miðvikudagur, september 28, 2005

100% hamingja?

Í dag er svona dagur þar sem allt er æðislegt! Ég gæti gengið allsber í funky-takt til að sýna gestum og gangandi hvað ég er hamingjusöm! (er það ekki annars staðlað statement hamingju?)
Í fyrsta lagi er ég í svo frábærum skóla. Í öðru lagi er ég að fara með þessum frábæra skóla til Vilnius,Litháen eftir 2 klukkustundir. Þar munum við búa á þessu hóteli, sem er ekki þiggja stjörnu, ekki fjagra stjörnu, heldur fokkings fimm stjörnu hótel!! Kíkið á myndirnar. Kíkið á spa listann.

En þetta verður ekki bara afslöppun og sukk. Heldur fékk Arkitema, 250 manna arkitektastofa í Kaupmannahöfn, okkur til að halda vinnustofu/ráðstefnu, og það í úúklöndum! Nú fáum við að láta að reyna á leiðtoga- og skipulagshæfileika okkar sem er búið að þjálfa uppí okkur sl. ár. Mjög spennandi allt saman og ég hef góða tilfinningu fyrir þessu.

Svo er ég endalaust að fá svo góðar fréttir af vinum mínum. Ein fékk mig til að grenja úr gleði áðan, önnur fékk hámarks gæsahúð í gang og einn fékk hjartað til að hoppa og setja tilhlökkunar fiðrildi í mallann.

Já lífið er yndislegt ég geri það sem ég vil. Flýg heim til Íslands í hádeginu á þriðjudaginn. Ótrúlega spennandi tímar framundand á Íslandi.

Meira seinna
Bæjó

sunnudagur, september 25, 2005

Ísland vs. Svíðþjóð

Dilla og Milla á Vesturgötunni hafa náð þeim árangri að hafa haldið eitt af skemmtilegustu mataboðum sögunnar og var það matarboð haldið í gær.

Einungis Íslendingar og Svíar voru velkomnir og áttu allir að koma með þjóðarrétt með sér (eins langt að það nær svona í útlöndum). Svíar og Íslendingar eru miklir drykkjuhrútar og ef maður blandar þessum þjóðum saman kemur út=
sænskir "skál"söngvar og vodkaskot á 20 min fresti, hver getur borðað sænska kjötbollu mest sexy-keppnin, trommusláttur á borðið, æsispennandi pakkaleikur, dansað uppá stólum og borðum, trúnó, hlutverkaleikurinn (ég átti að reyna tala sem mestu um hvað nærbuxur séu óþægilegar td) ofl ofl
Myndirnar segja söguna ansi vel:
Svensk Íslensk Matarboð hjá Dill og Mill


vegna tækniörðuleika og hægleika heilans svona the day after the night before, eru myndirnar í öfugri röð og best er að fara á síðustu myndina og færa sig svo upp.

Reyndar er helgin öll búin að vera alveg yndisleg. Á föstudag fórum við kærustunnar að powersjoppa og svo út að borða. Kvöldið fór svo í beautytreatment, alhliða. Laugardagurinn var tekinn snemma og aftur farið í powersjop og lunch. Svo var auðvitað matarboðið um kvöldið. Undirrituð sofnaði vært í kjólnum sínum kl.1. Hún vitnar í vodkaskot.
Eðal þynnkuteiti í dag. Allir að þrífa. Horfa a LitleBritain og borðað meira en eðlilegt þykir.

föstudagur, september 23, 2005

Áhrif okkar á framgang mála i heiminum...

Stundum geta litlar breytingar haft svo stór áhrif. Td. hefur stelpa eða strákur út í bæ eða sveit setið við tölvuna sína um daginn og ákveðið að "klukka" e-a vini sína (sem blogga) og biðja þá um að skrifa 5 staðreyndir um sjálfa sig, tilgangslausa eða tilgangsmikla.

Þetta litla klukk stelpunnar eða stráksins hefur haft þær afleiðingar að hundruðir bloggara hafa síðast liðnu daga gefið sér tíma í að líta inná við og ákveða hvaða 5 staðreyndir þeir vilja skrifa á bloggið sitt. Allir þessir bloggarar hafa gefið sér tíma í að ákveða hvort þeir eiga vera fyndnir, persónulegir, frumlegir, sjokkerandi, alveg "venjulegir" etc etc.
Svo hafa þeir líka gefið sér tíma í að ákveða hvaða bloggaravini þeir eigi svo að "klukka".

