri hátíð. Betri í ár en í fyrra. Í fyrra var hún stórkostleg. Ég man eftir mér og Hr. Rauð standa á Nasa, hönd í hönd og grenjandi úr gleði. Ó svo mikil hamingja. Ó svo mikið stolt.
Ég er þessi sem er með þráhyggju fyrir litlu hlutunum. Þeir verða að vera í lagi líka.

Á meðan airwaves er árlegur hlutur í mínu lífi í október eru aðrir, ekki alveg svo árlegir, hlutir að gerast.
Jáh,
gaman

því.

er það ekki bara?

föstudagur, október 07, 2005

íslenskur háskólanemandi nú á íslandi svo í san fransisco

ég gekk öruggum skrefum í gegnum lessalinn á 3.hæð á þjóðarbókhlöðunni. allir horfðu á mig. og ég lét eins og ég væri hér daglega. henti mér á eitt borð og kom mér fyrir. þá rann það upp fyrir mér afhverju allir horfðu á mig. ég var með 2 hennes og mauritz verðmiða hangandi á mér. þar af annan í húfunni.
þetta fannst mér einstaklega töff.

að öðru;
í gær hoppaði ég af gleði. söng og hló. fékk fiðrildi í mallann, setti hendurnar uppí loft og öskraði "yeah"!
jáh það er svo gaman þegar draumarnir rætast. í febrúar fer ég ásamt team11 til SanFransisco. þar munum við dveljast í tæpa 4 mánuði og vinna verkefni.

nú sit ég á bás 19 á þriðju hæð á þjóðó.
og hlusta á "if youre going to san fransisco be sure to wear some flowers in your hair"

á repeat

fimmtudagur, október 06, 2005

islande dúús poauh

komin til landsins. Landsins sem er með rigningu og sól á sama tíma. Landsins þar sem maður er alltaf í kapphlaupi við klukkuna. Landsins þar sem franskur garðyrkjumaður auglýsir grimmt á strætisvögnum borgarinnar. Landsins þar sem allt er grúví, allt er töff og landsins þar sem minn venn og family er! Ekki slæmt.

Búið að vera mikið að gera síðan flugvélin lennti í Kebblæk. Og það eru svo ótrúlega spennandi tímar framundan og meira en nóg að gera. Gæti grenjað af gleði.

bæjó í bili

mánudagur, október 03, 2005

Lithaen?

Þar sem ég var klukkuð 3 eða 4 sinnum ætla ég að nota klukkformið hið ó svo vinsæla til að koma nokkrum staðreyndum frá mér um Litháen.

1. Veit ekki hvort þetta er skrifið LitHÁen eða LitÁHen
2. Reynar finnst mér ég ekki hafa verið í Litháen, heldur meira svona 5 stjörnu hótel landi.
3. Ég fór alltaf beint í risa stóra þykka akkúrat mjúka hótel sloppinn um leið og ég gekk inní herbergið mitt.
4. Ég stal sloppnum ekki þegar ég fór, ekki af því að ég er svo saklaus, heldur af því að ég man því miður voða lítið eftir því að hafa pakkað.
5. Ég hef aldrei spilað golf en ég eyddi föstudeginum í það að halda golf námskeið, í formi teambuilding.
6. Komst að því að maður getur nokkurn veginn fengið fólk til að gera hvað sem er. Bara ef maður kann réttu handtökin. Og nota sjarmann...
7. Mér og tveimur bekkjarbræðrum fannst það ó svo góð hugmynd að fara að færa húsgögn frá hótelganginum inná herbergi og þegar við vöknuðum var eitt stykki sófi, 2 stólar, 2 borð, planta og lampi fyrir framan okkur.
8. Allt bragðast betur þegar það er ókeypis. Það er líka gaman að hafa einkaþjóna.
9. Sá aldrei spA-ið, þetta var líka hörkuvinna þessi ferð. Mjög stíft prógram. Bæði með workshop og svo að vera í gala dinnerum
10. Átti date við Patrek sem kom með einkabílstjóra uppá hótel og tók við mig viðtal sem mun birtast í TímaritiMorgunblaðisins. Á myndinni sem fylgir er ég klædd í hótelbaðsloppinn.
11. Komst í miðbæ Vilnius snemma á sunnudagsmorgun. Fór beint í litháenskan súpermarkað og keypti happaþrennur og fanta. Sígarettupakkinn kostaði 80 krónur.
12. Móskító fjölskylda drakk blóð úr ökklanum mínum. Þar að leiðandi varð ég eins og kasólett 80 kona, eða kona með falda ökkla og svo vessaði líkamssafa úr bitunum.
13. Ég fékk svo sterk lyf við ofnæminu að ég varð dópuð. Mátti ekki drekka. Gerði það samt. Og sofnaði í miðju hláturskasti á barnum.
14. Við í Team 11 erum mjög sátt við framnistöðu okkar sem process leaders. Við lærðum heilmikið sem á eftir að nýtast okkur í stóra verkefninu seinna í haust.
15. Er núna með post depression. Sakna team11. En hlakka til að koma heim... Nú er það bara lúlla. Og svo lestin. Og svo flugvélin og svo Leifur og svo mamma og amma. Og svo Reykjavík.

SJáumst. Ég set inn myndir fljótt.

Bæjó

miðvikudagur, september 28, 2005

100% hamingja?

Í dag er svona dagur þar sem allt er æðislegt! Ég gæti gengið allsber í funky-takt til að sýna gestum og gangandi hvað ég er hamingjusöm! (er það ekki annars staðlað statement hamingju?)
Í fyrsta lagi er ég í svo frábærum skóla. Í öðru lagi er ég að fara með þessum frábæra skóla til Vilnius,Litháen eftir 2 klukkustundir. Þar munum við búa á þessu hóteli, sem er ekki þiggja stjörnu, ekki fjagra stjörnu, heldur fokkings fimm stjörnu hótel!! Kíkið á myndirnar. Kíkið á spa listann.

En þetta verður ekki bara afslöppun og sukk. Heldur fékk Arkitema, 250 manna arkitektastofa í Kaupmannahöfn, okkur til að halda vinnustofu/ráðstefnu, og það í úúklöndum! Nú fáum við að láta að reyna á leiðtoga- og skipulagshæfileika okkar sem er búið að þjálfa uppí okkur sl. ár. Mjög spennandi allt saman og ég hef góða tilfinningu fyrir þessu.

Svo er ég endalaust að fá svo góðar fréttir af vinum mínum. Ein fékk mig til að grenja úr gleði áðan, önnur fékk hámarks gæsahúð í gang og einn fékk hjartað til að hoppa og setja tilhlökkunar fiðrildi í mallann.

Já lífið er yndislegt ég geri það sem ég vil. Flýg heim til Íslands í hádeginu á þriðjudaginn. Ótrúlega spennandi tímar framundand á Íslandi.

Meira seinna
Bæjó

sunnudagur, september 25, 2005

Ísland vs. Svíðþjóð

Dilla og Milla á Vesturgötunni hafa náð þeim árangri að hafa haldið eitt af skemmtilegustu mataboðum sögunnar og var það matarboð haldið í gær.

Einungis Íslendingar og Svíar voru velkomnir og áttu allir að koma með þjóðarrétt með sér (eins langt að það nær svona í útlöndum). Svíar og Íslendingar eru miklir drykkjuhrútar og ef maður blandar þessum þjóðum saman kemur út=
sænskir "skál"söngvar og vodkaskot á 20 min fresti, hver getur borðað sænska kjötbollu mest sexy-keppnin, trommusláttur á borðið, æsispennandi pakkaleikur, dansað uppá stólum og borðum, trúnó, hlutverkaleikurinn (ég átti að reyna tala sem mestu um hvað nærbuxur séu óþægilegar td) ofl ofl
Myndirnar segja söguna ansi vel:
Svensk Íslensk Matarboð hjá Dill og Mill


vegna tækniörðuleika og hægleika heilans svona the day after the night before, eru myndirnar í öfugri röð og best er að fara á síðustu myndina og færa sig svo upp.

Reyndar er helgin öll búin að vera alveg yndisleg. Á föstudag fórum við kærustunnar að powersjoppa og svo út að borða. Kvöldið fór svo í beautytreatment, alhliða. Laugardagurinn var tekinn snemma og aftur farið í powersjop og lunch. Svo var auðvitað matarboðið um kvöldið. Undirrituð sofnaði vært í kjólnum sínum kl.1. Hún vitnar í vodkaskot.
Eðal þynnkuteiti í dag. Allir að þrífa. Horfa a LitleBritain og borðað meira en eðlilegt þykir.

föstudagur, september 23, 2005

Áhrif okkar á framgang mála i heiminum...

Stundum geta litlar breytingar haft svo stór áhrif. Td. hefur stelpa eða strákur út í bæ eða sveit setið við tölvuna sína um daginn og ákveðið að "klukka" e-a vini sína (sem blogga) og biðja þá um að skrifa 5 staðreyndir um sjálfa sig, tilgangslausa eða tilgangsmikla.

Þetta litla klukk stelpunnar eða stráksins hefur haft þær afleiðingar að hundruðir bloggara hafa síðast liðnu daga gefið sér tíma í að líta inná við og ákveða hvaða 5 staðreyndir þeir vilja skrifa á bloggið sitt. Allir þessir bloggarar hafa gefið sér tíma í að ákveða hvort þeir eiga vera fyndnir, persónulegir, frumlegir, sjokkerandi, alveg "venjulegir" etc etc.
Svo hafa þeir líka gefið sér tíma í að ákveða hvaða bloggaravini þeir eigi svo að "klukka".

Merkilegt.

ps. ég hef verið klukkuð 3var. Þýðir það 15 staðreyndir? Halló....hvar ertu þú þarna stelpa eða strákur? Þú þarna frumkvöðull "bloggklukksins"??

þriðjudagur, september 20, 2005

KLUKKUÐ!!!

SúperKaosPilotinn Maríu Rut Reynisdóttur klukkaði mig víst í gær og nú er ég ´ann! Ég á að skrifa 5 tilgangslausar staðreyndir eða upplýsingar um sjálfa mig. Ég á nú ekki erfitt með það, enda gangandi tilgangsleysi í nútímasamfélagi...í dag.

1) Mér finnst stappaður karteflur með smjöri og salti (kannski smá soðin lifrapylsa líka) alveg rosalega gott, sem og haframjöl með kakómalti og mjólk.

2) Mér líður betur í ákveðnum hverfum í Reykjavík. Ég bæði finn það þegar ég keyri inní þau (vellíðunartilfinning) og þegar ég keyri útúr þeim (óþægindi) Og nei, þetta er ekki 101=vellíðan vs.rest=vanlíðan!

3) Þegar ég er í sturtu geri ég allt í sömu röð, alltaf! Andlitskrúbb, sjampó, hárnæring, líkamssápa.

4) Ég er alltaf í shock up nælon sokkabuxum. Mörgum vinkonum mínum til mikillar mæðu en ranghugmyndum mínum til mikillar gleði. Í þeim finnst mér ég grennri.

5) Ég er ekki nógu vel að mér í pólitík og skammast mín smá fyrir það. Hvenær verð ég fullorðin?

Jæja ég hefði sko getað haldið endalaust áfram. En nú verð ég að klukka tvo! Ég ætla að klukka MARÍU RÚN (sem er í e-u silent treatment á blogginu sínu) og FITUBOLLU ÍSLANDS (nú er bara að sjá hvort hún lesi bloggið mitt)

Bæjó

sunnudagur, september 18, 2005

Er komin í jólaskap.
ég læt mig líða áfram, í gegnum hausinn, hugsa hálfa leið, afturábak, sé sjálfan mig syngja fagnaðarerindið, sem við sömdum saman,við áttum okkur draum, áttum allt
við riðum heimsendi
við riðum leitandi
klifruðum skýjakljúfa, sem síðar sprungu upp,friðurinn úti ,ég lek jafnvægi
dett niður
alger þögn, ekkert svar


en það besta sem guð hefur skapað
er nýr dagur

Á MORGUN byrjar ný vika, eftir eina og hálfa viku fer ég til vilnius, litháen. Eftir tvær og hálfa er ég að hugsa um að koma heim til íslands.

Takk Sara fyrir frábæran sólarhring. gott að analyzera, gott að borða, gott að drekka rautt, gott að segja lélega brandara, gott að dansa, gott að p***pa, gott að glápa á ammmmrískan raunveruleika, ekki svo gott að kveðja og vita ekki hvenær við rössumst næst....

fimmtudagur, september 15, 2005

KaosPilot vikan min

Þessi vika hefur verið mögnuð finnst mér.

Okkur hérna í KaosPilotinum hlaust sá heiður að fá til okkar (að ég held) bestu fyrirlesara í heimi til að segja okkur frá töfrum leiðtogaheimsins. Fyrst kom Miss Bliss Brown frá Chicago sem sagði okkur að einblína á það jákvæða í heiminum. Eftir 2 daga með henni fórum við svífandi heim og áttum heiminn.
Svo kom Ketan! Hann er svartur, stór maður frá Suður Afríku. Hann var svona eins og þjálfari sem kemur inní lélegt körfuboltalið í svörtu fátæku hverfi í NewYork...og gerir það að því besta.Get the picture? Öskraði á okkur og hakkaði okkur í sig. Einn bekkjarbróir minn pissaði næstum því á sig. Hann einblíndi sko ekki á það jákvæða. Eftir einn dag með honum kom ég heim og gubbaði. Hausinn á mér gat ekki meir.

