föstudagur, júní 02, 2006

Nú verða sagðar fréttir....

Nú af því að ég get átt það til að vera soldið sjálfhverf hérna á þessu bloggi þá finnst mér tími til kominn að koma með nokkrar mikilvægar tilkynningar af ÖÐRUM en sjálfri mér.


Fyrst og fremst ákvaðu æðri máttarvöld að tíminn væri kominn fyrir elsku Hörpu mína að fjölga mannkyninu. Í haust kemur lítll einstaklingur í heiminn sem er mér nú þegar alveg ossalega kær og ég hlakka svo til. Mamma hans hvíslaði því að mér að ég yrði kannski viðstödd þegar hann/hún mætti á svæðið. *grenjúrgleðispennuvæmniogstolti*



Já lífið er að breytast hjá fleirum en Hörpu því draumur Hrafnhildar Hebu minnar er að rætast eða byrjar að rætast í lok ágúst. Því þá flytur daman búferlum hingað til Árósa og hún gerist nemandi við hinn magnaða skóla er kenndur er við KaosPilota!
Velkomin í klanið og fjölskylduna elsku þokkadís. Þú hefur ekki hugmynd við þú ert búin að koma þér útí núna stelpa! En við hlökkum til að fá þig:)




Á meðan Heba hefur nám við KaosPilot skólann hefur öðrum tekist að klára skólann og eru nú formlega orðnir KaosPilot-ar!
Elsku Frímann og Eva hafa lokið þrem árum og einu stk lokaprófi. Ég er svo stolt af þeim og hlakka til að sjá hvernig þeim mun vegna heima. Þann 16.júní munu þau svo útskrifast í Musikhuset og um kvöldið verður ROSALEGT partý. KaosPilotar kunna að halda partý svo eitt er víst!


Síðast en ekki síðst að þó tókst henni Maj-Britti minn að þjóta á methraða í gegnum þrjú ár uppá Bifröst. Á sinn listafengna hátt tókst henni að fá himinháar einkunnir og sletta ærlega úr klaufunum og eignast fullt af nýjum vinum. Til að toppa þetta fékk daman svo 9 fyrir BA ritgerðina sína, en þeir á Bifröst gefa ekki hærra fyrir ritgerðir. So consider it a 10!:) Hún er nú formlega orðin viðskiptarlögfræðingur. Vá segi ég nú bara!