Merkilegt.

ps. ég hef verið klukkuð 3var. Þýðir það 15 staðreyndir? Halló....hvar ertu þú þarna stelpa eða strákur? Þú þarna frumkvöðull "bloggklukksins"??

þriðjudagur, september 20, 2005

KLUKKUÐ!!!

SúperKaosPilotinn Maríu Rut Reynisdóttur klukkaði mig víst í gær og nú er ég ´ann! Ég á að skrifa 5 tilgangslausar staðreyndir eða upplýsingar um sjálfa mig. Ég á nú ekki erfitt með það, enda gangandi tilgangsleysi í nútímasamfélagi...í dag.

1) Mér finnst stappaður karteflur með smjöri og salti (kannski smá soðin lifrapylsa líka) alveg rosalega gott, sem og haframjöl með kakómalti og mjólk.

2) Mér líður betur í ákveðnum hverfum í Reykjavík. Ég bæði finn það þegar ég keyri inní þau (vellíðunartilfinning) og þegar ég keyri útúr þeim (óþægindi) Og nei, þetta er ekki 101=vellíðan vs.rest=vanlíðan!

3) Þegar ég er í sturtu geri ég allt í sömu röð, alltaf! Andlitskrúbb, sjampó, hárnæring, líkamssápa.

4) Ég er alltaf í shock up nælon sokkabuxum. Mörgum vinkonum mínum til mikillar mæðu en ranghugmyndum mínum til mikillar gleði. Í þeim finnst mér ég grennri.

5) Ég er ekki nógu vel að mér í pólitík og skammast mín smá fyrir það. Hvenær verð ég fullorðin?

Jæja ég hefði sko getað haldið endalaust áfram. En nú verð ég að klukka tvo! Ég ætla að klukka MARÍU RÚN (sem er í e-u silent treatment á blogginu sínu) og FITUBOLLU ÍSLANDS (nú er bara að sjá hvort hún lesi bloggið mitt)

Bæjó

sunnudagur, september 18, 2005

Er komin í jólaskap.
ég læt mig líða áfram, í gegnum hausinn, hugsa hálfa leið, afturábak, sé sjálfan mig syngja fagnaðarerindið, sem við sömdum saman,við áttum okkur draum, áttum allt
við riðum heimsendi
við riðum leitandi
klifruðum skýjakljúfa, sem síðar sprungu upp,friðurinn úti ,ég lek jafnvægi
dett niður
alger þögn, ekkert svar


en það besta sem guð hefur skapað
er nýr dagur

Á MORGUN byrjar ný vika, eftir eina og hálfa viku fer ég til vilnius, litháen. Eftir tvær og hálfa er ég að hugsa um að koma heim til íslands.

Takk Sara fyrir frábæran sólarhring. gott að analyzera, gott að borða, gott að drekka rautt, gott að segja lélega brandara, gott að dansa, gott að p***pa, gott að glápa á ammmmrískan raunveruleika, ekki svo gott að kveðja og vita ekki hvenær við rössumst næst....

fimmtudagur, september 15, 2005

KaosPilot vikan min

Þessi vika hefur verið mögnuð finnst mér.

Okkur hérna í KaosPilotinum hlaust sá heiður að fá til okkar (að ég held) bestu fyrirlesara í heimi til að segja okkur frá töfrum leiðtogaheimsins. Fyrst kom Miss Bliss Brown frá Chicago sem sagði okkur að einblína á það jákvæða í heiminum. Eftir 2 daga með henni fórum við svífandi heim og áttum heiminn.
Svo kom Ketan! Hann er svartur, stór maður frá Suður Afríku. Hann var svona eins og þjálfari sem kemur inní lélegt körfuboltalið í svörtu fátæku hverfi í NewYork...og gerir það að því besta.Get the picture? Öskraði á okkur og hakkaði okkur í sig. Einn bekkjarbróir minn pissaði næstum því á sig. Hann einblíndi sko ekki á það jákvæða. Eftir einn dag með honum kom ég heim og gubbaði. Hausinn á mér gat ekki meir.

En svo vorum við með Ketan aftur í morgun. Og jú jú, þetta kom svo allt heim og saman. Alveg eins og í Hollywood! Þessi niðurlæging hefur sinn tilgang. Okkur líður núna eins og state champion. Stundum er það þess virði að fara út fyrir þægindarþröskuldinn sinn.

Það er svo bara fínt þarna fyrir utan. Ég ætla að fara oftar þangað.

Bæjó

sunnudagur, september 11, 2005

Teenage Mutant Ninja...