En svo vorum við með Ketan aftur í morgun. Og jú jú, þetta kom svo allt heim og saman. Alveg eins og í Hollywood! Þessi niðurlæging hefur sinn tilgang. Okkur líður núna eins og state champion. Stundum er það þess virði að fara út fyrir þægindarþröskuldinn sinn.

Það er svo bara fínt þarna fyrir utan. Ég ætla að fara oftar þangað.

Bæjó

sunnudagur, september 11, 2005

Teenage Mutant Ninja...

Bara til að hafa það á hreinu að:
Donatello-fjólublátt
Leonardo-blátt
Rafaelo-rautt
MicheaelAngelo-appelsínugult
ok en nú þarf ég að fá að vita hver var með hvaða vopn? Ok?

Nú en hjér á Vesturgötunni búum við Kamilla Ingibergs, frá Kebblæk, saman og erum í þessu jú farsælasta hjónabandi sem sögur fara af. Upp kemur söknuður ef svo mikið önnur okkar fer á klósettið. Eftir skóla förum við og verslum inní dýrindismáltiðir, eldum, vöskum upp og leikum okkur svo smá. Playful er fallegt gildi í lífinu. Þó svo að Kamilla mín velji balance þá vel ég risktaking gildi. Mætti samt alveg taka fleiri áhættur kannski?
Í okkar hjónabandi fáum við að velja okkur lög sem minna okkur á hvor aðra. Það bætist nú kannski í safnið á hverjum degi en það er bara gott.

En já, helgin byrjaði ágætlega. Kannski aðeins of mikið af hinu góða, hinu góða sem við köllum bjór. Úff. Stundum sér maður bara ekki alveg mörkin. 1 dagur 2 dagar... Gaman að þessu! En þá flýr maður bara á brotti vettfangs og ælu og fer í fjölskylduferð til Álaborgar. Haustgrill Íslendingafélagsins var haldið í gær. Mætti þar sem 5 hjól Önnu Siggu og fjölskyldu. Fyrsti maður sem ég hitti í Álaborg var æskuskotið Biffi, ásamt konu sinni og barni. Ómetanlegt ríuníon:)

Nú byrjar ný vika. Hún verður góð. Ég bara veit það! Einfalt.

Bæjó

ps. héðan í frá ætla ég að velja mér karl útfrá rödd. Helst á röddin að vera líka Samuel L. Jackson. Svo ætla ég að vera ossa ossa óþekk og þá mun hann skamma mig... Einfalt?

mánudagur, september 05, 2005

tónlistin ó tónlistin

Alveg magnað hvað tónlistin hefur mikil áhrif á mann. Í einu lagi eru kannski 1000 minningar og þeim fylgja 10.000 tilfinningar. Ég veit ekki hvernig tónlistarsmekk ég er með en hann er minn. Og hann er hluti af mér. Þau lög sem mér þykir vænt um eru hluti af því sem ég er með í farteskinu mínu, kom þaðan, erum hérna og förum þangað. Sum lög þýða meira en önnur. Skrýtið hvernig þetta tengist allt. Og lyktin, það má ekki gleyma henni.

Stundum er erfitt að hlusta á tónlist sem einu sinni veitti manni gleði. Því núna fær maður hana ekki lengur. En ég las áðan svo merkilega línu: "Ekki gráta af því að því er lokið, brostu af því að það gerðist."

Og ég ætla að gera það!


Vá hausinn á mér er stútfullur af hugsunum og hjartað af tilfinningum. Held ég ætti að snúa mér að dagbókinni minni frekar en að vera að reyna e-ð hérna á vefnum.

sunnudagur, september 04, 2005

Svo braust sólin í gegn...

...og allt varð bjart á ný! Bara ofbirtu bjart eiginlega!

Guð skapaði nýjan dag og stillti á þemað "hrós" í mínu nánasta umhverfi. Allir höfðu gífurlega þörf til að hrósa mér fyrir allt og ekkert. Og við sem meðvirk erum vitum hvað það er alltaf ljúft. Hrós á maður að geyma. Og safna.
Allt það sem var bölvað í síðustu færslu gekk upp næsta dag. Námslánin koma inn á morgun, festuge er hætt, langir skóladagar borguðu sig og í staðinn gerðum við í Team11 frábæran föstudag fyrir hið nýja Team12. Ég var tipsy frá 11.00 um morguninn til 4 um nóttina og átti mörg gleði-climax augnablik. Ómetanlegt. Það er ó svo gaman að gleðja aðra!

Núna er sunnnudagur og það er hádegi. Samt sem áður erum við KahamillaVanilla búnar að taka alla íbúðina í gegn. Ó hvað það er frábær tilfinning. Í dag er það bara lærdómur, bækurnar bíða og verkefnið mitt á að vera komið lengra en þetta... En súperKaosPilotinn ég mun rúlla þessu upp.

Svanhvít er orðin jafngömul vinkonu sinni (mér) frá og með deginum í dag og við sem elskum hana óskum henni hjartanlega til hamingju með daginn. >kosssssshhhhhYfirHafið<

miðvikudagur, ágúst 31, 2005

Þegar allur heimurinn er a moti manni þa:

-neitar fokkingsLÍN (óvinur íslenskra námsmanna) að greiða manni umsamin námslán af því að hann hefur ekki fengið eitthvað fokkings årsoppörelse frá danska skattinum
-neitar fokkings danski skatturinn að prenta út þetta årsoppgörelse af því að maður þénaði ekki neitt
-nennir danski skatturinn ekki að tala við mann því að maður talar bara ensku og gerir allt til að losna við mann úr símanum
-gleypti e-r fokkings hraðbanki danska greiðslukortið manns
-verður maður að vera 14 tíma í skólanum
-fær maður engan kvöldmat vegna anna í skólanum
-býr maður í miðbænum þegar það er "festuge" (partyvika), og 3 mismunandi tónleikar í kringum húsið manns;
-lúðrasveit, ALLTAF, er e-r sem fílar lúðrasveitartónlist???
-e-r koverbönd sem syngja "simply the best" og "mustang sally" á repeat
-gamlir rámir menn sem eiga heima á octoberfest í þýskalandi að tralla ömurleg lög...á repeat!
-er maður á degi 17 í flensu og viðbjóði
-er maður með geitungabit og ofnæmi fyrir því þannig að handleggurinn er rauður og bólginn

OJ hvað ég er pirruð!!! drottin blessi pirraða...

það besta sem

guð hefur skapað

er

nýr dagur...

bæjó

þriðjudagur, ágúst 30, 2005

SeptemberSjálfsálitið

Hver kannast ekki við tilfinninguna sem maður fær í upphafi skólaárs? Já svona þegar metnaðurinn er hærra en í hámarki og plönin um að læra heima alla daga eftir skóla, skrifa allt hjá sér og lesa meira en ætlast er til...
Undirrituð er nákvæmlega á þessum stað núna. Ég trúi því af öllu hjarta að ég ætli að vera svona í allan vetur. Svona eins og þegar maður er búin að taka allt í gegn heima hjá sér og ætlar ekki að leyfa neinum viðbjóði að komast á legg...bara svona halda þessu jafn og þétt við.

Metnaðurinn minn nær nú samt greinilega ekki mikið lengra en það að ég sit hér að skrifa þessar blessuðu línur inná þetta blogg...frekar en að vera að lesa. Er ekki í lagi með mig? Bókin (já og dansk-íslensk orðabókin) liggur hérna við hliðina á mér og ég fékk þessa gífurlegu þörf til að blogga. Hvað svo?
Kannski reykja eina sígarettu? Setja í vél?

hvar er aginn?? halló

föstudagur, ágúst 26, 2005

Og svo...

byrjaði ég í skólanum aftur eftir gott sumarfrí. Mætti í morgun rétt á slaginu 9, mygluð og ósofin eftir maraþon ferðalag og skemmtilegt næturspjall þegar heim var komið. Var með smá sting í maganum þegar ég gekk í rigningunni leiðina mína í skólann í morgunn. Allt í einu vissi ég ekki hverju ég ætti von á (maður veit reyndar aldrei hverju maður á von á í þessum skóla) en svo þegar ég gekk inn biðu 35 hressandi faðmlög og allir voða glaðir. Fékk svo að vita líka að við erum að fara öll saman til Litháen eftir 3 vikur. Veih!

Núna er ég semsagt byrjuð á mínu öðru ári í þessu blessaða flugnámi mínu hérna í árósum. Kamilla kom í kvöld ásamt fríðu föruneyti og við vorum með dinner. Guðni kærastinn minn eldaði á meðan við Kamilla komum öllum 3 tonnunum hennar fyrir í yndislega herberginu okkar.

En núna er ég eiginlega sofnuð
Góða nótt
Bæjó

miðvikudagur, ágúst 17, 2005

Og nu fer þetta að verða buið aftur...

Í dag byrjar formlega síðasta vikan mín í sumarfríinu 2005. Í dag er líka fyrsti dagurinn af framtíðinni svona ef maður vill vera djúpur. Skrýtið að búa svona í tveimur heimum. Ég er heppin, ég þekki svo marga skemmtilega og marga ögrandi. En stundum er smá tætandi að geta ekki verið á tveimur stöðum í einu.
Einn dagur í einu, einn dagur í einu....


1.september ætla ég að byrja að nota bók sem Kolla gaf mér þegar ég var svo dullleg að klára 1.árið mitt í KaosPilot. Þessi bók ber nafnið "This book will change your life". Á hverjum degi á maður að gera verkefni uppúr bókinni...og eru þau flest að því tagi að maður hefur aldrei gert neitt slíkt áður. Sem er gaman. Það er gaman að gera e-ð nýtt á hverjum degi. Milla ertu með?


Það ringdi svo mikið aðfaranótt sunnnudagsins sl. og ég var e-ð að álpast úti heillengi í henni (rigningunni) og blotnaði í fæturna. Þetta er þá rétt!! Ég varð veik á sunnudagskvöldið fyrir vikið. Amma sko! Hún hefur alltaf rétt fyrir sér. Ætli garnirnar flækist ef maður rúllar niður brekku? Festist ljóta grettan á andlitinu ef ég held henni nógu lengi? tjékkit!
En já, ég er ennþá veik. Fyrst kom bólga í hálsinn og þegar hún fór mætti horið á staðinn. Búin að sjá 2 seríur af SexAndTheCity á 1,5 sólarhring.

Jæja þetta er bara komið nóg núna. Þið sem hafið kvartað yfir bloggleysi..vona að þetta sé fínt:)

ég og fiðrildin sem mættu óvænt í mallann minn biðjum að heilsa öllum...

þriðjudagur, ágúst 09, 2005

Kvillarnir minir

Ég er með fjörfisk í vinstri handlegg, svona ofarlega. Alveg á bingósvæðinu. Ég horfi bara á þetta svæði bömpa og bömpa. Ég er að reyna að ímynda mér að þetta sé handleggurinn að mjókka og forma sig. Sú tilhugsun getur látið mig umbera þetta, annars er þetta nefnilega frekar óþægilegt. Svo hef ég verið í áskrift af sinafráttum í vinstri Og hægri kálfa sl. vikur. Og engum smá dráttum sko. Ég þjáist alveg af harðsperrum í nokkra daga eftir einn slíkan.

Ég er búin að vera að mana mig uppí að hringja í danska skattinn í 2 vikur núna en þetta símtal er farið að halda fyrir mér vöku. Því meira sem ég fresta því, því hræðilegra finnst mér það. Ég tala ekki dönsku og þarf að fá ársyfirlit sent til íslands, og þarf að útskýra þetta á ensku. Ég er búin að ímynda mér að ég fái samband við eldri konu sem talar nánast enga ensku og ég þarf að stafa nafnið mitt og heimilsfangið mitt og allt fari í rugl og þetta fari í hring eftir hring og ég endi bara með því að fara að grenja. Því ef ég fæ þetta yfirlit ekki lætur LÍN mig ekki fá námslánin mín.

Bíður e-r dönskumælandi sig fram að þykjast vera ég í nokkrar mínutur??

mánudagur, ágúst 08, 2005

Test

GSMblogg prufa
This is a test message

AAgggaaahhh have i got news for you!!!

Ég hef lengi vel sagt að mér finnist disco slagarar ömurleg tónlist og því er ég í félaginu "Eyðum Discó"(ég og Harpa, tek við skráningum í diljaa@kaospilot.dk). Okkur gengur samt ekkert sérstaklega vel því ennþá heyri ég lögin "it´s raining men og i will survive" allavega svona einu sinni í viku eða oftar. Þessum lögum hafa verið svo tröllnauðgað árum saman að ef að þau hefðu persónuleika vildu þau helst deyja. Þess vegna finnst mér rétt að athuga stöðu líknardráps á tónlist. Byrjum á þessum lögum og höldum svo áfram.

