miðvikudagur, júní 14, 2006

það leiðinlegasta

í þessum heimi hér-finnst mér-að pakka dótinu mínu ofan í ferðatösku. Ég er alltaf að því. Alltaf að passa uppá að þetta fari ekki yfir 20kg. Flott hjá mér að blogga bara þegar ég á að vera að gera þetta...og þrífa. Ekki í stuði.

En að öðru, skemmtilegra. Fyrir 7 árum kom hún Oddlaug Marín Svanhvítardóttir góðvinkona mín í heiminn. Hún var ekki nema 7 klukkutíma gömul þegar hún komin í fangið á mér og því augnabliki mun ég aldrei gleyma. Síðan þá hef ég elskað hana, knúsað hana, svæft hana, hlegið með henni, kennt henni spekina um lífið(heh), hún kennt mér enn meira, rifist við hana, gefið henni í skóinn,hlustað á hana syngja Lítill Fugl með Ellý (elska þegar hún tekur það lag) sótt hana í leikskólann, og síðast en ekki síst fengið fullt af fiðrildakossum á kinn.

Ragnar tók þessa mynd af henni en mér skilst að hún hafi alveg séð um stíleserað þetta sjálf. -með blómakrans í froðubaðið:)

Svo af því að ég hef svona "mikinn tíma til aflögu núna", svona þegar ég á að vera að pakka og þrífa. þÁ fór ég að lesa gömul blogg...já hjá sjálfri mér heh. Og fann þá þessa ógeðslega hressandi færslu sem ég skrifaði í júní 2003.


Það er Radiohead dagur hjá mér í dag; ég hlustaði á tónleikaupptöku á leiðinni í vinnunna, þegar ég kom í vinnunna var verið að spila nýja diskinn, svo kíkti ég heim úr vinnunni í smá stund, þar voru amma og kettirnir að syngja karma police í kór. Amma er nefnilega í smá verkefni hérna hjá mér. Hún er svo yndisleg að hún bauðst til að afþýða ískápinn minn. Við erum að tala um ársbirgðir af uppsöfnuðum ís. Hún fann jarðaberjasúrmjólk sem mamma kom með handa mér þegar ég var veik í júní í fyrra sem var föst aftast í efstu hillunni....

Ég á bestu ömmu í heimi!


Hvar væruð þið án mín??? Hvar væri ég án Ömmu?

jæja farin að pakka!! bæjó

3 ummæli:

Sigrún sagði...

GÆTI ég verið meira sammála þér með pökkunina? HATA og ég meina HAAAATA að pakka niður og ég þarf að pakka fyrir tvo - pjúk. En ég á 2 vikur eftir í sólinni víííííi Sjáumst á Íslandinu skvís.

Nafnlaus sagði...

Ömmur eru alveg ómissandi. Velkomin heim sæta. Hlakka til að sjá þig

Dilja sagði...

takk tinns. Og sigrún hlakka líka til að sjá þig...og tinnu.
B: núna er ég bara farin:( vona að þynnkan sé betri elskan. Sakna þín strax.