Bara til að hafa það á hreinu að:
Donatello-fjólublátt
Leonardo-blátt
Rafaelo-rautt
MicheaelAngelo-appelsínugult
ok en nú þarf ég að fá að vita hver var með hvaða vopn? Ok?

Nú en hjér á Vesturgötunni búum við Kamilla Ingibergs, frá Kebblæk, saman og erum í þessu jú farsælasta hjónabandi sem sögur fara af. Upp kemur söknuður ef svo mikið önnur okkar fer á klósettið. Eftir skóla förum við og verslum inní dýrindismáltiðir, eldum, vöskum upp og leikum okkur svo smá. Playful er fallegt gildi í lífinu. Þó svo að Kamilla mín velji balance þá vel ég risktaking gildi. Mætti samt alveg taka fleiri áhættur kannski?
Í okkar hjónabandi fáum við að velja okkur lög sem minna okkur á hvor aðra. Það bætist nú kannski í safnið á hverjum degi en það er bara gott.

En já, helgin byrjaði ágætlega. Kannski aðeins of mikið af hinu góða, hinu góða sem við köllum bjór. Úff. Stundum sér maður bara ekki alveg mörkin. 1 dagur 2 dagar... Gaman að þessu! En þá flýr maður bara á brotti vettfangs og ælu og fer í fjölskylduferð til Álaborgar. Haustgrill Íslendingafélagsins var haldið í gær. Mætti þar sem 5 hjól Önnu Siggu og fjölskyldu. Fyrsti maður sem ég hitti í Álaborg var æskuskotið Biffi, ásamt konu sinni og barni. Ómetanlegt ríuníon:)

Nú byrjar ný vika. Hún verður góð. Ég bara veit það! Einfalt.

Bæjó

ps. héðan í frá ætla ég að velja mér karl útfrá rödd. Helst á röddin að vera líka Samuel L. Jackson. Svo ætla ég að vera ossa ossa óþekk og þá mun hann skamma mig... Einfalt?

mánudagur, september 05, 2005

tónlistin ó tónlistin

Alveg magnað hvað tónlistin hefur mikil áhrif á mann. Í einu lagi eru kannski 1000 minningar og þeim fylgja 10.000 tilfinningar. Ég veit ekki hvernig tónlistarsmekk ég er með en hann er minn. Og hann er hluti af mér. Þau lög sem mér þykir vænt um eru hluti af því sem ég er með í farteskinu mínu, kom þaðan, erum hérna og förum þangað. Sum lög þýða meira en önnur. Skrýtið hvernig þetta tengist allt. Og lyktin, það má ekki gleyma henni.

Stundum er erfitt að hlusta á tónlist sem einu sinni veitti manni gleði. Því núna fær maður hana ekki lengur. En ég las áðan svo merkilega línu: "Ekki gráta af því að því er lokið, brostu af því að það gerðist."

Og ég ætla að gera það!


Vá hausinn á mér er stútfullur af hugsunum og hjartað af tilfinningum. Held ég ætti að snúa mér að dagbókinni minni frekar en að vera að reyna e-ð hérna á vefnum.

sunnudagur, september 04, 2005

Svo braust sólin í gegn...

...og allt varð bjart á ný! Bara ofbirtu bjart eiginlega!

Guð skapaði nýjan dag og stillti á þemað "hrós" í mínu nánasta umhverfi. Allir höfðu gífurlega þörf til að hrósa mér fyrir allt og ekkert. Og við sem meðvirk erum vitum hvað það er alltaf ljúft. Hrós á maður að geyma. Og safna.
Allt það sem var bölvað í síðustu færslu gekk upp næsta dag. Námslánin koma inn á morgun, festuge er hætt, langir skóladagar borguðu sig og í staðinn gerðum við í Team11 frábæran föstudag fyrir hið nýja Team12. Ég var tipsy frá 11.00 um morguninn til 4 um nóttina og átti mörg gleði-climax augnablik. Ómetanlegt. Það er ó svo gaman að gleðja aðra!

Núna er sunnnudagur og það er hádegi. Samt sem áður erum við KahamillaVanilla búnar að taka alla íbúðina í gegn. Ó hvað það er frábær tilfinning. Í dag er það bara lærdómur, bækurnar bíða og verkefnið mitt á að vera komið lengra en þetta... En súperKaosPilotinn ég mun rúlla þessu upp.

Svanhvít er orðin jafngömul vinkonu sinni (mér) frá og með deginum í dag og við sem elskum hana óskum henni hjartanlega til hamingju með daginn. >kosssssshhhhhYfirHafið<