En það ringdi homm homm og less less um helgina, mikið voru þau stolt af sér. Mikið var ég stolt að eiga homma og lessu vini. Þau eru svo litrík og hress e-ð. Gay-Pride er frábær hátíð og því fannst mér og mínum tilvalið að lyfta sér aðeins upp. Stúlkan fór með slöngulokka og glimmer í troðið houseparty hjá 2 hommum sem hún kann ákaflega vel við. Svo var farið og tjékkað á stað sem ég hef aldrei komið inná áður, stofan sú er kennir sig við Öl. Mjög gaman, stigin komu í hrönnum og fleiri sem gerðu sig tilbúna til að verða stig með misgóðum aðferðum. Kúkar.

Svo var eftirpartý, mikið er langt síðan að ég fór í eftirpartý. Gaman þegar fólk nær vel saman og segir skemmtilegar sögur...


"...með skinku á kynninni ryksýg ég og syng einu línuna í laginu sem ég held mikið uppá, fer svo og fæ mér rándýra nautasteik með expressó"....var meðal annars umræðuefni kl. 8 á sunnudagsmorgninum 07.ágúst.

fimmtudagur, ágúst 04, 2005

miðvikudagur, ágúst 03, 2005

EIN MEÐ ÖLLU

Ég er ein með öllu og fór á eina með öllu á Akureyri sl. helgi. Fékk mér eina með öllu nema hráum á einni með öllu.
Það virðist vera mikið í tízku núna að finnast glatað að fara í útilegu um Verslunarmannahelgina og smart að vera bara í arty stemmningu í Reykjavík. Þar sem ég er svo ímyndartýnd að þá fannst mér það líka um daginn. En sló nú samt til að hendast norður frá fös til sun. Sé sko ekki eftir því...

Við Harpa vorum mestmegnis einar...en með öllum. Eignuðumst nýja vini á aldrinum 5 -55 ára. Áfengi gefur manni þann kraft að þora að segja svona nýjum vinum frá öllu, syngja með þeim biblíusöngva og fara með þeim á rúntinn á milli Sjallans og Oddvitans. Svona eykur nánd á milli nýrra vina.
Á daginn vorum við svo í dekri hjá fjölskyldu Hörpu á tjaldstæðinu í Kjarnaskógi. Í staðinn fengu þau allt okkar slúður beint í æð. Slúðrið var svo hrærandi að tárin bara láku og músik í stíl við tárin.

Ég veit að þetta er svona undir rós blogg....Maður má bara ekki alltaf vera name-droppandi. Þótt það liggi auðvitað (eins og alltaf) svo beint við....

Dýrka að vera ég!

mánudagur, júlí 25, 2005

Frægt fólk

Ég má til með að segja ykkur að þetta sumar er búið að vera mjög gott hvað varðar status á samskiptum mínum við frægt fólk. Ég tala allavega e-n frægan á hverjum degi og alltaf bætist við símanúmerin í GSM símanum mínum. Frægt fólk er einfaldlega bara miklu áhugaverðara en almúgurinn (kúkur). Um daginn sat ég á ölstofunni við stórt borð og það sat eiginlega bara þjóðþekkt fólk við þetta borð. Ég get ekki líst tilfinningunni en mér fannst ég svona meira töff að vera þarna hjá þeim. Var að vona að sem flestir kunningjar (frægir og ófrægir) myndu sjá mig.

Ég veit samt ekki hvernig þetta endar því ég á alveg ógeðslega marga vini og margir hverjir í þeim hópi sem ekki eru neitt frægir. Því fleira frægt fólk í vinahópnum mínum því minna langar mig að þekkja almúgakrakkana. Þegar ég er með þeim er ég alltaf að hugsa: "bíddu hefur þú verið í blaðinu, eða á sviði eða sungið inná plötu"????
Fræga fólkið hefur alltaf e-ð skemmtilegt að segja, oft einmitt sögur af örðru frægu fólki eða bara af sjálfu sér. Elska góðar namedropp sögur, gæti lifað á þeim!

Sérstaklega þegar ég segi þær....

bæjó

föstudagur, júlí 08, 2005

Götubor og malbikunarsög

Á meðan í heiminum ólga stríð og framin eru hryðjuverk í metravís er ég í mínu persónulega stríði. Innra stríði. Ekki innra í merkingunni að ég eigi í vandræðum með sjálfa mig (ekkert að hjá mér!) heldur er ég í stríði við menn sem vita ekki að ég er í stríði við þá. Þess vegna tek ég að mér að svara fyrir þá í hausnum mínum og reyndar skjóta hausana af þeim...í hausnum mínum líka.

Þessir menn, sem mér finnst vera helsta ógn mín og mitt stærsta vandamál, byrja alla virka daga kl.8 á því að bora í götuna eða saga götuna með sög og undir er útvarpið í botn. Mér finnst þetta kalla fram hræðileg hljóð og hafa margir dagar byrjað hálfgrátandi af þreytupirringi og gremju. Í svefnslitunum hef ég planað heilu ræðurnar á þá og eitt sinn gekk ég svo langt að kæra þá (í hausnum mínum eins og vanalega)

Það magnaðasta við þetta project er að um leið og ég fer á fætur (milli 9-11) þá hætta þeir að bora eða saga. Þá verður bara allt friðsælt og stillt. Núna er ég lasin og er því doldið að henda mér við og við uppí rúm til að svitna og aumka mér. Alltaf, ALLTAF um leið og ég leggst uppí byrja þeir að bora eða saga!

Hvers þarf ég að gjalda? Hvað hef ég verið að gera rangt í fyrri lífum sem ég er að greiða fyrir núna?

_______________________

En á meðan ég kvarta um götubor & malbikunarsög eru magnaðar manneskjur að berjast hetulega við erfiða tíma, mis erfiða. En er ekki allt erfiðast hja manni sjálfum?

Matta, MajBritt, Tinna , KataErlings og Gréta (sem ég þekki ekki neitt) en hugur minn er hjá ykkur sem og öllu fólkinu í London. Leiðinlegt að helstu leiðtogar heims fái að vera svona lengi í kabbójaleik.

miðvikudagur, júní 22, 2005

Gef oss i dag vor Antony and the Johnsons

því það er ó svo falleg tónlist sem þetta fólk býr til. Nú er ég tilbúin til að frelsast. Gefa mig alla. Almáttugur ég flýt, ég svíf. Ég er svo væmin og er svo hátt uppi. Annað eins hefur sjaldan siglt inní eyrun mín, niður í hjarta og svo allan líkama!
Svona gerist ekki oft. Gerðist síðast þegar ég var í Háskólabíó þegar SigurRós spilaði sína tónlist...

Þar hafið þið það. Ég verð þessi sem tekst á loft á NASA 11.júlí nk.


Þetta er Diljá Ámundadóttir sem ritar þessi orð, miðvikudaginn 22.júní.
Daginn sem hún púðraði á sér ökklana til þess að þeir myndu sýnast smá brúnir í kvöldsólinni.

mánudagur, júní 20, 2005

ísland smisland

Tíminn líður hratt á íslandi, alltaf nóg í boði og mikið að skemmtilegu fólki! Fyrstu dagar mínir hérna hafa mest megnis farið í fjölskyldupartý og svo hafa læðst "nokkur" djömm þarna inná milli. Ég hef ekki enn hitt alla, ég hlakka mikið til að hitta 2 splunkunýja gutta og kjassa þá aðeins. En ég er ekki ennþá búin að fara í sund.
Svo er maður að fara að grúppíast aðeins og því fylgja nú ákaflega smart fundir og plöggerí;) Annars er nú Ísland alltaf samt við sig. Fallegar sumarnætur og góð sumarlykt eru að skora stig hjá yours truly.

Bæjó

miðvikudagur, júní 08, 2005

eg hef her med lokid minu fyrsta ari i kaospilot skolanum
stolt kynnti eg og vardi verkefnid mitt i morgun. og thad eftir 1,5 tima svefn! utkoman var 8 og mjog gott feedback fra domurunum. enda er feedback minn skali a thad sem eg læri...ekki einkunn
nuna er thessu akvedna verkefni lokid her, en vid skulum sja hvort island fai kannski ad njota afrakstursins i sumar.
ja kemur i ljos

nuna:
batur til koben, miss kamilla, sol, solgleraugu og bjor i koben, svo....island:) elsku islandid mitt.

sunnudagur, júní 05, 2005

Sunday Bloody Sunday

Helgin ad verda buin eftir nokkrar klukkustundir. Get ekki sagt annad en ad thetta hafi verid hin finasta helgi bara.
Eldhusparty herna hja mer a fostudagskvoldid. Flugeldar a midnætti og dansad uppa stolum.God tonlist spilud ur 3 mismunandi bleikum iPodum og truno i hverju horni. Multifunctionalt eldhus. Sukkuladiverksmidjan er eins og skolaball KaosPilota allar helgar og var festad thar eftir eldhusid, festad eins og ad jordin væri ad farast daginn eftir.

En hun forst ekki sem betur fer. En ef hun hefdi verid hausinn a mer,hefdi hun hinsvegar daid i gær. Sem betur fer er eg umvafin bornum Guds, sem elda egg og bacon handa islenskum thunnildum og syna theim kinverskar biomyndir og thyda thær jafnodum i thokkabot.

Ja og svo get eg sagt ykkur thad ad eg er gift kona. Hann heitir Henrik og er sænskt kyntroll. Vid giftum okkur a fimmtudaginn en sambud okkar hofst lika thann daginn. Vid eigum i afskaplega væmnu og fallegu hjonabandi. Segjum "honey Im Home!" og hitum te fyrir hvort annad og setjum extra mikid lavender hunang..."lots of honey for you honey". Svo er madurinn minn svo duglegur ad thrifa og thvo lika. Æ eg gæti bara ekki verid hamingjusamari.

Vid ætlum samt ad vera i opnu sambandi i sumar.

...sjaumst eftir nokkra daga min kæra islenska thjod:)

fimmtudagur, júní 02, 2005

Gamansemi gudanna...

...vedurGudinn yfir Årosum nadi heldur betur ad gabba okkur sl vikur. Vid herna nidri trudum thvi ad sumarid væri komid og allir brosandi og pirandi augun i solinni, med bondafar solarmeginn og flagnad nef. Kannski nokkrar freknur.
En nuna.... Hann rignir og hann er svo grar. Svo er einfaldlega bara kalt. Ledurstigvel komin i stadin fyrir flippflapps og sid kapa i stadinn fyrir gallajakkann. Ef eg væri timavillt tha myndi eg segja ad her væri haust.

En eg er ekki timavillt. Eg er manneskja sem sligast afram a sidustu bensin dropunum ad klara fyrsta ars lokaverkefnid sitt. Thann 8 juni er 1.ari minu i KaosPilot skolanum formlega lokid. Mjog blandadar tilfinningar gagnvart thvi.
Fegin, meyr og lika sma hraedd.

Svo datt tolvan min i fyrradag og meiddi sig alveg oskaplega mikid. Nuna er hun bara i coma greyid og verdur i coma thangad til Eplafolkid a Islandi getur kannski gefid henni lifnadarpillu. Mjog dyr lifnadarpilla...uff
En af thvi ad væmni greinilega borgar sig ad tha er eg svo lukkuleg ad eiga svo fallegt folk i kringum mig, en adur en eg vissi af stodu mer 3 tolvur til boda til ad nota thangad til eg fer uppeftir. Svogodirvimmig!!

Jæja eg ætla ad fara og borda egg en thar sem eg hef valkvida a hau stigi vardandi litlar akvordunartokur get eg ekki akvedid mig hvernig eg ætla ad matreida eggid og er buin ad fresta thvi i klt nu thegar.

Bæjo

mánudagur, maí 30, 2005

Living on the edge

Svona rétt fyrir verkefnaskil, þegar stressið nær hámarki og mætir þreytunni á hápunktinum sér maður ekki hvað maður er að láta hafa sig útí og spyr sig jafnan að því hvort að þetta sé þess virði. Á augnablikinu sem maður skilar af sér getur maður svarað þeirri spurningu og er svarið mitt JÁ!

Mitt augnablik var áðan. Síðast liðnu dagar hafa verið la-hangir og hefur maður þurft að berjast við margt fleira en augnalokin. Hópavinna tekur rosalega á! Maður þarf stanslaust að standa á sínu og selja skoðanir sínar.

Fór eftir skilin áðan að hitta Herborgu og fjölskyldu á útikaffihúsi, en stúlkan sú arna var að umbreytast í formlegan arkitekt. Hvorki meira né minna! Það var frábært að koma úr ringluðreiðinni í skólanum og deila gleðinni með þeim. En núna ætla ég að taka einn góðan powernap....svona áður en fagnaðarlætin byrja hjá KaosPilotunum:)

fimmtudagur, maí 26, 2005

values, goals, focuspoints, facts, awareness, conclusions, frame, network, media, partners, attention, information, succes criterias, vision, budget,

...þetta eru orðin sem ég heyri mö-hörgum sinnum á dag. Fjúka eins og vindurinn hérna um vinnustofuna okkar. Tíminn líður að mér finnst örlítið of hratt. Ég kem í skólann snemma á morgnana. Kem heim seint á kvöldin og fer beint uppí rúm. Reyni að sofna en heilinn er alveg á fullu. Í draumunum vinn ég áfram...kannski aðeins öðruvísi verkefni. En þeir eru ágætir.

Sumarið situr og bíður spennt eftir mér. Það er nú alveg rosalega hlýtt hjá okkur hérna í Árósinni í dag. Við förum stundum út og þykjumst vera í sólarlöndum. E-a hluta vegna förum við alltaf að tala Rússnesku í "sólarlöndunum" okkar. Áhugaverð tenging.

Hver dagur er Rússibani; þegar það er gaman er það sko gaman, þegar ég er pirruð þá er ég líka að springa.

Þetta kallar maður hópavinnu.

þriðjudagur, maí 24, 2005

Vejrudsigt de kommende dage

i dag 16°
onsdag 20°
torsdag 23°
fredag 25°
lørdag 30°
søndag 21°

já þetta er Jótland í dag!

Þar bý ég víst...En ég þarf að vera innipúki því nú nálgast deadline og nóg að gera. Já maður fær það í hausinn þegar maður hefur eytt 3 vikum af 6 í að ákveða sig. En það eina sem maður getur gert er að læra af því. Og brosað. Það gerir allt svo gott

Fyndið að hugsa til þess að ég verði komin heim til Íslands eftir 15 daga.

En núna er kl.6.30 og ég er vöknuð. Ætlaði í leikfimi en fattaði svo þegar ég var glaðvöknuð og tilbúin að það er bara opið þar frá 8.00 (ekki svona neytandavænt eins og heima semsagt). Ég ætti kannski að reyna að leggja mig aftur. Já...

fimmtudagur, maí 19, 2005

Það er hvitt lamb

sem hangir hérna á laptoppinum mínum. Það svona klofvegar yfir skjáinn hægra meginn. Það er svo mikil svona hræðsla í augunum á því. Svona ef maður horfir beint framan á það.
En allavega við hérna í lokaverkefnishópnum mínum notum þetta lamb sem inspíreisjón. Ekki hef ég tengt sköpunargleði mína beint við sjálft lambið en gleðin hefur verið þó nokkur þannig að það hlýtur að gera sitt gagn að hafa það hérna hjá okkur. Ef maður þrýstir á magann á lambinu með þumli og vísifingri þá prumpar lambið. Samt bara svona silent but deadly prumpi. En ekki deadly eiginlega, bara silent...

Í dag er ég búin að stela öllu því sem eg hef borðað. Ekki stela stela. En ég hef bara tekið það sem ég hef fundið hérna í skápum og ískápi hérna í skólanum. Og þvílíkar herramannsmáltíðir sem ég hef reddað mér! Maður verður bara að þora að taka smá áhættur og gera það besta úr hlutunum. Ég er ekki með samviskubit yfir að hafa tekið þetta. En jú samt tvennt: á því stóð "DO NOT EAT ITS MINE!"

En vissuð þið að það er mjög gott að borða mintupillu og rúsínur saman? Kannski bara nýja júrósnakkið? jú jú

Ein spurnig. Hvað eru margir júróvísjón veðbankar? Okkur er nefnilega ALLTAF spáð mjög hátt í e-um veðbönkum. Eru ekki bara fjölmiðlar að sortera út það sem hentar þeim? Hver man ekki eftir ANGEL á leiðinni í 1.sæti í Parken?
En já það gleður mig mikið að íslendingar hafi jákvæðnina sína sem fararbroddur! Við finnum sko party við öll tækifæri og höfum gaman af...

Er það ekki það sem lífið snýst um? Líða vel og hafa það gott...

miðvikudagur, maí 18, 2005

Ef eg læt þessa færslu verða að veruleika...

...hef ég alltaf, frá upphafi þessarar síðu, látið vita þegar ég hef borðað sushi. Já nýr heimur hefur opnast, því í dag sé ég að ég þarf ekki að fara á rándýra staði til að fá 5 bita af uppáhalds matnum mínum. Ég og Hanna (sem er með mér í lokaverkefnishóp) skelltum í nokkra bita í gær. Sátum svo uppí rúmi og horfðum á Christina Agulera maraþon á VH1 og borðuðum á okkur sushigat. Sem er gott, því sushi er hollt.

Lokaverkefnið gengur vel. Það er gaman að vera til. Og Öddi ég elska þig líka. 3 vikur og einn dagur þangað til ég kem heim.

Bæjó

þriðjudagur, maí 17, 2005

Var að fatta...

-að ef ég kæmi í blöðunum þá væri talað um mig sem KONU Á ÞRÍTUGSALDRI (allt í einu stakk það mig e-ð...)
-að þó ég sækist ekki eftir gæjum sem eiga peninga, því að sjálfsögðu get ég séð um mig sjálf, þá nenni ég ekki að eiga kærasta sem er alltaf skítblankur og sníkjandi
-að skriftin mín er miklu verri í dag en hún var í denn
-að vampírutennurnar mínar eru ótrúlega óaðlaðandi
-normenn taka þjóðhátíðardaginn sinn meira hátíðlegan en við íslendingar (veit að þessi setning passar engan vegin..)
-að það er mjög auðvelt að hafa áhrif á söguna
-að mér finnst mjög leiðinlegt að pissa
-að borgarstjórnin í Árósum er mjög ófríð (nema kannski skólastjórinn minn, hann er sjarmerandi)
-að ég er svo bara gallharður feminsti inn við beinið
-að ég er svo þreytt núna að ég hreinlega get ekki pikkað meira hérna inná þessa bloggsíðu mína

Ætla í gymmið
Bæjó

sunnudagur, maí 15, 2005

Vamm bamm thank you mam!

úss og svei, nú er MajBrittin bara farin aftur. Ég get sko lagt aðeins dýpri merkingu í orðatiltækið "time flies while you are having fun" núna. En fyrir afar áhugasama vil ég benda fólki á HÁS síðuna hérna til hægri, en þar rituðum við hápunkta ferðarinnar.
Takk fyrir komuna elsku Britney mín. Alveg ofsalega góður gestur!

Jæja í gær átti sér atburður stað sem hefur ekki átt sér stað í 10 ár! En jú Diljá Ámundadóttir festi kaup á gallabuxum!
Þetta voru snögg kaup, en ég finn á mér að þau séu góð kaup. Fyrst að visa kortið var orðið heitt ákvað ég að kaupa mér sumarpils líka, en ég hafði fallið fyrir einu fyrr um daginn. Því miður var sú búð lokuð þegar ég kom með kortið á lofti og drauma um sumarstúlkuna Diljá í gipsypilsi og tátiljum. En hún opnar aftur á morgun....

Það er víst HvítaSunnuHelgi en það fer víst fram hjá mér eins og allir frídagar núorðið. Skólinn kallar lokkandi orðum um lokaverkefni, og ég hlýði. Auðvitað.

Þegar ég vaknaði sá ég að stórvinkona mín, Lafði Svanhvít hafi reynt að tala við mig á MSN á meðan eg svaf:

svaf í geymslunni says: (08:15:25 AM) <--------------------*heheheh*
   dilla ert tu vakandi eg var ad lenda i einu rosa frikudu
svaf í geymslunni says: (08:15:39 AM)
   langa svo ad tala en allir eru sofandi
svaf í geymslunni says: (08:16:00 AM)
   tetta er eiitt tad skritnasta sem eg hef lent i
svaf í geymslunni says: (08:16:56 AM)
   tetta bætir soguna um hoslid med *ritskoðað* um 1000% tu munt alldrei trua tessu
svaf í geymslunni says: (08:17:00 AM)
   hahahahahahahahahhaah
svaf í geymslunni says: (08:17:30 AM)
   send mer sms tegar tu vaknar og eg segji ter sögu
svaf í geymslunni says: (08:17:44 AM)
   va hvad lifid er klikad

Þar sem ég er HRÚTUR og alveg óENDANlega forvitin manneskja er þetta að fara með mig!
Takið eftir MSNnafninu hennar. Það er saga föstudagskvöldsins sko. OldShitt news!
En ég bíð þa bara sveitt eftir nýustu fréttum að heiman.

Þangað til ætla eg í gymmið og kannski sitja smá í sólinni. Svo í skólann...

Bæjó

fimmtudagur, maí 12, 2005

Í kvöld...

sushi að hætti KaosPilota og MajBrittar í öllu sínu veldi. Sushi í öllu sínu veldi sko, en líka MajBritt.
En samt ekki alsber sko;)

Lífið er gott

Bæjó

miðvikudagur, maí 11, 2005

Hádegismaturinn í dag...

tyrkneskt brauð,
hummus,
ferskir tómatar,
papríka,
avocato,
soðin aspas dýfður í sítrónusafa
og í eftirrétt var ferskur mangó.



Klukkan 17.08 kemur elsku Maj-Britt mín til Árósa. Mikið er ég spennt!!

meira seinna...

bæjó

þriðjudagur, maí 10, 2005

Það er tvennt

sem mér finnst alltaf fyndið. Get alltaf hlegið og hlæ alltaf ef:

-einhver þykist vera að labba niður stiga fyrir aftan/framan glugga, eða svona lyftu act. Besta ef er ef manneskjan lítur svona á klukkuna fyrst.
-ef Japani segir L í staðinn fyrir R. Hlæ alltaf!

Já svona einföld er ég víst. Það eru líka litlu hlutirnir sem skipta máli.

Svo hlusta ég líka á lög á repeat og get gert það tímunum saman. Verð alltaf jafn ángæð þegar ég hitti annað fólk sem getur það og við gerum það saman.

Svo já, ég verð líka ángæð þegar ég hitti fólk sem sofnar í bíó eða yfir bíómyndum. Og fólk sem finnst LOTR leiðinlegt líka.

Svo gott að vera ekki einn í heiminum....

mánudagur, maí 09, 2005

harðsperrur...

hafa tekið öll völd í líkama mínum og þar af leiðandi hef ég fengið nýjan göngustíl, og svona bara milli mín og þín að þá er hann eins langt frá því að vera kynþokkafullur og rassinn á páfanum nýbakaða.

Helgin hin nýafstaðna byrjaði vel og allt leit út fyrir að heilbrigði og hollusta yrði þema hennar. Á laugardagskvöldið tók hún hinsvegar U beygju og heilsuprinsippið fór út um gluggann. Við tók kampavíns- og hvítvíns- og "vodka í slush puppy" drykkja. Ég fór í boxkeppni og tók hana kannski aðeins og alvarlega. jú því innra með mér býr svo miklil reiði ehhehe
Svo rúllaði ég snemma heim og ákvað að koma við hjá nágrönnum mínum í ALIBABA grill. Hélt að ég hefði týnt veskinu mínu þarna inni og hélt neyðarfund með aröbunum þar og lýsti fyrir þeim að ég gæti ekki lifað án iPodsins míns né símans. Allir settir í málið! Í staðinn fékk ég bónorð og loforð um gott líf með Aröbum.
...taskan var svo bara í stigaganginum heima. Og ég er ennþá einhleyp.


Manic Monday í höfuðstöðvum KaosPilota. Við kennum slush puppy vodkanu um.
Lokaverkefnið heldur samt áfram, nokkrir hafa yfiðgefið Árósar og hafa farið til NewYork, Tallin, Noregs og Köben. Við hin sem erum hér eftir ætlum að gera það besta úr hlutunum...

Bæjó

föstudagur, maí 06, 2005

Nauðsynlegar og svo ekki mjög svo nauðsynlegar...

fréttir af Diljá Ámundadóttur, fyrrverandi Rokklingi (af lífi og sál) og tilvonandi KaosPilot.

-Ég er búin að ákveða að föstudagar eru pilsadagar. Alltaf gaman að hafa reglu á hlutunum. Einu sinni voru allir dagar pilsadagar hjá mér. Núna liggja pilsin mín bara inní skáp og bíða eftir fækkandi kílóum.

-Ég er búin að kaupa miðann heim í sumar. Lendi rétt fyrir miðnætti á afmælisdag Ömmu Ransý (eða er það Rannsý?) eða 9.júní. Það er fimmtudagur. Förum að skipuleggja helgina sem kemur í kjölfar þess fimmtudags.

-Á mánudaginn heldum við í lokaverkefnis hópnum "drunk brainstorm" og drukkum kampavín frá 12 - 12. Sátum inní eldhúsinu mínu í 12 tíma og létum Bakkus inspírera okkur. Hann er ágætur í því þessi elska.

-Ég er búin að borða verulega mikið af avocado undanfarið.

-Á þriðjudaginn fór ég í afmæli sem var haldið í park. Mér finnst e-ð svo notalegt að vera að leika og hanga í svona park.
Svona útlönd e-ð...

-Ég er alltaf með samviskubit yfir e-u. Krónískt samviskubit. Get alltaf fundið e-ð. Ætla að byrja að skrifa niður svona hluti.

-Ætla líka að skrifa niður margt annað.

-Langar svo til Barcelona núna á eftir og vera í nokkra daga og drekka Cava, sangríur og borða ávexti og taka myndir (úúú svo smart, skapandi andinn yfir mér alltaf hreint)

-Ég er byrjuð að taka snús í vörina. Svona dömusnúss samt. Pabbi bað mig vinsamlegast frekar að fara útí vændi en taka í vörina. Já hann Pabbi er alveg með sitt á hreinu. Maður með prinsipp...

-Í 2 daga er ég búin að vera að reyna að leysa stærðfræðilega gátu og í nótt lá ég andvaka yfir henni. Smelltu á linkinn hér til hliðar og sýndu mér hvað ÞÚ ert klár!

-núna er föstudagur og mig langar ekki að djamma um helgina en er samt búin að lofa mér í e-ð rauðvíns sull og kókaín annað kvöld.

Bæjó

sunnudagur, maí 01, 2005

Be local, think global...

Dagurinn í dag hefur verið svolítið alþjóðlegur, svona ef maður kýs að líta þannig augum á hann. Í morgun dandalaðist ég við íslenska tóna eins og áður hefur komið fram. Svo tók ég nýja stefnu í lífinu og gerðist tónskáld. Jú mikið rétt stúlkan samdi sitt fyrsta lag (af vonandi mörgum) Lagið var með Latínó yfirbragði og kannski má heyra Asísk element um miðbik lagsins.
Svo klæddi ég mig upp í sígauna pils og hvít/rauð röndóttan bol og labbaði útí góða veðrið, á meðan hljómuðu tónar úr myndinni Amelie í eyrum mér. Ég ímyndaði mér að ég væri í París. Ég heimsótti uppáhalds Tyrkjabúðina mína þar sem danski tyrkinn reynir alltaf að kenna mér smá í dönsku þegar ég kem að versla. Svo fór ég heim og bakaði Amerískar pönnukökur með Canadísku Sírópi og drakk Þýskt ferskju íste með. Í millilandasímtalinu sem ég átti við Maríu fannst okkur smá miðríki Ameríku vera staðsetning mín þá stundina.

Já nú er kvöldið að ganga í garð og ég vona að ég haldi áfram að ferðast í huganum. Í fyrramálið á ég pottþétt eftir að ferðast til framandi landa í hausnum ásamt hópnum mínum. Ætli við förum til Palestínu? Eða Afríku?

...eða verðum við bara hérna á hinu ó svo ágæta Jótlandi?

Ísland er land þitt

Ég man þegar ég átti að læra þetta ljóð/kvæði í skólanum. Alveg eins og það hefði gerst í gær. Ég var í Austurbæjarskóla hjá henni Dagnýju okkar Valgeirsdóttir og hún lét okkur læra allskonar ljóð fyrir íslenskutíma á miðvikudögum. Svo átti maður að fara með það uppi við borðið hjá henni og skrifa síðan ljóðið á blað og teikna mynd sem passaði við.
Ísland er land þitt var mitt uppáhalds sem og Hótel Jörð en bæði ljóðin flutti ég í rosa söngatriði, enda með athyglissýki á háu stigi. Þá og er enn...

Þegar ég er heima að vesenast eitthvað finnst mér rosalega gott að hafa íslenska tónlist á. Gamla íslenska tónlist. Sérstaklega svona á sunnudagsmorgnum. Þá set ég stórmeistara eins og Megas, Ellý eða Villa á fóninn. Það er eitthvað svo traust við það að heyra þessar raddir sem hafa fylgt manni alla tíð.

Ísland er land þitt, og ávallt þú geymir.Ísland í huga þér, hvar sem þú ferð.Ísland er landið sem ungan þig dreymir.Ísland í vonanna birtu þú sérð.Ísland í sumarsins algræna skrúði.Ísland með blikandi norðljósa traf.Ísland að feðranna afrekum hlúði,
Ísland er foldin, sem lífið þér gaf....

föstudagur, apríl 29, 2005

miðvikudagur, apríl 27, 2005

Veldu þér líf. Veldu þér atvinnu. Veldu þér frama. Veldu þér ógeðslega stórt sjónvarp. Veldu þvottavélategund, bíl, geisladiskaspilara og rafmagnsdósaopnara. Veldu góða heilsu, lágt kólestról og tannlæknatryggingar. Veldu þér lífeyrissparnað. Veldu þér vini. Veldu þér sameiginglegan farangur. Veldu þér bólfélaga og undrastu svo hvar í andskotanum þú ert á Sunnudagsmorgni. Veldu það að sitja á sófaum heilaþveginn og ná andlegum tengslum við raunverluleika sjónvarp á meðan þú hakkar í þig skyndibitamat. Veldu það að rotna að lokum, pissandi í þig á elliheimili og verandi ekkert meira en skömm sjálfelsku arftaka þinna. Veldu framtíðina þína. Veldu lífið...


Fékk í gær 64 lög sem eiga það öll sameiginlegt að vera börn 10. áratugaring (90-00). Ég þekki hvert eitt og einasta þeirra og öll eiga þau sinn stað. Sitt land. Því á þessum árum bjó ég í 3 löndum og á enn fleiri heimilisföngum.
Hver man ekki eftir ScatmannJohn að syngja skattíbbabaúaúadodoa!!?. Eða Reel2Real; I like 2 move it move it! Coolio í GangstasParadise? Haddaway að spyrja sig að því hvað ástin sé?

Ó þetta er fjársjóður!

En jæja. Dagur að hefjast. Best að hafa sig til. Þið hérna í kommentum að neðan: TAKK.

laugardagur, apríl 23, 2005

ég fekk eitt sinn jakka, og for i hann

ÖRFRÉTTIR AF DILJÁ

Núna er Laugardagsmorgunn og ég er vöknuð eldsnemma eins og mér er einni lagið. Nýja ég vaknar snemma.
Er búin að sinna störfum dagsins, eða þvottastörfum. Þvo þvott. Mér finnst það án efa langskemmtilegasta heimilisverkið og hefur alltaf fundist. Var mér sönn ánægja þegar þvottavélinni var gefin lifnaðarpillan í gær.

Á eftir á að kenna stúlkunni á Final Cut Pro. En það er forrit sem gerir manni kleypt að klippa video í tölvunni sinni. Það var jú eitt að markmiðum mínum; Kunna að klippa í árslok 2005. jahérnahér... Maður er svo markViSS!

Í gærmorgunn öðlaðist ég 25 rokkstig fyrir þá staðreynd að vera í bol og skóm í stíl, fékk svo 10 aukastig fyrir að þetta stíliseraða var GULL.

Eftir stigagjöfina fékk ég svo boð um það að koma í TRAMPÓLÍNHÖLL ásamt fræknum íslendingum í árús. Barnið í mér var ekki lengi að taka yfir. Ég veit fátt skemmtilegra en að hoppa á slíku fyrirbæri.
Núna er ég með mjög fyndnar harðsperrur.

Fór í matarboð í gær og borðaði yfir mig hjá Sillu. Góður matur, hvítvín, kertaljós, góðmúsikk og frábært fólk!

Horfði á "með allt á hreinu" í vikunni. Hvað ætli að ég hafi séð hana oft? Alltaf uppgvöta ég samt e-ð nýtt. Td. núna sá ég að Sæmi, hans Bobby, Rokk er Óli Twist. Ps. elska þegar litla löggan byrjar að dilla sér smá og syngja "GUBB!" á háa C-inu.

Uppgvötaði mér til mikillar ánægju hana WING í vikunni sem leið.
http://www.wingtunes.com/public/default.aspx
Hér getið þið, sem áhugasöm eruð, hlustað á nokkur dæmi. Hún Wing hefur það allt!

Við María ætlum að halda "tribute to Wing" partý í sumar. DressKód er Asískur stíll, en við erum báðar mjög hrifnar af honum. Enda Glóbal þeinking stúlkur. Í "tribute to Wing" partýinu verður samt tribute to RaggiBjarna í eldhúsinu. Ó þar verður sko dansað tweed tweed tweed...

Meira hef ég ekki að segja núna og ætla því að hætta og fara að sjóða egg og hita vatn fyrir sítrónu te.

Takk fyrir lesturinn. Og núna máttu kommenta, ég vil endilega vita hvaða fólk er að lesa þessa síðu núna, enda stúlka með forvitinina á háu stigi.

fimmtudagur, apríl 21, 2005

Í dag var sjötti dagurinn í röð sem ég vaknaði fyrir eða um klukkan 7 og ef vel er athugað þá má vera að þetta sé met í minni vakningarsögu. Og það geta maargir staðfest! MArgir... Eiginlega allir sem ég hef verið með í skóla og unnið með.

En ok. Til að hafa þetta á hreinu:
ég er annað hvort að fara til Malavai, Africa, eða Palestina, Palestine (ekki ísrael) Í maí.

ps. ég drakk hvítvín, rauðvín og kampavín í kvöld. Allt til þess að fagna fyrsta deginum í fyrsta-árs-lokaverkefninu-okkar (erum sko 4) Hvernig verð ég eftir 6 vikur?

mánudagur, apríl 18, 2005

Laundry eða Londöri?

Sko stundum held ég barasta að Mejlgata númer 35 búi yfir yfirnáttúrulegum anda. Svona anda sem lætur mann gleyma því að heimurinn þarna úti haldi áfram sinn vanagang eða sé almennt til. Sl. 3 daga var þessi yfirnáttúrilegi alveg í hámarki. Mejlgata 35 fylltist af fólki; 70 manns komu að sýna sig og sanna í inntökuprófum og við þessi 35 í Team 11 setum pókerface-ið upp og skráðum hjá okkur allt mögulegt um þessa 70 á meðan þeir unnu verkefni. Sköpunargleðin og krafturinn í hámarki. Unnið var frá morgni til kvölds í 2 daga og í lok dags nr.2 fékk ég kunnulega tilfinningu. Svona tilfinningu þegar líkaminn er orðinn örmagna af þreytu...en samt svo hamingjusamur og spenntur. Fæ oft svona þreytu þegar ég hef verið að vinna mikið í skemmtilegum vinnum eins og airwaves og tónleikum.

Í inntökuprófunum voru 2 íslenskar stúlkur og bar mikið á þeim eins og sönnum íslendingum (að mínu mati). Önnur þeirra var enginn önnur en hún Svanhvít mín og hin var hún Kamilla sem fékk hérna link til hægri fyrr í dag. Nú er bara að bíða og sjá hvernig dómnefndin hefur metið þær og þeirra eiginleika. Verða þær KaosPilot í Team 12? Hlakka til að sjá...

í dag fengum við frí í skólanum, að gefnu tilefni. Ég vaknaði kl. 6.30 með Svanhvíti sem tók lestina til Kastrup um kl.8 og síðan þá hef ég verið svona hress. Enda leikur sólin við okkur hérna í Árós og það gefur manni orku. Hins vegar hefur sú sorlega staðreynd um biluðu þvottavélina hér á heimili ýtt undir það að ég hef pakkað niður óhreina taujinu mínu og í dag skal haldið á Laundry Automat hérna rétt hjá! Á slíkan stað hef ég aldrei komið en hins vegar hef ég séð fólk gera þetta í bíómyndum og það gerir það að verkum að mér þykir þetta óumflýjanlega spennandi. Því eins og við vitum öll fáum við kikk þegar e-ð í okkar raunveruleika "er bara alveg eins og í Hollywoodmynd"!

Ég sé þetta alveg fyrir mér sko. Ég ætla að vera soldið svona stúdenta/hippalega klædd samt trendy og taka með mér bók og ef ég man þetta rétt þá á ég svo sannarlega eftir að lenda á séns með e-u ljóðskáldi eða bókmenntafræðinema. Ef sólin skín þá ætla ég að sitja úti með take a away te og lesa í bókinni í þá mínutur sem vélin tekur til að þvo og þurrka fötin mín.

Ji hvað ég hlakka til!!! Nenni samt ekki alveg strax, þess vegna ætla ég að horfa smá á Mary Poppins og kannski taka smá power nap.

Enda koma sætu strákarnir ekki svona snemma dags að þvo þvott...

miðvikudagur, apríl 13, 2005

Ég trúi á Jesú Krist...

...hans einkason, Drottinn vorn, sem getinn er af heilögum anda, fæddur af Maríu mey, píndur á dögum Pontíusar Pílatusar, krossfestur, dáinn og grafinn, steig niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum, steig upp til himna, situr við hægri hönd Guðs föður almáttugs og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða.

Í dag eru 12 ár síðan ég stóð fyrir framan núverandi biskup Íslands uppað altari í Hallgrímskirkju og fór með trúarjátninguna. Klædd í hippalegan blúndukjól yfir útvíðar svartar buxur, með melluband sem amma saumaði og slöngulokka í stíl við hinar stelpurnar. Ég var með tyggjó og krosslagði fætur þar sem ég sat meðal hinna stúlknanna sem sátu prúðar, og með eindæmum hallærislegar í síðu vestunum sínum og hálfgerðum buxnapilsum við.

Ég man ekki eftir mörgum gjöfum. Ég man eftir ljósblárri peysu sem ég fékk frá langömmusystur minni, SteinuSyst kölluðum við hana. En peysan var ábyggilega sú ljótasta sem ég hafði séð þá á þessum 14 árum sem ég hafði lifað. En mikið langar mig í hana í dag....

12 ára fermingarafmæli mínu fagnaði ég í íslensku pulsupartýi með Möttu minni. Og svo fór ég á fund við hópinn minn á KaffiAusturstræti hérna í Árósum. Hræðileg birta, óhreint blindfullt fólk og hundar mættu mér þegar ég gekk inn. Eftir 5 mín af open minded senu sá ég að þetta var hinn besti pöbb og ég skemmti svona rosalega vel að tala um heimsmálin, sötra bjór og spila teningaspil.

Já svona er maður alltaf að víkka sjóndeildarhringinn!!...eða bara færast nær botninum.

sunnudagur, apríl 10, 2005

Sunnudagur til sukks og setu...

...já mikill afslöppunarSunnudagur í gangi hérna á Vesturgötunni. Videotækið rúllar gæðamyndum og lapparnir opnir, eðal matur á borðum og í ískápnum. Göngutúr áðan. Í gær var partei, ammlisboð þeas. Við vorum 3 í bekknum sem áttum afmæli í vikunni og slóum því saman í teiti.

Þemað var AllTimeFavoriteChildrenParty. En salurinn var skreyttur í blöðrum og borðum, langborð í miðjunni með dúk sem mátti teikna á, 2 afmæliskökur með kertum, plastglös með nöfnum á og til að toppa allt var farið í svona afmælisleiki. "5kamp" heitir það víst; en þá þarf maður að ná í epli í vatnstunnu og hlaupa með það, pokahlaup, hlaupa 10 hringi í kringum bjórflösku ofl ofl. Það skemmtilegasta við þessa liðskeppni var að hún var haldin á miðnætti og allir alveg rúllandi hressir og keppnisandinn ansi mikill!

Íslenska afmælisstelpan var nú manna hressust og fór því bara snemma heim áður en hún myndi gera e-a vitleysu. Enda löngu hætt öllu slíku, orðin 26 ára og svona! úss úss...

föstudagur, apríl 08, 2005

amili hjer amli þar...

árósin hér árósin þar. Árósin er að fíla Dillidó, því í árósum er ég að fara fram fyrir röð þótt ég hafi ekki grænan grun afhverju. Hrrrint inn... Hversu glóbal er það? nú veit ég ekki, mörgum finnst þetta vera mont en ég kýs að kalla það smart. veit ekki hvað mínum finnst.
nú er ég búin að halda 2 matarboð, 2 kvöld í röð. fyrst vegna þess að ég átti ammli og þá bjuggum við stelpurnar til sushi (ekki skil ég afhverju sushinám tekur 11 ár því ég náði þessu strax) og svo í kvöld, þá varð martine 23 ára og við elduðum glóðaða borgara og sötruðum hvítt með og sungum hástöfum með öllum þeim lögum sem ég spilaði. mikið er ég nú góður DJ. ha?? (innsog) enda var ég Dj á nasa sl helgi...svona næstum því. Mikið óskaplega var nú gaman á tónleikum með hljómsveitinni Hjálmar sl helgi. Ég gæti alveg hugsað mér að byrja alla daga með því að fara á ball með þeim. Yrði svo sátt e-ð við allrahanda verk dagsins. svona nýfresluð og þannig...;)

ps. svanhvít er að koma eftir minna en viku til árósarinnar ha?

miðvikudagur, apríl 06, 2005

Hver a afmæli???

....ha?.... ég???


ps. takk öll fyrir kveðjurnar hérna að neðan:)

þriðjudagur, apríl 05, 2005

oh!

..afhverju eru alltaf kvikmyndahátíðir að byrja svona nokkrum dögum eftir að ég er á Íslandi. Ég rétt missi alltaf af þeim. Mér finnst það vera verra. Mér finnst svo gaman að fara á kvikmyndahátíðir en ég hef ekki farið í 2 ár og þá keypti ég mér kort. Mjög smart og jafnvel alveg útí glóbal. Ha! *á innsoginu*

Eftir nokkra klukkutíma verð ég 26 ára. Er ekki búin að ákveða hvort mér finnist það gott eða vont... Allavega er ég enn að haga mér eins og tvítug. Er ekki búin að ákveða hvort mér finnist það gott eða vont...

Held gott samt.

Stundum.

Stundum ekki.

Jú gott!

mánudagur, apríl 04, 2005

tjekkað sig inna Vesturgötuna...

Ég er loksins búin að gera mér grein fyrir því að ég á ekki að bóka mér flug á sunnudögum. Héðan í frá er það alveg ljóst. Síðast liðin þrjú skipti á Íslandi hef ég átt að fara aftur heim til Dk á sunnudegi en e-a hluta vegna enda ég alltaf í mánudagsvélinni.

En nú er ég komin heim í herbergið mitt, og er alveg sátt við þá staðreynd að ég er ein í nokkuð stóru rúmi, en ekki í sófa eða rúmi með öðrum eins sl. 2,5 viku. Ég henti mér bara strax í hrein náttföt og uppí rúm. Nennti ekki að gera neitt. Búið að vera langur og leiðinlegur dagur. Þetta er rosalegt ferðalag ef maður spáir í því (8-9 tímar) og hundleiðinlegt ef að lítið dashj af heimþrá er í mallanum. Æ stundum er þetta bara smá erfitt að búa svona í tveimur löndum.

En þetta á eftir að hverfa strax í fyrramálið þegar ég mæti í skólann og gef bekkjarfélgum fimmu og jafnvel fá þeir fallegustu eitt stk. faðmlag. Framundan er stórt og mikið verkefni. En við sjáum um að halda inntökuprófin fyrir Team12. Næstu dagar (incl. helgar) fara í að þjálfa okkur uppí þetta en það er auðvitað í mörg horn að líta þegar velja á nýjustu KaosPilotana ha!

Jæja ég ætla að fara fá mér eina sígó útum gluggann og horfa á Before Sunset og verða ástsjúk...

föstudagur, apríl 01, 2005

afmælisStelpan

ég á afmæli eftir viku mínus einn dag og ef ykkur langar að gefa mér gjöf þá bjó ég til óskalista eins og sannri drottningu sæmir. Þið getið skoðað hann með því að kíkja á linkinn hér til hliðar og svo er heimilsfangið

mejlgade 35
8000 Århus C
Danmark

fimmtudagur, mars 31, 2005

fetish?

þetta páskafrí mitt er fyrsta fríið sem mér hefur tekist að hafa röð og reglu í töskunni góðu nánast allan tímann. Er sífellt að re-packa og hafa þetta sem aðgengilegast, alltaf! Voða skemmtilegt bara. Líf vegbúans hentar mér vel þegar ég vil það. Þegar ég vel það:) Ég hef valið að lifa því lífa meira og minna næstu 2 árin, eða þangað til ég útskrifast úr KaosPilotskólanum.

Dagurinn í dag hefur einmitt verið í beinni útsendingu frá KaosPilot..til mín sko. Ekki í sjónvarpi. En frá því klukkan 7 í morgun hef ég tekið þau mörg símtölin þaðan og einnig hringt þau nokkur sjálf. Í Íslandssýki minni tókst mér að missa af mikilvægum degi. En því var reddað að með því að varpa honum nánast live yfir til Íslands. ANsKotans dúLLur eru þeTTa ha??

Dagskráin framundan þéttskipuð held ég bara og mikið er erfitt að sigta og púsla þessu saman...

miðvikudagur, mars 30, 2005

Uslagjöld eru sjaldan greidd tvisvar

var málshátturinn minn. Við fjölskyldan lékum þá fyrir hvort annað í ár. Mér gekk nú ekkert sérstaklega vel að leika minn. En annars hafði ég það bara ósköp gott yfir hátíðarnar. Á páskadagskvöld var ég búin að vera hér í 9 daga og var að djamma í 6.skiptið síðan ég kom heim. Er þetta kannski ekkert eðlilegt?

Ég er búin að hitta marga skemmtilega vini mína, sumum tókst að koma nýjum einstaklingum í heiminn síðan ég sá þá síðast. En yfirleitt einkennast frí mín hérna af kapphlaupi við tímann og er það að verða mér augljóst að ég þarf að læra að njóta mín betur hérna í þessu kapphlaupi.

En ég hlakka óskaplega mikið til að fara aftur út því þar bíða mín og Team 11 spennandi verkefni. Svo sýnist mér að vorið sé komið í Danmörku. Allavega er það komið hér. Á svona dögum finnst mér ég geta sigrað heiminn! Svona þar sem er ekkert veður, milt og logn...en samt getum við búist við öllu:)

föstudagur, mars 25, 2005

Kæri Bobby, velkomin heim...

já í dag er Bobby dagurinn og höfum við Harpa haldið hann hátíðlegan með því að taka þátt í spurningakeppni á Rás2, æft okkur í táleikfimi (þjálfað tærnar í að taka hluti á stofuborðinu sumsé) borðað á Pizza Hut með Möttu og Hlé, stundað pottasetu í troðfullri Vesturbæjarlaug og rúntað um bæinn í leit að jarðaberjum og klökum, en í kvöld á að þrykkja í Bobbykokteila í tilefni dagsins.

Á meðan við höfum áorkað þetta hefur Bobby okkar farið í göngutúr, borðað skyr, rakað sig og farið á blaðamannafund. Við vitum ekki hvað hann ætlar að gera í kvöld og finnst fjölmiðlar engan veginn gefa þessu nóga mikla athygli. En auðvitað ættu að vera fleiri aukafréttatímar í beinni útsendingu, halló Bobby gæti jafnvel prumpað í sturtu og við fáum ekkert að vita neitt!!! öss! Maður ætti kannski að slá á þráðinn hjá Palla Stöð2, því það er víst maðurinn með slúbbið þessa dagana.

En þangað til að við fáum næstu fréttir af íslandsvininum og skyráhugamanninum Bobby (sem ætlar aldrei að tefla á ný) verður sett á sig gloss og dillað rassinum á skemmtistöðum Reykjavíkurborgar. Ef ég verð mjög heppin þá kemst ég kannski að leyndarmálinu um Benoný og Benjamín í laginu Draumaprinsinn með Röggu Gísla. En það er mér algjerlega óskiljanlegt afhverju þeir eru tveir....

miðvikudagur, mars 23, 2005

sma blogg

Sit þessa stundina í Bifrastarsveitinni hennar Maj-Brittar minnar.Var að vakna. Þetta er yndislegt, alveg yndislegt að komast aðeins út fyrir glamúrinn og rykið inní borginni. Í gær fórum við í sund og tókum nokkrar ferðir í vatnsrennibrautinni í sundlaug Borgarness og mikið vildi ég óska að ég ætti eina slíka til að byrja alla daga á að skella mér í. Skríkti alveg af gleði!

Síðan á föstudaginn er búið að vera mestmegnis bara fínt. Búin að reyna að hitta alla og njóta þess nógu asskoti vel að vera hérna á Íslandi. Verst hvað tíminn líður alltaf hratt! Á eftir fer ég svo með Perlunum mínum í göngu og sund og svo verður grillað og sungið í SingStar og þemað er blóm! Kannski maður þrykki í einn ÞRO-HOSKA?

Síðar smjíðar...

föstudagur, mars 18, 2005

Dagurinn í gær var mjög langur en var samt sem áður einn sá besti. Allavega byrjaði hann vonum framar. En ég kynnti verkefnið mitt fyrir svona Idol dómnefnd, 2 gæjar og 1 kona í miðjunni. Kynningin gekk svo vel að það voru fagnaðarlæti í miðjum lestri og klapp og húrra eftir á. Þessu bjóst ég sko ekki við og kallaði það fram gleðitár að athöfn lokinni.
Svo hélt ég með skólastjóranum mínum til Köben að halda fyrirlestur um skólann og var það rosa stuð. Fínn gæji hann Uffe sko!

Til að toppa daginn skellti stúlkan sér svo bara uppí flugvél með Herborgu og Bjössa og lá leiðin norður til Íslands. Ferðin tók um 4 tíma og gekk þetta svona uppá niður og kynntum við Herborg starf Flugdólgsins mjög vel. hahahhaha... En samt ekki upphátt.

Í dag er G-dagurinn haldinn gleðilegur hjá HÁS. Árshátiðin hefur verið í höndum mínum sl. daga og er ég nú að leggja lokahönd á þetta. Að sjálfsögðu er ég klædd í Græn föt og Gallajakka með Gult ennisband. Og í kvöld verð ég með Gloss, Glimmer, Gyllt Glingur og eins og alltaf er ég mjög Glamórúss Gyðja.

Nánar seinna:)

þriðjudagur, mars 15, 2005

Im coming, Im coming up...

vei vei jibby cola smjola! verkefnið mitt er farið frá mér. Mómentið sem ýtt var á send takkann var meira að segja tekið upp á filmu af danska sjónvarpinu....svo merkilegt var það:) Fjölmiðlar hafa óendanlega mikinn áhuga á okkur hérna í KaosPilot, ji sem er auðvitað bara smart? ha *á innsogi...*
Núna þarf ég bara að búa til kynningu á viðskiptahugmyndinni minni og svo er það íslandið, bezta í heimi.

mánudagur, mars 14, 2005

ok hjukk....

...ég var næstum því búin að gleyma því hvernig það er að vera ljóshærð en sem betur fer er rótin orðin svo löng að ég bara gæti ekki gleymt því hvernig ljósu lokkarnir taka sig út. Í hvert sinn sem ég lít í spegil glóir þetta og ég heyri næstum því svona glói-hljóð. Svona eins og þegar THX merkið kemur í bíó. Svo er líka mjög gaman að sjá hvernig ég tæki mig út með skallabletti, hefur einmitt alltaf langað það svo heitt.

Æ en á morgun ætlar Matta að koma að lita yfir rótina.... Leiðinlegt. Hræðilegt alveg að hætta að sjá glóann og skallana.

En ég fæ þó að njóta glæra augnabrúnalubbans alveg fram á föstudag. Hjúkkett sko!! Væri hræðilegt að þurfa lita yfir rótina og fara í lit og plokk sama dag.

Stundum get ég bara ekki gert upp við mig hvort það er gott að vera kona eða ekki??? Því nú bíður mín ferðataska undir rúmi og fullur fataskápur af fötum sem aldrei eru notuð, jú nema þegar þau eru ekki í sama landi og ég....aaaah já þá vantar mig þau alltaf mest!

sunnudagur, mars 13, 2005

Jamm og Ju, jamm og jamm og ju....

stúlkan stóðst ekki mátið og datt í það á föstudaginn þrátt fyrir nördaskap og kellingavæl. Fannst svo dapurlegt að hanga heima á meðan landinn fagnaði nýrri Idolstjörnu og fór á Hot Chip. Einnig vil ég koma því á framfæri að ég er mjög sátt við úrslit Idol Stjörnuleitar. Hefði verið jafn sátt með hina líka. Fór með hvítvínsflösku sem ég keypti í LasVegas sjoppunni í Fredriksberg hverfinu til Kristinar (fyrrum hermanni) og fór á telputrúnó og svo í partý sem varð allt í eina að boxkeppni. Tveimur dýnum var komið fyrir á miðju gólfi og 2 pör af boxhönskum dregnir upp. Stelpur á móti strákum, Eye of a Tiger í botn, dómari og ljósmyndari. Stelpurnar rústuðu þessu. Hinsvegar tók ég ekki þátt því ég var með óstöðvandi munnræpu út í horni. AnsskottasVesen!

Sara tók svo lestina frá fæðingabæ HC Andersen um hádegisbilið og við fórum í bæjarrölt, svo heim að elda (ég er óstöðvandi í eldhúsinu þessa dagana). Ásamt mér og Serah, voru Matta feita og Guðný koddníshetja í kertaljósa dinnerinum. Að loknum kvöldverði var svo Matthildur komin og 3 íslenskir Idolsþættir voru teknir ásamt ís, kók, snakki, toblerone. Með endæmum huggulegt kvöld í alla staði. Góð birta og gott fólk.

Núna er ég komin í skólann, heima á íslandi eru vinkonur mínar nýkomnar úr eftirpartýi með spennustrákum og æskuvinum. Á leiðinni í sund í þokkabót. Svona fréttir kalla á óbilandi tilhlökkun heimferðar. Sem er eftir 4 daga og þessa 4 daga hef ég nóg fyrir stafni. Enda deadline að nálgast og ég sé ekki hvernig ég fer að því að klára. Sérstaklega þegar ég legg svona mikinn metnað í blogg og msn. En svona dugnaður skilar sér, því ég er sigurvegari Bloggkeppninar á síðunni hennar Hröbbu handboltakonu (en lítill fugl hvíslaði að mér að hún væri best á íslandi...og ég þekki hana hahahah vúúú!!)

Jæja ég ætla að halda áfram að gera viðskiptaáætlun fyrir nýja fyrirtækið mitt. Rúlla þessu upp...

föstudagur, mars 11, 2005

dilja the nerd...

....þessa stundina sit ég hérna ein með tölvunni uppá annari hæð í skólanum. úti eru allir að fá sér bjór og músík í botn. en nei diljá er að vinna í verkefninu sínu. læt eins og fimmtug bitur kelling og bíð eftir að þau fara í næsta partý. búin að setja á mig headphone svo ég heyri ekki í þessum hávaðalátunum. en þetta er erfitt...
en ég verð ánægðari þegar ég er búin með verkefnið mitt. þá fer ég líka heim til íslands og þá skal ég sýna þeim hver kann að djammah!!

go dídí go!!

fimmtudagur, mars 10, 2005

Samkvæmt þjóðskrá eru:109 sem bera nafnið Diljá sem 1. eiginnafn

Þegar ég var yngri var minn heitasti draumur að heita Ingibjörg eða Erla. Mér fannst hræðilegt að mamma mín og pabbi hafi gerst svo flippuð að skíra mig nafni sem endar á JÁ. Strákarnir í bekknum mínum kölluðu mig Dil-NEI eða Dil-ÉG ER EKKI VISS. Reyndar var fyrsta nafna uppástungan þeirra ekki samþykkt af prestinum, þannig að Diljá er bara fine and dandy...

Fyrir utan það að vilja heita "venjulegu" nafni langaði mig líka að heima væri leðursófasett, hillusamstæða og glerborð. Já og svona hornborð með fallegum lampa á, já og kannski mynd af mér, tekin í stúíó Lárusar, með svona gráum svampamáluðum bakgrunni. EN nei, við fluttum einu sinni á ári; ég hef búið í minnstu íbúðinni á Lindargötu (sem er vart lengur til) og í villu á Seltjarnarnesi. Aldrei sami stíll. Aldrei "american dream" stíllinn minn...

Mig langaði líka að mamma myndi elda læri á sunnudögum, fisk á mánudögum og kjötbollur á þriðjudögum.....En yfirleitt var eitthvað nýstárlegt á boðstólnum. Hlutir eins og ChiliConCarne (þetta var ´88) eða TagliatelleSpínatPasta var það sem ég fékk á borðið. Og svo var notuð light salat dressing í staðinn fyrir smjör á brauð. Svo var mikið farið bara út að borða.


Í dag er ég loksins byrjuð að fíla nafnið mitt, og hvað sé ég þá??? 109 kvenkyns verur á íslandi heita því dýrðarinnar nafni!!! og ekki nóg með það: það eru 85 sem bera það sem 2.eiginnafn.
Við Diljá-unnar erum að nálgast 200stk!!!!

daagblaaaðið viisiiiir

ég hef lagt það í vana minn að renna yfir mbl.is og visir.is á hverjum degi. Finnst gott að fylgjast með því hvað er að gerast heima og bara í heiminum. Það er eitt sem fer alveg óskaplega í taugarnar á forvitna hrútnum mér! Það er að á visir.is er bara hægt að sjá forsíðu DV! Geri mér fulla grein fyrir því að það er ekki í tízku að segjast fíla þennan ómálefnalega ósóma sem þetta blað inniheldur. En sama er mér: Ég elska þetta blað! Djú-húsí greinar og leyndarmál á hverri síðu. Það er sko alveg minn tebolli!

host host

ef ég fæ ekki ofur seggshy 6 pack eftir þetta endalausa hóstastríð sl. nætur þá er ég illasvikin. Ég held varla haus lengur af þreytu.

Fyrir þá sem taka vel eftir að þá: Já ég var að uppgvöta það að ég get gert titla hérna að ofan og finnst það mjög skemmtilegt. Enda alltaf að fatta betur og betur að það eru litlu hlutirnir í lífinu sem gera það meira virði og einfaldlega skemmtilegra.

miðvikudagur, mars 09, 2005

ó its djöst ei pörfekt dei...

...mér finnst svo frábært þegar ég næ að grípa svona gleðiaugnablik á meðan það er í gangi. átti einmitt eitt svoleiðis áðan.
sólin er byrjuð að verma okkur kaospilotana og í hvert sinn sem tækifæri gefst förum við út á risastórar svalir sem eru hérna í skólanum. í hádeginu áðan settum við góða tónlist á og flestir lágu bara á víð og dreif um svalirnar. Svo kom Lou Reed og söng fyrir okkur lagið um fullkomna daginn og þegar viðlagið kom tókum við öll undir. og ó hvað þetta var undursamlega fallegt augnablik, ég fékk alveg gæsahúð og næstum því tár í augun af gleði. já ég er væmin og er stolt af því.

en svo stóð ég upp og tók dansinn, sem ég tengi yfirleitt við Loftkastalann, og kenndi krökkunum. sló í gegn stúlkan, það get ég sagt ykkur. og það er ekki væmið!


svo eftir líkamsæfingatímann áðan sagði einn bekkjarbróðir minn snilldar, jafnframt sanna, setningu:

"team 11 is hornier than ever!"

þá vitið þið það!

þriðjudagur, mars 08, 2005

We're the lowest of the low. The scum of the fucking Earth!

Braut áfengisbindindið mitt í kvöld. Okkur stelpunum var boðið uppá kampavín, ferskan ananas og flotta stelputónlist niðrí sal út af konudeginum. En það er allt í lagi. Svo lengi sem það er ekki bjór og fyllerí er í lagi að brjóta bindindið.
Fór snemma heim, ætla snemma að sofa og ætla að vera mætt fyrir 9 á morgun. Er búin að mæta seint marga daga í röð, enda búin að fara afskaplega seint að sofa undanfarið. Svo er svona leiklistarskólaprógram í fyrramálið. Þannig að það er fínt að vera ferskur í æfingarnar og dansinn...eða hvað sem verður látið okkur gera;)

Núna er ég að horfa á Trainspotting, og e-a hluta vegna hef ég aldrei tekið eftir því hversu góð kvikmyndatakan er í þessari mynd. Hvert skot er eins og útpæld ljósmynd seld sem listaverk. Þegar Trainspotting var sýnt í Loftkastalanum settum við CocoaPuffs í klósettið til að búa til ræpuna.

Þegar ég verð stór þá ætla ég að giftast Ewan McGregor.

ps. 9 dagar í heimkomu
pps. Enn hefur enginn svarað atvinnuemailum.

....internationella kvinnodagen!

Ó en gaman! Heill dagur ætlaður okkur stelpunum og hann er í dag. Ég held að hann sé til að minna okkur, og hina(hmm hverjir ætli það séu?), á að við erum ennþá að berjast fyrir jafnrétti og viljum betri lífskjör. V-dagurinn, sem er líka í dag, minnir okkur á að það verði að stöðva þetta ofbeldi sem okkur er sýnt.

Brettið upp ermar stelpur! Farið í rauða sokka og setjið svo á ykkur gloss! Þegið svo í smástund og hugleiðið svo hverju þið viljið breyta. Næsta skref er svo að hugleiða hvernig sé hægt að breyta því. Því eins og við vitum öll... ER ALLT HÆGT!
Svo bara sendið þið mér mail á: diljaa@kaospilot.dk, og ég plögga þetta;)

En ég er búin að ákveða hverju ég vil breyta(fyrst þeas):
1) Nauðgunum. Nei ég vil ekki breyta þeim. Heldur að sjálfsögðu bara láta þær hætta.
2) Að feitir strákar hætti að eiga meiri séns en feitar stelpur! Sérstaklega svona hobbitar...

mánudagur, mars 07, 2005

Við Hege meðleigjandinn minn erum að mynda mjög skemmtilegt og þægilegt heimilshald saman. Erum alltaf svo sammála og bara í takt í tilverunni. Eins og ég sagði hér um daginn er ég að finna e-r húsmóðursgen í mér þessa dagana og ég er ekki frá því að hún sé að uppgvöta nýjar hliðar í sér líka.

Til að mynda þegar ég kom heim í gær var hún búin að þrífa allt hátt og lágt hérna heima. Ajax ilmurinn tók á móti mér. Hins vegar í dag tók gulrótarkökuilmur á móti mér. Var mín þá ekki að baka þá ALLRA bestu gulrótarköku sem ég hef smakkað. Svo skemmtilega vill til að hún er svona heilsukaka líka! Ég tók mig þá til og eldaði fyrir okkur engifer kókos grænmetissúpu sem er delissjöss!

Mikið óskaplega er gaman að vera í helþílífinu ... Endilega sendið mér e-ar uppskriftir ef þið eigið!
Æ svona þreyttum mánudagsmorgni get ég ekki annað sagt að ég sé með einhverskonar heimþrá. Samt líka svona fortíðarþrá. Er búin að vera hlusta a lög sem minna mig á gamla tíma. Langar að vera að vinna í Loftkastalanum og djamma allar helgar með þeim eða stelpunum. Vera með falsað skílríki og fara á Nellys og dansa við Ladda syngja um Súperman. Halda hæfileikakeppni á Kaffibarnum þar sem ég er eini keppandinn (og tapa hahhah). Taka með mér bjór í risaKókglösum heim eftir vinnu og fara á kojufyllerí með Svanhvíti. Fá fyllerísfullnægingu í gítarpartýi í Þórsmörk. Vakna upp í Loftkastalanum á Sunnnudagsmorgni þegar leikara barnasýningar eru að mæta til vinnu.

Æ langar bara að vera í ruglinu heima núna. Hlakka mjög mikið til að fara heim og lenda í ævintýrum. Meika ekki alveg viðskiptafræði í KaosPilots núna þessa stundina...
Er eðlilegt að fara út klukkan þrjú aðfaranótt mánudags til að kaupa heimsfrelsi til að geta talað í símann...lengur?? Við Harpa vorum þá þegar búnar að tala saman frá rúmlega 12. En hennar frelsi var búið og við gátum ekki hætt að tala.
Ég fékk smá reality check moment þegar ég gekk sæl heim frá seven eleven með nýju inneignina mína. Svona eins og ég væri með dópið mitt. Í gegnum tíðina hef ég held ég eytt mínum mestum símatíma við að tala við Hörpu. Við erum óstöðvandi. Ef við hefðum ekki þurft að vakna klukkan 7.30 í morgun þá værum við líkalegast ennþá að masa.

Við höfum stundum bara vakað heila nótt og talað og talað. Allt í einu bara komin morgun og við byrjaðar að flissa heldur mikið. En fliss hefur einmitt verið okkar trademark síðan á gelgjunni. Alveg óþolandi týpur oft á tímum...fyrir aðra.
Við getum rifjað upp sama atburðinn aftur og aftur og aftur og alltaf haft jafn gaman að. Sérstaklega finnst okkur skemmtilegt að hafa áheyrendur sem fá að heyra hvað við vorum bilaðar á gelgjunni. Einhver sjálfboðaliði?

Annars var dagurinn í gær bara svo frábær. Ég var í skólanum að vinna í 7 klukkutíma og það var frábær stemmning. Ég og sonur Guðs sátum með sítrónuengifervatn, kertaljós og góða músikk í góðum fíling...að þykjast vinna. Ég skipulagði árshátíð HÁSklúbbsins, sem er einmitt komin með blogg, sem og Perlurnar. Sjá hér til hægri. Alveg einstök klúbbastemmning hérna hjá kellingunni;)

sunnudagur, mars 06, 2005

Það má eiginlega segja að ég hafi verið á Íslandi í gærkvöldi. Það þurfti að fresta SushiKvöldinu. Silla hringdi í mig þegar ég stóð með fulla körfu af sjávarþangi og hráum fisk í Kvickly, og það kom smá uppá. Ég lagði bara kröfuna laumulega frá mér og gekk út. Fannst ég eins og glæpakvendi.

En já aftur að Íslandi. Ég heyrði nánast í öllum vinum mínum hvort sem það var í síma eða msn. Ég saknaði ykkar svooo. Og ef ég lít til baka var nú eins og ég hafi bara verið þarna;

Ég byrjaði kvöldið á að horfa á Gísla Martein í gegnum netið og kjafta við mömmu á meðan. Svo var lítill HÁS* mítingur online, HÁS árshátíð plönuð og fleira skeggrætt. Eftir að hafa kvatt stúlkurnar fór ég svo að passa með Kollu, jú líka online. Okkur fannst smá eins og við værum horfnar nokkur ár aftur í tímann. Voða sætt. Á meðan hringdi líka Harpa með skemmtilegar fréttir. Say no more. Svo hringdi ég í Maríu sem hafði það mjöööööög gott heima og var nokkuð ánægð með lífið. Til að toppa kvöldið hringndi ég svo í Brynhildi mína sem ég hef ekki heyrt í í margar vikur og var það svo sannarlega unnið upp með góóóóðu spjalli langt fram á nótt.

Nú er sunnudagsmorgunn og ég var að vakna. Ætla að fara að hita mér te, sjóða egg og fara svo í góða sturtu.
Deginum ætla ég svo að eyða í skólanum og vinna í stóra verkefninu mínu.

Lifið í lukku en ekki í krukku!

laugardagur, mars 05, 2005

Það er laugardagsmorgunn og klukkan er 8.52 og ég er vöknuð. Týpískt ég. Meira að segja fyrir löngu síðan. Hvar er þessi týpa á virkum dögum? Vona að ég nái að sofna á aftur. Er með svo mikið samviskubit því ég braut bjórbindindið mitt í gær. Fór í eitthvað útgáfupartý já e-um big moða fokkíng niggah dúdd á Den Sidste. Og þar var frír bar í klukkutíma. Þegar ég kom voru krakkarnir búnir að fylla (og er "fylla" understatement) borðið af bjór...og gin og tónik (og ég gæti alveg eins drukkið eyrnamerg útí sódastrímvatn). Já stúlkan var þyrst og það var að sjálfsögðu klukkutíma löng bið á barinn. "Ah fæ mér einn kaldann flöskubjór og fer svo í vatnið" hugsaði ég...

....og þeir urðu fleiri. Fimm ef út í það er farið.

En þeir hljóta hafa farið mér vel því 3 bekkjarbræður mínir sögðu að ég væri ein sú fallegasta kona sem þeir þekktu. Mér fannst ég nú ekkert sérlega glæsileg, í aaaðeins of háhæluðum skóm fyrir Diljá. Þeir sem mig þekkja vita alveg hvað ég er að tala um;) En maður verður samt að æfa sig. Sérstaklega þegar maður er svona mikil bjútí;) ha? *á-innsoginu*

En nú ætla ég að fara að lesa how2makeSushi bókina sem ég fann í eldhúsinu hérna heima hjá mér. Því í kvöld er SUSHIkvöld og ég hlakka svo til. Ég hlakka alltaf svo til...

föstudagur, mars 04, 2005

Já í dag er föstudagur og ég er ekki að fara á skíði en komin með kamerat þegar að því kemur. Og mikið hlakka ég til, alveg komin með harpsperrur strax af spenning.

Já í dag er föstudagur og ég er ekki að fara að detta í það. Samt sem áður er ég að fara í eitthvað afskaplega smart útgáfupartý með bekknum mínum. Hlakka til að vera með minnistöfluna og nudda skandölum framan í þau næstu vikurnar.

Já í dag er föstudagur og ég er ekki að fara að fljúga heim til Íslands. En það mun ég gera eftir 13 daga og fékk að vita áðan að ég verð með ferðafélaga. Og það ekki að verri sortinni sjáðu til.

Já í dag er föstudagur og ég er ekki að fara að borða neitt fitandi um helgina. Því ég er í megrun og mér gengur vel. Á morgun ætla ég að búa til Sushi í fyrsta skipti á ævinni minni.

Já í dag er föstudagur og það verður vonandi ekki brotist inn til okkar um helgina. Því í gær var skipt á skrám um alla bygginguna.

Já í dag er föstudagur og alla vikuna finnst mér eins og ég hafi verið föst í músikvideoi frá Sigurrós. Sem tekið hefur verið upp um sjóþungan vetur. Allt svo kyrrt og fallegt og fljótandi.

Já í dag er föstudagur en ekki einhver annar dagur. Það er 4 mars og ég, Diljá Ámundadóttir, er hamingjusöm, spennt og vongóð um að nákomin framtíð sé skemmtileg og full af ævintýrum. Enda með endæmum væmin ung kona á uppleið.
Ef ég mætti alveg ráða hvernig eg myndi eyða þessum degi sem nú var að hefjast þá myndi ég vera að fara á skíði. En þar sem það er víst ekki að fara að gerast að þá ákvað ég að athuga hvar skíðin mín séu staðsett á íslandi og nú vil ég hér með auglýsa eftir einhverjum sem kemur með mér í páskafríinu. Það er komin ný lyfta í Bláfjöllum og það væri gaman að prófa hana.

Hver kemur með???

fimmtudagur, mars 03, 2005

Nú er ég búin að hafa samband við 6 fyrirtæki vegna vinnu heima í sumar. Reyni að skrifa email, svona hress vs. ákveðinn vs. prófesjónal. Og sendi svo CV með.

Yfirleitt þekki ég e-ð til manneskjunnar sem ég er að skrifa til og mér finnst það nú eiga að auka á möguleikana.

MÉR HEFUR EKKI BORIST EITT SVAR!!!

Ohhh! ég er svo óþolinmóð að þetta er að fara með mig. Anda inn, anda út!

En ég veit að þetta reddast! Me is positive, jes jes...
úúúúú stúlkan er á 4.í helþí og nýja lífi. Og það gengur svona afskaplega vel. Húsmóðursgenin spretta stundum fram í mér og á góðum dögum fæ ég einfaldlega kikk út úr því að henda í vél, baka og elda eftir uppskriftum. Ég er á svona dögum núna og ég held að það stafi líka af því að ég er með svo gott eldhús og í því er allt sem manni vantar.
En mikið er dýrt og flókið að borða svona helþí! En ég læt mig hafa það, mér finnst ég grennast og svo er þetta einfaldlega smá sma-hart;)

Ásamt húsmóðursgenunum poppa líka upp mæðrahormónar í gríð og erg. Þegar maður les taktlausa og óréttláta bloggfærslu um besta vin sinn getur maður ekki gert annað en að taka upp hanskann og svarað fyrir hann af bestu getu. Í leiðinni spyr maður sig að því að hvar liggja nú mörkin á þessum blessaða frjálsa bloggvettfangi. Svo spyr maður sig að því hvernig fólk lítur á vináttuna í allri sinni dýrð. Er það eðlilegt að skrifa allt það sem um huga manns reikar á netið, þótt það sé samhengislaust og svertir mannorð vina sinna? Mér er spurn...

miðvikudagur, mars 02, 2005

Í dag er ég klædd í íslensku fánalitina, jú og svartan. Mamma klæddi mig oft í þessa liti þegar ég var yngri. OshKosh smekkbuxur og rauðan bol við svo dæmi sé tekið. Kannski það hafi haft áhrif á mig því í dag er ég mjög svo hrifin af fánanum okkar, þá í öllum sínum myndum. Hins vegar hef ég ekki lesið bókina um íslenska fánann, sem geymir reglur um hvernig fara á með hann. Læt verða að því bráðlega, því daglega fæ ég fleiri og fleiri hugmyndir um hvað mig langi til að gera við hann og nota hann í. Þessa elsku.

þriðjudagur, mars 01, 2005

OgAllirSyngjaSaman: Neeeveeer eeending stoooooooryyyy, aaaa aaaa aaaa.....!!!!

Nei þetta hressandi írana ævintýri er ekki alveg búið eins og hélt. Nú hafa 3 hlutir verið tilkynntir stolnir í byggingunni til viðbótar (2 myndavélar og ein iBook). Það sem er skuggalegasta við það, er að þetta hvarf allt eftir að hann Yousseff minn flutti út í gær. Tvær manneskjur hafa sagt að það hafi einhver komið inní íbúðina þeirra þegar þau voru heima, en þessi einhver hafi snúið við í dyrunum þegar hann varð var við að einhver væri heima við.

Á morgun verður skipt um alla lása og lykla í allri byggingunni og vonandi verður sett upp vídjósekjúrittísystem á ganginum. En dugir það? Ef þeir hafa komist inní nánast allar íbúðirnar, eru þeir þá ekki með einhver verkfæri til þess sem dugir á allt?
Við Hege erum búnar að setja 2 stóla fyrir hurðina frammi, einn úr stáli og einn úr þykkum við. Og saman eru þeir öflugir og halda hurðinni alveg fastri. Svo er bara málið að vera með allt þetta dýrmæta á sér þegar ég fer héðan út á morgnana.

Út í hvað er ég komin? Ég sem hélt að þetta væri búið. En kannski er þetta bara rétt að byrja...?
Iceland Express er nú að verða að smá skandal. Síðan ég flutti til Danmerkur að þá hefur Icelandair nánast undantekningarlaust verið með lægri fargjöld. Og þó að það muni ekki nema 1000-2000kr tekur maður það nú frekar því hjá Icelandair getur maður valið á milli 3ja tímasetninga og þar fær maður GÆÐAmáltíð og Moggann og teppi og kodda og ég held að það sé smá meira pláss þar. Þó lítið sé.
Svo er maður nú ennþá smá sár út í Express síðan þeir klúðruðu öllu upp í desember. Og svo eru þeir alltaf með seinkun.

Ég skora á Iceland Express að hefja aftur starfsemi á LÁGfargjöldum! Annars er ballið bara að verða búið hjá ykkur Express! Því skal ég lofa...

mánudagur, febrúar 28, 2005

Heim sætt heim...

Nú er ég komin heim til mín. Allavega það sem kemst næst því. Ég hef meðvitað tekið þá ákvörðun að vera smá flakkari á meðan ég verð í þessu blessaða námi mínu hérna í Danmörku. Enda ekki annað hægt því námið krefst mikilla ferðalaga á milli landa og er því bara dýrt og tímafrekt að koma sér OF vel fyrir. Vona að ég hafi þolinmæði í þetta.

En já Youssef minn er farinn og vonandi sé ég hann aldrei meir. Ég var ekki farin úr yfirhöfnunum þegar ég byrjaði að skrúbba klósettið, en það var allt útúr pissað gulu arabapissi og í bónus var búið að kempa niður nokkrum skapahárum. Hvað er málið með það? Sara vorum við ekki e-ntíma með slíka rannsókn? :)

Til að halda uppá flóttamannalokin keypti ég mér sunnudagsmoggann og í tækið fer íslenskt kvöld á myndbandi. Idol, How do you like Iceland? og fleira magnað íslenskt efni sem mun rúlla í kvöld. Nú vantar bara íslenskan fisk og Gerði B til að fullkomna kvöldið. Ég er að hugsa um að skjótast út í fötex og athuga fiskúrvalið.

mmm heima er gott